Öryggi sjúklinga Flashcards
öryggi sjúklinga - skilgreining
Sjúklingar hljóti ekki skaða af þeirri þjónustu sem ætlað er að bæta heilsu þeirra og lífsgæði
Óvænt atvik - skilgreining
óhappatilvik, mistök, vanræksla eða önnur atvik sem valdið hafa sjúklingi tjóni eða hefðu getað valdið sjúklingi tjóni
Óvænt alvarlegt atvik - skilgreining
Atvik sem getur eða hefði getað valdið sjúklingi alvarlegu tjóni, svo sem dauða eða varanlegum örkumlum.
Óvænt dauðsvall - skilgreining
sem ætla má að rekja megi til mistaka, vanrækslu eða óhappatilviks við meðferð eða forvarnir vegna sjúkdóms ber að tilkynna til landlæknis og lögreglu
Hvað þarf að vera til staðar til að geta veitt öryggi?
- Skýr stefna og reglur
- Leiðtogar og fært starfsfólk
- Gögn til að sýna framá stöðuna og hvernig er hægt að gera betur
- Sjúklingamiðuð nálgun og sjúklingur sé með í ráðum um sína meðferð
- Umhverfið á draga úr líkum á mistökum - gæta starfsfólks og sjúklinga
Dæmi um atvik
- Lyfjamistök
- Spítalasýkingar
- Fylgikvillar skurðaðgerðar
- Atvik / óhöpp tengt sprautugjöfum og nálum
- Þrýstingssár
- Bylta
- Mistök við greiningu
- Óörugg lyfjagjöf / blóðgjöf í æð
- Mistök við geislameðferð
- Sýklasótt
- Blóðtappar
- Lungnabólga tengd legu/meðferð
Hver eru orsök óvæntra atvika?
- Samskipti meðal heilbrigðisstétta
- Ófullnægjandi upplýsingar
- Mannleg vandamál (ónóg þekking eða vangeta að fylgja leiðbeiningum)
- Vandamál tengd sjúklingum (ófullnægjandi fræðsla)
- Ófullnægjandi aðlögun nýrra starfsmanna
- Ófullnægjandi mönnunarmynstur
- Ekki nógu góður tækjabúnaður
- Skortur á reglum og leiðbeiningum
AMED kerfið
A: Bráðastig
M: Meðferðar- og útskriftarstig
E: Endurhæfingarstig
D: Dvalarstig
Hvað er NEWS
- Er tól sem hægt er að nota við að auka öryggi sjúklinga
- Metur 7 þætti og gefur skorun á skala
- Gefur til kynna aukna hættu sjúklinga að verða alvarlega veikir og lenda á GG, fá hjartastopp eða jafnvel dauða innan 24klst
Hiti - púls - BÞ - ÖT - Mettun - Súrefnisgjöf - Meðvitund
NEWS - grænt 0-3 stig
0-1 stig: óbreytt eftirlit. Lífsmörk að lágmarki á 12klst fresti
2-3 stig: Aukið tínið mælinga a.m.k 4-8klst fresti
Metum sjúklinga m.t.t undirliggjandi þátta
NEWS - gult 4-6 stig
- Aukin tíðni mælinga að lágmarki á 30mín - 2klst fresti
- Meta ástand m.t.t undirliggjandi þátta á kerfisbundinn hátt skv ABCDE
- A: öndunarveg
- B: Öndun - tíðni, inndrættir, auka öndunarvöðvar
- C: Blóðrás - metur BÞ út frá fyrri gildum sjúklings, metur útlæga blóðrás, húðhita, húðlit og háræðafyllingu
- Meta: þvagútskilnað, vökvajafnvægi, verki, mögulega sýkingu, tekur tillits til hugboðs og áhyggja aðstandenda
NEWS - rautt >7 stig
Meta ástand m.t.t undirliggjandi þátt á kerfisbundinn hátt skv. ABCDE
- A: Öndunarveg
- B: Öndun
- C: Blóðrás
- Meta: þvagútskilnað, vökvajafnvægi, verki, möguleika á sýkingu, tekur tillits til hugboðs og áhyggja aðstandenda
- Hefja meðferð, láta vaktsjtjóra og deildarlækni vita, kallar út GÁT
Markmið með notkun SBAR?
- Bæta öryggi sjúklinga og starfsmanna
- Draga úr óæskilegum atvikum
- Tryggja að tímabærar og nákvæmar upplýsingar um ástand sjúklings komist til skila
- Gera samskipti milli fagmanna markvissari og ánægjulegri
Hvenær notum við SBAR?
- Við breytingu/bráða versnun á ástandi sjúklings
- Við yfirfærlsu klínískrar ábyrgðar t.d þegar sjúklingur flyst á milli fagaðila, vakta eða deilda
- STREYMA og stöðumat
- þegar gefa þarf upplýsingar um sjúkling
- Daglega skráningu upplýsinga
- þörf er á ráðgjöf
Skammstöfun SBAR
S: Staðan - Hvert er vandamálið
B: Bakgrunnur - Hver er aðdragandinn, hver er sagan
A: Athuganir - Hverjar eru helstu niðurstöður og hver er þín túlkun á þeim
R: Ráðleggingar - hvað telur þú að þurfi að gera, hvert er framhaldið