Meðvitund, skynjun og hugarstarf Flashcards
Hvað er meðvitund?
Að nema eigin tilvist og athafnir sem og umhverfi sitt og bregðast við áreitum úr því
Hverju stjórnast vökustig af?
Vökustig stjórnast aðallega af starfsemi dreifboðakerfi heilans
Hvað gæti skert meðvitund?
Áverkar
- slys (mar, blæðing)
- sjálfsprottin blæðing í heila
Lyf
- Áfengi, geðlyf
Sjúkdómar
- Æxli, blóðsykursbreytingar, salttruflanir, sýkingar, súrefnisskortur
Hvað er skynáreiti
Sársauki, hiti, kuldi, hljóð lykt…
- Veldur taugaboðum til dreifar (RAS) sem svo sendir boðin á viðeigandi stað í heilaberki
Hvað er svörun (awareness)
Geta til að túlka innri og ytri áreiti og bregðast við þeim á viðeigandi hátt í hugsun og verki
Hvernig geta truflanir á skynjun lýst sér?
- Of mikið / of lítið skynáreiti
- sjónskerðing
- heyrnaskerðing
- skert skynjun t.d í útlimum vegna sykursýki, æðasjúkdóma, áverka
- aðrar skyntruflanir
- ofskynjanir
Hvað er vitræn geta
- Rökhugsun
- Málnotkun
- Minni-skammtíma/langtíma
- Athygli
Hvað eru truflanir á vitrænni getu?
- Skyndilegar vegna bráðra veikinda - ganga yfirleitt til baka
- Langvarandi og óafturkræfar vegna t.d heilabilunarsjúkóma eða skaða
Skilgreining á óráði
- Röskun á getu til að veita og viðhalda athygli, sem og minnkuð árverkni
- Breytingarnar eru skyndilegar og einkennin sveiflukennd
- Röskun veðrur á vitrænni getu, s.s minnistruflanir, truflanir á tali, óáttun eða skyntruflanir
- Ástandið skýrist ekki af öðrum neurocognitivum vandamálum né heldur af alvarlegri meðvitundarskerðingu.
- Alltaf líkamlegar orsakir undirliggjandi
Algengi óráðs
- 10-50% skurðsjúklinga (40-50% bæklunarskurð og 35% æðaskurð)
- 20-30% sjúklinga á lyflæknisdeildum
- Allt að 80% gjörgæslusjúklinga
Hverjar eru afleiðingar óráðs
- Hærri dánartíðni
- Byltur eru 50% vegna óráðs
- Þrýstingssár
- Sýkingar
- Lengri legutími og lengri gjörgæsludvöl
- Aukin hætta á heilabilun
- Minni sjálfbjargargeta og aukin hjúkrunarþörf
- Kostnaðarsamt
- Vanlíðan sjúklinga og aðstandenda
Hverjar eru orsakir óráðs
ýmsar kenningar
- Bólgu- og streituviðbrögð: Aukið gegndæpi BBB-áhrif bólgumiðla á MTK
- Truflun á taugaboðefnum í heila: asetýlkólin, serótónín, dópamín
- Lyf: andkólínvirk, sterar, sýklalyf, parkinssonslyf, antihistamín, diazepin, flogaveikilyf, ópíöt
Hverjir eru undirflokkar óráðs?
- Hástemmt / ofvirknieinkenni - sjaldgæfast
- Lágstemmt / ÞÖGULT ÓRÁÐ
- Blandað - algengast
Óráðseinkenni
Skyndilegar breytingar á:
- Vitrænni starfsemi
- Skynjun
- líkamlegri starfsemi
- félagslegri hegðun
Hver eru einkenni lágstemmt óráðs?
- Minnkuð hreyfivirkni
- Talar lægra, þögull
- Sofandarlegur
- Sinnulaus
- Minnkuð árverkni (V á AVPU skalanum)