Lota 4 - Bakteríur Flashcards
Staphylococcus skiptist í:
S.aures (myndar kóagúlasa)
CoNS (myndar ekki kóagúlasa)
Heimkynni Staphylococcus er í
Húð, slímhúðaropi og slímhúð
Hvort er S.aureus eða CoNS algengari sýkingarvaldur í húð og innri líffærum?
S.aureus
Hvort er S.aureus eða CoNS algengari sýkingar í íhlutum og innri líffærum?
CoNS
CoNS tegundir
- S.epidermidis
- S.saptrophyticus
- S.lugdunensis
- S.capitis
Hvar býr S.aureus?
Í nösum, koki og húðfellingum
Bólfesta S.aureus
- 30-50% einstaklinga á hverjum tíma
- 10-20% alltaf
- 60% intermittent
- 20% aldrei
Hvernig lítur S.aureus út?
Eins og vínber
Gram jákvæðir klasakokkar. Er harðgerð baktería
Hvaða faktor í S.aureus hrindrar virkni mótefna?
Próten A
Hvaða hlutverki gegnir hjúpurinn um Staphylococca bakteríur?
Ver bakteríu gegn gleypni HBK
Hvaða hlutverki gegnir slímlag Staphylococca?
Auðveldar bindingu við vefi og íhluti
Húðflögnunareitur af völdum S.aureus veldur..
SSSS (staph. Scalded skin syndrome)
Meltingarvegseitur af völdum S.aureus veldur…
Matareitrunum
TSST-1 af völdum S.aureus veldur…
Toxic shock syndrome
Bakteríufjölgun & enterotóxín framleiðsla S.aureus er möguleg við hvaða hitastig?
6.5-10°c
Hvað gerir húðflögnungareitur S.aureus við húð?
Rýfur prótein í epidermis
Hvað er einkennandi við SSSS? (Staphylococcal scalded skin syndrome)?
Blöðrur í húð > húð flagnar af
Hverjar eru helstu sýkingar S.aureus í húð og mjúkvefum?
- kossageit
- hárslíðurbólg > graftrarkýli > drepkýli
- sárasýkingar
- brjóstasýkingar
Hverjar eru helstu sýkingar S.aureus í innri líffærum?
- blóðsýkingar
- lungnabólga
- hjartaþelsbólga
- beina- og liðasýkingar
- heilahimnubólga
S.lugdunensis
Er CoNS en veldur svipuðum sýkingum og S.aureus
S.saprophyticus
Þvagfærasýkingar í ungum konum
S.epidermidis
Sýkingar út frá íhlutum
Hver er algengasta orsök æðaleggstengdra blóðsýkinga?
S.epidermidis
S.capitis
Nýburasýkingar
Hvert er aðallyfið við S.aureus sýkingum?
Cloxacillin
Hvert er aðallyfið við CoNS sýkingum?
Vancomycin í æð
Hvernig líta Coryneform bakteríur út?
Gram jákvæðir, katalasa jákv stafir. Eru ekki sporamyndandi og hafa óreglulega lögun. Eru loftháðar og valbundnar loftfælur
Hvar finnast coryneform bakteríur?
Á húð og í öndunar-, meltingar-, og þvag/Kynfærum
C.diptheriae veldur…
Barnaveiki
Hver er meinvirkniþáttur C.diptheriae?
Myndar exótoxín
Hvernig smitast barnaveiki?
Dropasmit og snerting
Meðgöngutími barnaveiki er…
2-6 dagar
Hvert er aðaleinkenni barnaveiki?
Gráleit, leðurlík skán yfir slímhúð í koki
Hvernig greinum við barnaveiki?
- PCR fyrir toxínmyndandi gen
- sérræktun
- smásjárskoðun (grásvartar þyrpingar og “Kínverskir stafir”)
Á hvaða aldri eru börn bólusett fyrir barnaveiki?
3mán, 5mán, 12mán, 4ára, 14 ára
C.minutissimum finnst í…
Erythrasma (húðsýking í holhönd, nára eða táfitjum)
C.jeikeium
Spítalasýkingar kringum íhluti og blóðsýkingar
C.urealyticum veldur
Þvagfærasýkingum (endurteknar og langvinnar)
Hvað er einkennandi við þvagfærasýkingar af völdum C.urealyticum?
Bólgin blöðruslímhúð með kristallaútfellingum
(sýni sýnir hvít blóðkorn + kristalla)
Hvernig smitast Listeria monocytogenes?
Með matvælum eða frá móður til barns
Hverjir eru áhættuhópar Listeriu monocytogenes?
Þungaðar konur, nýburar, eldra fólk, ónæmisbældir
Hvernig lítur Listeria út?
Stuttir gram jákv stafir. Eru hreyfanlegir (með svipur)
Hvaða tegund listeriu er meinvaldandi í mönnum?
L.monocytogenes
Hvernig dýr sýkir listería mikið?
Sauðfé og önnur jórturdýr
Hverjar eru helstu sjúkdómsmyndir Listeriu?
- blóðsýking
- heila/heilahimnubólga
- iðrasýking
Hvaða lyf eru gefin við barnaveiki?
Erythromycin eða pensillín
Hvaða lyf eru gefin við listeríu?
Ampicillin og gentamicin
Hvað sýkir Actinomyces?
Munnhol og djúpar sýkingar > úr eigin slímhúðarflóru
Hvað sýkir Cutibacterium?
Kringum íhluti > úr eigin húðflóru
Hvað sýkir Nocardia?
Lungu/húð > eru úr náttúrunni (innöndun/áverkar)
Hvernig lítur Actinomyces út?
Gram jákvæðir, greinóttir stafir
Hvernig greinum við Actinomyces?
- sérræktun
- tekur langan tíma (2 vikur)
Hver er meðferðin við Actinomycosis?
Sýklalyf eða skurðaðgerð
Cutibacterium acnes býr í líkamsflórunni en sýkir aðallega…
Íhluti
Hvernig lítur Cutibacterium út?
Eru gram jákvæðir stafir og eru loftælnar (eða valbundnar loftfælur)
Hvernig lítur Nocardia út?
Gram jákvæðir greinóttir stafir. Eru loftháðir
Hvar finnst Nocardia?
Í jarðvegi, vatni, ryki
Hvernig smitast Nocardia?
Með innöndun eða gegnum húð
Hvernig greinum við Nocardia?
Með sérræktun með sérstöku æti og smásjárskoðun
Hvernig lítur Bacillus út?
Gram jákvæðir stafir sem mynda dvalargró (Sem eru mjög harðferð!). Eru loftháðir eða valbundnar loftfælur
B.antrhacis (súnusýkill) berst með…
Gróum
B.anthracis veldur…
Miltisbrandi
Hver er meinvirkniþáttur miltisbrands? (B.anthracis)
Myndar lífshættulegt exótoxín
Hver er uppspretta og smitleið Miltisbrands?
Uppspretta: sýkingar í grasætum
Smitast: beint/óbeint í menn
Hvert er vægasta sýkingarform Miltisbrands? (B.anthracis)
Þegar gró úr jarðvegi komast í gegnum húð
Hvert er hættulegasta sýkingarform Miltisbrands?
Þegar sýking verður við innöndun (há dánartíðni!)
Hvað er einkennandi við miltisbrand í ræktun?
Myndar medúsahöfuð í þyrpingum
Hverjar eru tvær meingerðir Bacillus Cereus?
- eitrun í fæðu (toxínmyndun í soðnum hrísgrjónum)
- sýking og eitrun í meltingarvegi (bakteríufjölgun í meltingarvegi og toxínmyndun þar)
Sýking og eitrun í meltingarvegi af völdum Bacillust cereus veldur…
Niðurgangi 8-16klst eftir mat
Eitrun í fæðu af völdum Bacillus cereus veldur…
Uppköstum 1-5klst eftir mat
Hvernig lítur Pasteurella multocida út?
Litlir gram neikvæðir stafir
Hvar finnum við Pasteurella multocida?
Í efri loftvegum/meltingarfærum margra dýra
Hvernig sýkist pasteurella multocida’
Eftir dýrabit/klór eða dýrin sleikja opin sár
Hvernig lítur brucella út?
Lítill loftháður gram neikvæður stafur
Hvernig sýkist Brucella?
Beint/óbeint frá dýrum (ekki milli manna) með snertingu eða fæðu
Brucella veldur…
Útbreiddri sýkingu í líkamanum
4 tegundir valda Brucellosis (öldusótt) í mönnum…
- B.abortus (naut)
- B.melitensis (geitur)
- B.suis (geitur og kindur)
- B.canis (hundar)
Hvernig lítur Neisseria út?
Gram neikvæðir, loftháðir diplókokkar eða kokkstafir (kaffibaunir!)
N.meingigitidis býr í….
Nefkokinu
N.gonorrhoeae býr á….
Slímhúð þvag- og kynfæra
N.gonnorrhoeae er betur þekktur sem…
Lekandi
Í kk sýkir Lekandi (N.gonorrhoeae)….
Þvagrás
Í kvk sýkir lekandi…
Legháls og þvagrás (Stundum legslíma og eggjaleiðarar > grindarholsbólga)
Í börnum sýkir lekandi…
Augnslímu og kynfæri
Í báðum kynjum sýkir lekandi…
- háls og endaþarm
- liði og blóð
- augnslímu
Er N.gonorrhoeae (lekandi) hluti af normalflóru?
Nei, en sýkir slímhúðir manna
Hvernig greinum við lekanda (N.gonorrhoeae)?
- smásjárskoðun á stroksýni frá þvagrás kk og leghálsi kvk
- ræktun á sérstökum ætum
- PCR (alltaf gert samhliða klamydíu)
Neisseria meningitidis sýkir aðallega…
Blóð- og heilahimnusýkingar
Neisseria meningitidis kemur úr…
Nefkoksflóru manna
Hver er meinvirkniþáttur Neisseria meningitidis?
Myndun fjölsykruhjúpa
(Helstu hjúpgerðir eru A,B,C og innihalda flest bóluefni gegn þeim mótefnavaka úr hjúpnum)
Hver er næst-algengasta orsök heilahimnubólgu á Íslandi?
Neisseria meningitidis
Hver er meðferðin við N.meningitidis?
Ceftriaxone í æð
Gegn hvaða hjúpgerð N.meningitidis er bólusett fyrir hér á landi?
Hjúpgerð C
Hvernig greinum við heilahimnubólgu af völdum baktería?
Rannsaka þarf blóð, mænuvökva og nefkok > ræktun, smásjárskoðun, PCR
Hvernig lítur Moraxella catarrhalis út?
Gram neikvæðir, loftháðir diplókokkar
Moraxella Catharrhalis býr…
Í nefkokinu
Hvað sýkir Moraxella catharrhalis?
Öndunarfæri og eyru
Hvernig greinum við Moraxella catharrhalis?
Ræktun á sýnum frá eyrum og öndunarfærum
Hvernig lítur Haemophilus influenzae út?
Litlir gram neikvæðir stafir, valbundnar loftfælur
Hvar býr Haemophilus influenzae?
Í nefkoki (bólfesta algengari í börnum en fullorðnum)
Hvernig smitast Haemophilus influenzae?
Með dropa-og snertismiti
Hvað sýkir Haemophilus influenzae?
Öndunarfæri, miðeyra, blóð, heilahimnur
Hvernig greinum við H.influenzae?
Smásjárskoðun og ræktun
Hvernig sýkingum veldur HJÚPMYNDANDI H.influenzae?
- blóðsýking
- heilahimnubólga
- lungnabólga
- bein- og liðasýkingar
- bráð barkarloksbólga! (Lífshættulegt ástand)
Hvaða sýkingum veldur EKKI hjúpmyndandi H.influenzae?
- miðeyrabólga
- augnslímusýking
- kinnholusýking
- lungnabólga
- blóð (sjaldan)
Hvað er einkennandi við Hib barkarloksbólgu?
- slef
- erfitt að kyngja
- raddbreyting
- hiti
- hröð öndun
- soghljóð (!)
Hvaða hjúpgerð H.influenzae er mest meinvirk?
Hjúpgerð B (Hib)
Við hvaða aldur er bólusett fyrir H.influenzae?
3, 5, og 12 mán aldur
Bordatella pertussis veldur…
Kíkhósta
Hvernig lítur Bordatella pertussis út?
Litlir loftháðir gram neikv kokkstafir
Er Bordatella pertussis hluti af normalflóru?
Nei, ekki talin vera það hjá heilbrigðum
Hvernig smitast Bordatella pertussis?
Með úðasmiti
Hver er meinvirkniþáttur Bordatella pertussis?
Pertussis toxín
Hvernig er sjúkdómsgangur Kíghósta?
- Meðgöngutími
- Kvefstig
- Hóstastig
- Endurbati
Kíkhósti er verstur í…
Börnum um 1árs
Hvernig greinum við Kíkhósta?
- nefsstrok og ræktun á kvefstigi
- PCR (mikilvægust!!)
Hvaða lyf eru gefin við Haemophilis influenzae?
Ampicillin / amoxicillin
Hvernig líta Enterobactericaeae út?
Gram neikv kokkastafir. Flestir hreyfanlegir (flagella) og sumir með hjúp
Hvaða tegundir Enterobacteriaceae eru “coliform” (gerja laktósa í æti)
- E.coli
- Enterobacter
- Citrobacter
- Klebsiella
- Serratia
Hvaða tegundir Enterobactericeae eru Non-coliform? (Gerja ekki laktósa)
- Proteus
- Morganella
- Salmonella
- Shigella
- Yersinia
Hvaða tegundir Enterobacteriaceae mynda shigatoxín?
E.coli og shigella
Hvaða tegundir Enterobacteriaceae eru sannir meinvaldar? (Ekki ristilflóra)
Salmonella, Shigella, Yersinia
Hvaða sýkingar E.coli teljast til tækifærissýkinga?
- þvagfærasýkingar
- nýburasýkingar
- blóðsýkingar
- ýmsar aðrar: Lífhimnubólga, lungnabólga ofl
Hvaða sýkingar E.coli teljast EKKI til tækifærissýkinga?
Iðrasýkingar
Hvaða baktería er algegnasta orsök þvagfærasýkingar hjá konum á barnseignaraldri? (Oftast úr eigin flóru)
E.coli
Einkennalausa bakteríumigu af völdum E.coli þarf ekki að meðhöndla nema…
Þungun, nýrnaþegi, fyrir skurðaðgerð
Hvernig greinum við einkennalausa bakteríumigu og þvagfærasýkingar af völdum E.coli?
- gott þvagsýni > miðbunuþvag eða ástunga á blöðru
- smásjárskoðun
- ræktun
Hvað er svona hættulegt við EHEC (enterohemmorhagic E.coli)?
Hún myndar exótoxín (Shiga toxín) og veldur blæðandi ristilssýkingu og niðurgangi
EHEC getur þróast í HUS (haemolytic uremic syndrome), hvað er það?
Skemmdir á rauðum blóðkornum, blóðskortur og blóðflögufæð. (Bráð nýrnabilun og jafnvel fjölkerfabilun)
Hvaðan berst EHEC? (Enterohemmorrhagic E.coli)
Úr meltingarvegi dýra (aðallega nautgripa) og berst þaðan í fæðu/vatn
Hverjar eru helstu smitleiðir EHEC í menn?
Saurmengað:
- nautakjöt, hrátt grænmti/ávextir
- ógerilsneydd mjólk/ávaxtasafi
- vatn
Hver er meðferðin við EHEC?
Saltvatn í æð
Hver er aðalgreiningaraðferðin við EHEC?
PCR (leit að toxín genum en ekki sermigerðum)
Salmonella veldur aðallega…
Iðrasýkingum
Hvaða kemur Salmonella og hvernig berst hún í menn?
Kemur úr meltingarvegi dýra og sýkja menn ef matur/vatn er saurmengað
Hvaða tegund Salmonella smitar BARA menn?
Salmonella typhi
Salmonella typhi/paratyphi valda…
Taugaveiki (og mildari bróður hennar)
Hvaða tegundir Salmonellu valda iðrasýkingum?
S.enteritidis, S.typhimurium
Hver er meðgöngutími og aðaleinkenni Salmonellu iðrasýkinga?
8-48 klst - ógleði, uppköst, kviðverkir, vatnskenndur niðurgangur, hiti
Hver eru aðaleinkenni Salmonellu typhi?
Hiti, höfuðverkur, hægðatregða-niðurgangur, útbrot á búk
Hvernig greinum við Salmonellu typhi?
Ræktun á blóði, merg, þvagi og hægðum
Shigella veldur…
Iðrasýkingum
Hvernig smitast Shigella?
Beint/óbeint smit frá sýktum mönnum (snerting, saurmenguð fæða/vatn)
Hver er alvarlegasta tegund Shigella?
S.dysenteriae
Hvað er einkennandi við Shigellu dysenteriae?
Ræðst inní slímhúð ristils og veldur vatnskenndum niðurgangi og svo blóðkreppusótt með blóði í hægðum (getur líka komið Shiga toxín!)
Hverjir eru einu berar Shigella?
Menn og apar
Yersinia pestis er betur þekkt sem…
Svarti dauði
Hverjir eru hýslar Yersinia pestis?
Rottur og önnur nagdýr
Yersinia enterocolitica veldur
Iðrasýkingum aðallega
Hverjir eru hýslar Yersinia enterocolitica?
Svín, nagdýr, húsdýr (smit oftast með kjöti, mjólk og vatni)
Hvað er einkennandi við Klebsiellu?
Mynda slímkenndar þyrpingar
Klebsiella veldur…
Spítalasýkingum (lungu, þvagfæri, blóð, sár….) og samfélagslungnabólgum
Ofurmeinvirk Klebsiella pneumoniae
- algengari utan spítala
- sýkir heilbrigða á öllum aldri
- oft mörg sýkt líffæri
Venjuleg Klebsiella pneumoniae
- Oftast spítalasýkingar
- eldri sjúklingur með undirliggjandi vandamál
- venjulega eitt sýkt líffæri
Hvor er harðgerðari: Klebsiella eða E.coli?
Klebsiella (hefur valdið mörgum spítalafaröldrum)
Klebsiella lifir vel í…
Sjúkrahúsumhverfinu
Enterobacter og Proteus eru tækifærissýkingar, aðallega úr…
Eigin þarmaflóru
Enterobacter clocae sýkir:
Þvag, blóð, lungu, sár, MTK ofl
Enterobacter clocae er þekktastur fyrir að menga…
Lækningatæki, íhluti í sjúklingum og vökva
Proteus veldur…
Þvag- og sárasýkingum. Stundum blóð
Hvað er einkennandi við Proteus í greiningu?
Flæðir yfir ætið
Pseudomonas má finna…
Í jarðvegi og vatni
Hvernig lítur Pseudomonas aeurginosa út og hvað er einkennandi við hann?
Gram neikv loftháður stafur - myndar blágræn litarefni
Hverjar eru helstu sýkingar af völdum Pseudomonas aeruginosa?
- tækifærissýkingar yfirleitt á sjúkrahúsum (íhlutir)
- bólfesta öndunarvega hjá slímseigjusjúklingum
- húð- og eyrnasýkingar í samfélaginu
Hver er helsti meinvirkniþáttur Pseudomonas aeruginosa?
Exótoxín A (hindrar prótein myndun og veldur skemmdum í sýktum líffærum)
Hvernig lítur Legionella út?
Gram neikv stafir EN litast illa
Hver eru heimkynni legionella?
Vatn
Hverjar eru smitleiðir legionella?
Dropa- og úðasmit (en ekki milli manna)
Hver er meðgöngutími og einkenni hermannaveiki (legionnaire´s)
2-10 dagar - bráð lungnabólga og einkenni frá mörgum innri líffærum
Hver er meðgöngutími og einkenni Pontiac fever? (Legionella)
1-2 dagar - hiti en ekki lungnabólga (Líkist inflúensu)
Hvernig greinum við Legionella?
- góður hráki, barkasog, berkjuskol
- ræktun á séræti
- PCR
- antigenleit í þvagi
Hvaða sýkingum veldur Chlamydia?
- kynsjúkdómum
- augnsýkingum
- nýburalungnabólgum
Hvernig sýkingum valda Chlamydophila pneumoniae og psittaci?
Lungnabólgum
Hvernig sýkingum veldur Rickettsia?
Útbrotasótt og útbrotataugaveiki
Hvernig sýkingum veldur Mycoplasma?
Q-fever
Hvernig sýkingum veldur Coxiella?
Q-fever
Hvaða örsmáar bakteríur eru harðgerðar utan líkamans?
Coxiella og Chlamydophila psittaci
Hvernig smitast Chlamydophila psittaci?
Hún skilst út með saur og þvagi sýktra fugla og smitast með öndunarsmiti, úða eða snertingu
Hvaða sermigerðir chlamydiu trachomatis má finna í kynsjúkdómum?
D-L
Hvaða sermigerðir chlamydiu trachomatis má finna í augum?
D-K (tárubólga
A-C (trachoma)
Hvaða sermigerðir chlamydiu trachomatis má finna í lungum?
D-K
Hver er algengasti bakteríu-kynsjúkdómurinn?
Chlamydia trachomatis
Hverjir sýkjast mest af trachoma af völdum C.trachomatis?
Börn (>blinda)
Hvernig greinum við Chlamydiu trachomatis?
PCR (þvagsýni eða skeiðarstrok)
C.pneumoniae veldur…
Lungnabólgu, hálsbólgu og skútabólgu
Hvernig smitast C.pneumoniae?
Milli manna
Hvernig greinum við Chlamydophilu pneumoniae og psittaci?
C.pneumoniae: PCR á öndunarfærasýnum
C.psittaci: mótefnamælingar
Coxiella smitast með..
Beinu/óbeinu smiti út hús- og gæludýrum
Rickettsia prowazekii veldur…
Útbrotataugaveiki (epidemic louse-borne typhus)
Hvaða sjúkdómum veldur Rickettsia?
Útbrotasótt: R.rickettsii og R.akari
Útbrotataugaveiki: R.prowazekii og R.typhi
Hver eru einkenni Rickettsia sýkinga?
Hiti, höfuðverkur og útbrot. Stundum MTK einkenni og líffærabilun
Hvernig greinum við Rickettsiu?
- mótefnamæling, PCR á húðsýni eða serum
- Giemsa litun á húðsýni
Hvaða dýr eru aðaluppspretta Coxiella burnetii?
Kindur, geitur, nautgripir og gæludýr
Fylgjur, þvag, saur þornar á jörðu > öndunarsmit
Hvaða sýkingum veldur Coxiella?
- bráður Q fever: flensa, lungnabólga, lifrarbólga
- krónísk Q fever: hjartaþelsbólga
Hvernig greinum við Q fever?
Með mótefnamælingum
Hvaða bakteríur eru minnstu sjálfstætt lifandi örverur? (0,2-0,3míkró)
Mycoplasmataceae
Hvað er einkennandi við mycoplasmataceae?
Hefur engan frumuvegg og óreglulega lögun. Ltiast ekki í grams
Mycoplasma pneumoniae veldur….
Hálsbólgu, berkjubólgu, lungnabólgu
Mycoplasma pneumoniae sýkir bara..
Menn > dropasmit
Hvernig greinum við Mycoplasma pneumoniae?
PCR (líka leitað að Chlamydophila pneumoniae og Legionella)
Mycoplasma genitalium (kynsjúkdómur) sýkir…
KK: þvagrásarbólga, endaþarmsbólga
KVK: leghálsbólga, þvagrásarbólga, grindarholsbólga
Hver er næst-algengasti bakteríukynsjúkdómurinn á Íslandi?
Mycoplasma genitalium
Hvernig eru sjúklingasýni hjá Mycoplasma genitalium’
KK: fyrstbunuþvag
KVK: skeiðarstrok
Hvaða lyf er notað við Chlamydiu/Chlamydophilu, Rickettsiu, Coxiella og Mycoplasma?
Doxycycline
Campylobacter smitast…
Úr dýrum (beint eða með fæðu/vatni)
Hverjar eru helstu uppsprettur Campylobacter jejuni?
Kjúklingar, nautgripir ofl dýr
Hverjar eru helstu uppsprettur Campylobacter coli
Svín
Hver er meðgöngutími og einkenni Campylobacter sýkinga?
1-11 dagar - hiti, kviðverkir, blóðugur niðurgangur
Campylofaraldurinn miklu á Íslandi 1995 var vegna…
Sala á ferskum kjúklingi var leyfð í fyrsta sinn
Hvernig greinum við campylobacter sýkingar?
- saurræktun (FERSK SÝNI)
- blóðræktun
Hvernig lítur Campylobacter út?
Litlir gram neikvæðir hreyfanlegir stafir (eru gorm- eða S laga)
Helicobacter smitast frá… og valda…
Smitast frá mönnum og valda magasjúkdómum
Hvaða sýkingum veldur helicobacter pylori?
- magabólgu
- magasár
- adenocarcinoma í maga
85-95% af maga- og skeifugarnarsárum orsakast af…
Helicobacter pylori
Hvernig lítur Helicobacter út?
Lítill gram neikv hreyfanlegur stafur (gorm eða S laga)
Hvernig greinum við Helicobacter?
- saursýni (H.pylori antigen leit) eða vefjabiti úr slímhúð
- PCR
- blásturspróf (urea breath test)
Vibrio veldur… og smitast frá…
Veldur iðrasýkingum og smitast frá sjó/ferskvatni eða skelfiski
Hver eru einkenni kóleru? (Vibrio cholerae iðrasýking)
Misalvarlegur niðurgangur, uppköst, MIKIÐ VÖKVA-SALTTAP (lífshættulegt ástand)
Hvernig verður vibrio smit milli manna?
Mannasaur úr sýktum getur mengað sjó eða drykkjarvatn úr ám/vötnum (orsakað marga kólerufaraldra!)
Hvaða sermigerðir Vibrio cholerae mynda kólerutoxín?
Sermigerðir O1 og O139
Kólerutoxín veldur mikil útskilnaðar…
Na, K, og HCO3- og vatn út í görnina
Hvernig greinum við Vibrio cholerae?
- saursýni á flutningsæti
- saurræktun
Hvernig litur Vibrio cholerae út?
Bognir gram neikv stafir
Af hverju stafaði Kólerufaraldurinn í Haiti 2010?
Var fluttur inn með nepalískum friðargæslumönnum á vegum SÞ
Hvernig líta spíróketur (gyrmi) út?
Grannar gormlaga bakteríur (oft erfitt að lita og rækta)
Hvaða baktería veldur sárasótt? (syphilis)
Treponema pallidum
Hvaða baktería var talin aðalorsök tauga- og hjartasjúkdóma hjá miðaldra fólki um aldamótin 1900?
Treponema pallidum - sárasótt
Hvernig smitast sárasótt? (syphilis) (Treponema pallidum)
- kynmök
- náin snerting við sár
- meðfætt
- blóðgjöf
1.stigs sárasótt (primary syphilis)
Sár á smitstað og er smitandi
- Stigs sárasótt (secondary syphilis)
- útbrot
- conyloma lata (flatvörtur)
- flensulík einkenni
- er smitandi
Dulin sárasótt (latent syphilis)
- getur varið í nokkur ár
- einkennalaust
- 2.stigs sárasóttarköst möguleg
- smitandi í byrjun tímabils (fyrstu 4 árin)
- Stigs sárasótt (tertiary syphilis)
- ekki smitandi
- krónísk bólgusvörun
- gumma (sárasóttarhnútar) á líkamanum
Hvernig greinum við Treponema? (syphilis)
- smásjárskoðun í dark field smásjá
- mótefnamælingar
- PCR á sýnum frá sárum
Treponema (syphilis) mótefnamælingar
Mæld eru mótefni gegn ósértækum og sértækum antigenum
Aðrir treponema: Bejel, Yaws, Pinta sýkja… og smitast með…
Munnhol, húð, bein - snerting og stundum mengaðir hlutir
Hvar finnast Bejel, Yaws, Pinta (treponema)?
Í suðrinu og M-Austurlöndum
Borrelia burgorderi veldur..
Lyme sjúkdómi
Burrelia recurrentis veldur
Relapsins fever (rykkjasótt)
Hver er algengasti liðfætluborni sjúkdómurinn í USA?
Lyme sjúkdómurinn (B.burgdorferi)
Lyme sjúkdómurinn smitast með….
Mítlum
Hverjir eru geymsluhýslar Lyme sjúkdómsins?
Nagdýr, fuglar, dádýr, húsdýr ofl
Hver eru einkenni Lyme sjúkdómsins? (Borrelia burgdorferi)
- erythema migran á bitstað (roðablettir)
- flensulík einkenni
- heilahimnu/heilabólga, hjartsláttartruflanir, stoðkerfisverkir
- liðabólgur
Hvernig greinum við Lyme sjúkdóminn?
Með mótefnamælingum (en meðhöndla strax!)
Leptospira smitast frá…
Dýrum, oft dýrahland (hætta á Leptospira smiti þar sem húð er útsett fyrir dýrahlandi, t.d. Vatnsakrar)
Hver eru einkenni Leptospira?
- skemmdir á endothel í æðum
- nýrna- og lifrarbilunmeð gulu
- lungnabólga með blóðhósta, heilahimnubóga ofl
Hvaða lyf á að nota við sárasótt?
Pensillín
Hvernig lítur Mycobactería út?
Óhreyfanlegir loftháðir stafir. Þykkur frumuveggur með háu lípíð innihaldi
Mýkóbakteríur eru svokallaðir…
Sýrufastir stafir
Hvaða bakteríur valda berklum í mönnum?
M.tuberculosis (M.bovis)
Hvaða bakteríur valda holdsveiki
M.leprae
Hvernig smitast berklar? (Mycobacteria tuberculosis)
Milli manna aðallega með úðasmiti
> 85% hinna sýktu af berklum fá..
Dulda sýkingu
5-15% hinna sýktu af berklum fá…
Virka sýkingu
Frumberklar (primary tuberculosis)
- ghon focus (staðbundinn bólguhnútur kringum bakteríurnar í lungum)
- bólgnir eitlar í miðmæti
Seinberklar (secondary tuberculosis)
- endurvakning á gamalli sýkingu
- oft staðbundin sýking og merki um vefjadrep á sýkta svæðinu
- oftast lungu
- oftast í gömlum einstaklingum
Greining berkla (mycibacteria tuberculosis)
- röntgenmynd
- húðpróf
- QuantiFERON próf
- smásjárskoðun (Ziehl-Neelsen og auramín litun)
- ræktun
- PCR
Mycobacteria veldur…
- lungnasjúkdómi
- eitlabólgum
- útbreidd sýking
Mycobacteria kansasii og xenopi valda…
Lungnasjúkdómum
Mycobacteria marinum og ulcerans velda…
Húðsýkingum
Mycobacteria scrofulaceum veldur…
Eitlabólgu
Hvaða tegund ódæmigerðra mýkóbaktería er algengust?
M.avium complex
Hvað sýkir Mycobacteria leprae? (Holdsveiki)
Húð, úttaugar, efri-öndunarvegaslímhúð, augu
M.leprae bakterían leitar í…
Schwann frumur
Hvernig smitast Mycobacteria leprae? (Holdsveiki)
Dropasmit úr nefi eða munni
Hvernig líta Streptokokkar út?
Oft egglaga í í keðjum eða tvær og tvær > diplókokkar
Hvaða flokkun og hópi tilheyrir Streptococcus pyogenes?
Hópi A > Beta-hemolyserandi
Hvaða flokkun og hópi tilheyrir Streptococcus agalacticae?
Hópi B > beta-hemolyserandi
Hvaða flokkun tilheyra Streptococcus pneumoniae og viridans?
Alfa-hemolyserandi
Hver er smitleið Streptococcus pyogenes?
Dropasmit eða snertismit
Meinvirkniþættir S.pyogenes
- M prótein á yfirborði bakteríunnar
- hjúpur úr hyalunoric sýru
- roðaeitur
- hemolysin (sprengja rauð blóðkorn ofl frumur)
- ensím sem hjálpa til við útbreiðslu bakteríunnar í hýslinum
Hvaða sjúkdómum veldur Streptococcus pyogenes?
- hálsbólgu
- skarlatssótt
- kossageit
- heimakomu
- netjubólgu
- drepmyndandi fellisbólgu
- barnsfararsótt
- eiturlosti
- nýrnarbólga
- gigtsótt
Skarlatssótt af völdum Streptococus orsakast af stofnum sem mynda…
Roðaeitur
Heimakoma af völdum Streptococcus pyogenes einkennist af…
Rauðu bólgnu afmörkuðu svæði á húð - sársauki og oft hiti fylgir líka
Netjubólga af völdum Streptococcus
Líkist heimakomu en fer innar - þekkt eftir skurðaðgerir eða brunasár
Hver eru einkenni drepmyndandi fellsbólgu af völdum Streptococcus pyogenes?
- bólgið svæði sem breiðist hratt út
- sársauki
- húð dökknar og blöðrur myndast
-“flesh eating bacteria”
Barnsfararsótt getur orsakast af…
Streptococcus pyogenes
Eiturlost af völdum Streptococcus pyogenes orsakast þegar…
Bakterían kemst djúpt inní vefi eða blóðrás
Hvar finnast Streptococcus agalactiae?
Í normalflóru í ristli, leggöngum og þvagrás (smitast helst í tengslum við fæðingu)
Streptococcus agalactiae getur valdið mjög hættulegum sýkingum í…
Nýburum
Hvernig líta streptococcus pneumoniae út?
Diplókokkar með slímhjúp
Hverjar eru algengustu sýkingar Streptococcus pneumoniae?
Miðeyrnabólga, kinnholusýking, lungnabólga
Hverjar eru hættulegustu sýkingarnar af völdum Streptococcus pneumoniae?
Heilahimnubólga og blóðsýking
Hverjir eru helstu meinvirkniþættir Streptococcus pneumoniae?
- slímhjúpur sem ver gegn átfrumum
- festiþræðir sem eykur meinvirkni
Börn eru bólusett fyrir streptococcus pneumoniae við…
3,5 og 12 mánaða aldur (frá 2011)
Hver er algengasta orsök lungnabólgu af völdum baktería?
Streptococcus pneumoniae
Hvar finnum við Streptococcus viridans?
Tilheyra normalflóru á slímhúð > meltingarvegur, þvagrás, munnur (streptococcus mutans á þátt í tannskemmdum)
Hvar finnum við enterococca?
Í normalflóru í ristli en geta fundist á húð/slímhúð
Enterokokkar eru lítið meinvirkir en eru algeng orsök…
Spítalasýkinga því þeir eru mjög þolnir fyrir umhverfisaðstæðum
Hvernig smitast enterokokkar?
Beint/óbeint snertismit (oft með höndum)
Hvernig sýni þurfum við til að greina enterokokka?
Saursýni eða strok frá endaþarmi
Hvernig lítur Clostridium út?
Gram jákvæðir stafir og eru grómyndandi. Eru loftælnar bakteríur
Clostridium perfringens veldur
Matareitrun og gasdrepi
Clostridium difficile veldur…
Ristilsbólgu
Clostridium tetani veldur…
Stífkrampa
Clostridium botulinum veldur..
Bótulisma
Hvar búa Clostridium bakteríur?
Þörmum spendýra, skólpi, vatni, jarðvegi, í jurta- og dýraleifum
Hvernig eitur myndar clostridium perfringens?
Frumu- og þarmaeitur
Hvaða eiturgerð Clostridium perfringens er hættulegust?
Gerð A
Eiturgerð A (clostridium perfringens) orsakar…
Gasdrep (getur leitt til nýrnabilunar, losts, dauða)
Clostridium difficile er lítill hluti af..
Normalflóru sumra manna (finnst í saur um 5% fólks)
Clostridium difficile veldur mikilli smithættu á..
Sjúkrahúsum
Hver eru einkenni clostridium difficile?
Niðurgangur og mikil loftmyndun
Clostridium botulinum finnst í…
Mold, grænmeti, ávöxtum, kjöti, fisk, hunangi, sjó/vötnum og víðar
Hvernig eitur myndar Clostridium botulinum?
Botulinum toxín > taugaeitur (er eitt virkasta eitur sem þekkt er)
Hvernig virkar botulinum toxín?
- hindrar losun boðefna á taugamótum
- veldur lömun
- langvarandi skemmdir á taugamótum
Clostridium botulinum matareitrun verður oft eftir neyslu á…
Niðursoðnum, söltuðum eða súrsuðum mat (gróin lifa af suðu og spíra)
Hvernig eru einkenni clostridium botulinum matareitrun?
- uppköst og niðurgangur
- einkenni frá MTK
- máttleysi
- sjón- og kyngingartruflanir
- lömun
Hvaða baktería veldur stífkrampa?
Clostridium tetani
Hvar býr clostridium tetani?
Í þörmum manna og dýra og oft í húsdýraskít og mold
Hvernig berst taugaeitrið frá Clostridium tetani í mann?
Í gegnum sár
Bóluefni gegn stífkrampa er gefið hér við..
3,5 og 12 mánaða aldur