Utanlegsþykkt Flashcards
Hvað er alvarlegt við utanlegsþykkt?
Ef hún er ekki greind og meðhöndluð nægilega snemma getur hún vaxið inn í bólfestulíffærið (t.d. eggjaleiðarann) sem í kjölfarið getur leitt til rofs og blæðingar sem getur verið lífshættuleg.
Hvenær greinist X oftast?
Oftast á 6-10v.
Er X algeng orsök mæðradauða?
Já, í hinum þróaða heimi hefur utanlegsþykkt verið ástæða allt að 5% mæðradauða.
Á Íslandi lést síðast kona vegna þessa 1976.
Hverjar eru algengustu staðsetningarnar?
Utanlegsþykkt verður oftast í eggjaleiðurunum (yfir 90%).
Oftast í ampullu, svo isthmus og loks fimbria.
Getur verið víða t.d. abdominalt, í eggjastokk, leghálsi, öri osfrv.
Hvernig hefur nýgengi X þróast á Íslandi undanfarin ár?
Hefur farið lækkandi. 58% lækkun frá 1992-2009.
Hverjir eru helstu áhættuþættir?
Áhættuþættir til staðar í um 2/3 tilfella:
- Fyrri saga um utanlegsþykkt
- Saga um aðgerð á eggjaleiðara/ör á eggjaleiðara
- Aðrar aðgerðir í grindarholi
- Anatómísk frábrigði á eggjaleiðara
- PID (klamydia)
- Reykingar
- Tæknifrjóvgun og notkun frjósemislyfja
- Lykkjunotkun
Hve mikil áhætta er á X ef það er fyrri saga?
10% ef 1x.
25% ef 2x.
Triad einkenna?
- Kviðverkir (um 99%)
- Amenorrhea (um 74%)
- Blæðing frá vagina (um 56%)
Aðeins um 1/2 með allan triadinn!
Önnur einkenni fyrir utan triadinn?
- Þungunareinkenni
- Merki um rof t.d. lækkaður BÞ: tachycardia, vöðvavörn, sleppieymsli, axlarverkur, rectal þrýstingur
Mismunagreiningar fyrir blæðingar á fyrsta trimestri?
S- Spontaneous abortion P - Postcoital blæðing E - Ectopic pregnancy V - Vaginal/cervical lesion E - Extrusion of molar pregnancy N - Nonpregnancy causes
Hver er eðl. þróun á hCG gildi í meðgöngu? Hvernig getur það verið ólíkt þegar um X er að ræða?
Frumur fylgjuvefs mynda beta-hCG á meðgöngu. Við eðl. þungun tvöfaldast þéttni þess á 48 klst. fresti, nær hámarki á 10-12v, lækkar svo og verður stöðugt á um 15v.
Í utanlegsþykkt verður þessi hækkun hægari (minna blóðflæði til fylgjuvefs á afbrigðilegum stað).
Gerum því endurt. mælingar á hormóninu til að hjálpa okkur við greiningu.
Helstu meðferðarúrræði?
Almennt annað hvort lyfjameðferð með methotrexat eða skurðaðgerð.
Hvað skal gera ef það koma fram einkenni um rof?
Stabilisera sjúkling og gera laparotomiu þar sem blæðing er stöðvuð og utanlegsþykkt fjarlægð.
Hvenær kæmi til greina að gefa methotrexat?
- Eggjaleiðari órofinn, stöðug lífsmörk
- Fóstursekkur undir 3,5 cm í þvermál
- Fósturhjartsláttur ekki til staðar
- hCG undir 5000 IU/L
Hvenær er rétt að gera skurðaðgerð?
- Utanlegsþykkt rofin
- Frábendingar við lyfjameðferð
- Fósturhjartsláttur til staðar
- hCG yfir 5000 IU/L