í Flashcards
eiga í (vandræðum)
vera í vandræðum, erfiðleikum
Þeir áttu í erfiðleikum með að fá bankalán.
eiga í (ófriði)
vera sífellt í ófriði (við nágrannaríkin)
Þau hafa átt í deilu við nágrannana.
eiga (hlut) í (fyrirtækinu)
vera eigandi að því að hluta
Hún átti ekkert í húsnæðinu sem hún bjó í.
eiga í sig og á
hafa nóg til að framfleyta sér, hafa í sig og á
Menningarmannfræði fæst einkum við hvernig maðurinn hefur í sig og á,…
vera í
vera klæddur regnkápu
Hann var í svörtum skóm.
vera í (ensku) (tvisvar í viku)
vera í enskutíma tvisvar í viku
vera í (námi)
stunda nám
Hún er í lögfræði í háskólanum.
vera í (fótbolta)
vera að spila fótbolta
Krakkarnir voru í badminton úti í garði.
vera í (vondum) félagsskap
umgangast óæskilegt fólk
vera í (dópi)
neyta eiturlyfja að staðaldri
vera í því
vera drukkinn
koma (honum) í (vanda)
setja hann í vanda, valda honum vanda
Þau hafa komið sér í miklar skuldir
koma (starfseminni) í gang
láta hana hefjast
Það tekur mig dálítinn tíma að koma mér í gang.
koma (þessu) í kring
sjá svo um að þetta gerist
Hann kom því í kring að þeim yrði boðið í veisluna.