Kviður Flashcards
Hvaða líffæri eru staðsett í hægri efri fjórðung? (8)
- Lifur og gallblaðra
- Skeifugörn.
- Höfuð briss
- Hægri nýrnahetta
- Efri hluti hægra nýra
- Hluti ris- og þverristills.
Hvaða líffæri eru staðsett í hægri neðri fjóðung? (7)
- Neðri hluti hægra nýra.
- Botlangi.
- Hluti risristills.
- Hægri þvagleiðari
- Hægri sáðrás (KK)
- Hægri eggjastokkur (kvk)
- Hluti legs (kvk)
Hvaða líffæri eru staðsett í vinstri efri fjóðung? (8)
- Vinstri hluti lifrar.
- Magi
- Milta
- Efri hluti vinstra nýra
- Bris.
- Vinstri nýrnahetta.
- Hluti þver- og fallristills.
Hvaða líffæri eru staðsett í vinstri neðri fjórðung?
- Neðri hluti vinsta nýra.
- Sigmoid ristill.
- Hluti fallristills.
- Vinstri þvagleiðari.
- Vinstri sáðrás. (KK)
- Vinstri eggjastokkur (kvk)
- Hluti legs (kvk)
Hvaða hluta hlustunarpípunnar er notaður til að hlusta eftir garnahljóðum?
Þindin.
Hvað geta aukin, hátíðni og minkuð garnahljóð þýtt?
Aukin = Svengd, garnastífla, sýking.
Hátíðni = Vökvi í líffærum, eða loft undir þýstingi við garnastíflu.
Minkuð = Lífhimnubólga, garnalömun.
*Hlusta í a.m.k 5 mín áður en hægr er að segja að hljóðin séu ekki til staðar.
Þegar hlustað er yfir æðum á kvið er notaður hvaða hluti hlustunarpípunnar og hvaða hljóð vill maður ekki heyra þegar hlustað er yfir þeim svæðum?
Bjallan á hlustunarpípunni er notuð.
Við viljum ekki heyra bruit hljóð (rennslistruflun).
Hvað á lifrin að spanna stórt svæði?
6-12 cm.
Hvaða áhöld þarf maður fyrir skoðun á kvið? (4)
-Hlustunarpípa, ljós, merkipenni og málband.
Sleppieymsli er?
Þrýst á kvið sjúklings, ef sjúklingur finnur fyrir meir sársauka þegar þrýstingi er sleppt þá er um sleppieymsli að ræða.
Costovertebral eymsli er? (CVA)
Oft tengt nýrnasjúkdómum.
Eymsli þegar bankað er yfir svæði sem rifbein mæta hryggjaliðum,
Hvað gæti verið að ef dulness hljóð kemur þar sem áður var bankað fyrir thympanísum hljóðum?
Þá gæti sjúklingur haft of mikinn lífhimnuvökva.
*Kallað færsludeifa (shifting dulness)