Ógleði og uppköst á meðgöngu (Hyperemesis gravidarum) Flashcards
Hversu algengt er að konur finni fyrir ógleði á fyrri hluta meðgöngu?
Um 75% kvenna upplifa meðgönguógleði af einhverju ráði.
Hvað er hyperemesis gravidarum?
Alvarlegasta formið af meðgönguógleði - alvarleg ógleði og uppköst á meðgöngu með ketósu og þyngdartapi. Úr verður vökvaskerðing, elektrólýta- og sýru-basaójafnvægi og næringarskortur.
Hve hátt hlutfall fær hyperemesu?
Um 1%.
- Algengara á Vesturlöndum en í Afríku/Asíu
- Algengara hjá frumbyrjum en fjölbyrjum.
Skilgreining hyperemesu?
- Þrálát uppköst, amk 3x á dag
- Kona hefur tapað amk 5% af líkamsþyngd sinni á meðgöngunni (eða lést um amk 3 kg)
- Ketónmiga
- Engin önnur skýring á einkennum
Hvenær kemur hyperemesa fram?
Algengast á 1. trimestri meðgöngu, byrjar alltaf fyrir 12v.
Dæmigert að byrji á 5-6v, nái hámarki á 9v en hætti svo fyrir 16-20v.
Um 5% eru með einkenni alla meðgönguna.
Hverjir eru helstu áhættuþættir fyrir að fá hyperemesu?
- Kona gjörn á að finna fyrir ógleði t.d. ferðaveiki, lyf, mígreni
- Næmt lyktarskyn
- Fjölburameðganga (hærra hCG)
- Blöðruþungun (hærra hCG)
- Engin aukavítamín fyrir og í byrjun meðgöngu
- Bakflæði
- Genetík
Hver er etiologian, hvað er það sem veldur?
Ekki vitað með fullri vissu en talið líklegast að um hormónaáhrif sé að ræða.
hCG spilar líklega stærsta hlutverið en það mælist einmitt hærra í konum með hyperemesu.
Það er einnig hæst á þeim tíma sem hyperemesan er verst.
Annað:
- Prógesterón/Estrógen (hægja á magatæmingu)
- H. pylori sýking
- Sálræn áhrif (stress o.fl.)
Af hverju er TSH lækkað hjá allt að 60% kvenna með hyperemesu?
Líklega vegna hárra gilda hCG sem örvar kirtilinn svipað og TSH. Ekki þörf á meðferð.
Hver er helsta einkennameðferð við hyperemesu?
Alm. ráðleggingar t.d. um að borða hægt og lítið í einu, forðast að vera svöng/södd. Forðast triggera. Í alvarlegri tilfellum getur þurft að grípa til lyfja (virka fæst vel): - Pyridoxine (B6 vítamín) - Afipran - Postafen - Phenergan - Zofran - Sterar
Hver er meðferð í alvarlegri tilfellum hyperemesu?
Leiðréttum þurrk með vökvameðferð (5% glúkósi, NaCL, RA, með elektrólýtum ef þörf).
Ef alv. næringarskortur getur þurf að setja sondu eða gefa næringu í æð (Kabiven). Gefum Thiamine ef viðvarandi uppköst í meira en 3 vikur.
Hvernig eru áhrif hyperemesu á fæðingarþyngd barns?
Oftast lítil áhrif. Þó er mikilvægt að tryggja æskilega þyngdaraukningu móður.
Hverjar eru endurtekningarlíkur hyperemesu f. næstu meðgöngu?
Um 15-20%.