Hjúkrun bráð og alvarlegra veika með vandamál frá öndunar og blóðrásarkerfinu Flashcards
Útstreymisbrot (EF)
-Hversu mikið af blóði pumpast úr hjartanu, t.d. 120mL í dyastolu en bara 60mL fer út í líkamann, þá er það 50% útsreymisbrot
-70-75% er eðlilegt útstreymisbrot
Venumettun
-Þegar blóðið er búið að fara í allan líkamann og er að koma til baka í hjartað, þá er hægt að mæla venumettun, leggur af stað 100% súrefni en líkaminn notar ekki öll %
-Æskilegt að það sé 75%
-Heilbrigður líkami getur verið í æfingu en haldið góðri venumettun
-Háð framboði og eftirspurn af súrefni
-Mælum með CVK legg, fer í vena cava, þræðist í h gátt og h slegil
Slagæðasúrefni
-Háð hemoglobíni, flutningsprótein f. súrefni, og súrefnisgjöf.
-Tökum úr slagæð
Cardiac output
-Hversu mikið magn af blóði á hverri min. Er háð stroke volume og hjartsláttartíðni.
Stroke volume
-Lítið stroke volume: þurr, vantar blóð
-Magn sem hjartað slær í hverjum slætti er háð preload, afterload, samdrætti
Miðbláæðaþrýstingur (CVP):
Þrýstingur í hægra kerfi
-RA (gátt)
-RV (slegill)
Lungnaslagæðaþrýstingur (PAP)
Mæla þrýsting í v kerfi
PAWP
-Mæla þrýsting í v hluta hjartans
-LA (gátt)
-LV (slegill)
Preload
-Hversu mikið sleglar geta teygst: getum ekki mælt, geta aktín og mýósín til að slaka
-Því meira magn sem kemur í dyastólu því meira blóðflæði
-Háð magni blóðs sem kemur til slegla í lok diastólu (EDV)
Afterload
-Viðnámið í meginblóðrás (SVR) og lungnablóðrás (PVR)
MAP
-Meðalslagæðaþrýstingur í öllu kerfinu, meðal 60-65
-MAP undir 60, blæðing nýrna
MAP=CO x TPR
CO= HR x SV
SV=preload, afterload, contractility
Klínískt mat á preload
-Minnkaður þvagútskilnaður: Afhverju? BÞ lágr, MAP lágt
-Húðspenna/turgor (ófullnægjandi blóðrás)
-Háræðafylling (CRT)
-Lágur blóðþrýstingur
-Þandar hálsbláæðar (JVP): Hjartað nær ekki að dæla nógu fljótt
-Brakhljóð í lungum (aukinn þrýstingur)
-Hjartahljóð (S3 – gallop, aukið blóðrúmmál)
-Bjúgur
Klínískt mat á „afterload“
-Þreyta, spenna, álag….
-Díastólískur þrýstingur (tengsl við afterload)
-Púlsþrýstingur: meðal 70-80, hækkun getur verið varnarviðbragð við lækkun BÞ
-Hár blóðþrýstingur
-Lungnaháþrýstingur: Ef það er hækkaður þrýstingur í lungnaslagæðakerfinu
-SVR – viðnám í æðakerfinu
-PVR – viðnám í lungnaæðum
Hvernig sjúklingurinn getur aukið/minnkað preload/afterload
-Aukið venous return (bláæðapumpan) > aukið EDV/Preload
-Aukinn intrathorical þrýstingur (aukin dýpt/hraði öndunar) > aukið EDV/Preload
Hvernig sjúkdómar hafa áhrif á aukið/minnkað preload/afterload
-Hjartaáfall – Hjarta og æðasjúkdómar o.fl.
- Lungnaháþrýstingur – hár blóðþrýstingur o.fl.
Hvernig heilbrigðisstarfsfólk getur aukið/minnkað
-Vökvagjöf (auka EDV og þar af leiðandi preload)
- Þvagræsilyf (draga úr EDV/lækkar preload): ef sjúklingur er hjartabilaður, of mikið preload, móður
- Æðasamdráttarhvetjandi lyf (auka EDV/preload og afterload): mest notað á GG
- Æðaútvíkkandi lyf (draga úr afterload): ef sjúklingur er með hjartverk, til að slaka á
- Notkun ósæðardælu (IABP) (draga úr afterload) Aðeins á gg
Helstu blóðprufur…..sjá kennslubók
-Hjartaensím: TNT, CK-MB: Hækkar hratt eftir að skemmd hefur orðið og lækkar hratt eftir að þræðing hefur verið gerð
-Elektrólýtar – geta haft áhrif á samdrátt: Kalíum, Kalsíum, Magnesíum: koða áhrif á hjartavirkni
-Lípíð: kólesteról
-Storkupróf: Lengd blæðingapróf, t.d. sjúklingar sem taka blóðþynningarlyf
-Blóðhagur: HBK, RBK, Hgb, Hct o.s.frv
Dæmigerð birtingarmynd um STEMI eru :
- Sviti
- skyndilega mæði, andþyngsli og öndunarerfiðleikar
- yfirlið og svimi
- kviðverkir ofarlega i kvið ógleði
- verkur í kjálka
- verkur í handlegg
Sérstaklega þarf að huga að óhefðbundnum einkennum hjá einstaklingum með
-sykursýki
- nýrnabilun
- konum
- öldruðum
ATH EKKI ALLIR SEM LÝSA BRJÓSTVERK EINS !
NSTEMI
byrjað að þrengja, fá oft æðavíkkandi lyf, fer í þræðingu ef óstabíll
STEMI
komin lokun, byrjað drep í hjartavöðva, þarf að drífa í hjartaþræðingu
Hjartabilun
-Hjartað er of veikt til að pumpa á árangursríkan hátt
-Getur ekki myndað nægilegt útfall hjarta
-Hægri vs. vinstri hjartabilun
-Hjúkrunarmeðferð
-Orsakir hjartabilunar:
-Stífir sleglar
-Bilaðar hjartalokur (Lokur sem leka (regurgiation) eða opnast ekki alveg (stenosis))
-Hár blóðþrýstingur, atrial fibrillation o.fl.
Hægra megin bilun:
Mikill þrýstingur, vökvasöfnun, þan á hálsslagæð, mikill fótabjúgur, vökvi í kvið þar sem hjartað nær ekki að losa sig við blóðið, lifrin fer ekki að starfa
Vinstra megin bilun:
Kaldir fingur, seinkuð háræðafylling, meiri líkur á lungnabjúg, blóðið nær ekki að fara til líkamans, blámi
Einkenni hægri hjartabilunar
❏ Bjúgmyndun
❏ Lifrarstækkun
❏ Miltisstækkun
❏ Vökvasöfnun í kvið
❏ Þan á hálsbláæð
❏ Hækkað cvp
❏ Lungnaháþrýstingur
❏ Þreyta og slappleiki
❏ Þyngdaraukning
❏ Breyting á meðvitund
Einkenni vinstri hjartabilunar
❏ Hröð öndun og andnauð
❏ Hraður hjartsláttur
❏ Hósti
❏ Brak í lungum
❏ Hjartaóhljóð
❏ Lungnaháþrýstingur
❏ Blóðugur uppgangur
❏ Blámi
❏ Lungnabjúgur
❏ Þreyta
Blóðgös
- Upptaka (smá upprifjun og dæmi)
- Tafla 13.3
- Ratiometer – vefslóð/myndbönd
Loftun – Hypoventilation
❏Innöndun
❏Útöndun
❏Tidal volume í andardrætti
Loftskipti skerðast vegna:
❏ loftblaðra sem falla saman
❏ lungnavef sem eyðileggst af einhverjum orsökum
Blóðflæði til lungna - V/Q mismatch
❏ þegar hluti lungnanna fær blóðflæði en getur ekki átt í loftskiptum, veldur ójafnvægi
❏ þegar hluti lungnanna fær blóðflæði án súrefnis og verður því misræmi
❏ því blóðflæði og loftskipti haldast í hendur > gerist í t.d. ARDS > líkt og Covid sj.
Sunting
- þegar súrefnissnautt blóð fer frá hægri helming hjarta yfir í þann vinstri án viðkomu í lungnablóðrásinni
– rechargar sig ekki í lungum til að fá um borð meira súrefni > væntanelga vegna op milli slegla/gátta
❏ VSD – ung börn, gert við
❏ ASD – getur greinst snemma en viðgert á fullorðinsaldri, ef háir einstaklingum
COPD og vinstri hjartabilun
-Engin tengsl á milli hjartabilunar og COPD en ef hjartabilun er til staðar getur orðið versnun á einkennum
-Súrefnisflutningur til hjarta er skertur og getur ýtt undir hjartabilunareinkenni
COPD og hægri hjartabilun
-Sjúklingur fær að endingu hjartabilun hægra megin vegna lungnasjúkdóms
-Lág súrefnisgildi, valda hækkun á BÞ í slagæðum lungna (lungnaháþrýstingur)
-Aukin þrýstingur í lungna-æðakerfinu leggur mikla vinnu á h. slegil, þar sem hann þarf að yfirvinna mikla mótstöðu við að pumpa til lungna
-Hjartavöðvinn þykknar, dilaterast og veikist h. megin
ARDS (acute respiratory distress syndrome ) eða Brátt andnauðarheilkenni (BAH),
Lungnablöðrur fyllast af slími og vökva og loftskipti geta ekki átt sér stað
-Er meðal erfiðustu sjúkdóma sem fengist er við á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa.
Heilkennið felur í sér alvarlega öndunarbilun með dreifðum íferðum í báðum lungum í kjölfar annars sjúkdóms, slyss eða skurðaðgerða.
Bráða- og gjörgæsluhjúkrun á tímum Covid-19
❏ Grúfulega (prone positioning)
❏ Af hverju?
❏ Þyngdaraflið
❏ Blóðflæði til annarra svæða lungna
❏ Loftskipti verða betri í einhvern tíma