Lota 3 - Sveppir og sníkjudýr Flashcards
Hvernig er frumuveggur sveppa?
Stífur og er samsettur úr fjölsykrum og fjölpeptíðum
Hvað er ólíkt með frumuhimnu manna og sveppa?
Í frumuhimnu sveppa er ergosterol í stað kólesteróls sem má finna í frumuhimnu manna
Er sveppaþráður einfrumungur eða fjölfrumungur?
Fjölfrumungur (því hver þráður er samsettur úr mörgum frumum og á milli þeirra eru skipti)
Hvernig vaxa sveppaþræðir?
Þeir vaxa út frá þráðaendanum sem lengist og svo myndast hliðargreinar út frá þráðunum
Eru gersveppafrumur einfrumungar eða fjölfrumungar?
Einfrumungar (en geta myndað alvöru sveppaþræði með skiptum í líkamanum og eru þá í fjölfrumungaformi)
Hvernig myndar gersveppafruma marga einfrumunga?
Hún byrjar á að mynda knappskot sem verður að dótturfrumu. Hún losnar svo frá móðurfrumunni og myndar nýja dótturfrumu. Þannig verða til margir einfrumungar
Mikilvægustu sveppalyfin virka á hvað í frumuvegg/frumuhimnu?
Virka á glucan í frumuvegg eða erfosteról í frumuhimnunni
Hver er virkni echinocandin sveppalyfs?
Hindrar myndun glucans í frumuvegg
Hvenær er echinocandin sveppalyf notað?
Einungis við sýkingum í innri líffærum / djúpar sýkingar
Hvað gerir polyene sveppalyf?
Hefur áhrif á ergósteról í himnu
Hvað gerir azole og allylamine sveppalyf?
Hindrar myndun ergósteról
Hvaða vefi líkamans getur candida ekki sýkt?
Hár
Hvaða candida sýking er algengust í mannasýkingum?
C.albicans
Hvaða candida sýkingar eru algengar?
C.glabrata, C.tropicalis, C.parapsilosis
Hvaða candida sveppir eru ónæmir?
- C.auris (oft fjölónæm > spítalasveppur)
- C.glabrata (oft í þvag- og kynfærum)
- C.krusei (aðallega djúpar sýkingar)
Hverjar eru algengustu sveppagerðirnar í mannasýkingum í Evrópu?
Gersveppir
Gersveppir einkennast af:
- gersveppafrumum sem fjölga sér með knappskotum sem losna frá móðurfrumunni
- gersveppaþráðum sem í raun eru bara keðjur af aflöngum gersveppafrumum og knappskot myndast á mótum frumnanna
Hvað er einkennandi við gersveppi þegar skoðaðir á rannsóknarstofu?
Vegna þess að gersveppir eru að mestu einfrumungar þegar þeir eru ræktaðir þá myndast kremkenndar þyrpingar en ekki loðnar þyrpingar
Hvað er einkennandi við þráðsveppi?
Þeir einkennast af þráðamyndun og hver sveppategund hefur sérkennandi gró og grómyndandi frumur (nýtum okkur þennan breytileika til að greina þráðsveppina og gefa þeim nafn)
Hverjir eru 2 meginhópar þráðsveppa?
- myglusveppir (sem nærast á lífrænum leifum út í náttúrunni)
- húðsveppir (sem næra sig á kreatíni manna og dýra eins og nafnið bendir til)
Hverjir eru mikilvægustu gersveppirnir?
Candida, malassezia, cryptococcus
Hverjir eru mikilvægustu þráðsveppirnir?
- myglusveppir: aspergillus, mucor
- húðsveppir: trichophyton, micosporum, epidemophyton
Hver eru vaxtarskilyrði sveppa?
- Næring úr lífrænum efnum
- Öndun og/eða gerjun
- Hitastig
- Vaxtarhraði
Hvaða sveppaæti eru notuð við sáningu sjúklingasýna?
- sabouraud æti fyrir alla sveppi
- mycobiotic æti fyrir húðsveppi
Hver er munurinn á útliti gersveppaþyrpinga og þráðsveppaþyrpinga?
- Gersveppir vaxa aðallega sem einfrumungar í ræktun og þyrpingar verða því litlar og kremkenndar
- Þráðsveppir mynda þræði og oftast líka gró og þess vegna verður áferð þyrpinganna loðin eða púðurkennd
Hvernig greinum við gersveppi?
MALDI-TOF greining sem byggir á greiningu próteina í bakteríu- og sveppafrumum og hefur hún leyst efnahvörfin af hólmi á mörgum rannsóknastofum
Hvernig greinum við þráðsveppi?
Skoðum útlit þyrpinga, þ.e.a.s lit, áferð, lögun og stærð og síðan tökum við smáflygsu úr þyrpingu og skoðum hana í smásjá. Í smásjánni athugum við hvort sveppaþræðir séu grannir eða breiðir, hvernig grómyndandi frumur líta út og svo gróin sjálf
Sveppir hafa 3 smitleiðir:
- eigin líkamsflóra
- náttúran
- menn og dýr
Hvaða sveppi finnum við í meltingarvegi og kynfærum?
- candida albicans, C.glabrata o.fl. Candida
- (meinvaldandi gersveppir) trichosporon, rhodotorula, saccharomyces
Hvaða sveppi finnum við í húð?
- candida tegundir
- malessezia tegundir
- lítið meinvaldandi gersveppir
Hvernig eru smitleiðirnar í eigin líkamsflóru?
Smitleiðirnar eru ýmist stuttar > húð og slímhúðir sýkjast af eigin flóru, eða að sveppirnir færa sig úr frá húð og slímhúðum inní örverufría vefi eins og blóð eða kviðarhol (Það gerist með rofi á húð og slímhúðum t.d. Æðaleggja, skurðaðgerða eða vegna krabbameinslyfja sem veikja mjög slímhúðir)
Hvaða sveppi finnum við í náttúrunni?
Oftast myglusveppir en geta líka verið tvíbreytisveppir
Geta myglusveppir komið úr eigin líkamsflóru?
Nei, þeir eru ekki hluti af eðlilegri líkamsflóru heldur koma þeir alltaf úr ytra umhverfi
Hverjir eru algengustu myglusveppirnir?
Aspergillus, penicillium, cladosporium, alternia, mucor
Pneumocystis jirovecii
Sýkir bara menn og er einfrumusveppur og tækifærissveppur. Er talinn lifa í lungum manna en ekki í ytra umhverfi
Hvernig berst pneumocystis jirovecii á milli manna?
Berst með andrúmslofti á milli manna og ytra umhverfi
Afhverju er pneumocystis jirovecii dæmigerður tækifærissveppur?
Því hann veldur ekki lungnabólgu fyrr en hýsillinn verður ónæmisbældur
Hverjir eru mikilvægustu mannsæknu húðsveppirnir á vesturlöndum?
Trichophyton rubrum, trichophyton interdigitale, epidermophyton floccosum
Mikilvægustu dýrsæknu húðsveppirnir:
Trichophyton mentagrophyles, microsporum canis, trichophton verucosum
Hvernig berast okkur flestir umhverfissveppir?
Í gegnum öndunarveg
Hver er algengasti myglusveppurinn í lungum?
Aspergillus fumigatus
Nefndu dæmi um sveppi sem valda húð- og slímhúðarsýkingum:
Malassezia, candida, húðsveppir
Nefndu dæmi um sveppi sem valda húðbeðssýkingum:
Mycetoma, chromoblastmycosis, sporotrichosis
Nefndu dæmi um sveppi sem valda djúpum sýkingum:
- gersveppir: candida, cryptococcus
- þráðsveppir: aspergillus, mucos
- tvíbreytisveppir: histoplasma, coccidioides
Hverjar eru helstu sveppasýkingar utan sjúkrahúsa á Íslandi?
- candida sýkingar í leggöngum
- húðsveppasýkingar í nöglum, táfitjum
Hverjar eru helstu sveppasýkingar á sjúkrahúsum á Íslandi?
- candida slímhúðarsýkingar hjá ónæmisbældum
- candida sýkingar í blóði og öðrum innri líffærum hjá nokkrum sjúklingahópum
- myglusveppasýkingar í innri líffærum > sjaldgæft
Hverjar eru algengustu sveppasýkingarnar í Evrópu?
- húðsveppir
- candida á húð/slímhúð
- candida, aspergillus, cryptococcus í djúpum líffærum
Hverjar eru algengustu sveppasýkingarnar í N-Ameríku?
- húðsveppir
- candida á húð/slímhúð
- candida, aspergillus, cryptococcus í djúpum líffærum
- tvíbreytisveppir
Hvaða sveppir sýkja húð?
Húðsveppirnir: trichophyton, microsporum, epidermophyton
Gersveppirnir: candida og malassezia
Hvaða sveppir sýkja neglur?
Húðsveppir og candida
Hvaða sveppir sýkja hár?
Húðsveppir
Hversu margar tegundir af húðsveppum eru til í heiminum?
Um 30-40 tegundir
Hver eru einkenni húðsveppasýkinga?
Roði, bólga, kláði
Hvaða húðsveppategundir eru lang algengastar á Íslandi?
Trichophyton rubrum og Trichophyton interdigitale
Hverjar eru 3 tegundir malassezia húðsýkinga?
- pityriasis versicolor (litbrigðamygla)
- folliculitis (hársekkjubólga)
- seborrheic dermatitis (flösuþref)
Pityriasis versicolor - litbrigðarmygla
Einkennist af rauðbrúnum eða ljósum blettum á húð, en veldur engum kláða eða óþægindum
Folliculitis - hársekkjubólga
Einkennist af rauðum bólum
Seborrheic dermatitis - flösuþref
Einkennist af roða og hreistrun, með eða án kláða. Sést oftast á augabrúnasvæði, kringum nef, bakvið eyru og í hársverði, og jafnvel yfir bringubeini og á baki
Hver eru einkenni candida sýkinga?
Í öllum tilfellum einkennast candida sýkingar af roðahellu og í jöðrum hellunnar eru svokölluð satellite útbrot
Afhverju getur verið erfitt að ná sýni úr candida sýkingum?
Því sýkingin er oft rök (í þeim tilfellum þarf að nota strokpinna og nudda honum vel í helluna og satellite útbrotin
Hvað heita sýkingarnar sem finna má á höndum og fótum?
Tinea manis , tinea pedis
Hvað einkennir tinea manis og tinea pedis?
Einkennast af húðhreistrun, sprungum og soðnun. Þegar bakteríur blandast í málið kemur fram roði og eymsli
Hvað heita sýkingarnar í nára og sléttri húð?
Tinea cruris og tinea corporis
Hvað einkenni tinea cruris og tinea corporis?
Í þessum tilfellum einkennist sýkingin af upphleyptri rauðleitri brún en í miðju sýkingarblettsins er húðin byrjuð að lækna sýkinguna (skiptir miklu máli í sýnatöku því að við sköfum sýni úr brúninni)
Hverjir eru algengustu húðsveppirnir í húðsýkingum á Vesturlöndum?
Trichophyton rubrum, T.interdigitale, T.mentagrophytes, microsporum canis, epidermophyton floccosum
Trichophyton rubrum er langalgengastur hér á landi, hvar ræktast hann?
Oftast frá fótum
Hvað heitir krónísk naglgerðisbólga?
Paronychia
Hvað heitir naglsýkingin?
Onychomycosis
Candida í naglsýkingum
Getur fundist í bólgusvæðinu og virðist vera meðvirkandi þáttur (stuðla að bólgumyndun) frekar en sjálfstæður sýkingarvaldur
Hvort finnum við candida naglsýkingar oftar í fingurnöglum eða tánöglum?
Fingurnöglum
Hvaða sýkla má finna í bráðri naglgerðisbólgu?
Staphylococcus aureus, streptococcus pyogenes o.fl.
Tinea unguium og onychomycosis (húðsveppir)
Ekki naglgerðisbólga heldur byrjar sýkingin oftast við naglbrúnina og vex í átt að naglrót
Hvort er algengara að finna húðsveppi í tánöglum eða fingurnöglum?
Tánöglum
Hvaða húðsveppir eru algengir í naglsýkingum?
Trichophyton rubrum og. T.interdigitale
Hvaða húðsveppir er algengur í hári?
Tinea capitis og microsporum canis
Hvaða húðsveppir eru algengir í skeggi?
T.mentagrophytes og T.verrucosum
Lýstu húðsveppasýkinu í hári
Sýkingin byrjar í hársverði og myndar þar hringlaga blett eins og á húðinni. Síðan fer sveppurinn niður meðfram hárskaftinu og í sumum tilfellum fer hann í skaftið. Hárskaftið verður þá veikburða og brotnar af rétt ofan við hársvörð og þá myndast skallablettir sem eru meira og minna hringlaga
Hvaða húðsveppur sem sýkir hár er landlægur hér á Íslandi?
Microsporum canis
Lýstu húðsveppasýkingu í skeggi
Sýkingar byrja í húð og fara svo í skegghárin. Hér er mun meiri bólgusvörun vegna þess að oftast eru þetta dýrsæknir sveppir sem ekki hafa aðlagast mannslíkamanum
Húðsveppasýkingar á Íslandi
Eru oftast mannsæknir sveppir sem sýkja táfitjar eða neglur, sjaldan hár
Hvaða húðsveppur er algengastur á Íslandi og hvar finnum við hann?
T.rubrum er langalgengastur og við finnum hann venjulega í táfitjum og tánöglum
Hvaða húðsveppir eru algengir á Íslandi og hvar finnum við þá?
- T.interdigitale í táfitjum og tánöglum
- E.floccosum í nára
- M.Canis á sléttri húð
Hver eru einkenni einfaldrar sveppasýkingu á fótum?
Hreistrun, sprungur og soðnun
Hver eru einkenni margslungnar sveppasýkingu á fótum?
Roði, bólga og verkir
Þegar sveppasýking á fótum er margslungin þar se bakteríur og sveppir eiga í hlut, hvernig meðhöndlum við þannig sýkingu?
Þegar sýkingin er svona blönduð er oft erfitt að rækta upp húðsveppina og getur því þurft að meðhöndla fyrst bakteríusýkinguna áður en við tökum sýni í svepparæktun
Hvaða sýklar orsaka netjubólgu (cellulitis)
S.aureus og hemolytiskir streptokokkar
Hvernig greinum við malassezia húðsveppasýkingu?
Klínískt en stundum með límbandsprófi og þá sjást litlar glampandi gersveppafrumur í sýninu
Hvernig greinum við sveppasýkingu í húð ef útlitið samræmist EKKI malassezia?
Þá eru tekin strok eða skafsýni
Hvað gerum við ef sýking er á sléttri húð (ekki malassezia) og er rök og erfitt er að skafa húðfrumur úr henni?
Þá er strokpinna strokið rækilega í sýkta svæðið
Hvað gerum við ef húðsýking er þurr (ekki malassezia)?
Þá er skafið með sköfu eða hnífsblaði í jaðar blettsins þar sem húðin er venjulega rauðleit eða upphækkuð
Hvaða sveppir sýkja slímhúðir?
Candida (eigin flóra) og microsporidia (ytra umhverfi)
Hvaða sveppir sýkja blóð, lungu, djúpa vefi?
Eigin flóra: candida, sjaldnar gersveppir
Ytra umhverfi: myglusveppir, cryptococcus (gersveppur), tvíbreytisveppir
Úr andrúmslofti: pneumocystis (einfrumusveppur)
Hverjir eru áhættuþættirnir við sveppasýkingu í slímhúðum og djúpum vefjum frá eigin líkamsflóru?
- ónæmisbæling (hvítkornafæði)
- ífarandi aðgeðrir (skurðaðgerðir, æðaleggir)
- nýburar
Hverjir eru áhættuþættirnir við sveppasýkingu í slímhúðum og djúpum vefjum frá ytra umhverfi?
Ónæmisbæling: hvítkornafæði, barksterar, langt gengið alnæmi
Hver eru einkenni þrusku (candida sýkingar í munnholi)
Hvítar skánir á tungu og slímhúð
Hver eru einkenni munnvikabólgu (candida sýking)
Roði og sprungur
Hver eru klínísk dæmi munnholssýkinga? (Candida)
- ungbarn með þrusku
- fólk með gervitanngóma (sýkin undir góminn)
- sykursýkissjúklingur (munnholssýking í kjölfar sýklalyfjakúrs)
- alnæmi
Hver eru einkenni candida sýkingar í vélinda?
Hvítar skellur á slímhúð
Hvernig greinum við candida sýkingar í meltingarvegi?
Þarf vefjasýni til greiningar