Til Flashcards
eiga til (sykur)
hafa sykur í fórum sínum, í skápnum
Búðin átti ekki til hrökkbrauð.
eiga ekki til (öfund)
hafa ekki snefil af öfund í eðli sínu
Not have in nature
eiga (þetta) til
gera þetta stundum, við og við
Við eigum það til að fara í fjallgöngur.
vera til
hafa tilveru, finnast
Er jólasveinninn kannski ekki til?
vera til
vera tilbúinn
Ég er til, við skulum fara.
vera til í (þetta)
vera fús, reiðubúinn til þessa
Hún var ekki til í að greiða reikninginn fyrir alla.
(verðhækkunin) kemur til af (þessu)
hún orsakast af þessu
hvað kemur til?
hvað veldur, hver er ástæðan?
Hvað kemur til að hann er orðinn svona hógvær?
koma til
verða betri, öflugri, eflast, batna
Gróðurinn er allur að koma til eftir veturinn.
koma til
verða til, fá tilvist
Hún hefur kosið flokkinn eftir að hann kom til.
koma til sögunnar
verða til, fá tilvist
Skrifað var á skinn áður en pappír kom til sögunnar.
koma til með að (iðrast þessa)
eiga eftir að iðrast þessa seinna
Við komum til með að bjóða upp á hvalaskoðun í sumar.
þykja/finnast (mikið) til koma
vera hrifinn
Þau skoðuðu safnið en fannst heldur lítið til koma
það kemur til (átaka)
átök verða, átök brjótast út
Það kom til slagsmála fyrir utan krána.