Úrlestur hjartalínurits Flashcards
Hjartalínurit (EKG)
-Hjartalínurit sýnir rafvirkni hjartans yfir ákveðið tímabil
-Endurspeglar 12 mismunandi sjónarhorn á Hjartanu
-Fyrsta “ alvöru hjartalínuritið var tekið 1895
Hvernig fáum við 12 leiðslu EKG?
-10 leiðslur
-4 útlimaleiðslur
-6 brjóstleiðslur
6 brjóstleiðslur
-V1: fjórða millirifjabil h.megin
-V2: sama v. megin
-V3:
-V4: fimmta milirfifjabil
-V5
-V6
4 útlimaleiðslur
-R=rautt h. hendi
-N=svart h. fótur
-L=gult v. hendi
-F=grænt v. fótur
EKG Hringrásin P-QRS-T
*P bylgjan: sýnir afskautun í gáttunum
*QRS sýnir afskautun í sleglunum
*T bylgjan sýnir endursskautun í sleglunum
*PR bilið: virkni í AV hnútnum
*ST bilið: metum beinu línuna, breytingar geta sagt til um blóðflæði til kransæðana. Fullkomin afskautunog samdráttur á sér stað í hjartanu
*QT: upphaf afskautunar til lok endurskautunar
Hvernig reiknum við hraðann út frá EKG?
1 lítill reitur = 0,04 sek
5 litlir reitir = 1 stór reitur = 0,2 sek
5 stórir reitir = 1 sek
Hvernig reiknum við hraðann út frá EKGi
Reglulegur hjartsláttur: Aðferð 1:
-Telja fjölda RR bila á 6 sekúndum og margfalda við 10.
-RR bil = bil milli QRS
-6 sekúndur =30 stórir kassar
–>nota þegar óreglulegur hjartsláttur
Normal gildi á EKG
-PR normal = 0.12 til 0.20 sek
-QRS lengd(breiddin) = < 0.12 sek
-QT bil í kringum 0,40 sek.
-QT stjórnast af hraða sjúklings.
-Hraður púls= styttra QT.
-Hægur púls = lengra QT.
-QTc hjá kvk< 0.46 sek og kk < 0.45 sek
-Hækkun eða lækkun á ST um 1mm er innan marka.
6 lykilatriði við úlestur á EKGi.
- Er rafvirkni ? Sjáum við eh á línuritinu
- Hver er ventricular(slegla) (QRS) hraðinn? Notum aðferð 1 eða 2
- Er QRS grannur eða breiður ? Á að vera 0,12 sek
- Er QRS reglulegur eða óreglulegur ?
- Er gátta ( atrial) virkni/rafvirkni í gáttunum ? Sjáum við P takkana
- Hvernig er virkni gátta tengd sleglum ? Kemur QRS takki eftir P takkanum
Hvað sýnir EKG okkur
-Greinir blóðþurrð til hjartans-Ischemia
-Kransæðastífla
-Hjartslátt og Hjartsláttartruflanir
-Gömul hjartaáföll
-Hypertrofia = stækkun á hjartavöðva
-Pericarditis -gollurhúsbólga
-Ákveðnar breytingar á elektrolytum geta komið fram sem breytingar á EKGi
Sinus Rythmi
-Sinus Rythmi er eðlilegur hjartsláttur
-P-QRS-T-
-Hægur ef undir 60
-Hraður yfir 100
-Getur verið Sinus óregla
Aukaslög frá Gáttum (Atrium)
-QRS grannur = minni en 0,12 sek ( 3 litlir kassar)
-P takkar sjást ekki alltaf.
-P takkinn getur haft annað útlit.
-Hafa svipað útlit eins og SR slög. Ef tíð getur það verið eins og Sinus óregla.
Aukaslög frá sleglum ( Ventriculum) “ Vesur”
-Gleið QRS = meira en 0.12 sek ( 3 litlir kassar)
-Engir P takkar.
-Stakar vesur.
-Paraðar og upp í margar saman. Ef yfir 4 saman-VT runa, því fleiri því hættulegra
-Bigeminy (Vesa, sinus slag og aftur vesa), trigeminy (vesa, tvö sinus og aftur vesa), quadrigeminy (fjórða hvert slag)
-Geta verið með mismunandi útlit
-Því fleiri sem koma saman og því fleiri sem þær eru = HÆTTULEGRA.
Hjartsláttartruflanir frá gáttum
-Atrial Fibrillation
-Atrial Flutter
-SVT
-Wolf Parkinson White
QRS komplexarnir eru grannir þ.e minna en 3 litlir kassar(‹0,12 sek
Atrial Fibrillation = Gáttatif
-Gáttir slá óreglulega og boð berast óreglulega til slegla
-Engir P takkar
-QRS óreglulegir
-Hröð eða hæg
Atrial Flutter = Gáttaflökt
-Gáttirnar slá reglulega á sínum “eigin” hraða og boð berast ekki alltaf niður í slegla
-Engir P takkar
-“Sagtenntar”bylgjur má greina á milli QRS komplexa
-Hröð eða hæg
-Reglulegt en getur verið óreglulegt ef t.d. 3:1 (þrjá sagtenndar bylgjur sem berast niður og svo QRS) & 4:1
Supraventricular Tachycardia(SVT)=Ofansleglahraðtaktur
-Mjög hraður hjartsláttur, hátt í 200 slög á min
-Grannir QRS komplexar.
-Erfitt að greina P takka milli QRS komplexa.
-Lyfjameðferð til að stöðva hjartað og koma í réttan takt
Wolf Parkinson White=WPW
-Aukaleiðslubraut er á milli gátta og slegla
-Stutt PR bil og delta bylgja fyrir framan QRS.
Hjartsláttaróregla frá sleglum ( ventriculum)
-Ventricular Tachycardia =VT
-Ventricular Fibrillation = VF
-Torsade De Point
-Ventricular rythmi-Agonal taktur
-QRS komplexarnir eru gleiðir = meira en 3 litlir kassar(>0,12 sek)
Ventricular tachycardia (VT)=Slegla hraðtaktur
-Reglulegur taktur
-Gleiðkomplexa = Gleiðir QRS komplexar
-P takkar sjást ekki
-VT runur geta verið mislangar
-Hraði VT er oftast í kringum 100-250 slög/mín
-LÍFSHÆTTULEGT
Torsade de Point:
-Gleiðkomplexa taktur
-Takturinn er reglulega óreglulegur og hefur spólulaga útlit þar sem útslög eru ýmist há eða lág.
-Stutta eða löng runa.
-LÍFSHÆTTULEGT
Ventricular Fibrillation (VF)=Sleglatif
-„kaótískur“ taktur (óreglulega óreglulegur)
-Alltaf HJARTASTOPP
Ventricular rythmi- Agonal taktur
-Gleiðkomplexa hjartsláttur sem er reglulegur
-P takkar sjást ekki.
-Engin boð berast þá frá gáttunum og sleglarnir slá hægt.
-Getur verið hægur 20-40 slög/mín en getur einnig verið 40-100 slög/mín.
-LÍFSHÆTTULEGT
Hjartablokk- Truflun er í boðleiðni um AV hnútinn
1 gráðu blokk
-Bilið milli P-Q er lengra en 0,20 sek-lengra en 1 stór kassi
-Bilið er stöðugt
2 gráðu blokk: Mobitz týpa 1(=Wenkebach)
-P-QRS lengist og lengist í hverju slagi
-P takki kemur svo án þess að QRS fylgi í kjölfarið.
-Einstakt eða endurtekið
2 gráðu blokk: Mobitz týpa 2:
-P-QRS bil sem er annað hvort eðlilegt eða of langt
-Þetta P-QRS bil er stöðugt í nokkrum slögum
-Svo koma P takkar þar sem enginn QRS fylgir í kjölfarið.
3 gr blokk=Total AV blokk
-Engin tenging er á milli gátta og slegla
-Reglulegt bil er á milli P takka og reglulegt bil er á milli QRS en ekkert samband er á milli P og QRS.
-Hægur hjartsláttur
-Lífshættulegt
Nodal taktur:
-QRS bylgjur
-Engir P takkar
-Lífshættulegt
Blóðþurrðarbreytingar á EKG geta haft 5 birtingarmyndir
-Neikvæðir/invertaðir T takkar
-ST lækkanir
-ST hækkanir
-Q takki
-Nýtt Vinstra greinrof.
Mikilvæg að skoða og meta allar leiðslur m.t.t ST-T bils og Q takka og bera saman við eldra EKG
Hvernig sé ég hvar hjartaskemmdin er
Hjartainfarct flokkast í 5 flokka eftir því hvaða hluti hjartavöðvans verður fyirr súrefnisskorti vegna kransæðastíflu.
-Flokkarnir eru Anterior, Posterior, Inferior, Lateral og Septal
Neikvæðir/invertaðir T-takkar
-T takki sem snýr niður eða er flatur getur verið merki um blóðþurrð til hjartans.
-Í samliggjandi leiðslum
-Má vera neikvæður í V1 og aVR
-Á að snúa upp
ST HÆKKANIR
-ST bilið fer upp fyrir grunnlínuna meira en 1 mm.
-Þarf að sjást í 2 eða fleiri samliggjandi leiðslum
-Merki um bráða kransæðastíflu = STEMI
ST LÆKKANIR
-ST bilið fer niður fyrir grunnlínu meira en 1 mm.
-Þarf að sjást í 2 eða fleiri samliggjandi leiðslum
-Merki um blóðþurrð til hjartans= NSTEMI eða óstabil angina.
-1mm = 1 lítill kassi!
Q takki-Fyrsti hlutinn á QRS vísar niður
Þetta getur verið merki um gamla kransæðastíflu.
Greinrof Öðruvísi útlit QRS í V1 og V6
-Truflun á boðleiðinni frá AV hnút og niður hægra eða vinstra bundle branch
-QRS er gleiðari enn 3 litlir kassar. Útlit QRS gefur vísbendingu um hvort vinstra eða hægra greinrof eða ventricular takttruflun.
-Greinrofsmynstur á amk að sjást í V1 og V6 til að hægt sé að tala um greinrof
-Nýtt vinstra greinrof getur verið merki um bráða kransæðastíflu.