Eðlileg fæðing Flashcards
Hver eru hin þrjú stig fæðingar?
- stig: Útvíkkun
- Latent fasi (konur oft heima í þessum fasa)
- Aktívur fasi
(Hér getur komið s.k. transition fasi sem við sjáum stundum hjá konum sem ekki hafa fengið deyfingu. Eru þá að klára útvíkkunina (7-8 cm), max 2 mín á milli hríða, eru í sínum heimi. Segjast oft ekki geta meira. Aktívur rembingur strax á eftir.)
- stig: Útfærsla
- Passívur fasi
- Aktívur fasi (rembingsþörf) - stig: Fylgjufæðing
Partus normalis (PN) í grófum dráttum?
Fæðing sem hefst sjálfkrafa eftir 37-42 vikna meðgöngu. Höfuðstaða og ekki inngrip nema episiotomia.
Hvenær er fæðing byrjuð?
Þegar það eru komnir reglulegir sársaukafullir legsamdrættir, 3 eða fleiri á 10 mín og hver varir í 45 sek eða lengur, og amk eitt af eftirfarandi:
- Leghálsbreyting (vel þynntur og opinn 2 cm eða meira)
- Farið vatn
- Teiknblæðing
Hverju erum við yfirleitt að þreifa eftir þegar við gerum innri skoðun hjá konu í fæðingu?
Hnakka barnsins, finnum þríhyrndu höfuðmótin (occiput). Getum þannig áttað okkur á því hvernig barnið snýr.
Best ef barnið er aðeins með höfuðið á grúfu þ.a. við þreifum aðeins þessi þríhyrndu höfuðmót. Ef höfuðið kemur beint niður getum við líka þreifað ferhyrndu höfuðmótin framan til og gengur þá fæðingin oft erfiðar fyrir sig.
Hvaða tvo snúninga tekur barnið í fæðingunni?
Innri snúningur:
Oftast kemur barnið niður grindinna með hnakkann til vinstri. Svo tekur það innri snúning þannig að bak þess snýr fram á við. Gerist til þess að kollurinn lagi sig að lögun grindarinnar.
Ytri snúningur:
Þegar höfuðið er fætt tekur barnið ytri snúning þ.a. það fer aftur í upphafsstöðu, þ.e. með hnakkann til vinstri. Gerist til þess að axlirnar fæðist í hagstæðustu vídd. Efri öxlin fæðist fyrst.
Hvað er kannað sérstaklega við 36 vikna mæðraskoðun?
Hvort kollurinn sé skorðaður í grindina eða ekki.
Hver er hættan ef legvatn fer að leka þegar höfuð barnsins er óskorðað?
Hætta á naflastrengsframfalli.
Þá þarf konan að leggjast strax í lárétta stöðu og fara á börum upp á fæðingardeild.
Hvernig breytist leghálsinn við lok meðgöngu/í upphafi fæðingar?
Í lok meðgöngu er leghálsinn oftast stífur og vísar aftur. Þegar hann fer að undirbúast fyrir fæðingu styttist hann og mýkist og færist fram á við. Undir lokin verður hann mjög mjúkur og eins og eyrnasnepill viðkomu.
Hvaða þýðingu hefur það ef slímtappinn fer?
Þýðir ekki endilega að konan sé að byrja í fæðingu. Jákvætt merki um að leghálsinn sé að undirbúa sig í rólegheitunum.
Hvernig byrjar fæðing í flestum tilfellum?
Með kröftugum samdráttum í leginu.
Í 12-15% tilvika byrjar fæðingin eftir að konan missir vatnið.
Við hvaða cm í útvíkkun fer vatnið oftast?
Um 7 cm útvíkkun.
Hvar er fósturhjartslátturinn hlustaður?
Yfir baki barnsins, hliðl. við nafla móður og aðeins þar fyrir neðan. Eðl. fósturhjartsláttur liggur á bilinu 110-160 slög/mín.
Ef ofar þá gruna sitjanda.
Hvernig framkvæmum við ytri skoðun?
Þreifum fyrst yfir legbotninum (efsti hluti legsins). Þar er rass barnsins öðru hvoru megin. Færum okkur neðar og finnum kollinn, reynum að hnika honum til með því að halda um rassinn á móti. Getur verið óþægilegt.
Hvenær byrja eiginlegar hríðir?
Í 1. stigi fæðingar aktívum fasa (hefst eftir um 6 cm útvíkkun). Þá koma reglulegir 60 sek samdrættir þar sem líða ekki meira en 5 mín á milli.
Hvað er s.k. latent fasa meðferð?
Í 1. stigi fæðingar þegar útvíkkunin er að byrja og ekki komnar eiginlegar hríðir þá fá konur oft morfín og svefntöflu og fá að hvílast. Stundum þurfa konur þessa slökun til þess að fá fæðingu af stað.
Athugum hvort konan sé byrjuð í fæðingu þegar hún vaknar. Ef ekki þá fær hún jafnvel að fara heim.