þroskakenningar: Vitsmuna-, Félags- og siðferðisþroski Flashcards
Vitsmunaþroski: Hvað eru Vitsmunir (hugrænir ferlar)?
greind, nám, minni, mál
Vitsmunaþroski: Hvað er þroski ?
Vísar til breytinga sem verða yfir ævina og felur í sér ehskonar framvindu eða framfarir, frá því lægra eða einfaldara til þess æðra eða margbrotnara.
Stigbundin nálgun / þrepaskipt
Gengur út frá því að vitsmunaþroski sé stigbundinn, þ.e að þroski komi í stigum eða þrepum. Yfirleitt er gert ráð fyrir eðlislægum mun á vitsmunaþroska eftir ólíkum aldri
Gagnavinnslu nálgun
Vitsmunaþroska skýrður út frá því hvernig heilinn skynjar, umritar, geymir og endurheimtir upplýsingar. Líkja vitsmunastarfi vi ðgagnaverk tölvu .
Próffræðileg nálgun
Vitsmunaþroska metin út frá sálfræðilegum prófum, m.a út frá greindarprófum (IQ tests). Lögð áhersla einstaklingamun.
Kenning Jean Piaget um vitsmunaþroska
- Greind og hugsun virka í raun eins og hvert annað líffærakerfi þar sem hlutverk greindar er að laga einstaklinginn að umhverfi sínu með því að ,,melta’’ reynsluna.
- Börn eru virkir námsmenn sem leitast við að skilja umheiminn. - Ásköpuð ,,rannsóknarhvöt’’ sem er drifjöður þroskans
- Greindarþroska er skipt upp í 4 eðlisólík aldurstengd stig. Hvert stig einkennist af tilteknu hugrænum ferlum og ákv skilningi á heiminn.
Hvað eru skemu? - eitt af lykilhugtökum kenningu Piaget
Skemu er leið barnsins til að skilja umheiminn og mótast og jfölgar með auknum þroska og skilningi. Um er að ræða virkt ferli sem á sér stað út ævina.
Hvað er aðlögun?
Nýjar upplýsingar falla að skemu, aðlagað.
Dæmi: Helga sá flugvél og útfrá fyrra skema sem var til þá kallaði hann þetta ,,fugl’’
- Mamman segir Helgu að þetta sé flugvél –> yfirfærlsa
Hvað er yfirfærsla?
Nýjar upplýsingar skapa ójafnvægi, skema víkkað út eða það verður nýtt skema.
- Út frá nýjum upplýsingum þá verður ójafnvægi. Nýtt skema verður til og Helga getur aðgreint fugl og flugvél.
Hver eru 4 stig vitsmunaþroska og hvaða aldri tilheyra þau ?
- Skynhreyfistig - 0-2 ára
- Foraðgerðastig - 2-7 ára
- Hlutbundin rökhugsun - 7-11 ára
- Formleg rökhugsun - 11-16 ára
Skynhreyfistig
Samhæfing skynjunar og hreyfingar til að skilja heiminn
0-2 ára
Foraðgerðastig
Táknbundin hugsun kemur fram. Sjálflægni einkennir hugsun
2-7 ára
Hlutbundin rökhugsun
Hlutbundin rökhugsun kemur til og skilningur á varðveislu hluta eykst
7-11 ára
Formleg rökhugsun
Rökhugsun nær fullum þroska og barn nær að hugsa út frá abstract hugtökum og forsendum.
11-16 ára
Hvað er varðveisla?
Skilningur á að magnbundir eiginleikar hluta breytast ekki þrátt fyrir breytingar á ásýnd þeirra.
- Börn á forðastigi rökhugsunar eiga erfitt með að átta sig á varðveislu; einblína á eh einn útliseiginleika t.d hæð. Hlutir eru óafturkræfir-ná ekki að rekja ferlið til baka
Hvað er raðgreining
- Að geta raðað hlutum í rétta röð eftir stækkandi eða minnkandi eiginleikum þeirra eins og stærð, þyngd og ummáli.
- Forstig rökhugsunar geta raðað 2 hlutum
- Börn á stigi hlutbundinnar rökhugsunar geta sett fleiri hluti í samhengi við hvorn annan
Hvað er flokkun ?
Sú færni að geta flokkað hluti saman eftir sameiginlegum eiginleikum.
Hvað er stigbundin flokkun?
Færni til að skilja að hver flokkur getur skipst í marga undirflokka og þeir í enn fleiri undir, undir flokka.
Almennt mat á kenningu Piaget um vitsmunaþroska barna
- Með kenningu Piaget jókst skilningur á að börn skilja ekki allt eins og fullorðnir.
- Lítið tillit tekið til einstaklingamunar.
- Börn geta þroskast mishratt eftir sviðum, t.d hraðar stærðfræðilega en félagslega.
- Það ná ekki allir stigi formlegra aðgerða.
- Kenningin vanmetur oft getu barna.
- Byggði athuganir sínar of mikið á mállegri getu barna.
- Gerir ekki ráð fyrir breytingum á vitsmunaþroska eftir ca. 16 ára aldur.
- Kenningin ekki hin eini sanni sannleikur en gefur okkur innsýn inn í þroskaferli manneskjunar
Kenning um hugann
Kenning um hugann (theory of mind) endurspeglar skilning fólks á því að;
- annað fólk geti haft aðrar hugsanir og hugmyndir en það sjálft
- andleg fyrirbæri endurspegli ekki endilega raunveruleikann, að hægt sé t.d að trúa því sem ekki er satt og að fólk geti verið með uppgerð
Þennan skilning öðlast börn á aldrinum 3-6 ára, yfirleitt um 4 ára. Taugaþroski, málþroski, eldri systkini hafa áhrif.
Hvað er gagnavinslu nálgun ?
- Sértækir ferlar skoðaðir ekki heildar ferlið
- Minni og flokkun
- Meðvitað og ómeðvitað minni / beint og óbeint minni
Spearman um greind
Spearman sagði almenna greind (general intelligence eða g) vera eiginleika sem liggi allri hugrænni getu til grundvallar. Fólk hefur mismikið af þessum eiginleika.