Lota 1 Flashcards
Eru sníkjudýr heilkjörnungar eða dreifkjörnungar?
Heilkjörnungar
Hvað er munurinn á bakteríum og veirum?
Veirur eru minni en bakteríur. Veirur eru ekki frumur en bakteríur eru dreifkjarna frumur.
Hvaða máli skiptir munurinn á bakteríum og veirum?
Því veirur geta sýkt bakteríur?
Hver er stærðarmunurinn á frumum heilkjörnunga, baktería og á veirum?
Heilkjörnungar> dreifkjörnungar> veirur
Hvað eru bakteríur venjulega stórar?
í kringum 1 míkrómetra (um)
Hvaða orð vísa til lögunar bakteríufrumna?
Kúlur/kokkar, Stafir, Gormlaga Óregluleg lögun
Hvaða orð vísa til uppröðunar bakteríufrumna?
Staph, strepto, diplo osfr.
Úr hvaða efnum eru slímhjúpar, svipur og festiþræðir?
fjölsykrum og/eða próteinum
Hvert er hlutverk slímhjúps?
Ver gern ofþornun, festing við yfirborð, hjálpar bakteríu við að komast hjá vörnum líkamans og er því mikilvægur meinvirkniþáttur.
Hvert er hlutverk svipu?
Hreyfitæki
Hvert er hlutverk festiþráða?
Að festa bakteríur saman, við hýsilfrumur og efni í því umhverfi
Hvernig geta slímhjúpar tengst sjúkdómum?
Hjálpa bakteríum við að festa sig við yfirborð
Hvernig geta svipur tengst sjúkdómum?
Þær hjálpa bakteríum að finna það sem þær sækja í
Hvernig geta festiþræðir tengst sjúkdómum?
Með því að festa bakteríur við hýsil, eru einnig mikilvægir við myndun biofilmu
Hver er munurinn á slímhjúp og slímlagi?
slímhjúpur er fasttengdur frumunni á meðan slímlag er laust, vatnsleysanlegt slúm utan um frumuna
Hvernig hreyfa bakteríur sig?
með svipum
Hvert er hlutverk frumuveggjar bakteríufrumna?
Gefur frumunni lögun, verndar frumuna t.d. gegn osmótískum krafti
Hvaða sameindir mynda frumuvegginn?
Peptidoglycan, sem er úr tveimur sykrum, NAG og NAM sem skiptast á og mynda keðjur
Hvernig er veggur gram jákvæðra baktería?
Veggur gram jákvæðra litast fjólublár, er þykkur og í PG laginu eru fjölsykrur og teikóíð sýrur.
Hvernig er veggur gram neikvæðra baktería?
-Litast bleikur -PG lagið er þunnt. -hafa ytri himnu sem er gegndræpari og sterkari gagnvart umhverfinu heldur en frumuhimnan.
Hvað er sérstakt við vegg sýrufastra baktería?
Veggur sýrufastra baktería innihalda mykolik sýru sem er vaxkennd fita sem ver bakteríuna enn betur fyrir umhverfisáhrifum
Hvaða hætta getur skapast af endotoxínum G. neikv. baktería?
Hiti, bólga, æðavíkkun og lost
Hvert er mikilvægi veggjarins með tilliti til sýklalyfja?
Mörg sýklalyf hafa áhrif á vegginn. Veggir bakteríufruma eru einu sem eru gerðir úr PG, þess vegna eru sýklalyf hönnuð til að hafa áhrif á vegginn til að forðast það að skaða aðrar frumur.
Hverjir eru eiginleikar vegglausra baktería?
Þær eru viðkvæmari fyrir osmótískum þrýstingi
Hvers konar sameindir mynda frumuhimnuna?
Fosfólípíð, prótein og sykurprótein.
Hver eru hlutverk frumuhimnunnar?
Aðskilur frumu frá umhverfi, stjórnar flutningi inn og út úr frumunni.
Hvaða frumulíffæri eru fyrir innan frumuhimnu baktería?
Frymi, ríbósóm, kjarnasvæði, frymiskorn og frymisgrind.
Hvert er hlutverk ríbósóma?
Lesa erfðaefnisupplýsingar yfir í prótein, próteinframleiðsla.
Hvernig eru ríbósóm dreifkjörnunga og heilkjörnunga ólík?
Ríbósóm baktería eru minni en ríbósóm heilkjörnunga. Þau samanstanda af próteinum og RNA sem eru nokkuð ólík samsvarandi einingum í heilkjörnungum.
Hvaða áhrif hefur munurinn á ríbósómum dreifkjörnunga og heilkjörnunga er varðar sýklalyf?
Þau virka ýmist á vegginn eða á próteinmyndunina
Hvert er hlutverk bakteríugróa?
Að lifa af við erfiðar aðstæður t.d. hita, efnum, geislun og þurrki
Hvernig myndast gróin?
Það myndast inni í bakteríu og svo hverfur fruman utanaf
Hvar eru gróin staðsett í frumunni?
Sérstakt fyrir hverja tegund,
Hvað kemur grói til að breytast aftur í frumur sem fara að vaxa?
Ef aðstæður bætast
Hvaða máli skipta gró í sambandi við smitvarnir og sótthreinsun?
Það er mjög erfitt að drepa þau
Hvernig má skipta bakteríum upp með tilliti til súrefnis?
Loftháðar, loftþolnar, loftfælnar, valfrjálsar, örloftháðar og loftþolnar loftfælur.
Hvað er kjörhitastig?
Það hitastig þar sem vöxtur erhraðastur, mismunandi eftir bakteríum
Hvað er örveruþekja?
Flókið samfélag örvera af sömu eða fleiri tegundum. Samfélögin eru umlukin slími og fest við yfirborð. Hegðun stakra frumna og frumna í þekju er mjög ólík. Örverurnar geta átt samskipti innan þekjunnar.
Hvað er greiningaræti?
Æti sem gerir greinarmun t.d á hvaða bakteríur brjóta niður blóð og hverjar ekki.
Hvað er veldisvöxtur?
bakterían tvöfaldar sig aftur og aftur og aftur
Hver er munurinn á sótthreinsun og dauðhreinsun?
Dauðhreinsun: eyðilegging eða brottnám allra lifandi fruma, gróa og veira af hluta eða svæði Sótthreinsun: eyðing, hinfrun eða brottnám sjúkdómsvaldandi örvera
Hvaða örverum eða formum af örverum er erfiðast að eyða?
Berklabakteríur og dvalargró
Lágvirkar sótthreinsunaraðferðir virka á
Flestar bakteríufrumur, Sveppafrumur, Sumar veirur (hjúpaðar) og Sum frumdýr
Millivirkar sótthreinsunaraðferðir virka á
Sama og lágvirkar + Berklabakteríur, Sveppagró, Veirur og Frumdýr með þolhjúp
Hávirkar (dauðhreinsandi) sótthreinsunaraðferðir virka á
Sama og hinar + bakteríugró
Lágvirkar sótthreinsunaraðferðir
- fenól - yfirborðsvirk efni - málmar
Millivirkar sótthreinsunaraðferðir
- suða - alkóhól - halogenar
Dauðhreinsunaraðferðir
- autoklavering - jónandi geislun - joð - oxandi efni - aldehýð - formalíngufa
Hver eru virku efnin í Virkon og Chlor-clean?
Virkon: oxandi og yfirborðsvirk efni. Chlor clean: klór og yfirborðsvirk efni.
Hvað er autoklafi?
Gufusæfir, þetta er mest notaða aðferðin til að dauðhreinsa hluti og lausnir sem þola mikinn hita. Yfirþrýsingur notaður til að ná gufu upp fyrir 100°C Gufan þarf að komast að öllu sem dauðhreinsa á.
Hvað er veira?
Örsmá ögn gerð úr kjarnsýrum og próteinum, er ekki fruma heldur þarf að sýkja hýsilfrumu til þess að lifa af.
Mismunandi gerðir veiruagna
Geta verið naktar eða hjúpaðar.
Hlutverk veiruhjúps
Hjúpaðar veiruagnir hafa prótein í hjúpnum sem gerir þær sérhæfðari, stjórnar hvaða lífveru og hvaða vefi veiran sækir í.
Á hvaða formi er erfðaefni baktería?
DNA - Litningar og plasmíð
Hvað eru plasmíð?
Hringlaga DNA sameindir. Eru litlar í samanburði við litninginn.
Hvernig tengjast plasmíð útbreiðslu ónæmis fyrir sýklalyfjum?
R plasmíð bera gen sem skrá fyrir þoli gegn sýklalyfjum
Lóðréttur flutningur erfðaefnis á milli baktería
erfðaefnið fer frá móðurfrumur til dótturfrumur við skiptingu.
Láréttur flutningur erfðaefnis á milli baktería
erfðaefni fer frá einni frumu til annarra af sömu tegund.
Þrjár leiðir lárétts flutnings erfðaefnis á milli baktería
ummyndun, veiruleiðsla og tengiæxlun
Hvað er ummyndun?
Bein upptaka DNA. lifandi bakteriur taka DNA búta úr umhverfinu sem endurraðast við eigið DNA.
Hvað er veiruleiðsla?
Veira sýkir bakteríufrumu A. fyrir mistök fer DNA úr bakteríu A inn í nýja veiru. Hún sýkir aðra bakteríufrumu , B, sem fær þannig í sig DNA úr bakteríufrumu A.
Hvað er tengiæxlun?
DNA fer í gegnum festiþræði - sex pili - frá gjafa yfir til þega.
Tengiæxlun: genin þar sem upplýsingar fyrir festiþráðinn eru skráðar eru staðsett á
F plasmíð
Hvað er sýklalyf, antibiotic, synthetic drug, semisynthetic drug?
Náttúrulegt efni sem lífvera myndar og skaðar aðra lífveru. Antibiotic er notað um slík náttúruleg efni sem skaða bakteríur. Líka notað yfir kemísk lyf ( synthetic eða semi-synthethic)
Hvað er sérhæfð eiturverkan?
Lyf sem þarf að hafa eiturverkan á sýkil en helst en helst engin á hýsilinn.
Hvað er therapeutic index?
Skammtur sem nægir til lækningar án þess að valda of miklum aukaverkunum
Hvað er átt við með virknisviði sýklalyfs?
Sum hafa breytt virknisvið - verka á margar tegundir ólíkra baktería. Önnur hafa takmarkað eða þröngt virknisvið - verka á fáar tegundur ólíkra baktería.
Á hvaða frumuhluta eða starfsemi baktería virka sýklalyf?
- Frumuvegg
- próteinmyndun
- frumuhimnu
- efnaskipti
- myndun kjarsýra
- festingarhæfileika
Hvernig virka tetracyclin?
Tengjast 30S ríbósóm hlutanum og hindrabindingu við ríbósóm, breiðvirk.
Hvernig virka cloxacillin?
Penicillin lyf, hefur áhrif á veggmyndun, virkar á stafýlókokka.
Hvernig virka quinolon?
Hindra DNA gyrasa baktería, breiðvirk.
Hvernig virka vancomycin?
Hindrar tengingu milli amínósýra í peptíðbrúm í peptidoglycani.
Hvað er MÓSA?
Methicillin ónæmur Staphylococcus Aureus
Hvernig breiðist sýklalyfjaónæmi meðal baktería?
-Sumar bakteríur eru náttúrulega ónæmar.
-Stökkbreytingar á eigin erfðaefni.
-Ónæmisgen kemur utan frá - t.d á R plasmíði.
-Valþrýstingur
Valþrýstingur
- lyfjaþol viðhelst ef umhverfið er hliðhollt ónæmum stofnum
-t.d. einstaklingur sem er á sýklalyfjum í langan tíma
-þolnir stofnar fjölga sér og hinir verða undir
Gefið dæmi um fjölónæmar bakteríur
Pseudomonas - náttúrulega ónæm fyrir mörgum lyfjum
S. aureus - MRSA, VRSA
Enterokokkar - VRE
Enterobacteriaceae - ESBL
Pneumokokkar
M. tuberculosis
drug of last resort gegn MRSA og enterokokkum
vancomycin
Sýkill (pathogen)
Örvera eða stærri lífvera sem veldur sjúkdómi.
Sýklun = bólfesta (colonization):
Örvera sest að á eða í lífveru. Hún þarf ekki að ráðast inn í vef eða valda nokkrum skaða.
Sýking (infection):
Innrás sýkils í hýsil.
Sjúkdómur (disease):
þegar líkaminn starfar ekki eðlilega
Smitsjúkdómur (infectious disease):
Sjúkdómur sem orsakast af sýkli eða afurð sýkils.
Tækifærissýkill (opportunistic pathogen):
Sýkill sem veldur sýkingu í einstaklingi meðskertar varnir eða þegar hann nær bólfestu á óvenjulegum stað í líkamanum.
Hvað er heimaflóra?
Normalflóra sem er eðlileg á húð, slímhúð meltingarvegar, efri hlutaöndunarvegar, ytri kynfæra, við þvagrásarop og í leggöngum
Hvað er flökkuflóra?
Normalflóra sem dvelur á sömu stöðum og heimaflóran, en ítakmarkaðan tíma
Hvar er mest normalflóra?
Í ristli
Er normalflóra í efri hluta meltingarvegar?
Já en mjög lítil
Er normalflóra í neðri hluta meltingarvegar?
Já
Hverjir eru helstu kostir normalflóru?
Tekur upp staði sem sýklar gætu annars tekið sér bólfestu á. Sýrir umhverfi, t.d. í leggöngum og á húð, þannig að margir sýklar geta ekki lifað þar. Aðstoðar við meltingu, framleiðslu vítamína og er mikilvæg fyrir ónæmiskerfið.
Hvar eru sýklar þegar þeir eru ekki að sýkja fólk?
í heimkynnum sínum t.d. í dýrum eða í jarðvegi
Nefnið staði þar sem sýklar fjölga sér og dæmi um sýkla
í mönnum (streptókokkar, lekandi, bólusótt)
í dýrum (hundaæði, fuglaflensa, sv. dauði, salmonella)
í umhverfi (kólera, stífkrampi)
Hverjir eru helstu innkomustaðir sýkla í líkamans?
Öndunarvegur, slímhúð, sár, kynfæri
Hvað er endogen sýking?
Sýking sem er orsökuð af normalflóru
Hvað er exogen sýking?
Sýking sem orsakast af utanaðkomandi sýkli
Hvað er tækifærissýkill?
sýkill sem veldur sýkingu í einstaklingi meðskertar varnir eða þegar hann nær bólfestu á óvenjulegum stað í líkamanum
Hvað ákvarðar hvaða lífveru örvera getur sýkt (hýsilsérhæfni)?
Festitæki
Hvað er meinvirkni?
sá eiginleiki örveru að geta valdiðsýkingu
Hvað eru meinvirkniþættir?
Afurðir örvera, hlutar þeirra eða eiginleikar sem orsaka og ráða meinvirkni.
Dæmi um meinvirkniþætti
- festihæfni
- myndun ensíma
- myndun eiturs
- geta til að forðast varnir hýsils
Hvað veldur einkennum sýkingar í sjúklingi?
- Vöxtur örverunnar
- Innrás (frumu- og vefjaskemmdir)
- Eiturframleiðsla
- Ensím
- Ónæmisviðbrögð
Exotoxín (úteitur)
Framleitt af bakteríunni og seytt út. Sérvirkt eftir örverutegundum, sérvirkt á vissa vefi, prótein.
Endotoxín
Hluti af vegg Gram (-) baktería.
Nefnið dæmi um hvernig sýkill kemst hjá vörnum líkamans
- Með efnum sem koma í veg fyrir að líkaminn ráðist á sýkilinn t.d hyaluronic sýru
- Með því að hafa mikla slímáferð sem hindrar festingu átfrumu á sýkil
- Með því að hindra virkni átfrumna, mismunandi leiðir til
Hver er algengur gangur smitsjúkdóms?
- meðgöngutími, þegar einstaklingur finnur ekki fyrir neinum einkennum.
- Forstig: Óljós einkenni
- Veikindi: Einkenni allsráðandi
- Bati: einkenni hverfa
Lengd hvers stigs er breytileg eftir sjúkdómum
Hvenær er sjúklingur smitandi?
Mismunandi er á hvaða stigi sjúklingur er smitandi eða mest smitandi
Hvað er bráður smitsjúkdómur? Nefnið dæmi.
Þegar einkenni standa yfir í skamman tíma. t.d Kvef.
Hvað er langvarandi smitsjúkdómur? Nefnið dæmi.
Sjúkdómur sem stendur yfir í langann tíma og getur haft langvarandi áhrif. t.d. Berklar, einkirningssótt, holdsveiki
Hvað er dulinn smitsjúkdómur? Nefnið dæmi.
Þegar sjúkdómurinn getur legið í dvala yfir langann tíma, en lætur svo á sér kræla þegar líkaminn er undir miklu álgi. T.d. Herpes
Hvað leiðir fara smitefni (sýklar) út úr sjúklingi?
Með líkamsvessum
Nefnið helstu smitleiðir sýkla og dæmi um þær
- Snertismit
- Loftsmit
- Matur og drykkur
- Skordýr (oft stunga eða bit)
- Inndæling (t.d. sprauta, þvagleggur, o.fl.)
Beint snertismit
Snerting við sýkil
Óbeint snertismit
Snerting við smitaðan hlut
Hvað er Faraldur?
þegar tíðni sjúkdóms verður skyndilega hærri en búist er við
Hvað er hópsýking?
Er faraldur þar sem fjöldi sýktra eykst og fellur hratt. Upptökin eru oftast þau sömu
Hvað er heimsfaraldur?
Þegar sjúkdómur berst um heiminn, fer milli heimsálfa, getur tekið mörg ár
Hvað er hjarðónæmi?
Þol þýðis gegn sýkingu og dreifingu smitandi örveru vegna ónæmis stórs hluta þýðisins.
Hvenær breytist hjarðónæmi
- ef sýkillinn breytist - þegar nýjir næmir einstaklingar bætast í þýðið
Hvað er nýgengi sjúkdóms?
Fjöldi nýrra tilfella á tilgreindu tímabili per skilgreindan fjölda
Hvað er algengi sjúkdóms?
Fjöldi tilfella sem eru í tilgreindu þýði (á tilgreindu tímabili eða tímapunkti) samanlagt
Hvað er tilkynningarskyldur sjúkdómur?
Með tilkynningarskyldu er átt við skyldu til að senda sóttvarnalækni persónugreindar upplýsingar um sjúkdómstilvik
Hvernig eru uppsprettur upprættar?
• eyðing uppspretta úr dýraríkinu
• einangrun smitbera, sóttkví
• sorphreinsun, skólplagnir osfrv.
Hvernig má skera á smitleiðir?
handhreinsun, notkun smokka, notkun hlífðarbúnaðar, fjarlægðartakmörkun, sótthreinsun á neysluvatni, gerilsneyðing mjólkur, eftirlit með matvælum, notkun skordýraeiturs eða flugnaneta
Hvernig má fækka smitnæmum einstaklingum?
Með bólusetningu og mótefnagjöf
Bólusetning
Tilbúið virkt ónæmi. Ver menn og skepnur fyrir smitsjúkdómum með því að bóluefni er sett í líkamann
Mótefnagjöf
Tilbúið aðfengið onæmi. Sprautað með mótefnum sem eru framleidd í öðrum hýsli
Nefnið samfélagslega áhættuþætti vegna smitsjúkdóma
- Stríð,
- þéttbýli
- flóttamenn
- mikill flutningur á vörum og fólki
- röng sýklalyfjanotkun
- aukning á fólki með skertar varnir gegn sjúkdómum
Hverjar eru helstu aðferðir til eftirlits og stjórnunar á útbreiðslu sjúkdóma?
- Eftirlit, skráning og flokkun smitsjúkdóma
- Minnka eða fjarlægja uppsprettur eða heimkynni sýkla
- Skera á leiðir milli gróðarstía og næmra einstaklinga
- Draga úr fjölda næmra einstaklinga
Skilgreinið spítalasýkingu
Sýking sem er rkki til staðar við innlögn, en uppgötvast á sjúkrahúsi eða eftir sjúkrahúsadvöl
Hvers vegna eru til sérstakar spítalasýkingar?
Mikið af sjúklingum með alvarlegar sýkingar
•þrengsli
•tækjabúnaður
•sýklalyfjaónæmi
•mikið af sjúklingum sem eru ónæmsbældir eða viðkvæmir fyrir af völdum annarra sjúkdóma á annan hátt→ tækifærissýkingar, m.a. frá normalflóru
Hverjar eru helstu gerðir spítalasýkinga?
þvagfærasýkingar, skurðsárasýkingar, lungnabólga og aðrar sýkingar í loftvegum og síðan blóðsýkingar
Hvað er viðbótarsýking?
Sýkingar sem koma í kjölfar sýkingar á öðrum stað í líkamanum
Nefnið nokkrar af þeim aðgerðum sem eru viðhafðar til varnar spítalasýkingum
1.Stjórnun og eftirlit. Skráningar.
2.Koma í veg fyrir mögulegar uppsprettur og skera á mögulegar smitleiðir
3.Rétt vinnubrögð
4.Fræðsla
Hvers ber helst að gæta við sýnatökur?
sé tekið aseptiskt á réttum stað og nóg af því
•sé tekið á réttan hátt
•mengist ekki, eða sem minnst, af normalflóru
•sé geymt á réttan hátt í flutningi
•sé tekið til ræktunar eins fljótt og auðið er
MÓSA bakteríur þola methicillin og cloxacillin af því að…
þau hafa breytt penicillin bindiprótein