Frumuskemmdir Flashcards
Frumur viðhalda homeostasis með því að…
- Breyta starfsemi og/eða byggingu til að mæta breyttum þörfum og utanaðkomandi áreiti
- Geta aðlagast og viðhaldið starfsemi við ákveðin áreiti
Frumur geta skemmst eða drepist ef…
- Áreitið er of mikið
- Áreitið er í eðli sínu skaðlegt
Aðlögun, skemmdir eða dauði fara eftir…
- Eðli áreitis, styrkleika, tímalengd
- Frumugerð, næringarástandi, blóðflæði
Frumuaðlögun
Afturkræfar frumubreytingar vegna breytts umhverfis
- Stærð eða fjöldi frumna
- Gerð eða starfsemi frumna
Lífeðlisfræðileg frumuaðlögun
Viðbrögð við eðlilegum vaxtarhvetjandi eða letjandi efnum/áhrifum í líkamanum
- Hormón (t.d. þungun)
- Þjálfun (t.d. vöðvastækkun)
Sjúkleg frumuaðlögun
Viðbrögð við áreiti eða álagi sem leiðir til breytinga á byggingu eða starfsemi sem veldur sjúklegu ástandi
Hypertrophia
Frumustækkun
Hyperplasia
Frumufjölgun
Atrophia
Frumuminnkun
Metaplasia
Umbreyting frumna
Labilar frumur
Frumur sem skipta sér alla ævi
- Beinmergsfrumur, húð, þekjufrumur, eitilfrumur
Stabilar frumur
Frumur sem skipta sér ekki nema þær fái boð um það hvort sem það er vegna álags eða skemmdar
- Kirtilfrumur, bandvefsfrumur, æðaþelsfrumur
Permanent frumur
Frumur sem skipta sér ekki eftir að fósturstigi lýkur
- Hjartavöðvafrumur, rákóttar vöðvafrumur, taugafrumur
Í hvaða vefjum sést hypertrophia og hvernig lýsir hún sér?
- Verður í vefjum þar sem fjölgunargeta frumna er lítil sem engin (permanent frumur)
- Hver og ein fruma stækkar vegna hormóna eða vaxtarþátta. Aukning verður á byggingarpróteinum og frumulíffærum => Stækkun á líffæri
- Hyperplasia getur sést með - t.d. í leginu.
Lífeðlisfræðileg hypertrophia
- Stækkun vövða við æfingar
- Stækkun legs í þungun
Sjúkleg hypertrophia
- Stækkun hjarta vegna háþrýsting/lokuþrengsla
Í hvaða vefjum sést hyperplasia og hvernig lýsir hún sér?
- Verður í vefjum þar sem frumur geta fjölgað sér (labilar/stabilar frumur)
- Líffærið stækkar því frumum fjölgar
- Gengur yfirleitt til baka þegar áreitið sem viðheldur fjölguninni hverfur
Lífeðlisfræðileg hyperplasia (tvær gerðir)
Hormónatengd
- Stækkun brjósta við kynþroska/þungun
- Stækkun legs við þungun
Compensatorísk
- Græðsa sára
- Endurvöxtur á lifur eftir aðgerð/sjúkdóm
Sjúkleg hyperplasia
Oftast vegna mikillar hvatningar frá hormónum eða vaxtarþáttum
- Blöðruhálskirtilsstækkun
- Endometrial hyperplasia
- HPV veirur valda ofvexti í epidermis sem veldur þá vörtu
Af hverju verður atrophia í vefjum og hvernig lýsir hún sér?
- Svar vefja/frumna við minnkuðu álagi, minnkuðu blóðflæði eða minnkaðri næringu
- Efnaskiptin minnka þ.e. það verður meira próteinniðurbrot heldur en próteinnýmyndun
- Líffæri getur minnkað
Lífeðlisfræðileg atrophia
- Rýrnun vefja á fósturskeiði
- Hormónatengd (rýrnun á endometrium)
- Vegna aldurs (hóstarkirtill)
Sjúkleg atrophia
- Rýrnun vöðva við taugaskaða vegna minnkaðs blóðflæðis
- Rýrnun innkirtla vegna skorts á hvatningarhormónum eða vegna lyfjameðferðar (ACTH, sterar)
Af hverju verður metaplasia í vefjum og hvernig lýsir hún sér?
- Þegar ein frumugerð kemur í stað annarrar á takmörkuðu svæði í vef eða líffæri (oftast í þekju)
- Stofnfrumur í vefnum þroskast í aðra átt
- Er oftast vegna áreitis sem frumugerðin sem kemur í staðinn þolir betur
- Er yfirleitt sjúklegt ástand og getur raskað starfsemi viðkomandi vefjar
- Getur gengið tilbaka ef áreitið hverfur en getur einnig verið forstig krabbameins
Öndunarfæraþekja - Metaplasia
Í reykingamönnum verður öndunarfæraþekjan að flöguþekju þ.e. bifhærða stuðlaþekjan víkur fyrir þekju sem þolir reykinn betur