Kafli 8 - Skynjun Flashcards
Skynjun
Lífverur skynja áreiti og svara því. Er meðvituð eða ómeðvituð
Ferli skynjunnar
Skynnemi tekur á móti áreiti og því er breytt í taugaboð. Þau eru send í heilann og heilinn túlkar upplýsingarnar.
Aðhæfing
Maður hættir að skynja langvarandi stöðugt áreiti
Skynþröskuldur
lágmarksáreiti sem þarf til að framkalla svörun hjá nema. Þegar sama áreitið varir í langan tíma hækkar skynþröskuldurinn og skynjun minnkar.
Almenn skynjun
Líkamsskyn og líffæraskyn
Sérhæfð skynjun
Lyktarskyn, bragðskyn, sjón, heyrn og jafnvægi
Helstu gerðir skynnema
Kraftnemar, varmanemar, sársaukanemar, ljósnemar og efnanemar
Sjónskynfrumur
Keilur og stafir. Eru í sjónu.
Keilur
Skynja liti. Eru í miðgróf.
Stafir
Skynja ljós. Eru til hlininna í auganu
Brárvöðvi
Sléttur vöðvi sem breytir lögun augasteinsins eftir fjarlægtð þess sem á er horft
Sjónskynjun
Skynjun ljóss hefst í keilum og stöfum. Taugungra í sjóntaug taka við boðum frá keilum og stöfum. Úrvinnsla boðanna lýkur svo með sjónskynjun í heila.
Sjáaldur og ljósop
Vítt í lítilli birtu og þröngt í mikilli birtu.
Nálægð: þröngt. Fjarlægð : Vítt
Nærsýni
Of kúptur augasteinn og auga of langt
Fjarsýni
Of flatur augasteinn og augað of stutt
Sjónpurpuri
Efni sem breytist við að verða fyrir ljósi. Breytingin leiðir til taugaboða. Ef það er skortur á A - vítamíni leiðir það til óvirks sjónpurpura og afleiðingin er náttblinda
Gláka
Augnvökvi myndast stöðugt. Ef rásir stíflast eykst þrýstingur sem truflað getur sjón og valdið blindu ef ekki er meðhöndlað
Litblinda
Ef einhverjar keilur eru óvirkar
Eyrað skiptist í
Ytra, mið og innra eyra
Hlutverk eyra
Heyrn og jafnvægi
Ytra eyra
Eyrnarblaðka og hlust
Hljóðhimnan
Skilur á milli ytra og innra eyra.
Miðeyra
Þar er loft. Endar á gagnaugabeini. Hamar, steðji, ístað. Kokhlustin
Innra eyra
Þar er vökvi. Fordyri - egglaga gluggi og hringlagagluggi. Bogapípur og kuðungur
Heyrn
Hljóð skellur á hljóðhimnuna og hún titrar og hamar, steðji og ístað titra og við titring ístaðs, titrast egglaga glugginn og þá kemst hreyfing á vökvann í kuðungnum. Boð frá heyrnartaug berast til mænukylfu og svo í heilabörk
Hátíni/látíðni hljóð
Hæð tóna ræðst af sveiflutíðni. Háir tónar - há tíðni titrings. Láir tónar - lág tíðni titrings
Jafnvægisskyn
Jafnvægiskerfið gefur okkur upplýsingar um stöðu líkamans. Hvort við séum kyrrstæð eða á hreyfingu, í hvaða átt við förum og hve hratt.
Mismunandi gerðir af jafnvægisskyni
Stöðujafnvægi - Hröðun og þyngdarsvið - skynjað í stöðuholi
Hringhreyfingar - staðsett í bogagöngum
Þyngdarsvið
Steinn hvílir á skynhárum skynfrumna. Breyttur halli á steini örvar skynhárin.
Hröðun
Hárfrumur ertast við hreyfingu vökva í holinu. Vökvinn hreyfist þegar við förum fram aftur eða upp niður
Hringhreyfingar
Staðsett í bogapípum. Þrjár pípur sem liggjast á hvor aðra. Skynfrumur með hárum skaga inn í pípurnar og skynja þegar vökvinn svignar til. Þegar hárin togna fara boð af stað
Bragðskyn
Bragðlaukar sem tengjast griplum skyntaugunga. Grunnbrögðin eru sætt, salt, súrt, beikst og umami. Boðin berast eftir þremur heilataugum
Ilmskyn
Er í slímhimnu efst í nefholi. Uppleyst lyktarefni framkalla boðspennu í lyktarskynfrumum. Ilmlaukar senda boð til randkerfis