Að umgangast sjúkragögn Flashcards
Skilgreindu orðið Meðferð
Rannsókn, aðgerð eða önnur heilbrigðisþjónusta sem læknir eða annar heilbrigðisstarfsmaður veitir til að greina, lækna, endurhæfa, hjúkra eða annast sjúkling.
Hvað er sjúkraskrá?
Sjúkraskrá er skilgreind sem ,,safn sjúkraskrárupplýsinga um sjúkling sem unnar eru í tengslum við meðferð eða fengnar annars staðar frá vegna meðferðar hans á heilbrigðisstofnun eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns’’
Hvað er rafræn sjúkraskrá?
safn sjúkraskrár upplýsinga, þ.m.t lýsing eða túlkun á rituðu máli, myndir, línurit og hljóðupptökur, um sjúkling, sem unnar eru í tengslum við meðferð hans á heilbrigðisstofnun eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns og skráðar í rafræn sjúkraskrárkerfi.
Réttur sjúklinga við færslu sjúkraskráa
- Hafa rétt til að fá afhenta sína sjúkraskrá í heild eða hluta
- Upplýsingar frá 3ja aðila má ekki sýna sjúklingi nema með leyfi þess aðila
- Eiga alltaf rétt á því að fá upplýsingar um hver hafi opnað/skoðað sjúkraskrána sína
- Sé tali að það þjóni ekki hagsmunum sjúklings að veita honum aðgang í heild eða hluta má synja beiðni en það skal bera undir landlækni
Hver ber ábyrgð á sjúkraskrá?
- Heilbrigðisstofnun þar sem sjúkraskrá er færð
- Umsjónaraðila sjúkraskráar
Eftirlit með sjúkraskrá
- Eftirlitsnefnd hefur eftirlit með notkun og aðgengiað upplýsingum í rafrænum sjúkraskrám
- Reglulegar athuganir og úttektir af handahófi (sjúkraskrá valdar af handahófi og uppfléttingar starfsmanna valdar af handahófi)
- Skoða aðgengi samkvæmt ábendinum og velja einstaklinga af handahófi
Hvað eru Viðurlög?
,,Brot gegn ákvæðum laga þessara og reglna sem settar eru á grundvelli þeirra varða sektum eða fangelsi allt að þremur árum’’
Sjúkragögn eða trúnaðarupplýsingar
- Má aldrei skilja eftir óvarin í augnsýn óviðkomandi
- Skulu eingöngu prentuð í öruggu umhverfi, helst við eigin starfsstöð ef nauðsyn er
- Má ekki afrita nema tilgreina í sjúkraskrá hverjum gögnin eru afhent, hvenær og í hvaða tilgangi
- Má ekki senda með tölvupósti, nema ópersónugreinanlegar (dulkóðaðar) og sending staðfest með rafrænni undirskrift.
Réttindi sjúklinga
Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.
Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á.
Undanþágur frá meginreglu um að veita upplýsingar
- Ef sjúklingur hefur farið fram á að það sé látið ógert að upplýsa hann
- Ef sjúklingur hefur tilnefnt annan einstakling til að taka við upplýsingum í sinn stað
- Ef sjúklingur getur ekki tileinkað sér upplýsingar skal veita þær nánum vandamanni eða lögráðamanni
- Ávallt skrá í sjúkraskrá vilja sjúklings og hverjum upplýsingar voru veittar.
Hvað er Heilbrigðisskrá?
Upplýsingar um heilsufar, sjúkdóma, slys, lyfjaávísanir, fæðingar og starfsemi og árangur heilbrigðisþjónustunnar.
Hekla og heilbrigðisnet
- Er lokað og öruggt rafrænt samskiptanet (heilbrigðisnet)
- Farvegur rafrænna sendinga á sjúkraskráarupplýsingum innan heilbrigðiskerfisins
- Aðilar innan heilbrigðiskerfisins geta haft samskipti og miðlað upplýsingum á milli á öruggan hátt.
Dæmi: beiðnir, lyfseðlar, lækna- og hjúkrunabréf, tilkynning um fæðingu, vottorð, lyfjaskírteini, gögn til TR og Sí
Hvað er Saga
íslenskt sjúkraskrárkerfi Meðal notenda eru öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar landsins ásamt fjölmörgum sjálfsætt starfandi sérfræðingum
Hvað er Diana
Íslenskt kerfi. Meðal notenda eru Reykjalundur og Heilsustofnun NLFÍ
Hvað er ProfDoc
Norrænt sjúkraskrárkerfi. Meðal notendar eru sjálfstætt starfandi sérfræðingar