þroskakenningar: Vitsmuna-, Félags- og siðferðisþroski Flashcards
Vitsmunaþroski: Hvað eru Vitsmunir (hugrænir ferlar)?
greind, nám, minni, mál
Vitsmunaþroski: Hvað er þroski ?
Vísar til breytinga sem verða yfir ævina og felur í sér ehskonar framvindu eða framfarir, frá því lægra eða einfaldara til þess æðra eða margbrotnara.
Stigbundin nálgun / þrepaskipt
Gengur út frá því að vitsmunaþroski sé stigbundinn, þ.e að þroski komi í stigum eða þrepum. Yfirleitt er gert ráð fyrir eðlislægum mun á vitsmunaþroska eftir ólíkum aldri
Gagnavinnslu nálgun
Vitsmunaþroska skýrður út frá því hvernig heilinn skynjar, umritar, geymir og endurheimtir upplýsingar. Líkja vitsmunastarfi vi ðgagnaverk tölvu .
Próffræðileg nálgun
Vitsmunaþroska metin út frá sálfræðilegum prófum, m.a út frá greindarprófum (IQ tests). Lögð áhersla einstaklingamun.
Kenning Jean Piaget um vitsmunaþroska
- Greind og hugsun virka í raun eins og hvert annað líffærakerfi þar sem hlutverk greindar er að laga einstaklinginn að umhverfi sínu með því að ,,melta’’ reynsluna.
- Börn eru virkir námsmenn sem leitast við að skilja umheiminn. - Ásköpuð ,,rannsóknarhvöt’’ sem er drifjöður þroskans
- Greindarþroska er skipt upp í 4 eðlisólík aldurstengd stig. Hvert stig einkennist af tilteknu hugrænum ferlum og ákv skilningi á heiminn.
Hvað eru skemu? - eitt af lykilhugtökum kenningu Piaget
Skemu er leið barnsins til að skilja umheiminn og mótast og jfölgar með auknum þroska og skilningi. Um er að ræða virkt ferli sem á sér stað út ævina.
Hvað er aðlögun?
Nýjar upplýsingar falla að skemu, aðlagað.
Dæmi: Helga sá flugvél og útfrá fyrra skema sem var til þá kallaði hann þetta ,,fugl’’
- Mamman segir Helgu að þetta sé flugvél –> yfirfærlsa
Hvað er yfirfærsla?
Nýjar upplýsingar skapa ójafnvægi, skema víkkað út eða það verður nýtt skema.
- Út frá nýjum upplýsingum þá verður ójafnvægi. Nýtt skema verður til og Helga getur aðgreint fugl og flugvél.
Hver eru 4 stig vitsmunaþroska og hvaða aldri tilheyra þau ?
- Skynhreyfistig - 0-2 ára
- Foraðgerðastig - 2-7 ára
- Hlutbundin rökhugsun - 7-11 ára
- Formleg rökhugsun - 11-16 ára
Skynhreyfistig
Samhæfing skynjunar og hreyfingar til að skilja heiminn
0-2 ára
Foraðgerðastig
Táknbundin hugsun kemur fram. Sjálflægni einkennir hugsun
2-7 ára
Hlutbundin rökhugsun
Hlutbundin rökhugsun kemur til og skilningur á varðveislu hluta eykst
7-11 ára
Formleg rökhugsun
Rökhugsun nær fullum þroska og barn nær að hugsa út frá abstract hugtökum og forsendum.
11-16 ára
Hvað er varðveisla?
Skilningur á að magnbundir eiginleikar hluta breytast ekki þrátt fyrir breytingar á ásýnd þeirra.
- Börn á forðastigi rökhugsunar eiga erfitt með að átta sig á varðveislu; einblína á eh einn útliseiginleika t.d hæð. Hlutir eru óafturkræfir-ná ekki að rekja ferlið til baka
Hvað er raðgreining
- Að geta raðað hlutum í rétta röð eftir stækkandi eða minnkandi eiginleikum þeirra eins og stærð, þyngd og ummáli.
- Forstig rökhugsunar geta raðað 2 hlutum
- Börn á stigi hlutbundinnar rökhugsunar geta sett fleiri hluti í samhengi við hvorn annan
Hvað er flokkun ?
Sú færni að geta flokkað hluti saman eftir sameiginlegum eiginleikum.
Hvað er stigbundin flokkun?
Færni til að skilja að hver flokkur getur skipst í marga undirflokka og þeir í enn fleiri undir, undir flokka.
Almennt mat á kenningu Piaget um vitsmunaþroska barna
- Með kenningu Piaget jókst skilningur á að börn skilja ekki allt eins og fullorðnir.
- Lítið tillit tekið til einstaklingamunar.
- Börn geta þroskast mishratt eftir sviðum, t.d hraðar stærðfræðilega en félagslega.
- Það ná ekki allir stigi formlegra aðgerða.
- Kenningin vanmetur oft getu barna.
- Byggði athuganir sínar of mikið á mállegri getu barna.
- Gerir ekki ráð fyrir breytingum á vitsmunaþroska eftir ca. 16 ára aldur.
- Kenningin ekki hin eini sanni sannleikur en gefur okkur innsýn inn í þroskaferli manneskjunar
Kenning um hugann
Kenning um hugann (theory of mind) endurspeglar skilning fólks á því að;
- annað fólk geti haft aðrar hugsanir og hugmyndir en það sjálft
- andleg fyrirbæri endurspegli ekki endilega raunveruleikann, að hægt sé t.d að trúa því sem ekki er satt og að fólk geti verið með uppgerð
Þennan skilning öðlast börn á aldrinum 3-6 ára, yfirleitt um 4 ára. Taugaþroski, málþroski, eldri systkini hafa áhrif.
Hvað er gagnavinslu nálgun ?
- Sértækir ferlar skoðaðir ekki heildar ferlið
- Minni og flokkun
- Meðvitað og ómeðvitað minni / beint og óbeint minni
Spearman um greind
Spearman sagði almenna greind (general intelligence eða g) vera eiginleika sem liggi allri hugrænni getu til grundvallar. Fólk hefur mismikið af þessum eiginleika.
Hvað er greind?
Felur m.a í sér hæfni til að hugsa á sértækan hátt, beita rökhugsun, hæfni til að leysa þrautir og afla sér þekkingar. Vera fljótur að hugsa og búa yfir góðum orðaforða og almennri þekkingu.
Cattell skipti greind í 2 greindarætti
Eðlisgreind: hröð og sveigjanleg. Gerir manneskju fært að læra nýja hluti, draga ályktanir, skilja tengsl hugtaka, ferla hugmyndir og staðreyndir. Skammtímaminni
Reynslugreind: felur í sér uppsafnaðar staðreyndir, vitneskju og lærða þekkingu, langtímaminni, sögulegar staðreyndir, orðaforða.