Lota 1 Flashcards
Eru sníkjudýr heilkjörnungar eða dreifkjörnungar?
Heilkjörnungar
Hvað er munurinn á bakteríum og veirum?
Veirur eru minni en bakteríur. Veirur eru ekki frumur en bakteríur eru dreifkjarna frumur.
Hvaða máli skiptir munurinn á bakteríum og veirum?
Því veirur geta sýkt bakteríur?
Hver er stærðarmunurinn á frumum heilkjörnunga, baktería og á veirum?
Heilkjörnungar> dreifkjörnungar> veirur
Hvað eru bakteríur venjulega stórar?
í kringum 1 míkrómetra (um)
Hvaða orð vísa til lögunar bakteríufrumna?
Kúlur/kokkar, Stafir, Gormlaga Óregluleg lögun
Hvaða orð vísa til uppröðunar bakteríufrumna?
Staph, strepto, diplo osfr.
Úr hvaða efnum eru slímhjúpar, svipur og festiþræðir?
fjölsykrum og/eða próteinum
Hvert er hlutverk slímhjúps?
Ver gern ofþornun, festing við yfirborð, hjálpar bakteríu við að komast hjá vörnum líkamans og er því mikilvægur meinvirkniþáttur.
Hvert er hlutverk svipu?
Hreyfitæki
Hvert er hlutverk festiþráða?
Að festa bakteríur saman, við hýsilfrumur og efni í því umhverfi
Hvernig geta slímhjúpar tengst sjúkdómum?
Hjálpa bakteríum við að festa sig við yfirborð
Hvernig geta svipur tengst sjúkdómum?
Þær hjálpa bakteríum að finna það sem þær sækja í
Hvernig geta festiþræðir tengst sjúkdómum?
Með því að festa bakteríur við hýsil, eru einnig mikilvægir við myndun biofilmu
Hver er munurinn á slímhjúp og slímlagi?
slímhjúpur er fasttengdur frumunni á meðan slímlag er laust, vatnsleysanlegt slúm utan um frumuna
Hvernig hreyfa bakteríur sig?
með svipum
Hvert er hlutverk frumuveggjar bakteríufrumna?
Gefur frumunni lögun, verndar frumuna t.d. gegn osmótískum krafti
Hvaða sameindir mynda frumuvegginn?
Peptidoglycan, sem er úr tveimur sykrum, NAG og NAM sem skiptast á og mynda keðjur
Hvernig er veggur gram jákvæðra baktería?
Veggur gram jákvæðra litast fjólublár, er þykkur og í PG laginu eru fjölsykrur og teikóíð sýrur.
Hvernig er veggur gram neikvæðra baktería?
-Litast bleikur -PG lagið er þunnt. -hafa ytri himnu sem er gegndræpari og sterkari gagnvart umhverfinu heldur en frumuhimnan.
Hvað er sérstakt við vegg sýrufastra baktería?
Veggur sýrufastra baktería innihalda mykolik sýru sem er vaxkennd fita sem ver bakteríuna enn betur fyrir umhverfisáhrifum
Hvaða hætta getur skapast af endotoxínum G. neikv. baktería?
Hiti, bólga, æðavíkkun og lost
Hvert er mikilvægi veggjarins með tilliti til sýklalyfja?
Mörg sýklalyf hafa áhrif á vegginn. Veggir bakteríufruma eru einu sem eru gerðir úr PG, þess vegna eru sýklalyf hönnuð til að hafa áhrif á vegginn til að forðast það að skaða aðrar frumur.
Hverjir eru eiginleikar vegglausra baktería?
Þær eru viðkvæmari fyrir osmótískum þrýstingi
Hvers konar sameindir mynda frumuhimnuna?
Fosfólípíð, prótein og sykurprótein.
Hver eru hlutverk frumuhimnunnar?
Aðskilur frumu frá umhverfi, stjórnar flutningi inn og út úr frumunni.
Hvaða frumulíffæri eru fyrir innan frumuhimnu baktería?
Frymi, ríbósóm, kjarnasvæði, frymiskorn og frymisgrind.
Hvert er hlutverk ríbósóma?
Lesa erfðaefnisupplýsingar yfir í prótein, próteinframleiðsla.
Hvernig eru ríbósóm dreifkjörnunga og heilkjörnunga ólík?
Ríbósóm baktería eru minni en ríbósóm heilkjörnunga. Þau samanstanda af próteinum og RNA sem eru nokkuð ólík samsvarandi einingum í heilkjörnungum.
Hvaða áhrif hefur munurinn á ríbósómum dreifkjörnunga og heilkjörnunga er varðar sýklalyf?
Þau virka ýmist á vegginn eða á próteinmyndunina
Hvert er hlutverk bakteríugróa?
Að lifa af við erfiðar aðstæður t.d. hita, efnum, geislun og þurrki
Hvernig myndast gróin?
Það myndast inni í bakteríu og svo hverfur fruman utanaf
Hvar eru gróin staðsett í frumunni?
Sérstakt fyrir hverja tegund,
Hvað kemur grói til að breytast aftur í frumur sem fara að vaxa?
Ef aðstæður bætast
Hvaða máli skipta gró í sambandi við smitvarnir og sótthreinsun?
Það er mjög erfitt að drepa þau
Hvernig má skipta bakteríum upp með tilliti til súrefnis?
Loftháðar, loftþolnar, loftfælnar, valfrjálsar, örloftháðar og loftþolnar loftfælur.
Hvað er kjörhitastig?
Það hitastig þar sem vöxtur erhraðastur, mismunandi eftir bakteríum
Hvað er örveruþekja?
Flókið samfélag örvera af sömu eða fleiri tegundum. Samfélögin eru umlukin slími og fest við yfirborð. Hegðun stakra frumna og frumna í þekju er mjög ólík. Örverurnar geta átt samskipti innan þekjunnar.
Hvað er greiningaræti?
Æti sem gerir greinarmun t.d á hvaða bakteríur brjóta niður blóð og hverjar ekki.
Hvað er veldisvöxtur?
bakterían tvöfaldar sig aftur og aftur og aftur
Hver er munurinn á sótthreinsun og dauðhreinsun?
Dauðhreinsun: eyðilegging eða brottnám allra lifandi fruma, gróa og veira af hluta eða svæði Sótthreinsun: eyðing, hinfrun eða brottnám sjúkdómsvaldandi örvera
Hvaða örverum eða formum af örverum er erfiðast að eyða?
Berklabakteríur og dvalargró
Lágvirkar sótthreinsunaraðferðir virka á
Flestar bakteríufrumur, Sveppafrumur, Sumar veirur (hjúpaðar) og Sum frumdýr
Millivirkar sótthreinsunaraðferðir virka á
Sama og lágvirkar + Berklabakteríur, Sveppagró, Veirur og Frumdýr með þolhjúp
Hávirkar (dauðhreinsandi) sótthreinsunaraðferðir virka á
Sama og hinar + bakteríugró
Lágvirkar sótthreinsunaraðferðir
- fenól - yfirborðsvirk efni - málmar
Millivirkar sótthreinsunaraðferðir
- suða - alkóhól - halogenar
Dauðhreinsunaraðferðir
- autoklavering - jónandi geislun - joð - oxandi efni - aldehýð - formalíngufa
Hver eru virku efnin í Virkon og Chlor-clean?
Virkon: oxandi og yfirborðsvirk efni. Chlor clean: klór og yfirborðsvirk efni.
Hvað er autoklafi?
Gufusæfir, þetta er mest notaða aðferðin til að dauðhreinsa hluti og lausnir sem þola mikinn hita. Yfirþrýsingur notaður til að ná gufu upp fyrir 100°C Gufan þarf að komast að öllu sem dauðhreinsa á.
Hvað er veira?
Örsmá ögn gerð úr kjarnsýrum og próteinum, er ekki fruma heldur þarf að sýkja hýsilfrumu til þess að lifa af.
Mismunandi gerðir veiruagna
Geta verið naktar eða hjúpaðar.
Hlutverk veiruhjúps
Hjúpaðar veiruagnir hafa prótein í hjúpnum sem gerir þær sérhæfðari, stjórnar hvaða lífveru og hvaða vefi veiran sækir í.