Barnæskan: Líkamsþroski barna, gróf- og fínhreyfingar Flashcards
Hvað er hreyfiþroski?
- Hugtak sem notað er um aldrustengdar breytingar á hreyfifærni
- Ferli sem heldur áfram allt lífið
- Hreyfiþroskaáfangar
Hvað eru grófhreyfingar?
Athafnir sem reyna á stærri vöðva líkamans. Þær fela í sér stjórn á uppréttri stöðu og hreyfingum líkamans.
- Dæmi: velta, sitja, skríða, ganga, hlaupa, sparka bolta…
Hvað eru fínhreyfingar?
Hæfni líkamans til að beita minni vöðvum líkamans. þær féla í sér hæfni til að samhæfa t.d sjón og hendur
- Dæmi: teikna, púsla, lita og klipppa
Hvað ræður hreyfiþroska?
Fyrri kenningar um hreyfiþroska
- Byggðar á langtímarannsóknum á hreyfiþroska
- þroski á MTK stýrir öllum þroska þ.m.t hreyfiþroska
(mikilvægi reflexa)
(lítil áhersla/áhugi á t.d þroska annarra líkamskerfa og áhrifum umhverfis
Ungbarnaviðbrögð
- Til að: tryggja öndun, næringu (leitarviðbragð, sogviðbragð og kynging)
- önnur viðbrögð mikilvæg: gripviðbragð og moro viðbragð
Ef ungbarnaviðbrögð eru of veik eða of sterk eða ef þau hverfa ekki á ákv aldir… hvað merkir það?
Að eitthvað sé að í MTK
Hreyfiþroskaröð
Ákveðin röð á því hvenær börn ná ákv getu (áfanga)
Samtímahugmyndir um hreyfiþroska - Kenning kvikra kerfa
- Kenning um hreyfistjórn
- Hefur verið notuð til að stýra hreyfiþroska
Hreyfiþroski er flókinn. Mörg undirkerfi vinna saman að hreyfingu og hreyfistjórn
Kerfi sem hafa áhrif á hreyfiþroska
- MTK: dreifð stjórnun innan MTK
- Stoðkerfið: styrkur, vöðvasamvinna, stærð og hlutföll í líkamanum
- þroski á líkamskerfum (öðrum en heila); hjarta, lungu, sjón og önnur skynfæri
- Umhverfið: menning, uppeldisaðferðir og væntingar, skoða umhverfið, æfing (endurteknningar og fjölbreytni)
MTK - kerfi sem hafa áhrif á hreyfiþroska
Dreifð stjórnun innan MTK
- Samspil margra kerfa
- Skyn- og hreyfikerfi vinna saman, skyntúlkun
- ýmsir vitsmunaþættir
- þroski á heila - háður virkni (öll reynsla virkjar taugatengingar - styrkir þær en aðrar eru óvirkar )
Stoðkerfið - kerfi sem hafa áhrif á hreyfiþroska
- Styrkur
- Vöðvasamvinna (synergiur)
- Stærð og hlutföll í líkama (vöxtur - börnin stækka, þyngjast og fitudreifing breytist. þurfa að laga kerfin með tilliti til þess)
Umhverfi - kerfi sem hafa áhrif á hreyfiþroska
- Tækifæri til að hreyfa sig á fjölbreyttan hátt (verkið og umhverfið) - menning
- Uppeldisaðferðir og væntingar
- Að skoða umhverfið og velja bestu hreyfilausnina í því, er eitt af lykilatriðum þess að læra hreyfingar
- Æfing (endurtekning og fjölbreytni)
Kenning kvikra kerfa og hreyfiþroski - Thelen og félagar
- Hreyfiþroska er hægt að skýra út frá breytileika á sambandi milli undirkerfa
- Samt er til staðar eh erfðafræðileg forskrift
- Þegar barn færist frá einu getustigi til annars er það vegna þess að eitt (eða fleiri) undirkerfi breytist og hefur áhrif á öll hin
- Undirkerfin þroskast ekki á sama hraða
Grófhreyfiþroski fyrsta ársins
- 0-3 mánaða - höfuðstjórn
Á baki:
- í beygju - byrjar að rétta úr sér
- Sparka með fótum og snýr höfði/bol
Á maga:
- í beygju og höfuðið er snúið til annarar hliðar
- fer upp á olnboga og heldur höfði - 2 mánaða
- úthald til að vera á grúfu er stutt í byrjun og barnið kvartar þegar það er búið að fá nóg
Að sitja og standa
- barnið getur ekki setið eitt
- barnið getur ekki staðið eitt
Grófhreyfiþroski fyrsta ársins
- 3-6 mánaða - ýtir sér upp frá grúfu og situr
Á baki:
- sparkar mikið og lyftir fótum upp á móti höndum og andliti
- Veltir sér á hliðar 4 1/2 mánaða
Á maga:
- fer upp á olnboga og svo ýtir það sér upp á beina handleggi
- teygir sig eftir hlutum með annarri hendi, meðan þungi hvílir á hinni
Að sitja: sum börn geta setið í lok þessa tímabils
Að standa: spyrnir í fætur þegar stutt er við það
Grófhreyfiþroski fyrsta ársins
- 6-9 mánaða - Hreyfing
Á baki:
- vill ekki vera í þessari stöðu
Á maga
- leikur sér á maganum
- skríður áfram á maganaum
- Fer upp á 4 fætur
Sitja
- setjafnvægi - situr án stuðnings - 7 mánaða
- fer um á rassinum
Á fjórum fótum
- ruggar sér fram og aftur á fjórum fótum
- skríða á fjórum fótum 7 mánaða
Standa og ganga
- vill láta leiða sig og ganga
- togar sig upp á hné, stendur upp með stuðningi af húsgögnum - 8 mánaða
Grófhreyfiþroski fyrsta ársins
- 9-12 mánaða - Ganga
Á baki og maga: vill ekki
Að sitja:
- Sest upp og leggst niður
- margar setstellingar
Á fjórum fótum: skríður á fjórum fótum
Að standa og ganga
- togar sig upp við húsgögn, gengur meðfram
- gengur þegar leitt með báðum höndum, annarri hendi
- fyrstu skrefin á n stuðnings tekin - 11 mánaða og 3 vikna
Fínhreyfiþroski 0-6 mánaða
- 3 mánaða setur hendur saman
- 4 mánaða skoðar hendur sínar, teygir sig í áttina að hlutum til að slá í þá
- 5 mánaða byrjar að grípa um hluti (erfitt að sleppa takinu til að byrja með
Fínhreyfiþroski - 6-12 mánaða
- Situr og teygir sig eftir leikföngum, tekur þau, slær í, slær saman og skoðar með munninum.
- gripið færist í fingur nær þumli
- Tangargrip
Fínhreyfiþroski - við 12 mánaða
Grip vel þróað og aðlagað að lögun hvers hlutar
Líkamsþroski á aldrinum 1-6 ára
- Hægir á vexti miðað við fyrsta æviárið
- Samt hraður vöxtur (útlimir vaxa hraðar en bolur, erfðir og umhverfi)
þroski á heila
- Heldur áfram að vaxa á leikskólaárum
- við 6 ára aldur er heilinn orðinn 90% af stærð fullorðinna
- Sérhæfðari
- Sum svæði heila vaxa hraðar en önnur
Hreyfiþroska eftir að sjálfstæðri göngu er náð - frá 12/15 mánaða fram að 5 ára aldri (leikskólaaldri)
- Áfram miklar framfarir í hreyfigetu (gróf- og fínhreyfingum)
- Börnin læra nýjar hreyfingar / athafnir eða nýjar aðferðir við ýmsar athafnir sem þau hafa þegar náð
- Meðhreyfingar þegar þau læra nýtt og reyna á sig
- Leikni næst með æfingu
- Hreyfingar barnsins verða smám saman mjúkkar og áreynslulitlar
Líkamsþroski á grunnskólaaldri
- Vaxa áfram
- Stelpur stækka hraðar en strákar (stærri við 12 ára aldur)
- Hlutföll í líkama breytast