Lyfjagjafir Flashcards
R-in 6
siggi sæti fær sér tíu laufabrauð
Réttur sjúklingur
Réttur skammtur
Rétt form
Rétt skráð
Réttur tími
Rétt lyf
Hverjir eru áhættuþættir fyrir mistök við lyfjavinnu? Nefnið nokkur dæmi
- Léleg aðstaða eða húsnæði
- Álag
- Áreiti
- Óvair starfsmenn
- Ófullnægjandi þjálfunarkerfi
- Ófullnægjandi vinnuferli
- Lyfjafyrirmæli óskýr
- Sjúklingur á mörgum lyfjum
- Aldur
- Svipuð lyfjaheiti
- Svipaðar umbúðir
- útreikningar varðandi lyfjaskammt
- Blöndun lyfja
- Lyfjaformið stungulyf
Hvernig á að vinna við lyfjavinnu?
- Forðast truflun
- Rétt vinnubrögð við lyfjatiltekt, lesa 3x
- Gefa bara lyf sem þú tekur til og horfa á eftir lyfjum ofan í sjúkling
- Skrá í rauntíma þau lyf sem þú hefur gefið
- Meta hvort sjúklingur þurfi p.n lyf
- Eftirlit og hver er svörun sjúklings
Hvaða lyf og meðferð eru með sérstaka áhættu?
- Sterk verkjalyf (t.d morfín)
- Kalíum klóríð
- Krabbameinslyf
- Heparín og önnur blóðþynnandi lyf
- Insúlín
- Æðalyf
- Epidural gjöf
Útskýrðu Swiss Cheese módelið
- Hver sneið táknar vernd, götin tákna eðlislæga veikleika
- Venjulega myndi önnur eða þriðja sneiðin koma í veg fyrir að villa komist að fullu í gegn, sem leiðir til næstum missi. Ef götin raðast sman getur lyfjaatvikið komið upp.
- Þá fara upplýsingar í gegnum lyfjafræðinga svo lækna og svo hjúkrunafræðinga áður en eh fattar að þetta var vitlaus skammtur.
Hvað þarf að hafa í huga við stungulyf?
- Rétt fyrirmæli, lesa fyrirmæli, þekkja lyfið
- Sýkingarvarnir
- Vera með rétt lyf, rétta blöndun / skammt
- Viðeigandi stærð sprautu og nál
- Merkja allt vel og setja á bakka áður en farið er inn til sjúklings
- Auðkenni sjúklings
- Fræða sjúkling um lyfjagjöf
- Mat á stungustað / staða sjúklings
- Handhreinsun
- Hettan tekin af nálinni
- Stungið ákveðið inn og lyfið gefið hægt
- Nál dregin út hratt og örugglega
- Ath stungustað og ganga frá nál (nálabox)
- Handhreinsun, skráning
- Mat á virkni lyfs
Lyf í sprautuformi - gjafaleiðir
Hvað þýðir: I.v - I.m - S.c og I.d ?
og hvernig á nálin að vera í gráðum við gjöf?
I.v - gefið í æð (30°)
I.m - gefið í vöðva (90°)
S.c - gefið undir húð (45°)
I.d - gefið í húð (15°)
Afhverju er lyf gefið í vöðva?
- Hraðara frásog en undir húð (hægara en í æð)
- Vöðvi getur tekið við meira magni en undir húð og í húð
- Ertandi lyf henta frekar í vöðva
Hvaða lyf eru algeng til að gefa í vöðva?
- Bólusetningar
- Sýklalyf
- Barksterar
- Hormónalyf
Hverjir eru stungustaðir í vöðva?
og Hvað má gefa MAX mikið í vöðvann?
- Deltoid (utanverður upphandleggur) - 1ml
- Ventrogluteal (vöðvinn á hliðlægri mjöðm) - 3ml
- Dorsogluteal (rass) - 4ml
- Vastus lateralis (lærvöðvi á hlið) og Rectus femoris(lærvöðvi framaná) - 5ml
Deltoid vöðvinn (upphandleggur)
- Frekar lítill vöðvi
- Passa radial taugina og radial slagæðina
- Notum þennan vöðva hjá fullorðnum einstaklingum –> hratt frásog
- Gott að nota þenna vöðva fyrir bólusetningar, auðvelt aðgengi
Ventrogluteal vöðvinn
- þessi vöðvi er í gluteus medius vöðvanum sem liggur yfir gluteus minimus
- Besti staðurinn til að gefa lyf í vöðva
Kostir og Gallar Ventrogluteal Vöðvanum (mjöðm)
Kostir: Engar stórar taugar eða æðar. Er þykkur vöðvi og minna um fituvef. Stungustaður er einnig afmarkaður af beinu
Ókostir: hjúkrunafræðingar óöryggir að finna rétta staðsetningu
Vastus lateralis og Rectus femoris (lærvöðvar)
VL: utanvert á lærinu. Hentar vel hjá ungabörnum undir 1 árs. Hér eru engar stórar æðar eða taugar
RF: þetta er vöðvinn framan á lærinu. Fyrir miðju. Mjög hentugur þegar fólk sprautar sig sjálft.
Dorsogluteal (rass)
- Efst á gluteus maximus vöðvanum
- Stór vöðvi til að sprauta í
- Ekki lengur talinn heppilegasti vöðvinn til að sprauta í
- Hægt að nota þennan vöðva þegar aðrir staðir eru ekki í boði
Ókostir: stórar æðar og taugar nálægt stungustað, hægt frásog, oft þykkt fitulag ofan á vöðvanum