Lota 3 - Sveppir og sníkjudýr Flashcards
Hvernig er frumuveggur sveppa?
Stífur og er samsettur úr fjölsykrum og fjölpeptíðum
Hvað er ólíkt með frumuhimnu manna og sveppa?
Í frumuhimnu sveppa er ergosterol í stað kólesteróls sem má finna í frumuhimnu manna
Er sveppaþráður einfrumungur eða fjölfrumungur?
Fjölfrumungur (því hver þráður er samsettur úr mörgum frumum og á milli þeirra eru skipti)
Hvernig vaxa sveppaþræðir?
Þeir vaxa út frá þráðaendanum sem lengist og svo myndast hliðargreinar út frá þráðunum
Eru gersveppafrumur einfrumungar eða fjölfrumungar?
Einfrumungar (en geta myndað alvöru sveppaþræði með skiptum í líkamanum og eru þá í fjölfrumungaformi)
Hvernig myndar gersveppafruma marga einfrumunga?
Hún byrjar á að mynda knappskot sem verður að dótturfrumu. Hún losnar svo frá móðurfrumunni og myndar nýja dótturfrumu. Þannig verða til margir einfrumungar
Mikilvægustu sveppalyfin virka á hvað í frumuvegg/frumuhimnu?
Virka á glucan í frumuvegg eða erfosteról í frumuhimnunni
Hver er virkni echinocandin sveppalyfs?
Hindrar myndun glucans í frumuvegg
Hvenær er echinocandin sveppalyf notað?
Einungis við sýkingum í innri líffærum / djúpar sýkingar
Hvað gerir polyene sveppalyf?
Hefur áhrif á ergósteról í himnu
Hvað gerir azole og allylamine sveppalyf?
Hindrar myndun ergósteról
Hvaða vefi líkamans getur candida ekki sýkt?
Hár
Hvaða candida sýking er algengust í mannasýkingum?
C.albicans
Hvaða candida sýkingar eru algengar?
C.glabrata, C.tropicalis, C.parapsilosis
Hvaða candida sveppir eru ónæmir?
- C.auris (oft fjölónæm > spítalasveppur)
- C.glabrata (oft í þvag- og kynfærum)
- C.krusei (aðallega djúpar sýkingar)
Hverjar eru algengustu sveppagerðirnar í mannasýkingum í Evrópu?
Gersveppir
Gersveppir einkennast af:
- gersveppafrumum sem fjölga sér með knappskotum sem losna frá móðurfrumunni
- gersveppaþráðum sem í raun eru bara keðjur af aflöngum gersveppafrumum og knappskot myndast á mótum frumnanna
Hvað er einkennandi við gersveppi þegar skoðaðir á rannsóknarstofu?
Vegna þess að gersveppir eru að mestu einfrumungar þegar þeir eru ræktaðir þá myndast kremkenndar þyrpingar en ekki loðnar þyrpingar
Hvað er einkennandi við þráðsveppi?
Þeir einkennast af þráðamyndun og hver sveppategund hefur sérkennandi gró og grómyndandi frumur (nýtum okkur þennan breytileika til að greina þráðsveppina og gefa þeim nafn)
Hverjir eru 2 meginhópar þráðsveppa?
- myglusveppir (sem nærast á lífrænum leifum út í náttúrunni)
- húðsveppir (sem næra sig á kreatíni manna og dýra eins og nafnið bendir til)
Hverjir eru mikilvægustu gersveppirnir?
Candida, malassezia, cryptococcus
Hverjir eru mikilvægustu þráðsveppirnir?
- myglusveppir: aspergillus, mucor
- húðsveppir: trichophyton, micosporum, epidemophyton
Hver eru vaxtarskilyrði sveppa?
- Næring úr lífrænum efnum
- Öndun og/eða gerjun
- Hitastig
- Vaxtarhraði
Hvaða sveppaæti eru notuð við sáningu sjúklingasýna?
- sabouraud æti fyrir alla sveppi
- mycobiotic æti fyrir húðsveppi
Hver er munurinn á útliti gersveppaþyrpinga og þráðsveppaþyrpinga?
- Gersveppir vaxa aðallega sem einfrumungar í ræktun og þyrpingar verða því litlar og kremkenndar
- Þráðsveppir mynda þræði og oftast líka gró og þess vegna verður áferð þyrpinganna loðin eða púðurkennd
Hvernig greinum við gersveppi?
MALDI-TOF greining sem byggir á greiningu próteina í bakteríu- og sveppafrumum og hefur hún leyst efnahvörfin af hólmi á mörgum rannsóknastofum
Hvernig greinum við þráðsveppi?
Skoðum útlit þyrpinga, þ.e.a.s lit, áferð, lögun og stærð og síðan tökum við smáflygsu úr þyrpingu og skoðum hana í smásjá. Í smásjánni athugum við hvort sveppaþræðir séu grannir eða breiðir, hvernig grómyndandi frumur líta út og svo gróin sjálf
Sveppir hafa 3 smitleiðir:
- eigin líkamsflóra
- náttúran
- menn og dýr
Hvaða sveppi finnum við í meltingarvegi og kynfærum?
- candida albicans, C.glabrata o.fl. Candida
- (meinvaldandi gersveppir) trichosporon, rhodotorula, saccharomyces
Hvaða sveppi finnum við í húð?
- candida tegundir
- malessezia tegundir
- lítið meinvaldandi gersveppir
Hvernig eru smitleiðirnar í eigin líkamsflóru?
Smitleiðirnar eru ýmist stuttar > húð og slímhúðir sýkjast af eigin flóru, eða að sveppirnir færa sig úr frá húð og slímhúðum inní örverufría vefi eins og blóð eða kviðarhol (Það gerist með rofi á húð og slímhúðum t.d. Æðaleggja, skurðaðgerða eða vegna krabbameinslyfja sem veikja mjög slímhúðir)
Hvaða sveppi finnum við í náttúrunni?
Oftast myglusveppir en geta líka verið tvíbreytisveppir
Geta myglusveppir komið úr eigin líkamsflóru?
Nei, þeir eru ekki hluti af eðlilegri líkamsflóru heldur koma þeir alltaf úr ytra umhverfi
Hverjir eru algengustu myglusveppirnir?
Aspergillus, penicillium, cladosporium, alternia, mucor
Pneumocystis jirovecii
Sýkir bara menn og er einfrumusveppur og tækifærissveppur. Er talinn lifa í lungum manna en ekki í ytra umhverfi
Hvernig berst pneumocystis jirovecii á milli manna?
Berst með andrúmslofti á milli manna og ytra umhverfi
Afhverju er pneumocystis jirovecii dæmigerður tækifærissveppur?
Því hann veldur ekki lungnabólgu fyrr en hýsillinn verður ónæmisbældur
Hverjir eru mikilvægustu mannsæknu húðsveppirnir á vesturlöndum?
Trichophyton rubrum, trichophyton interdigitale, epidermophyton floccosum
Mikilvægustu dýrsæknu húðsveppirnir:
Trichophyton mentagrophyles, microsporum canis, trichophton verucosum
Hvernig berast okkur flestir umhverfissveppir?
Í gegnum öndunarveg
Hver er algengasti myglusveppurinn í lungum?
Aspergillus fumigatus
Nefndu dæmi um sveppi sem valda húð- og slímhúðarsýkingum:
Malassezia, candida, húðsveppir
Nefndu dæmi um sveppi sem valda húðbeðssýkingum:
Mycetoma, chromoblastmycosis, sporotrichosis
Nefndu dæmi um sveppi sem valda djúpum sýkingum:
- gersveppir: candida, cryptococcus
- þráðsveppir: aspergillus, mucos
- tvíbreytisveppir: histoplasma, coccidioides
Hverjar eru helstu sveppasýkingar utan sjúkrahúsa á Íslandi?
- candida sýkingar í leggöngum
- húðsveppasýkingar í nöglum, táfitjum
Hverjar eru helstu sveppasýkingar á sjúkrahúsum á Íslandi?
- candida slímhúðarsýkingar hjá ónæmisbældum
- candida sýkingar í blóði og öðrum innri líffærum hjá nokkrum sjúklingahópum
- myglusveppasýkingar í innri líffærum > sjaldgæft
Hverjar eru algengustu sveppasýkingarnar í Evrópu?
- húðsveppir
- candida á húð/slímhúð
- candida, aspergillus, cryptococcus í djúpum líffærum
Hverjar eru algengustu sveppasýkingarnar í N-Ameríku?
- húðsveppir
- candida á húð/slímhúð
- candida, aspergillus, cryptococcus í djúpum líffærum
- tvíbreytisveppir
Hvaða sveppir sýkja húð?
Húðsveppirnir: trichophyton, microsporum, epidermophyton
Gersveppirnir: candida og malassezia
Hvaða sveppir sýkja neglur?
Húðsveppir og candida
Hvaða sveppir sýkja hár?
Húðsveppir
Hversu margar tegundir af húðsveppum eru til í heiminum?
Um 30-40 tegundir
Hver eru einkenni húðsveppasýkinga?
Roði, bólga, kláði
Hvaða húðsveppategundir eru lang algengastar á Íslandi?
Trichophyton rubrum og Trichophyton interdigitale
Hverjar eru 3 tegundir malassezia húðsýkinga?
- pityriasis versicolor (litbrigðamygla)
- folliculitis (hársekkjubólga)
- seborrheic dermatitis (flösuþref)
Pityriasis versicolor - litbrigðarmygla
Einkennist af rauðbrúnum eða ljósum blettum á húð, en veldur engum kláða eða óþægindum
Folliculitis - hársekkjubólga
Einkennist af rauðum bólum
Seborrheic dermatitis - flösuþref
Einkennist af roða og hreistrun, með eða án kláða. Sést oftast á augabrúnasvæði, kringum nef, bakvið eyru og í hársverði, og jafnvel yfir bringubeini og á baki
Hver eru einkenni candida sýkinga?
Í öllum tilfellum einkennast candida sýkingar af roðahellu og í jöðrum hellunnar eru svokölluð satellite útbrot
Afhverju getur verið erfitt að ná sýni úr candida sýkingum?
Því sýkingin er oft rök (í þeim tilfellum þarf að nota strokpinna og nudda honum vel í helluna og satellite útbrotin
Hvað heita sýkingarnar sem finna má á höndum og fótum?
Tinea manis , tinea pedis
Hvað einkennir tinea manis og tinea pedis?
Einkennast af húðhreistrun, sprungum og soðnun. Þegar bakteríur blandast í málið kemur fram roði og eymsli
Hvað heita sýkingarnar í nára og sléttri húð?
Tinea cruris og tinea corporis
Hvað einkenni tinea cruris og tinea corporis?
Í þessum tilfellum einkennist sýkingin af upphleyptri rauðleitri brún en í miðju sýkingarblettsins er húðin byrjuð að lækna sýkinguna (skiptir miklu máli í sýnatöku því að við sköfum sýni úr brúninni)
Hverjir eru algengustu húðsveppirnir í húðsýkingum á Vesturlöndum?
Trichophyton rubrum, T.interdigitale, T.mentagrophytes, microsporum canis, epidermophyton floccosum
Trichophyton rubrum er langalgengastur hér á landi, hvar ræktast hann?
Oftast frá fótum
Hvað heitir krónísk naglgerðisbólga?
Paronychia
Hvað heitir naglsýkingin?
Onychomycosis
Candida í naglsýkingum
Getur fundist í bólgusvæðinu og virðist vera meðvirkandi þáttur (stuðla að bólgumyndun) frekar en sjálfstæður sýkingarvaldur
Hvort finnum við candida naglsýkingar oftar í fingurnöglum eða tánöglum?
Fingurnöglum
Hvaða sýkla má finna í bráðri naglgerðisbólgu?
Staphylococcus aureus, streptococcus pyogenes o.fl.
Tinea unguium og onychomycosis (húðsveppir)
Ekki naglgerðisbólga heldur byrjar sýkingin oftast við naglbrúnina og vex í átt að naglrót
Hvort er algengara að finna húðsveppi í tánöglum eða fingurnöglum?
Tánöglum
Hvaða húðsveppir eru algengir í naglsýkingum?
Trichophyton rubrum og. T.interdigitale
Hvaða húðsveppir er algengur í hári?
Tinea capitis og microsporum canis
Hvaða húðsveppir eru algengir í skeggi?
T.mentagrophytes og T.verrucosum
Lýstu húðsveppasýkinu í hári
Sýkingin byrjar í hársverði og myndar þar hringlaga blett eins og á húðinni. Síðan fer sveppurinn niður meðfram hárskaftinu og í sumum tilfellum fer hann í skaftið. Hárskaftið verður þá veikburða og brotnar af rétt ofan við hársvörð og þá myndast skallablettir sem eru meira og minna hringlaga
Hvaða húðsveppur sem sýkir hár er landlægur hér á Íslandi?
Microsporum canis
Lýstu húðsveppasýkingu í skeggi
Sýkingar byrja í húð og fara svo í skegghárin. Hér er mun meiri bólgusvörun vegna þess að oftast eru þetta dýrsæknir sveppir sem ekki hafa aðlagast mannslíkamanum
Húðsveppasýkingar á Íslandi
Eru oftast mannsæknir sveppir sem sýkja táfitjar eða neglur, sjaldan hár
Hvaða húðsveppur er algengastur á Íslandi og hvar finnum við hann?
T.rubrum er langalgengastur og við finnum hann venjulega í táfitjum og tánöglum
Hvaða húðsveppir eru algengir á Íslandi og hvar finnum við þá?
- T.interdigitale í táfitjum og tánöglum
- E.floccosum í nára
- M.Canis á sléttri húð
Hver eru einkenni einfaldrar sveppasýkingu á fótum?
Hreistrun, sprungur og soðnun
Hver eru einkenni margslungnar sveppasýkingu á fótum?
Roði, bólga og verkir
Þegar sveppasýking á fótum er margslungin þar se bakteríur og sveppir eiga í hlut, hvernig meðhöndlum við þannig sýkingu?
Þegar sýkingin er svona blönduð er oft erfitt að rækta upp húðsveppina og getur því þurft að meðhöndla fyrst bakteríusýkinguna áður en við tökum sýni í svepparæktun
Hvaða sýklar orsaka netjubólgu (cellulitis)
S.aureus og hemolytiskir streptokokkar
Hvernig greinum við malassezia húðsveppasýkingu?
Klínískt en stundum með límbandsprófi og þá sjást litlar glampandi gersveppafrumur í sýninu
Hvernig greinum við sveppasýkingu í húð ef útlitið samræmist EKKI malassezia?
Þá eru tekin strok eða skafsýni
Hvað gerum við ef sýking er á sléttri húð (ekki malassezia) og er rök og erfitt er að skafa húðfrumur úr henni?
Þá er strokpinna strokið rækilega í sýkta svæðið
Hvað gerum við ef húðsýking er þurr (ekki malassezia)?
Þá er skafið með sköfu eða hnífsblaði í jaðar blettsins þar sem húðin er venjulega rauðleit eða upphækkuð
Hvaða sveppir sýkja slímhúðir?
Candida (eigin flóra) og microsporidia (ytra umhverfi)
Hvaða sveppir sýkja blóð, lungu, djúpa vefi?
Eigin flóra: candida, sjaldnar gersveppir
Ytra umhverfi: myglusveppir, cryptococcus (gersveppur), tvíbreytisveppir
Úr andrúmslofti: pneumocystis (einfrumusveppur)
Hverjir eru áhættuþættirnir við sveppasýkingu í slímhúðum og djúpum vefjum frá eigin líkamsflóru?
- ónæmisbæling (hvítkornafæði)
- ífarandi aðgeðrir (skurðaðgerðir, æðaleggir)
- nýburar
Hverjir eru áhættuþættirnir við sveppasýkingu í slímhúðum og djúpum vefjum frá ytra umhverfi?
Ónæmisbæling: hvítkornafæði, barksterar, langt gengið alnæmi
Hver eru einkenni þrusku (candida sýkingar í munnholi)
Hvítar skánir á tungu og slímhúð
Hver eru einkenni munnvikabólgu (candida sýking)
Roði og sprungur
Hver eru klínísk dæmi munnholssýkinga? (Candida)
- ungbarn með þrusku
- fólk með gervitanngóma (sýkin undir góminn)
- sykursýkissjúklingur (munnholssýking í kjölfar sýklalyfjakúrs)
- alnæmi
Hver eru einkenni candida sýkingar í vélinda?
Hvítar skellur á slímhúð
Hvernig greinum við candida sýkingar í meltingarvegi?
Þarf vefjasýni til greiningar
Hver eru klínísk dæmi skeiðar- og skapasýkingar? (Candida)
- kona með tilfallandi candida sýkingu
- mismunagreining (skeiðarsýklun, trichomonas ofl)
- áhættuþættir oftast til staðar (sýklalyf, sykursýki, núningur)
- kona með endurteknar sýkingar
Hver eru klínísk dæmi húfubólgu og forðhúðarbólgu? (Candida)
Maður með roða og útbrot á húfu og forhúð
Hver eru klínísk dæmi candida í þvagi?
68 ára inniliggjandi maður með þvaglegg og fékk E.coli þvagfærasýkingu
Hvernig greinum við candida slímhúðarsýkingar?
- Stroksýni úr tungu, munnholi, kynfærum karla og kvenna
- þvagsýni: miðbunuþvag
Finnst candida í blóðsýkingum?
Já, í allt að 10% blóðsýkinga á sjúkrahúsum
Hvaða líffæri sýkir candida?
Kviðarhol, nýru, lifur, milta ofl
hverjir eru áhættuhópar candida sýkingar í djúpum vefjum?
Gjörgæslu sjúklingar, fólk sem fer í meltingarvegs- og hjartaaðgerðir, krabbameinssjúklingar, fyrirburar
Hvar finnast oftast myglusveppasýkingar?
Í skútum og lungum
Bráð lífshættuleg lungnasýking (aspergillus)
- oft hvítblæði, krabbamein eða líffæraflutningur undirliggjandi
- hröð útbreiðsla og drep í lungnavef
- geta breiðst út til heila, lifrar, beina…
Hægfara lungnasýkingar (aspergillus)
Oft krónískir lungnasjúkdómar undirliggjandi
Sveppabolti (aspergilloma) > sýking
- oft í gamalli berklaholu
- sveppurinn bundinn við holuna
- aðalhættan er bráð og lífshættuleg blóðspýja
Skútabólga (aspergillus)
Ífarandi sýking inní slímhúð og jafnvel bein ofl
Allergic bronchopulm. Aspergillosis > ofnæmi
Aspergillus sýklun í berkjum (ekki sýking) sem veldur ofnæmissjúkdómi með lungnaeinkennum
Hvernig tökum við sýni við aspergillus sýkingum?
Berkjuskol, hráki, vefjasýni
Hvernig greinum við aspergillus sýkingar?
Myndgreining (CT, MRI) eða blóðvatnspróf (mótefnaleit og mótefnavakaleit)
Cryptococcus neoformans í innri líffærum
Sveppir í öndunarvegi > lungu > heilahimnubólga. Há dánartíðni ef ekki meðferð
Hvernig greinum við cryptococcus neoformans í innri líffærum?
Greina í mænuvökva og blóði með smásjárskoðun, ræktun og mótefnavakar (antigen)
Hverjir eru áhættuþættir cryptococcus sýkigna í innri líffærum?
- Aðallega alnæmissjúklingar (sem eru ekki á virkri HIV meðferð)
- lymphoma
- líffæraþegar
- barksterameðferð
Hversu margar pneumpcystis jirovecii sýkingar eru greindar árlega hér á Íslandi?
1-2 árlega
Hvernig greinum við pneumocystis lungnabólgu?
- útbreiddar þéttingar í lungum í tölvusneiðmynd
- hráki eða berkjuskol sent í PCR (kjarnsýrumögnun)
Hvað er sníkill?
Lífvera sem aflar sér næringar í eða á annarri lífveru
Hvernig ferðast lirfur inn í hýsil?
- með blóði til lungna
- með blóði til margra líffæra
Dæmi um sníkjudýr sem smitast um munn með sýktu kjöti/fisk:
Toxoplasma, taenia, clonorchis
Dæmi um sníkjudýr sem smitast um munn með megaðri fæðu/vatni:
Giardia, entamoeba, ascaris, trichuris
Dæmi um sníkjudýr sem smitast gegnum húð með flugnabiti:
Plasmodium, leishmania, loa loa
Dæmi um sníkjudýr sem smitast í gegnum húð:
Ancylostoma, strongyloides, schistoma
Hverjar eru helstu frumdýragerðirnar?
- svipudýr
- amöbur
- gródýr / hnýslar
Lýstu svipudýrum:
- hreyfing með svipu
- +/- þolhjúpamyndun (cysts)
- +/- vektorar í hringrás
Lýstu amöbum:
- hreyfing með sýndarfötum
- +/- þolhjúpamótun
- ekki vektorar í hringrás
Lýstu gródýrum / hnýslum:
- engin hreyfifæri
- +/- eggblöðrumyndun (oocysts)
- aðal- og millihýslar í hringrás (plasmodium, toxoplasma, sarcocystis)
- hringrás í sama hýsli (cyclospora, cryptosporidium, cystoisospora)
Hvaða frumdýragerð hefur ekki hreyfifæri?
Gródýr / hnýslar
Hverjar eru helstu ormagerðirnar?
- þráðormar
- bandormar
- ögður
Hvaða ormagerð er lengst?
Bandormar
Lýstu þráðormum:
- sívalur líkami
- ekki millihýslar
- kvenormar losa egg eða lirfur
Lýstu bandormum:
- flatormar með liðum
- millihýslar, en sjálfsmit þá mögulegt hjá taenia solium og hymenolepis
- kvenormar losa egg
Lýstu ögðum:
- flatormar án liða
- millihýslar
- kvenormar losa egg
Hvaða frumdýr má finna á Íslandi?
- giardia lamblia
- cryptosporidium parvum
- toxoplasma, acanthamoeba
Hvaða orma má finna á Íslandi?
- enterobius, vermicularis
- toxocara canis, T.cati, Ascris suum
Hvaða liðfætlur má finna á Íslandi?
Höfuð- og flatlús og kláðaorm
Hvaða frumdýr finnast í Evrópu og N-Ameríku en ekki hér?
- E.histolytica, Dientamoeba
- Leishmania infantum
Hvað orma má finna í Evrópu og N-Ameríku en ekki hér?
- Taenia Saginata, T.solium
- Hymenolepis
- Fasciola Hepatica
- Ascaris, Trichuris
- Ancylostoma, Strongyloides
- Trichinella
Hvernig eru mótefnamælingar gerðar við greiningu sníkjudýra?
Það er ekki greiður aðgangur að sníkjudýrinu þannig mælt eru viðbrögð líkamans við sníkjudýrinu
Blóðsýni eru tekin hjá hvaða sníkjudýrum?
- toxoplasma
- ecinococcus / toxocara
- schistoma (ef saur/þvag neikvætt)
- trichinella
- malaría
Hvernig er tekið sýni af njálg?
Með límbandsprófi
Hvernig er límbandspróf framkvæmt?
Framkvæmt að morgni, fyrir þvott og hægðir. Notað breitt glært límband á endaþarm og svo límt á gler
Hvernig eru saursýni tekin?
Væn “valhneta” er send í þurru glasi og svo er hún skoðuð undir smásjá með/án litunar
Hvaða aðferð er notuð á öll saursýni?
Formalín-acetate þéttiaðferð (sýnir þolhjúpa frumdýra og egg)
Malaría orsakast af frumdýrinu:
Plasmodium
Hvaða 2 hýsla þarf plasmodium (malaría) fyrir hringrás sína?
Moskítófluguna og manninn
Lýstu hringrás (plasmodium) malaríu:
- Moskítóflugan stingur manninn og smitar af plasmidum
- Plasmodium fer til lifrarinnar og fjölgar sér þar í 1-4 vikur
- Næst fer plasmodium út í blóðið og sýkir þar rauð blóðkorn og þá fyrst byrja hin dæmigerðu einkenni malaríu
- Plasmodium fjölgar sér inní rauðu blóðkornunum og þegar það gerist þá kemur að því að þau springa og losa ný sníkjudýr sem sýkja önnur rauð blóðkorn o.s.fr
- Um 2 vikum eftir að blóðsýking byrjar þá koma fram karl- og kvenform plasmodium og kynæxlast
- Afkvæmi kynæxlunnar er það sem moskítóflugan sýgur úr blóðinu þegar hún stingur á þessu stigi
Hvaða tegund plasmodium (malaríu) er hættulegust og algengust?
P.falciparum
Hverjar eru 5 tegundir plasmodium (malaríu)?
- P.falciparum
- P.vivax
- P.avale
- P.malariae
- P.knowlesi
Hvað greinast margir með Malaríu á Íslandi árlega?
1 sýking árlega
Hvað sýkjast margir af malaríu árlega og hversu margir deyja?
Meira en 200 milljónir sýkjast árlega og meira en 400 þúsundir deyja
Hver eru einkenni malaríu?
Hiti, hrollur, skjálfti, höfuðverkur, ógleði
Hvernig má greina malaríu?
Við verðum að finna plasmodium í blóði. Blóðsýni er tekið í/eða ekki kasti. Gera blóðstrok og þykkan dropa (litað)
Hver er helsti smitberi toxoplasma gondii?
Kettir
Hvernig smitast önnur dýr / menn af toxoplasma gondii?
- eggblöðrur úr köttum
- vefjaþolhjúpar í sýktu kjöti
- trophozitar gegnum fylgju
- blóðgjafir
Hvað lifa eggblöðrur toxoplasma gondii úr köttum lengi eftir útskilnað?
Lifa mánuðum saman í rökum jarðvegi
Hvenær verða eggblöðrur toxoplasma gondii smitandi eftir útsklinað?
1-5 dögum eftir útskilnað
Vefjaþolhjúpar toxoplasma gondii í kjöti þola ekki:
- frost við -20°c í 24klst
- upphitun í 63-74°c
Hvernig verður toxoplasma gondii að vefjasýkingu hjá mönnum?
Trophozitar úr meltingarvegi með blóði til vefja
Hvernig eru einkenni toxoplasma gondii sýkingar hjá heilbrigðu fólki?
Eitlastækkanir, hiti, þreyta (sýking oft einkennalaus)
Getur toxoplasma gondii valdið fóstursýkingu ef móður sýktist mánuðum eða árum fyrir meðgöngu?
Nei, toxoplasma löngu farið úr blóði móður
Hvaða greining er hvað helst notuð til að greina Toxoplasma?
Blóðvatnspróf
Hvaða greiningaraðferðir eru notaðar við Toxoplasma hjá konum á meðgöngu og ónæmisbældum?
PCR greining og ræktun
Hver eru einkenni trichomonas vaginalis hjá konum?
- einkennalaust eða illa lyktandi útferð og kláði
- tíð þvaglát, sársauki við þvaglát
Hver er algengasti læknanlegi smitsjúkdómurinn?
Trichomonas vaginalisis
Hvernig greinir maður trichomonas vaginalisis?
Í smásjá, ræktun eða PCR
Hvar finnum við acanthamoeba á Íslandi?
Í vatni, jarðvegi og lofti
Hvaða hópur sýkist oftast af acanthamoebu?
Linsunotendur (slæm linsuhreinsun)
Hvar finnum við naegleriu (umhverfis amaba)?
Í vatni
Hvernig greinum við acanthamoebu og naegleriu?
Með smásjárskoðun og ræktun
Hvernig berst Trypanosoma Brucci á milli?
Með biti tse tse flugu
Hvar finnum við Trypanosoma Brucci?
Í Afríku
Hvað sýkir Trypanosoma Brucci?
Blóð, eitla, mænuvökva
Hver eru einkenni trypanosoma brucci?
Eitlastækkanir á hnakka, hiti, höfuðverkur, svefnsýki
Hvernig greinum við Trypanosoma brucci?
Með smásjárskoðun
Hvar finnum við Trypanosoma cruzi?
Suður, Mið og Norður Ameríku
Hvernig berst trypanosoma cruzi?
Úr saur reduviid skordýra
Hvað sýkir trypanosoma cruzi?
Blóð, reticulo-endothelial vefur, hjarta, heili
Hvernig greinum við Trypanosoma cruzi?
Með smásjárskoðun og blóðvatnsprófi
Hvernig berst Leishmania?
Með biti sandflugna
Hvað sýkir leishmania?
Húð, innyfli og slímhúðir
Hvernig greinum við leishmaniu?
Með smásjárskoðun, ræktun og blóðvatnsprófi
Hvað sýkir giardia?
Skeifugörn og smáþarma
Hver eru einkenni giardia sýkingar?
Ógleði/uppköst, kviðverkir, blóðlaus niðurgangur, fitusaur
Hvað sýkir cryptosporidium?
Þarma, ristil
Hver eru einkenni cryptosporidium sýkingar?
Vatnskenndur niðurgangur
Hvað sýkir entamoeba histolytica?
Ristil > blóð til lifrar
Hver eru einkenni entamoeba histolytica sýkinga?
Lausar hægðir / verkir, blóðkreppusótt
Hvernig greinum við giardia, cryptosporidium, entamoeba histolytica?
Með saursýni
Hvað er algengasta sníkjudýrið í meltingarvegi?
Giardia duodenalis
Hversu margir greinast árlega á Íslandi með giardia duodenalis?
Að meðaltali 50 manns árlega
Hvernig smitast giardia duodenalis?
Smit með þolhjúpum sem eru harðgerðir. Beint á milli manna eða með saurmengaðri fæðu. Smitast líka í vötnum, ám og sundlaugum
Hverjir eru fylgikvillar giardia duodenalis sýkinga?
Vannæring og þyngdartap (og endurtekin veikindaköst í vikur - mánuði)
Hvers konar hópsýkingar eru algengar hjá Cryptosporidium?
Vatnstengdar hópsýkingar
Entemoeba kýli
Í allt að 20% tilfella berast amöbur með blóði frá ristilsslímhúðinni til lifrar og mun sjaldnar til annarra líffæra (t.d. Lungu eða heila)
Hver eru einkenni entemoeba kýla?
Sjúklingur fær hita, og ef sýkingin er í lifur þá eru kviðverkir og megrun
Hvernig eru entemoeba kýli greind?
Með mótefnamælingu og myndgreiningu (ekki skoðun á saursýni)
Blóðkreppusótt (entemoeba histolytica)
Blóðkreppusótt er ífarandi sýking í ristilsslímhúð
Hvað er njálgur (enterobius vermicularis)?
Lítill þráðormur um/undir 1cm að lengd
Hvar setjast fullorðnir ormar njálgs að?
Þeir setjast að í neðsta hluta ileum og ristli þar sem þeir geta lifað í nokkra mánuði áður en þeir drepast
Getur maður smitast endurtekið af njálg?
Já, og sýking getur varið lengur ef sjúklingur fær nýtt smit
Hvernig haga kvk njálgs ormar sér?
Þeir ferðast að endaþarmsopi að nóttu til og verpa eggjum á leiðinni, aðallega á húðina kringum endaþarm (deyja síðan)
Hvað getur hver njálgsormur verpt miklu?
Allt að 16.000 eggjum
Hvað lifa egg njálgsormsins lengi?
Geta lifað 1-2 dag í þurru og 1-2 vikur í svölu/röku umhverfi
Hver er tími smits til eggjaframleiðslu follþroska njálgsorms?
2-6 vikur
Hvað er ascaris lumbricoides?
Stór ormur (allt að 35cm lengd) sem lifur í smáþörmum
Lýstu lífsferli ascaris:
Þegar ascaris egg berast í meltingarveg og losa lirfurnar þá fara þær inní bláæðakerfi slímhúðarinnar, og þaðan til hjarta og lungna. Í lungum þroskast þær og ferðast síðan áfram upp í berkjur og háls og þaðan aftur niður í meltingarveg
Þarf ascaris lirfuflakk?
Já, og tekur flakkið um 2 vikur
Hvað getur kvenormur ascaris lagt mörg egg á dag?
Um 200.000 egg á dag
Hvar getur strongyloides stercoralis lifað?
Bæði sjálfstæðu lífi í jarðvegi eða sníkjulífi í hýsli
Hvað gerist þegar strongyloides stercoralis lirfurnar losna úr saur í ytra umhverfi?
Þá þroskast sumar í fullorðna karl- og kvenorma sem æxlast og mynda nýjar lirfur eða aðrar breytast í smit-lirfur sem þurfa hýsil
Lýstu hegðun strongyloides stercoralis í mönnum/dýrum
Smit-lirfurnar bora sig gegnum húðina og berast með blóði til lungna. Síðan tekur við lirfuflakk eins og hjá ascaris orminum og að lokum sest strongyloides að í skeifugörn og smáþörmum þar sem ormurinn grefur sig inní slímhúðina
Hvernig framleiða kvenormar strongyloides stercoralis egg?
Með meyfæðingu (framleiða egg án frjóvgunar frá karlormi)
Strongyloides notast við sjálfssmitun, útskýrðu það:
Þegar litlu lirfurnar klekjast úr eggjunum þá eru þær ekki smitandi, en þær geta þroskast í smit-lirfur inní meltingarvegi. Þær geta síðan borað sig í gegnum meltingarveð eða húðina gegnum endaþarm og komist inní blóðrásina og þá hefst lirfuflakk á ný (strongyloides getur því fjölgað sér í líkamanum og búið til nýja fullorðna kvenorma í skeifugörn, ólíkt öðrum ormum)
Hver eru einkenni strongyloides stercoralis?
Meira en helmingur sjúklinga er einkennalaus. Hinir fá larva currens, hósta, hvæsi, kviðverki og. Niðurgang
Strongyloides stercoralis getur orðið að hyperinfection, afhverju?
Baksterar og ýmist konar önnur ónæmisbæling getur leitt til þess að lirfurnar fara í massavís í gegnum meltingarveg til annarra innri líffæra eins og lungna, lifrar og MTK (þetta er lífshættulegt ástand)
Hver er næstlengsti ormur í manninum?
Taenia saginata
Hvar sest Taenia saginata að?
Í smáþörmum manna
Hvað er proglottids á Taenia Saginat?
Bandormar eru liðskiptir og stundum losna neðstu liðirnir frá orminum. Liðirnir kallast proglottids
Lýstu fyrirbæri sem kallast cysticereus hjá taenia
Taena ormar sýkja vefi nautgripa og svína sem smituðust af eggjum eða ormaliðum úr mannasaur. Eggin losa ormalifur sem koma sér fyrir inní vefjum dýranna þ.á.m. Rákóttum vöðvum. Hver lirfa lifir þar í mörg ár í lítilli blöðru sem kallast cysticereus
Hvernig smitast menn af taenia?
Menn smitast með því að borða hrátt eða illa soðið nautakjöt (taenia saginata) og svínakjöti (taenia solium)
Hvað er cysticercosis?
Taenia solium, algengasti sníkjudýrasjúkdómur í heila
Lýstu lífsferli diphyllobothrium
Fullorðnu ormarnir búa í meltingarveg manna og annarra spendýra og jafnvel fugla. Ormarnir losa egg út með saur og síðan þroskast sníkjudýrið í 2 millihýslum í ferskvatni, fyrst litlum krabbaflóm og svo í fiski. Þegar menn og dýr éta svo hráan eða illa soðinn ferskvatnsfisk eins og silung eða geddu sem eru sýkt af ormalirfum þá þroskast þær í fullorðna orma í meltingarveg
Hvar finnast tegundir diphyllobothrium?
Á norðurhveli jarðar
hvaða ormur er talinn hvað lengstur í mönnum?
Diphyllobothrium latum
Hvaða tegund diphyllobothrium er talin meinvaldandi?
D.latum
Hvar verður meirihluti hringorma sýkinga?
Í Japan (um 90% af sýkingum)
Hver eru einkenni ormasýkinga í görn?
- lystarleysi, ógleði, kviðverkir, niðurgangur, blóðleysi, vannæring, blóð og slím í hægðum, tenesmus
- einkenni frá lungum ef lirfuflakk
- kláði við endaþarm ef njálgur
Echinococcus (sullormur)
Er bandormur sem berst í menn úr hundaskít og veldur sullaveiki í mönnum og dýrum. Refir geta líka borið sullorm sem veldur annarskonar og hættulegri sullaveiki en hundaormurinn
Lýstu lífsferil echinococcus granulosus
Hundar éta kindainnyfli með sullablöðrum í og þá verða til fullorðna ormar í hundagörninni. Ormarnir losa egg sem berast í húsdýr og þannig má viðhalda hringrásinni
Geta menn sýkst af echinococcus granulosus?
Já, eggin geta líka borist í menn sem eru þá samskonar millihýslar og húsdýrin. Í mönnum verða líka til sullablöðrur í innri vefjum, oftast lifur. Sýkingar eru oft einkennalausar fyrstu árin en eftir því sem blaðran verður stærri því meiri líkur á einkennum frá viðkomandi líffærum
Sulluveikin á Íslandi
Var útbreidd á 19.öld. 20% einstaklinga sýktir og 28% hunda
Toxocara canis/cati
Eru þráðormar í hunda- og kattagörn. Í dýrunum haga þeir sér líkt og ascaris í mönnum, þ.e. Eftir smit verður lirfuflakk
Toxocara í manninum
Sýkingar verða oftast á meðal barna. Eggin losa lirfur í meltingarvegi og þær byrja hefðbundið lirfuflakk
Hvað er sundmannakláði?
Er í raun “slys” fyrir schistoma lirfur, fóru í rangan hýsil. (Þessi tegund schistoma lifir í öndum og notar ekki manninn í lífsferlinum)
Lýstu lífsferli schistoma orma sem þurfa menn í lífsferlinum
Í manninum fara lirfurnar með blóði til lifrar og þroskast í fullorðna orma í portal æðakerfi lifrarinnar. Fullorðnir ormar í pörum, þ.e. Karl-og kvenormar ferðast síðan á móti blóðstraumnum niður í mesentric bláæðar þarma, ristils og þvagblöðru. Þar lifa þau sínu ormalífi, og kvenormurinn losar egg inní smærri bláæðar þessarar hollíffæra. Eggin losna svo út í holið og skiljast út með saur eða þvagi
Lýstu lífsferil trichinella spiralis
Eftir neyslu á sýktu kjöti með lirfum í þá verða til fullorðnir ormar í görn hýsils og æxlun þeirra getur af sér lirfur sem ferðast til rákóttra vöðva. Fullorðnu ormarnir í görninni deyja nokkrum vikum seinna
Er trichinella spiralis alvarlegur sjúkdómur í manninum?
Já, getur leitt til dauða
Lýstu lífsferil cutaneous larva migrans
Litlu lirfurnar bora sér í gegnum húðina, oftast á fótum eða rasskinnum sem eru í snertingu við mengaðan jarðveg eða sand, en eru ekki í rétta hýslinum og geta því ekki klárað lirfuflakkið. Þær bara skríða um í húðinni þar til ónæmiskerfið drepur þær. Afleiðing eru rauðar rákir eftir lirfurnar sem hreyfast hægt og rólega í húðinni
Hvað lifur höfuðlúsin lengi?
Í 30 daga í hársverði en 1-2 daga utan líkamans
Pediculus humanus humanus - fatalúsin
- lifir á þöktum líkamslhlutum, festir nit á fatatrefjar
- getur borið rickettsia og borrelia
- getur lifað í viku utan líkama
Phthirus pubis - flatlús
- smit við kynlíf, sjaldnar með fötum eða rúmfötum
- pubis hár, stundum holhönd, augabrúnir, skegg
- ber ekki sjúkdóma
- meðferð: tenutex
Lýstu lífsferli sarcoptes scabiei - kláðamaur
Kvk maurinn grefur sig í hornlag húðar og verpir eggjum sínum. Við það myndast örfín upphleypt göng sem má oft sjá með berum augum ef vel er leitað. Eggin klekjast út eftir 3-4 daga og um 4 vikum síðar verða fullþroska maurar tilbúnir að leggja egg á ný
Demodex folliculorum
- áttfætla sem lifir í hársekkjum og fitukirtlum í andliti
- líka hægt að finna á augnhárarótum
- gæti valdið hvarmabólgu
- ber ekki sjúkdóma
Frumdýr sem eru landlæg á íslandi
– Giardia lamblia
– Cryptosporidium tegundir
– Toxoplasma
- Acanthamoeba
- Trichomonas
Ormar sem eru landlægir á íslandi
- Enterobius vermicularis (njálgur)
– Toxocara canis, T. cati
- Ascaris suum
- Anisakis
- Pseudoterranova
- Diphyllobothrium
Liðfætlur sem eru landlægar á íslandi
- höfuð- og flatlús
- kláðamaur
- Demodex