Lota 4 - Bakteríur Flashcards
Staphylococcus skiptist í:
S.aures (myndar kóagúlasa)
CoNS (myndar ekki kóagúlasa)
Heimkynni Staphylococcus er í
Húð, slímhúðaropi og slímhúð
Hvort er S.aureus eða CoNS algengari sýkingarvaldur í húð og innri líffærum?
S.aureus
Hvort er S.aureus eða CoNS algengari sýkingar í íhlutum og innri líffærum?
CoNS
CoNS tegundir
- S.epidermidis
- S.saptrophyticus
- S.lugdunensis
- S.capitis
Hvar býr S.aureus?
Í nösum, koki og húðfellingum
Bólfesta S.aureus
- 30-50% einstaklinga á hverjum tíma
- 10-20% alltaf
- 60% intermittent
- 20% aldrei
Hvernig lítur S.aureus út?
Eins og vínber
Gram jákvæðir klasakokkar. Er harðgerð baktería
Hvaða faktor í S.aureus hrindrar virkni mótefna?
Próten A
Hvaða hlutverki gegnir hjúpurinn um Staphylococca bakteríur?
Ver bakteríu gegn gleypni HBK
Hvaða hlutverki gegnir slímlag Staphylococca?
Auðveldar bindingu við vefi og íhluti
Húðflögnunareitur af völdum S.aureus veldur..
SSSS (staph. Scalded skin syndrome)
Meltingarvegseitur af völdum S.aureus veldur…
Matareitrunum
TSST-1 af völdum S.aureus veldur…
Toxic shock syndrome
Bakteríufjölgun & enterotóxín framleiðsla S.aureus er möguleg við hvaða hitastig?
6.5-10°c
Hvað gerir húðflögnungareitur S.aureus við húð?
Rýfur prótein í epidermis
Hvað er einkennandi við SSSS? (Staphylococcal scalded skin syndrome)?
Blöðrur í húð > húð flagnar af
Hverjar eru helstu sýkingar S.aureus í húð og mjúkvefum?
- kossageit
- hárslíðurbólg > graftrarkýli > drepkýli
- sárasýkingar
- brjóstasýkingar
Hverjar eru helstu sýkingar S.aureus í innri líffærum?
- blóðsýkingar
- lungnabólga
- hjartaþelsbólga
- beina- og liðasýkingar
- heilahimnubólga
S.lugdunensis
Er CoNS en veldur svipuðum sýkingum og S.aureus
S.saprophyticus
Þvagfærasýkingar í ungum konum
S.epidermidis
Sýkingar út frá íhlutum
Hver er algengasta orsök æðaleggstengdra blóðsýkinga?
S.epidermidis
S.capitis
Nýburasýkingar
Hvert er aðallyfið við S.aureus sýkingum?
Cloxacillin
Hvert er aðallyfið við CoNS sýkingum?
Vancomycin í æð
Hvernig líta Coryneform bakteríur út?
Gram jákvæðir, katalasa jákv stafir. Eru ekki sporamyndandi og hafa óreglulega lögun. Eru loftháðar og valbundnar loftfælur
Hvar finnast coryneform bakteríur?
Á húð og í öndunar-, meltingar-, og þvag/Kynfærum
C.diptheriae veldur…
Barnaveiki
Hver er meinvirkniþáttur C.diptheriae?
Myndar exótoxín
Hvernig smitast barnaveiki?
Dropasmit og snerting
Meðgöngutími barnaveiki er…
2-6 dagar
Hvert er aðaleinkenni barnaveiki?
Gráleit, leðurlík skán yfir slímhúð í koki
Hvernig greinum við barnaveiki?
- PCR fyrir toxínmyndandi gen
- sérræktun
- smásjárskoðun (grásvartar þyrpingar og “Kínverskir stafir”)
Á hvaða aldri eru börn bólusett fyrir barnaveiki?
3mán, 5mán, 12mán, 4ára, 14 ára
C.minutissimum finnst í…
Erythrasma (húðsýking í holhönd, nára eða táfitjum)
C.jeikeium
Spítalasýkingar kringum íhluti og blóðsýkingar
C.urealyticum veldur
Þvagfærasýkingum (endurteknar og langvinnar)
Hvað er einkennandi við þvagfærasýkingar af völdum C.urealyticum?
Bólgin blöðruslímhúð með kristallaútfellingum
(sýni sýnir hvít blóðkorn + kristalla)
Hvernig smitast Listeria monocytogenes?
Með matvælum eða frá móður til barns
Hverjir eru áhættuhópar Listeriu monocytogenes?
Þungaðar konur, nýburar, eldra fólk, ónæmisbældir
Hvernig lítur Listeria út?
Stuttir gram jákv stafir. Eru hreyfanlegir (með svipur)
Hvaða tegund listeriu er meinvaldandi í mönnum?
L.monocytogenes
Hvernig dýr sýkir listería mikið?
Sauðfé og önnur jórturdýr
Hverjar eru helstu sjúkdómsmyndir Listeriu?
- blóðsýking
- heila/heilahimnubólga
- iðrasýking
Hvaða lyf eru gefin við barnaveiki?
Erythromycin eða pensillín
Hvaða lyf eru gefin við listeríu?
Ampicillin og gentamicin
Hvað sýkir Actinomyces?
Munnhol og djúpar sýkingar > úr eigin slímhúðarflóru
Hvað sýkir Cutibacterium?
Kringum íhluti > úr eigin húðflóru
Hvað sýkir Nocardia?
Lungu/húð > eru úr náttúrunni (innöndun/áverkar)
Hvernig lítur Actinomyces út?
Gram jákvæðir, greinóttir stafir
Hvernig greinum við Actinomyces?
- sérræktun
- tekur langan tíma (2 vikur)
Hver er meðferðin við Actinomycosis?
Sýklalyf eða skurðaðgerð
Cutibacterium acnes býr í líkamsflórunni en sýkir aðallega…
Íhluti
Hvernig lítur Cutibacterium út?
Eru gram jákvæðir stafir og eru loftælnar (eða valbundnar loftfælur)
Hvernig lítur Nocardia út?
Gram jákvæðir greinóttir stafir. Eru loftháðir
Hvar finnst Nocardia?
Í jarðvegi, vatni, ryki
Hvernig smitast Nocardia?
Með innöndun eða gegnum húð
Hvernig greinum við Nocardia?
Með sérræktun með sérstöku æti og smásjárskoðun
Hvernig lítur Bacillus út?
Gram jákvæðir stafir sem mynda dvalargró (Sem eru mjög harðferð!). Eru loftháðir eða valbundnar loftfælur
B.antrhacis (súnusýkill) berst með…
Gróum
B.anthracis veldur…
Miltisbrandi
Hver er meinvirkniþáttur miltisbrands? (B.anthracis)
Myndar lífshættulegt exótoxín
Hver er uppspretta og smitleið Miltisbrands?
Uppspretta: sýkingar í grasætum
Smitast: beint/óbeint í menn
Hvert er vægasta sýkingarform Miltisbrands? (B.anthracis)
Þegar gró úr jarðvegi komast í gegnum húð
Hvert er hættulegasta sýkingarform Miltisbrands?
Þegar sýking verður við innöndun (há dánartíðni!)
Hvað er einkennandi við miltisbrand í ræktun?
Myndar medúsahöfuð í þyrpingum
Hverjar eru tvær meingerðir Bacillus Cereus?
- eitrun í fæðu (toxínmyndun í soðnum hrísgrjónum)
- sýking og eitrun í meltingarvegi (bakteríufjölgun í meltingarvegi og toxínmyndun þar)
Sýking og eitrun í meltingarvegi af völdum Bacillust cereus veldur…
Niðurgangi 8-16klst eftir mat
Eitrun í fæðu af völdum Bacillus cereus veldur…
Uppköstum 1-5klst eftir mat
Hvernig lítur Pasteurella multocida út?
Litlir gram neikvæðir stafir
Hvar finnum við Pasteurella multocida?
Í efri loftvegum/meltingarfærum margra dýra
Hvernig sýkist pasteurella multocida’
Eftir dýrabit/klór eða dýrin sleikja opin sár
Hvernig lítur brucella út?
Lítill loftháður gram neikvæður stafur
Hvernig sýkist Brucella?
Beint/óbeint frá dýrum (ekki milli manna) með snertingu eða fæðu
Brucella veldur…
Útbreiddri sýkingu í líkamanum
4 tegundir valda Brucellosis (öldusótt) í mönnum…
- B.abortus (naut)
- B.melitensis (geitur)
- B.suis (geitur og kindur)
- B.canis (hundar)
Hvernig lítur Neisseria út?
Gram neikvæðir, loftháðir diplókokkar eða kokkstafir (kaffibaunir!)
N.meingigitidis býr í….
Nefkokinu
N.gonorrhoeae býr á….
Slímhúð þvag- og kynfæra
N.gonnorrhoeae er betur þekktur sem…
Lekandi
Í kk sýkir Lekandi (N.gonorrhoeae)….
Þvagrás
Í kvk sýkir lekandi…
Legháls og þvagrás (Stundum legslíma og eggjaleiðarar > grindarholsbólga)
Í börnum sýkir lekandi…
Augnslímu og kynfæri
Í báðum kynjum sýkir lekandi…
- háls og endaþarm
- liði og blóð
- augnslímu
Er N.gonorrhoeae (lekandi) hluti af normalflóru?
Nei, en sýkir slímhúðir manna
Hvernig greinum við lekanda (N.gonorrhoeae)?
- smásjárskoðun á stroksýni frá þvagrás kk og leghálsi kvk
- ræktun á sérstökum ætum
- PCR (alltaf gert samhliða klamydíu)
Neisseria meningitidis sýkir aðallega…
Blóð- og heilahimnusýkingar
Neisseria meningitidis kemur úr…
Nefkoksflóru manna
Hver er meinvirkniþáttur Neisseria meningitidis?
Myndun fjölsykruhjúpa
(Helstu hjúpgerðir eru A,B,C og innihalda flest bóluefni gegn þeim mótefnavaka úr hjúpnum)
Hver er næst-algengasta orsök heilahimnubólgu á Íslandi?
Neisseria meningitidis
Hver er meðferðin við N.meningitidis?
Ceftriaxone í æð
Gegn hvaða hjúpgerð N.meningitidis er bólusett fyrir hér á landi?
Hjúpgerð C
Hvernig greinum við heilahimnubólgu af völdum baktería?
Rannsaka þarf blóð, mænuvökva og nefkok > ræktun, smásjárskoðun, PCR
Hvernig lítur Moraxella catarrhalis út?
Gram neikvæðir, loftháðir diplókokkar
Moraxella Catharrhalis býr…
Í nefkokinu
Hvað sýkir Moraxella catharrhalis?
Öndunarfæri og eyru
Hvernig greinum við Moraxella catharrhalis?
Ræktun á sýnum frá eyrum og öndunarfærum
Hvernig lítur Haemophilus influenzae út?
Litlir gram neikvæðir stafir, valbundnar loftfælur
Hvar býr Haemophilus influenzae?
Í nefkoki (bólfesta algengari í börnum en fullorðnum)
Hvernig smitast Haemophilus influenzae?
Með dropa-og snertismiti
Hvað sýkir Haemophilus influenzae?
Öndunarfæri, miðeyra, blóð, heilahimnur
Hvernig greinum við H.influenzae?
Smásjárskoðun og ræktun
Hvernig sýkingum veldur HJÚPMYNDANDI H.influenzae?
- blóðsýking
- heilahimnubólga
- lungnabólga
- bein- og liðasýkingar
- bráð barkarloksbólga! (Lífshættulegt ástand)
Hvaða sýkingum veldur EKKI hjúpmyndandi H.influenzae?
- miðeyrabólga
- augnslímusýking
- kinnholusýking
- lungnabólga
- blóð (sjaldan)
Hvað er einkennandi við Hib barkarloksbólgu?
- slef
- erfitt að kyngja
- raddbreyting
- hiti
- hröð öndun
- soghljóð (!)
Hvaða hjúpgerð H.influenzae er mest meinvirk?
Hjúpgerð B (Hib)
Við hvaða aldur er bólusett fyrir H.influenzae?
3, 5, og 12 mán aldur
Bordatella pertussis veldur…
Kíkhósta
Hvernig lítur Bordatella pertussis út?
Litlir loftháðir gram neikv kokkstafir
Er Bordatella pertussis hluti af normalflóru?
Nei, ekki talin vera það hjá heilbrigðum
Hvernig smitast Bordatella pertussis?
Með úðasmiti
Hver er meinvirkniþáttur Bordatella pertussis?
Pertussis toxín
Hvernig er sjúkdómsgangur Kíghósta?
- Meðgöngutími
- Kvefstig
- Hóstastig
- Endurbati
Kíkhósti er verstur í…
Börnum um 1árs
Hvernig greinum við Kíkhósta?
- nefsstrok og ræktun á kvefstigi
- PCR (mikilvægust!!)
Hvaða lyf eru gefin við Haemophilis influenzae?
Ampicillin / amoxicillin
Hvernig líta Enterobactericaeae út?
Gram neikv kokkastafir. Flestir hreyfanlegir (flagella) og sumir með hjúp
Hvaða tegundir Enterobacteriaceae eru “coliform” (gerja laktósa í æti)
- E.coli
- Enterobacter
- Citrobacter
- Klebsiella
- Serratia
Hvaða tegundir Enterobactericeae eru Non-coliform? (Gerja ekki laktósa)
- Proteus
- Morganella
- Salmonella
- Shigella
- Yersinia
Hvaða tegundir Enterobacteriaceae mynda shigatoxín?
E.coli og shigella
Hvaða tegundir Enterobacteriaceae eru sannir meinvaldar? (Ekki ristilflóra)
Salmonella, Shigella, Yersinia
Hvaða sýkingar E.coli teljast til tækifærissýkinga?
- þvagfærasýkingar
- nýburasýkingar
- blóðsýkingar
- ýmsar aðrar: Lífhimnubólga, lungnabólga ofl
Hvaða sýkingar E.coli teljast EKKI til tækifærissýkinga?
Iðrasýkingar