Smitsjúkdómar Flashcards
Hvaða veirur má finna í nefi/koki sem valda kvefi?
Rhinoveirur, coronaveirur
Hvaða veirur má finna í hálsbólgu?
Adenoveirur, inflúensuveirur
Hvaða bakteríur má finna í hálsbólgu?
S.Pyogenes, C.diphtheriae
Hvaða bakteríur má finna í skútabólgu (sinustitis)?
S.pneumoniae, H.influenzae, Moraxella
Hvaða veirur má finna í skútabólgu?
Rhinoveirur
Hvaða sveppi má finna í skútabólgu?
Aspergillus
Hvaða bakteríur má finna í barkarloksbólgu (epiglottis)?
S.pneumoniae, H.influenzae-Hib
Hvaða bakteríur má finna í augnslímubólgu? (Conjunctivitis)
S.pneumoniae, S.aureus
Hvaða veirur má finna í augsnlímubólgu?
Adenoveirur, herpesveirur
Hvaða bakteríur má finna í eyrnabólgu í miðeyra? (Otitis media)
S.pneumoniae, H.influenzae
Hvaða veirur má finna í eyrnabólgu í miðeyra?
Adenoveirur, RSV (respiratory syncytial virus)
Hvaða bakteríur má finna í eyrnabólgu í ytri eyrnagangi? (Otitis externa)
Pseudomonas, S.aureus
Hvaða sveppi má finna í eyrnabólgu í ytri eyrnagangi?
Aspergillus
Hvaða veirur má finna í Bráðri berkjubólgu (bronchitis)
Inflúensuveirur, PIV 3 (parainfluenza veira 3), RSV
Er bráð berkjubólga alltaf veirusýking?
Nær alltaf veirusýking
Einkenni bráðrar berkjubólgu:
Hósti, +/- uppgangur, +/- hiti
Er langvinn berkjubólga sýking?
Ekki sýking en veirur/bakteríur/sveppir geta valdið versnun á einkennum
Einkenni langvinnar berkjubólgu:
Hósti, upphangur, mæði
Hvaða veirur má finna í berkjungabólgu? (Bronchiolitis)
RSV (respiratory syncytial virus), PIV 3 (parainfluenza veira 3), hMPV (human metapneumovirus)
Hvað einkennir berkjungabólgu?
Einkennandi hósti
Hvaða bakteríur má finna í samfélagslungnabólgu og berklum?
S.pneumoniae, M.pneumoniae, H.influenzae, M.tuberculosis
Hvaða veirur má finna í samfélagslungnabólgu og berklum?
Inflúensuveirur, adenoveirur, SARS-CoV-2
Hvaða sveppi má finna í samfélagslungnabólgu og berklum?
Tvíbreytisveppir erlendis
Hvaða bakteríur má finna í spítalalungnabólgu?
Gram neikv stafir úr þarmaflóru eða umhverfi, S.aureus
Hvaða veirur má finna í spítalalungnabólgu?
Cytomegaloveira, adenoveirur
Hvaða sveppi má finna í spítalalungnabólgum?
Pneumocystis, aspergillus
Hver eru helstu merki um lungnabólgu?
Hósti, mæði, uppgangur, takverkur, þreyta, brakhljóð í lungum við hlustun
Hvort er alvarlegri sjúkdómur: lungnabólga eða berkjubólga?
Lungnabólga
Hvaða bakteríur má finna í sýkingu sem byrjar í húð eða er utan á húð? (Algengustu)
S.aureus, S.pyogenes
Hvaða sveppi má finna í sýkingu sem byrjar í húð eða er utan á húð?
Candida, malassezia, húðsveppir
Hvaða sníkjudýr má finna í sýkingu sem byrjar í húð eða er utan á húð?
Leishmania, schistosoma, liðfætlur
Hvaða veirur má finna í sýkingu sem byrjar í húð eða er utan á húð?
Papilloma veirur, pox veirur
Hvaða bakteríur (Sýklar) berast blóðleiðina til húðar?
N.meningtidis, Rickettsia-útbrota-og útbrotataugaveiki, Treponema pallidum-syphilis
Hvaða veirur (sýklar) berast blóðleiðina til húðar?
Varicella-zoster veira (hlaupabólaveiran)
Hvaða eiturefni (toxín) berast blóðleiðina?
S.aureus, S.pyogenes
Hvaða sýklar berast taugaleiðina til húðar?
Herpesveirur
Hvað er hárslíðurbólga (folliculitis) og hvaða baktería er þar á ferð?
- Er grunn sýking og byrjar í einu hárslíðri. Þróast svo yfir í greftarkýli og drepkýli. Vaxandi alvarleikastig.
- S.aureus
Hvað er kossageit (impetigo) og hvaða sýklar eru þar á ferð?
- Berst í smá rispu eða sár á húð og breiðist svo út og myndast bólur og húðroði (oftast börn)
- S.aureus, S.pyogenes
Hvað er heimakoma (erysipelas) og hvaða sýklar eru þar á ferð?
- stór, rauð hella á húð oftast á ganglimum
- S.aureus, S.pyogenes
Hvað er netjubólga (cellulitis) og hvaða sýklar eru þar á ferð?
- líkist mjög heimakomu en er dýpri í húðinni en heimakoma
- S.aureus, S.pyogenes
Hvað er bráð sogæðabólga (lymphangitis) og hvaða sýklar eru þar á ferð?
- bráð bólga í sogæðum sem liggur út frá sýktu svæði og þessi sýking getur breist hratt út og jafnvel komist í blóð
- oftast S.pyogenes, stundum S.aureus eða pasteurella multocida
Hvað er naglgerðisbólga (paronychia) og hvaða sýklar eru þar á ferð?
- ein algengasta sýkingin á höndum
- oft: S.aureus, s.pyogenes og/eða loftfælur ofl bakteríur (candida albicans talin meðvirkandi í að viðhalda bólgu)
Hvað eru sárasýkingar?
Öll sár innihalda sýkla (úr húðflóru / annarri líkamsflóru sjúklings, eða frá umhverfi / öðru fólki) en ekki alltaf sýking
Hver eru einkenni sárasýkinga?
Roði, bólga, hiti, vessun, vond lykt, verkur
Hvað eru dæmi um sárasýkingar?
- skurðsár
- slysasár
- þrýstingssár (Legusár)
Hvaða sveppi má finna í munnholi - vélinda?
Sveppi: candida
Hvaða bakteríur má finna í iðrasýkingum?
(Bakteríur) helicobacter, campylobacter, salmonella, EHEC
Hvaða veirur má finna í iðrasýkingum?
(Veirur) noroveirur, rota- og astroveirur
Hvar er uppruni lífhimnubólgu?
- meltingarvegur, bris og lifur
- innir kynfæri
- húð (hjá sjúklingum í kviðskilun)
Hvaða sýkla má finna í meltingarvegs- og kynfæraflóru?
Loftfælur, E.coli, viridans streptokokkar, candida
Hvaða sýkla má finna í húð?
Kóagúlasa neikv. Stafýlíkokka, candida
Hver eru merki um lífhimnubólgu?
Hiti, kviðverkir, ógleði/uppköst/niðurgangur, kviður aumur og stífur, lítil/engin garnahljóð
Hver eru einkenni blöðrubólgu (cystisis) ?
- særindi við þvaglát, tíð þvaglát
- stundum verkur yfir blöðru eða blóðmiga
- sjaldan hiti
Hver eru einkenni bráðar nýrnasýkingu (acute pyelonephritis)?
Verkur í síðu og/eða bankeymsli yfir nýrum, hiti og oft einkenni blöðrubólgu líka
Hvað er bakteríumiga? (Bakteriuria)
Bakteríur í þvagi
Hvað er einkennalaus bakteríumiga (asymptomatic bacteriuria)?
Bakteríumiga en ekki óþægindi. Meðhöndla ef þungun, nýrnaþegi og fyrir skurðaðgerð á þvagfærum
Hvað er marktæk bakteríumiga (significant bacteriuria)?
Því mara magn baktería/mL því meiri líkur á sýkingu (meta hvort sýking út frá aldri, kyni og undirliggjandi þáttum sýkinga)
Hjá hvaða hópi fólks falla flóknar þvagfærasýkingar undir?
Hjá körlum, þunguðum konum, börnum, sjúklingum á sjúkrastofnunum
Hver er algengasta bakterían í þvagfærasýkingum?
E.coli
Hvaða kynsjúkdómar geta sýkt þvagrás?
Klamydía, mycoplasma, trichomonas
Hvaða veirur má finna í þvagfærasýkingum?
Adenoveirur
Hvaða sveppi má finna í þvagfærasýkingum?
Candida
Hvaða sníkjudýr má finna í þvagfærasýkingum?
Schistosoma (ormur)
Hvaða sýkla má finna í kynsjúkdómum sem smitast með kynmökum?
- M.gonorrhoeae (lekandi)
- C.trachomatis (klamydía)
- M.genetalium
- Treponema pallidum (veldur sárasótt)
- Trichomonas vaginalis
- herpes veirur
- HIV
- Papilloma veirur
Hvaða sýkla má finna í kynsjúkdómum sem koma úr eigin flóru?
- candida sveppasýking
- skeiðarsýklun
Hver eru einkenni bakteríu- og sveppablóðsýkingar?
Hækkun eða lækkun á líkamshita, hraður hjartsláttur og öndun, þreyta, merki frá ýmsum líffærum
Hvað á að gera þegar bakteríur/sveppir ræktast úr blóði?
Meta hvort sýkingarvaldar í blóðinu eða húðbakteríur sem hafa mengað blóðið við sýnatökuna (ef húð er ekki nægilega hreinsuð)
Bakteríur og sveppir sem teljast alltaf sýkingarvaldar í blóðsýkingum:
S.pyogenes, S.pneumoniae, S.aureus, E.coli, Pseudomonas, Candida
Hvaðan kemur uppruni blóðsýkinga?
- úr sýkingum í öðrum líffærum eða innan æðakerfis
- úr eðlilegri slímhúðarflóru
- gegnum húð
Hver er algengur upprunastaður blóðsýkinga frá E.coli og Enterococcus?
- þvagfærasýkingar
- meltingarvegur
Hver er algengur upprunastaður blóðsýkinga frá S.aureus og S.pyogenes
Húð- og mjúkvefjarsýkingar
Hver er algengur upprunastaður blóðsýkinga frá kóagúlasa neikv stafýlókokkar
Íhlutir (t.d. Æðaleggir, gerviliðir)
Hver er algengur upprunastaður blóðsýkinga frá S.pneumoniae?
Öndunarfærasýkingar
Hver er algengur upprunastaður blóðsýkinga frá candida?
- þvagfærasýkingar
- meltingarvegur
Hver er algengur upprunastaður blóðsýkinga frá plasmodium (malaría)?
Moskítóflugnabit
Hver er algengur upprunastaður blóðsýkinga frá HIV og hepatitis veirum?
- Eitilfrumur (HIV)
- Lifur (hepatitis veirur)
Hverjar eru smitleiðir sýkinga til beina og liða?
- blóðleiðin (sýklar berast með blóðinu)
- aðgerðir og áverkar (geta lita hleypt sýklum inn)
Hver er algengasti sýkillinn í beina- og liðasýkingum?
S.aureus
Hver eru einkenni liðasýkinga? (Eigin liðir)
Hiti, yfirlið, roði, bólga, verkur
Algengustu staðir liðasýkinga (eigin liðir)
Hné, mjaðmaliður í ungum börnum
Hver eru einkenni beinsýkinga?
Verkur
Algengustu staðir beinsýkinga
- hryggsúla í fullorðnum
- löngu beinin í börnum
Hvaða sýklar úr nefkoki geta valdið heilahimnubólgu?
N.meningitidis, H.influenzae
Hvaða sýklar blóðbornir úr sýkingum í blóði, lungum ofl geta valdið heilahimnubólgu?
S.pneumoniae, Cryptococcus
Hvaða sýklar beint frá höfuðholum og öndunarvegsflóru geta valdið heilahimnubólgu?
S.pneumoniae, H.influenzae, S.pyogenes
Hvaða veirur geta valdið heilahimnubólgu?
Enteroveirur, herpes simplex 2
Hver eru einkenni heilahimnubólgu?
Hiti, höfuðverkur, ógleði/uppköst, minnkuð meðvitund, hnakkastífleiki
Hvaða sýklar valda heilasýkingum?
Bakteríur, sveppir, sníkjudýr og veirur