Kafli 17 Flashcards

1
Q

Illir andar

A

Á fornöld var talið að fólk með geðraskanir væri með illa anda innra með sér. Aðgerðir sem áttu að leysa andana út úr líkamanum voru hauskúpuboranir (Trephine) og blóðtöppun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

,,Vitlausraspítalar”

A

Til dæmis gamlir holdveikisspítalar sem engin not voru lengur fyrir. Fólk sem var talið vera ,,skrýtið”/passaði ekki í samfékagið var troðið þar inn. Fólkið þjáðist meðal annars af andlegum sjúkdómum og þroskahömlun. Farið var illa með fólkið, það var hlekkjað, fékk ekki að fara út og fleira. Það var talin vera afþreying fyrir fólk í París að fara og skoða fólkið á spítalanum og árið 1814 komu um 90.000 manns sem borguðu sig inn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Philippe Pinel (1745-1826)

A

Var franskur læknir og átti stóran þátt í þróun á sálfræðilegri og mannúðlegri nálgun á ummönnun fólks með geðraskanir. Hann var einn af þeim sem heimsóttu spítalann en hann fann til með fólkinu og áttaði sig á því að fólkið væri í raun veikt og þyrfti almennilega ummönnun. Hann krafðist þess að fólkið fengi að fara út, fá ferskt loft og njóta útiverunnar, losnaði við hlekkina og fengi heilt yfir betri ummönnun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hugmyndir um líkamlegar orsakir

A

Fólk fór að átta sig á því að þetta væru sjúkdómar sem urðu vegna líkamlega kvilla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hippokrates

A

hélt því fram að geðraskanir ættu vefræn upptök, hann taldi að geðraskanir væru sjúkdómar rétt eins og aðrir líkamlegir kvillar og að þær ættu upptök sín í heilanum. (um 500 f.kr.).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Um aldarmótin 1800

A

öfðu vestrænar lækningar snúið aftur að því að skoða geðraskanir sem líffræðilega byggðar og reyndu að útvíkka læknisfræðilegar greiningar til þeirra.

Breyting á sjónarhorni lækna varð vegna uppgötvunar á orsökum sjúkdómsins General Paresis sem lýsti sér í undarlegri hegðun og mikilli hnignun á eðlilegum gjörðum. Sjúkdómurinn byrjar sem kynsjúkdómurinn Sárasótt (Syphilis) sem veldur ruglun í heila þegar sjúkdómurinn er langt kominn (manneskjan búin að hafa hann lengi).

Fyrsta dæmið um það að geðröskun átti sér stað vegna undirliggjandi líkamlegra kvilla og var þetta bylting.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Veikleika-streitu líkanið (Vulnerability Stress Model / Diathesis Stress Model)

A

Dæmi um eina af mörgum nútíma kenningum um það hvernig geðröskun myndast og þróast.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Veikleikar (Vulnerability/Diathesis)

A

Veikleikar (Vulnerability/Diathesis): Kenningin gefur í skyn að við séum öll með undirliggjandi og mismunandi veikleika sem geta verið vegna mismunandi ástæðna. Ástæðurnar geta verið:

Erfðafræðilegar

Líffræðilegar

Sálfræðilegar: lítið sjálfsálit eða mikil svartsýni.

Nám okkar um aðlögunarfærni

Lítill andlegur stuðningur

Umhverfisþættir eins og til dæmis mikil fátækt. Ákveðnir menningarþættir geta einnig skapað viðkvæmni fyrir ákveðnum tegundum kvilla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Streituvaldar (Stressors)

A

Atburðir sem valda streitu hjá einstaklingi.
Þeir geta verið:

Fjárhagslegir erfiðleikar
Áfall
Missir ástvins
Álag eða erfiðleikar vegna starfs

Þegar veikleikarnir trufla getuna til að takast á við streituna þá geta einkenni komið fram.

Kenningin segir einnig að því meiri veikleikar eða sterkari tilhneiging (predispositio), sem einstaklingur hefur, því minni streituvalda þarf til þess að röskun komi fram. Og því minni veikleika sem manneskja hefur, því meiri streituvalda þarf til þess að röskun komi fram.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Three Citeria

A

Þrír þættir sem virðast stjórna ákvörðunum einstaklinga um það hvort hegðun/atburður/hlutur sé óeðlilegt/afbrigðilegur. Einn eða fleiri þessara þátta er hægt að tengja við það sem talið er vera afbrigðilegt (abnormal).

Veldur vanlíðan (Distress) hjá fólki, sjálfum sér eða öðrum.

Vanstarfsemi (Dysfunctional) fyrir einstakling eða samfélag.

Frávik (Deviant); Brýtur í bága við samfélagsreglur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Afbrigðileg hegðun (Abnormal Behavior)

A

Hegðun sem veldur manneskjunni vanlíðan (distressing), manneskjan upplifir vanstarfsemi (Dysfunction) og hegðun sem er ekki talin samfélagslega samþykkt (deviant). Hegðun er talin vera óeðlileg af einstaklingum ef hegðunin er óhóflega áköf eða varir mjög lengi miðað við ástandið.

Þegar einstaklingur hegðar sér ekki í samræmi við aldur/þroska eða menningarbundnar venjur.

Hegðun einstaklinga getur verið mis afbrigðileg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Geðröskun (Psychological Disorder)

A

Safn einkenna sem eru það alvarleg í tíðni og/eða styrkleika að dagleg virkni einstaklings truflast (Impaired Daily Functioning). Röskun er þegar hömlun verður á daglegu lífi einstaklings vegna einkenna.

Einkennin vísa oft til frávika í hegðun eða afbrigðilegrar hegðunar.

Einkennin fela oft í sér skerta aðlögunarfærni (Maladaptive Behaviors) og þjáningu (Distress).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Flokkun Geðraskana

A

Fagfólk í geðheilbrigðisgreinum notast við greiningarkerfi (Diagnostic Classification) til að samræma skilgreiningar á geðröskunum. Kerfin þurfa að hafa:
Áreiðanleiki (Reliability)
Réttmæti (Validity)
Greiningarkerfi (Classification Systems)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Flokkun Geðraskana:

Áreiðanleiki (Reliability)

A

Samræmi mælinga. Þeir sem greina sjúkdóminn þurfa að vera sammála um greiningu en ekki aðeins einn; geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og læknar.

Samræmi milli matsmanna sem nota kerfið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Flokkun Geðraskana:

Réttmæti (Validity)

A

Hversu vel próf (eða eitthvað annað mælitæki) mælir það sem það á að mæla. þýðir að greiningarflokkarnir ættu að fanga nákvæmlega nauðsynleg einkenni hinna ýmsu kvilla. Þannig að ef rannsóknir og klínískar athuganir sýna að tiltekinn röskun hefur fjögur atferliseinkenni, ætti greiningarflokkurinn fyrir þá röskun einnig að hafa þessa fjóra eiginleika. Í viðbót við þetta ættu greiningarflokkarnir að gera okkur kleift að aðgreina einn sálfræðilegan/andlegan kvilla frá öðrum.

Flokkunarkerfið á að skilgreina nákvæmlega lykileinkenni hverrar röskunar fyrir sig.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Greiningarkerfi (Classification Systems)

A

Það eru 2 heimsþekkt meginkerfi notuð til þess að greina andlega sjúkdóma, þau eru:
The World Health Organization International Classifacation of Diseases – 10th Edition (ICD-10)

The Diagnosic and Statistical Manual of Mental Disorders – fifth Edition (DSM-5)

Bæði kerfin innihalda flokkun og númer allra geðrænna kvilla og skilgreina greiningarskilmerki/greiningarflokka (diagnostic criteria).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Greiningarkerfi (Classification Systems):

The World Health Organization International Classifacation of Diseases – 10th Edition (ICD-10)

A

Nær yfir andleg veikindi ásamt öðrum veikindum og er því fullkomnara kerfi heldur en DSM-5. Greiningarflokkar kerfisins eru 11 talsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Greiningarkerfi :(Classification Systems)

The Diagnosic and Statistical Manual of Mental Disorders – fifth Edition (DSM-5)

A

Fjallar aðeins um andleg veikindi og er mikið notað víðs vegar um heiminn. Ameríska kerfið, kom út 2013. Þróun af eldra greiningarkerfi. Greining er gerð með því hvernig ólíkir sjúkdómar tengjast hver öðrum og handbókin hefur verið endurskipulögð til að gera greiningu einfaldari og nákvæmari og til að koma DSM í takt við hitt áberandi greiningarkerfið, ICD. Greiningarflokkar (diagnostic criteria) kerfisins eru 19 talsins, dæmi:
Taugaþroskaraskanir (Neurodevelopmental disorders): Til dæmis þroskahömlun, ADHD, einhverfa.

Lyndisraskanir (Mood Disorders): Til dæmis Þunglyndi.

Kvíðaraskanir (Anxiety Disorders): Til dæmis felmturröskun.

Átraskanir (Feeding and Eating Disorders): Til dæmis lystarstol, loturgræðgi.

Geðrofsraskanir (Psychotic Disorders): Til dæmis geðklofi.

Persónuleikaraskanir (Personality disorder): Til dæmis Andfélagsleg persónuleikaröskun.

Vímuefnatengdar/fíkniraskanir (Substance-related and addictive disorders): Til dæmis áfengissýki eða spilafíkn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Geðrof (Psychosis)

A

Önnur orð yfir hugtakið eru geðveiki eða geðtruflun. Geðrof er á hinn bóginn lýst sem ástandi þar sem viðkomandi hefur misst tengsl við raunveruleikann, hversdagslífi þeirra er orðið ómögulegt að stjórna og vel má vera að hann sé fluttur á sjúkrahús til meðferðar og vandlega athugunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Lagaleg hugtök

A

Hæfni (Competency): Geta ákærðs einstaklings til að sitja réttarhöld

Insanity: Vísar til þess þegar einstaklingar eru taldir ósakhæfir sökum geðröskunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Orsakakenningar

A

Kenningar um orsakir geðraskana.

Lækna-líkanið (Medical Model)

Sálkönnun (Psychoanalysis)

Atferlisfræði (Behavioral Theories)

Hugrænar kenningar (Cognitive Theories)

Menningar- og félagskenningar (Cultural-Sociological Theories)

Veikleika/streitu líkanið (Vulnerability-Stress model)

ATH! Kenningarnar fléttast saman.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Lækna-líkanið (Medical Model)

A

Sjá geðröskun sem afleiðingu truflunar í boðefnum heilans. Vitum að boðefnavirkni hefur áhrif á sjúkdóma, nálgun einstaklinga breytist við boðefni, Serotonin bætir skap einstaklinga, þegar truflun þess boðefnis á sér stað þá breytist skapið, líðanin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Sálkönnun (Psychoanalysis)

A

Sjá geðröskun sem afleiðingu af innri togstreitu: ómeðvituðum hvötum og varnarháttum til að stjórna hvötunum (lítill vísindalegur stuðningur).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Atferlisfræði (Behavioral Theories)

A

Sjá geðröskun sem afleiðingu styrkinga og að hegðunarfrávik séu lærð hegðunarmynstur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hugrænar kenningar (Cognitive Theories)

A

Sjá geðröskun sem afleiðingu neikvæðra hugsana. Það hvernig við túlkum aðstæður hafi áhrif á hegðun og tilfinningar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Menningar- og félagskenningar (Cultural-Sociological Theories)

A

Sjá geðröskun sem afleiðingu félagslegra þátta, t.d. fátæktar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Veikleika/streitu líkanið (Vulnerability-Stress model)

A

Sjá geðröskun sem meðfædda tilhneigingu/veikleika (Predisposition) sem komi fram við streitu og álag. (glósað ofar).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Kvíði (Anxiety)

A

Ástand spennu og ótta sem er náttúrulegt svar við skynjaðri ógn. Eðlilegt viðbragð við streituvaldandi eða hættulegum aðstæðum.

Líkaminn er að undirbúa sig undir átök; fight or flight (slást eða hlaupa). Blóðflæðið fer hratt í vöðvana, svitnum, t.d. í lófunum (tilgátur um að ná að sleppa úr átökunum eða til að vera stamur í lófunum til að ná betra taki á hlutum fyrir átök), verðum pirruð í skapinu, mikil orka í líkamanum (erum í ástandi sem er að búa okkur undir átök).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Kvíðaviðbrögð/einkenni:

A

Huglægur-tilfinningalegur hluti (asubjective-emotionalcomponent): Finnum fyrir spennu og ótta. Maður er að búast við einhverju slæmu

Vitsmunalegur hluti (acognitivecomponent): Áhyggjufullar hugsanir og tilfinning um vanhæfni til að takast á við atburðinn. Maður heldur að maður ráði ekki við þetta og að það sé eitthvað hræðilegt að fara gerast.
Lífeðlisfræðileg viðbrögð 

(physiologicalresponses): Hjartað slær hraðar, blóðþrýstingur hækkar, vöðvaspenna, hraður andadráttur, ógleði, þurr í munni, niðurgangur, sviti og sífelld þörf til þess að pissa = (Autonomic Arousal Symptoms).

Hegðunar viðbrögð
(behaviouralresponses): Maður forðast ákveðnar aðstæður og maður ræður ekki eins vel við aðstæður (Impaired task performance). Maður sem sagt forðast það sem veldur manni kvíða/áreitið og gerir eitthvað annað í staðinn eða ræður illa við aðstæðurnar vegna kvíðans. Eða að maður höndli aðstæður betur vegna kvíðans.

ATH! Þegar við upplifum kvíða í litlu/eðlilegu magni þá hjálpa þessir þætttir okkur, einbeiting skerpist til dæmis en hjá fólki með kvíðaraskanir koma viðbrögðin/einkennin fram í aðstæðum sem eru ekki taldar kvíðavaldandi eða þá að fólk er að búast við að eitthvað gerist/hrætt við að eitthvað gerist. (Reykskynjarinn fer af stað þegar verið er að sjóða pasta, en það er enginn reykur og engin þörf er fyrir reykskynjarann að fara í gang).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Kvíðaröskun (Anxiety Disorders)

A

Tíðni og styrkleiki kvíðaviðbragða er ekki í réttu hlutfalli við aðstæður sem kveikja þær og kvíði truflar daglegt líf. Truflun á eðlilegu kvíðaviðbragði. Í kvíðaröskunum upplifir einstaklingur kvíða í aðstæðum sem flestir ráða vel við og eru ekki hættulegar.

Einkenni kvíðaraskana eru líkamleg, hugræn, tilfinningaleg og koma fram í hegðun.

Helstu kvíðaraskanir skv. DSM-5 og ICD-10.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Einföld fælni (Simple Phobia)

A

Ótti við tiltekið áreiti, hlut, dýr eða aðstæður.

Dæmi: Köngulær, myrkur, þrumuveður, slöngur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
32
Q

Félagsfælni (Social Phobia)

A

Ótti við að verða sér til skammar við félagslegar aðstæður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
33
Q

Almenn kvíðaröskun (Generalized Anxiety Disorder)

A

Felur í sér langvarandi kvíða og áhyggjur sem beinast að mörgum ólíkum þáttum en ekki einu áreiti eða sérstökum aðstæðum. Einkenni: Einbeitingarerfiðleikar, erfitt að taka ákvarðanir, vanlíðan, vöðvaspenna, þreyta, eirðarleysi. Tíðnin er um 3%. Hefst oft í barnæsku.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
34
Q

Felmturöskun (Panic Disorder)

A

Felur í sér endurtekin ofsakvíðaköst (Panic Attack) sem er ástand þar sem viðkomandi upplifir skyndilegan ofsakvíða, mikil líkamleg einkenni og finnst gjarnan hann vera að deyja.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
35
Q

Víðáttufælni (Agoraphobia)

A

Þróast hjá um 20% sjúklinga með felmturöskun og felur í sér mikinn flótta frá öllum aðstæðum þar sem ofsakvíðakast gæti átt sér stað. Fólk verður oft algerlega einangrað. Mikill ótti við að fá kvíðaköst á almannafæri orsakar víðáttufælni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
36
Q

Aðskilnaðarkvíði

A

Ótti við aðskilnað frá einhverjum nákomnum.

37
Q

Áráttuþráhyggja (OCD)

A

Þráhyggja (Obsessions): Þrálátar hugmyndir, hugsanir, ímyndir, hvatir sem orsaka kvíða og vanlíðan.

Árátta (Compulsions): Endurtekin hegðun eða hugsun með það markmið að minnka kvíða og vanlíðan (sem eru vegna þráhyggjunnar), EKKI til að ná sælu eða vellíðan.

38
Q

Áfallastreituröskun (PTSD)

A

Kemur fram í kjölfar alvarlegra atburða þar sem öryggi manns eða annarra er ógnað. Einkenni eru meðal annars að endurupplifa atburðinn, endurteknar martraðir, áreiti tengd atburðinum valda mikilli vanlíðan, forðast allt sem tengist atburðinum,
manneskjan finnur fyrir tilfinningalegri flatneskju (numb). Orsakar að manneskja eigi erfitt með að starfa eðslilega og komast í gegnum daginn. Ein rannsókn (Bresleu, Davis, Peterson & Schultz) leiddi í ljós að konur sem fá áfallastreituröskun eru tvöfalt líklegari að þróa með sér þunglyndi og þrefalt líklegri til að þróa með sér áfengisvandamál. Miðað við karla sýna konur tvöfalt hlutfall af PTSD eftir áfall. Einkenni nefnd í bók:

Manneskja upplifir alvarlegan kvíða, örvun og vanlíðan sem var ekki til staðar fyrir áfallið.

Manneskjan fær flassbökk af atburðinum og fær martraðir um hann.

Manneskjan verður tilfinningalega dofin (numb to the world) og forðast áreiti/hluti sem minna hana á atburðinn.

Manneskja sem lenti í hörmungum ásamt öðru fólki (sem dó) þá finnur
manneskjan oft fyrir mikilli “Survivors guilt” sem þýðir að hún sé með sektarkennd yfir því að hún hafi lifað af en hinir dáið.

ATH! DSM5 flokkar ekki lengur OCD og PTSD sem kvíðaraskanir.

Í fælni er óttinn hamlandi, sem sagt það alvarlegur að hann hamli daglegt líf. Sem sagt: Röskun = hamlar daglegu lífi. (fælni og röskun hamla).

39
Q

Orsakir/þróun Kvíðaraskana:

A

Líffræðilegir þættir
Hugrænir þættir
Námstengdir þættir
Menningarlegir þættir

40
Q

Orsakir/þróun Kvíðaraskana:

Líffræðilegir þættir

A

Erfðir; Erfðafræðilegir þættir geta skapað varnaleysi (vulnerability) fyrir kvíðaröskunum, 21,5% líkur eru á að vera með kvíðaröskun ef eineggjatvíburinn þinn er með en 13,5% líkur eru ef tvíeggjatvíburinn þinn er með kvíðaröskun. Ofvirkt streituviðbragð, boðefnatruflanir. Líffræðilegir og umhverfistengdir spila saman.

41
Q

Orsakir/þróun Kvíðaraskana:

Hugrænir þættir

A

Neikvæð hugsunamynstur: Hamfarahugsanir, ofmat á hættu í umhverfi, skortur á bjargráðum.

42
Q

Orsakir/þróun Kvíðaraskana:

Námstengdir þættir

A

Sum tilfelli fælni má rekja til klassískrar skilyrðingar, annarra til hermináms. Virk skilyrðing viðheldur einkennum.

Manneskja getur þróað með sér ótta/fælni vegna atburðar sem kom fyrir það. Til dæmis ef manneskja datt niður af einhverju (high place) tengir öll high place (skilyrt áreiti) sem hann sér við sársaukann sem það fann fyrir við fallið (óskilyrt áreiti). Óttinn við high place er skilirt svar. ATH!

Fólk þarf ekki endilega að hafa lent í slæmum atburði tengdum fælninni til þess að þróa með sér fælni heldur getur herminám (observational learning) orsakað fælni. Til dæmis manneskja sem verður vitni að bílslysi, eða sér í sjónvarpinu, getur þróað með sér fælni við bíla.

43
Q

Orsakir/þróun Kvíðaraskana:

Menningarlegir þættir

A

Til eru mismunandi kvíðaraskanir víðs vegar um heiminn (Culture-bound disorders) sem gefur í skyn að menningarlegir þættir hafi áhirf á þróun kvíðaraskana.

Taijin Kyofushu: Röskun sem er aðeins í Japan, felur í sér ótta við að móðga aðra með lyktinni af sér (odour), fólkið roðnar, glápa á viðkomandi eða eru með óviðeigandi svipbrigði.

Latah: Finnst í Austur-Asíu. Í raun ofnæmi fyrir skyndilegs ótta, oftast miðaldra konur, fara í “trans like state”. Einkennin eru grátur, skjálfi, hiti fyrir brjósti og getur liðið yfir fólk.

Koro: Finnst í Suð-Austur Asíu. Ótti karlmanna við að limurinn hans dragist inn í kvið hans og drepi hann. Einnig kallað Genital Retraction Syndrome (GRS).

44
Q

Felmturröskun

A

Útskýrð með líffræðilegu líkani
Útskýrð með hugrænu líkani
Útskýrð með atferlislíkani (víðáttufælni)

Útskýrð með hugrænu líkani

Útskýrð með atferlislíkani (víðáttufælni)

45
Q

Felmturröskun:

Útskýrð með líffræðilegu líkani

A

Framköllun ofsakvíða með því að trufla eðlilega öndun.

Tilgáta um ofvirkt baráttu-flótta viðbragð (fight or flight responce).

Tilraun var gerð þar sem truflað var öndun hjá fólki, það var látið ofanda. Fólk með kvíðaraskanir fóru strax að finna fyrir einkennum kvíðakasts, verki fyrir brjóstið, heldur að það sé að deyja, að missa vitið og heldur að þetta sé bara líkamlegt. Mögulega skilyrðing oföndunnar/andauðar (greinireiti) við kvíðakast. Átti að vera líkamleg kenning en funkerar einnig sem skilyrðingar kenning.

46
Q

Felmturröskun:

Útskýrð með hugrænu líkani

A

Það kemur áreiti, líkamleg einkenni koma fram (hraður hjartsláttur, þeim svimar, oföndun og vöðvaspenna), hugsanir vakna við líkamlegu breytingarnar (,,ég er að fá hjartaáfall” - ,,ég er að missa vitið” - ,,ég er að deyja”) og ýta kvíðakastinu af stað.

47
Q

Felmturröskun:

Útskýrð með atferlislíkani (víðáttufælni)

A

a) Manneskja fær kvíðakast í matvörubúð, hún forðast matvörubúðir, kvíðinn minnkar við forðunina þannig mannseskjan forðast matvörbúðir enn meira. (Neikvæð styrking, tíðnin; að forðast hækkar.)
b) Manneskja fær nokkur kvíðaköst heima hjá sér, heimilið verður “savety signal”, óttinn við kvíðakast minnkar sem veldur því að manneskjan er meira heima hjá sér. (Neikvæð styrking, tíðnin; að vera heima hjá sér hækkar)

48
Q

Líkömnunarraskanir (Somatoform Disorders)

A

Kvartanir um líkamleg einkenni sem benda til undirliggjandi sjúkdóms án vefrænna skýringa og er ekki viljastýrð af sjúklingi.

ATH! Ekki sama og heilsukvíði.

49
Q

Sjúkdómaótti (Hypochondriasis)

A

Ótti og kvíði vegna líkamlegra einkenna, áhyggjur af því að fá alvarlega sjúkdóma.

50
Q

Sársaukaröskun (Pain Disorder)

A

Mikill sársauki án vefrænna skýringa eða í ósamræmi við áverka eða sjúkdóm. Skilyrði að leita af vefrænum vanda áður en greint er manneskju með sársaukaröskun.

51
Q

Hugbrigðaröskun (Conversion Disorder / Functional Neurological Symptom Disorder, FNSD)

A

Skyndileg alvarleg taugafræðileg einkenni s.s. lömun, blinda eða skert snertiskyn. Fólk með hugbrigðaröskun sýna óeðlilega kærulaus viðbrögð við verkjunum (lack of concern)

Í sumum tilfellum er ástandið sem einstaklingurinn kvartar um líffræðilega ómögulegt, til dæmis glove anaesthesia þar sem einstaklingur missir tilfinninguna í höndinni fyrir neðan úlnliðinn en við vitum að það er taugafræðilega ekki hægt því annars myndi verkurinn einnig vera í úlnliðinum og olnboganum.

Annað tilfelli er blindni af sálrænum orsökum (psychogenic blindness)þar sem augun starfa eðlilega en einstaklingur sér þó ekki. Margir sem hafa þessa röskun höfðu áður lent í hræðilegum atburðum, til dæmis þeir sem komust lifandi frá killing fields í Kambodiu.

52
Q

Hugrof (Dissociative Disorders)

A

Niðurbrot á sjálfi, meðvitund eða minni. Sjaldgæft. Manneskja með hugrof missir tengingu við sjálfa sig. ATH! Ekki sama og geðrof, manneskja með geðrof missir tengingu við raunveruleikann ekki heldur það sama og hugröskun/taugaveiklun. Orsakir samanstanda af líffræðilegum- og sálfræðilegum “vulnerabilities”. Gengur í fjölskyldum. ATH! Það er misjafnt eftir manneskjum hversu vel þær finna fyrir innri starfsemi (internal sensations).

53
Q

Sálrænt minnisleysi (Psychogenic Amnesia)

A

Alvarlegt minnisleysi í kjölfar streituvaldandi atburða (án þess að höfuðáverkar hafi áhrif).

54
Q

Hugrofsflótti (Psychogenic fugue)

A

Viðkomandi man ekki hver hann er, fer á flakk og byrjar nýtt líf.

55
Q

Klofinn persónuleiki / Margskiptur persónuleiki (Dissociative Personality Disorder, DID)

A

Tveir eða fleiri persónuleikar í sama einstaklingnum. Sjalgæf þannig ekki er til almennilegt data um röskunina nema bara af nokkrum tilfellum, þekkingin byggir aðeins á anecdotal cases. Fólk getur breytt um hreyfimynstur, talanda og oft er ólík geta á milli persónuleika.

56
Q

Lyndisraskanir (Mood disorders)

A

Algengastar, u.þ.b. 20% lífslíkur.

Depurð (Depressive Disorders)
Þunglyndi (Major Depression): Alvarleg depurð sem velur skertri virkni. Fólk sem hefur einkennin alla daga í a.m.k. 2 vikur. Þegar maður hefur einu sinni fengið þunglyndislotu þá hefur maður tilhneigingu til að fá aðra lotu aftur seinna; Líkurnar á að manneskja fái aftur þunglyndislotur eftir fyrstu lotuna eru 50%, líkurnar á að fá aldrei aftur eru 40% og líkurnar á að ná ekki bata af þunglyndinu eru 10%. Maður missir eiginleikann til að gleðjast eða njóta þess sem maður naut áður; tilfinningaleg flatneskja.

Óyndi (Dysthymia): Langvarandi vægt þunglyndi, einstaklingur er búinn að vera með einkennin í 2 ár til að fá greiningu.

Oflæti (Manic Episodes): Lotur sem einkennast af mikilli orku, miklu sjálfstrausti, eyrðarleysi og minnkaðri svefnþörf o.fl. Kallað Manía. Skilur oft eftir sig mikinn skaða, verður oft til þess að fólk verði lagt inn. Manía er mjög sjaldgæf og aðeins 1% af mannkyninu er með maníu, en manneskja sem fær einu sinni maníulotu hefur tilhneigð til að fá hana aftur.

Geðhvörf / Geðhvarfasýki
(Bipolar Disorder): Röskun þar sem þunglyndis- og oflætislotur skiptast á. Truflanir á matarlist og svefni, truflanir á hugrænum ferlum. Rannsóknir sýna að röskunin er erfðatengd (ásamt örðu). Líkurnar á að maður fái geðhvarfasýki eru minni en 1%, um 50% þeirra sem hafa geðhvarfasýki eiga foreldri, systkini eða ættingja með geðröskunina.

57
Q

Einkenni þunglyndis

A

Tilfinningaleg einkenni
Hugræn einkenni
Hvatningar einkenni
Líffræðileg einkenni

58
Q

Tilfinningaleg einkenni

A

Manneskjan er leið, vonleysistilfinning, kvíði, eymd og getur ekki notið þess sem hún naut áður.

59
Q

Hugræn einkenni

A

Neikvæðar hugsanir í garð sjálfs síns, heimisins og framtíðarinnar.

60
Q

Hvatningar einkenni

A

Missir áhuga, missir viljann/hvatninguna til að gera hluti og erfitt að byrja á einhverju.

61
Q

Líffræðileg einkenni

A

Missir matarlyst, missir orku, erfitt með að sofa, bætir á sig eða grennist.

62
Q

Líffræðilegar orsakir

A

Boðefnaskipti og þunglyndi: Viðtakarnir fyrir norepinephrine og serotonin (boðefni sem gegna mikilvægum hlutverkum þegar kemur að heilasvæðum sem sjá um umbun og vellíðunartilfinningu) starfa ekki eðlilega hjá þeim sem eru þunglyndir, þannig að taugaboðefnin 2 ná ekki að binda sig við viðtaka annara taugafrumna. Talið er að mandlan og drekinn hafi áhrif á þá sem eru þunglyndir. Lyf sem virka best við viðtakavandamálinu eru lengi að virka (en virka þó sem styður kenninguna) sem gefur í skyn að það eru fleiri en bara líffræðilegir þættir sem orsaka þunglyndi. Einnig er meiri virkni í stúku (Thalamus), menn hafa einnig fundið frávik í virkni í framheilaberki, möndlu og undirstúku.

Erfðir: Ef tvíbúri er með þunglyndi þá eru 67% líkur á að eineggjatvíburinn hans fái einnig þunglyndi en aðeins 15% líkur hjá tvíeggja tvíburum. Uppeldið skiptir einnig máli, börn sem alast upp hjá þunglyndu foreldri eru líklegri að þróa með sér þunglyndi þegar þau verða eldri.

63
Q

Hugrænar kenningar (um orsök þunglyndis)

A

Hugræn þrenning (Depressive
Cognitive triad) (Aaron Beck):

Neikvæður eignunarstíll (Depressive Attributional Pattern) (Aaron Beck):

Lært hjálparleysi (Learned Helplessness) (Martin Seligman):

64
Q

Hugræn þrenning (Depressive Cognitive triad) (Aaron Beck)

A

Neikvæðar hugsanir um sjálfan sig

Neikvæðar hugsanir um reynslu sína

Neikvæðar hugsanir um framtíðna.

Þessar neikvæðu hugsanir poppa upp sjálfkrafa í meðvitund þeirra, þau ná ekki að bæla niður eða vísa hugsununum frá.

65
Q

Neikvæður eignunarstíll (Depressive Attributional Pattern) (Aaron Beck)

A

Að eigna sjálfum sér neikvæða atburði en umhverfinu jákvæða atburði.

Beck telur að taka ekkert “kredit” fyrir árangur en að ásaka sjálfa sig um mistök hjálpi þunglyndu fólki að viðhalda lágu sjálfsáliti og trúi því að þeir séu einskis virði.

66
Q

Lært hjálparleysi (Learned Helplessness) (Martin Seligman)

A

Þegar búist er við neikvæðum atburðum og engin trú á eigin getu til að bregðast við þeim eða koma í veg fyrir þá.

Tilraun með hundana; í fyrri aðstæðum hjá hópi 1 var engin útkomuleið, og í seinni aðstæðum hjá sama hópi var útkomuleið en þeir flúðu ekki. Hópur 2 fékk útkomuleið í báðum aðstæðum og flúði í báðum.

67
Q

Þunglyndi útskýrt með atferlislíkani (Vítahringur sem viðheldur þunglyndi)

A

Lewinsohn, Hoberman, Teri og Hantzinger töldu að þunglyndi orsakist vegna missis einhvers nákomins, missis einhvers sem veitti þeim gleði, vegna “punishing event” eða vegna mikillar lækkunar á jákvæðri styrkingu í lífi einstaklingsins.

Þegar þunglyndi hefur myndast þá gerir einstaklingur minna úr því að leita í atburði eða eitthvað sem veitir þeim gleði, til dæmis áhugamál eða að hitta nána.

Við það eykst þunglyndið.

Hegðun þeirra veldur vanlíðan hjá öðrum sem verða þreytt á hegðun þeirra og verða jafnvel pirruð út í einstaklingin. Byrja að fjarlægjast einstaklinginn, þannig hann hefur minni stuðning.

Við það eykst þunglyndið.

Ófullnægjandi jálkvæð styrking (það sem kom í raun þunglyndinu af stað).

68
Q

Sálkönnun

A

Freud talaði um raskanir tengdar kvíða sem neuroses.

Taugaveiklunarkvíði (Neurotic Anxiety) Samkvæmt kenningu sálkönnunar varð taugaveiklunarkvíði til hjá einstaklingi ef hvatir frumsjálfsins verða svo sterkar að sjálfið (ego) missir stjórn á þeim.

Karl Abraham og Sigmund Freud töldu að þunglyndi orsakaðist vegna missis einhvers nákomins eða höfnun í barnæsku, sem sagt myndu áföllin orsaka meiri “vulnerability” fyrir þunglyndi og þegar manneskjan byrjar að syrgja eða finnur fyrir reiði verður reiðin hluti af persónuleika manneskjunnar sem myndi ýta undir þunglyndi.

69
Q

Geðklofi (Schizophrenia)

A

Tegund af geðrofsröskun. Þar sem einstaklingur missir tengslin við raunveruleikann, ekki algengur kvilli, ein erfiðasta röskunin til að kljást við. Fólk getur verið misveikt, röskunin kemur ekki í lotum eins og þunglyndi eða mania. Ekki er hægt að lækna sjúkdóminn en hægt er að halda honum niðri svo fólk geti átt góða tíma inn á milli. Manneskjan gerir sér ekki grein fyrir því að hún sé búin að ,,missa vitið”.
Einkenni:
Ranghugmyndir (Delusions)

Ofskynjanir (Hallucinations)

Óskipulögð hugsun (Disorders of cognition)

Einangrun

Truflun á tilfinningarlífi og hvatningu.

Truflun á hegðun.

Einkennin skiptast í:

Jákvæð einkenni (of mikið af einhverju, plúshlaðið)

Neikvæð einkenni (of lítið af einhverju, mínushlaðið)

70
Q

Geðklofi:

Ranghugmyndir (Delusions)

A

Brostin raunveruleikatengsl, einstaklingurinn áttar sig ekki á því hvað sé raunverulegt og hvað ekki.

71
Q

Geðklofi:

Ofskynjanir (Hallucinations)

A

Algengt að heyra raddir, oft margar raddir í einu, raddirnar eru að lýsa hegðun manneskjunnar, raddirnar tengjast ranghugmyndunum; til dæmis eru raddirnar að segja eitthvað tengt ranghugmyndum einstaklingsins.

72
Q

Geðklofi:

Óskipulögð hugsun (Disorders of cognition)

A

Einstaklingurinn á erfitt með að halda þræði í hugsunum sínum, nær ekki að flokka þær né skynjanirnar sem koma inn. Á einnig erfitt með tal.

73
Q

Geðklofi:

Einangrun

A

Einstaklingurinn einangrar sig til að finna fyrir meira öryggi (fólk heldur oft að það séu einhverjir á eftir þeim eða að aðrir séu hættulegir).

74
Q

Geðklofi-Einkennin skiptast í:

Jákvæð einkenni (of mikið af einhverju, plúshlaðið)

A

Ranghugmyndir, ofskynjanir, óskipulögð hugsun og tal.

75
Q

Geðklofi-Einkennin skiptast í:

Neikvæð einkenni (of lítið af einhverju, mínushlaðið)

A

Skert tilfinningatjáning, skert áhugahvöt og skert tal.

76
Q

Kenningar um orsakir geðklofa

A

Afturför (Regression)

Líffræðilegar orsakir (eru ráðandi í dag)

77
Q

Kenningar um orsakir geðklofa:

Afturför (Regression)

A

Samkvæmt Freud er Geðklofi afturför einstaklings til fyrra og öruggara ævistigs vegna kvíða.

78
Q

Kenningar um orsakir geðklofa:

Líffræðilegar orsakir (eru ráðandi í dag)

A

Erfðir: Ef manneskja á eineggja tvíbura með geðröskun eru 48% líkur á að hún fái geðklofa. Ef bæði foreldrin eru með geðklofa eru 46% líkur á að barnið fái hann líka en ef aðeins annað foreldrið er með þá eru 13% líkur. Ef manneskja á tvíeggja tvíbura með geðklofa þá eru 17% líkur á að hún fái líka geðklofa. Ef manneskja á systkini með geðklofa þá eru 10% líkur.

Rýrnun heilavefs: MRI sýna að manneskja með geðklofa hefur stærra heilahólf heldur en manneskja sem er ekki með röskunina. MRI rannsóknir sýna einnig að rýrnun heilavefs, tap á taugafrumum í heilaberki eða randerfinu (dreki, mandla), ásamt stækkuðum ventricles (holrúm sem geyma miðkerfisvökva; cerebral fluid). ATH! Í kafla 4, um heilann, var minnst á að stúkan í fólki með geðklofa er ekki eins og í heilbrigðu fólki, skynjun sem er send frá stúkunni veldur ruglandi skynjunarviðbrögðum og ofskynjunum.

Dópamín tilgátan (Dopamine Hypothesis): Einkenni Geðklofa, sérstaklega jákvæð einkenni, koma fram vegna ofvirkni dópamín kerfisins í heilastöðvum sem tengjast tjáningu tilfinninga, áhugahvöt og hurgrænni virkni. Það sem styður við kenninguna er að fólk sem neytir amfetamíns getur fengið geðklofaeinkenni og amfetamín eykur framleiðslu dópamíns. Galli við tilgátuna er að lyfin sem blokka dópamínvirknina virka of hægt sem þýðir að það sé sennilega eitthvað annað sem hefur líka áhrif.

79
Q

Fátækt og geðklofi:

A

Tíðni geðklofa er hæst meðal fólks með litla menntun og litlar tekjur. Þetta hefur verið útskýrt með tvennum hætti:

Félags-orsaka tilgátan (Social Causation Hypothesis): Há tíðni geðklofa í þessum hópi er vegna þess að fátækt fylgir meiri streita.

Niðurfærslutilgátan (Social Drift Hypothesis): Þegar fólk fær geðklofa skerðist persónuleg og atvinnutengd virkni þess sem veldur því að samfélagsleg staða þess versnar, fátækt eykst og búseta í fátækum borgarhverfum verður líklegri.

Tíðni geðklofa er hins vegar svipuð um allan heiminn sem bendir til þess að röskunin sé ekki menningartengd.

80
Q

Persónuleikaraskanir (Personality Disorders)

A

Langvarandi mynstur neikvæðrar og skaðlegrar hegðunar sem valda erfiðleikum í samskiptum við aðra eða hamla virkni einstaklings í samfélaginu. Mest rannsakaðar af þeim röskunum sem eru til.

Andfélagsleg Persónuröskun (Antisocial Personality Disorder)

Jaðarpersónuleikaröskun (Borderline Personality Disorder)

Histrionic Personality Disorder

Narcissistic Personality Disorder

81
Q

Persónuleikaraskanir

Andfélagsleg Persónuröskun (Antisocial Personality Disorder)

A

Mest rannsökuð af þeim, þeir sem hafa röskunina eru kallaðir sækópatar, rannsóknir sýna að þeir sýni minni örvun við þjáningar annarra, tengist því að alast upp við ákveðnar aðstæður. Þeir leita sífellt í eitthvað sem fullnægir þeim (impulsive need of gradification), oft mjög stjórnandi (Manipulative) og vantar samkennd með öðrum.

82
Q

Persónuleikaraskanir

Jaðarpersónuleikaröskun (Borderline Personality Disorder)

A

Mynstur af neikvæðri og skaðlegri hegðun, margir eiga sögu um vanrækslu í barnæsku, skerðing á tilfinningastjórnun. Mynsur óstöðugleika sjálfsmyndar, samskipta og tilfinninga milli einstaklinga og lýsa oft til skiptis öfgar ást og hatur gagnvart sömu persónu; mikil tíðni sjálfsvígshegðunar. Einkennist sem sagt af persónulegu ójafnvægi.

83
Q

Persónuleikaraskanir

Histrionic Personality Disorder

A

Mikil og dramatísk tilfinningaleg dramatísk viðbrögð, leita mikið í athygli annarra, oft kynferðislega ögrandi, áberandi og áhrifamikill (Impressional), ekki í sambandi við neikvæðar tilfinningar.

84
Q

Persónuleikaraskanir

Narcissistic Personality Disorder

A

Stöðug þörf fyrir aðdáun frá öðrum, stolt sjálfsmynd, næmur fyrir mati annarra á sér, skortur á samkennd og fer mikið fyrir þeim.

85
Q

Raskanir í barnæsku:

A

Mjög margar geðraskanir og þroskaraskanir koma fram í barnæsku. Bókin nefnir einungis tvær:

ADHD (Attention Deficity Hyperactivity Disorder)

Einhverfurófsröskun (Autism Spectrum Disorder)

86
Q

Raskanir í barnæsku:

ADHD (Attention Deficity Hyperactivity Disorder)

A

Athyglisbrestur, hvatvísi, hreyfiofvirkni.

Um 5% tíðni, algengara hjá drengjum en stúlkum.

Strákar með ADHD eru oft ofbeldisfullari heldur en stelpur með ADHD.

Stelpur með ADHD eru aðallega með athyglisbrest (ekkert annað eins og strákarnir).

87
Q

Raskanir í barnæsku:

Einhverfurófsröskun (Autism Spectrum Disorder)

A

Skert félagsleg samskipti.

Þröng og endurtekin mynstur hegðunar og áhuga.

Um 1% tíðni, algengara hjá drengjum.

Börn með einhverfu sýna meðal annars skerta færni á prófum sem kanna kenningu um hugann (Theory of mind); til dæmis eru tvær stelpur að leika sér Sally setur boltann í körfuna og fer fram, en á meðan setur Anne boltann í kassann, hvar ætti Sally að leita þegar hún kæmi til baka. Flest börn með einhverfu myndu segja að leita í körfunnu, þau átta sig ekki á því að það sem þau vita, veit Sally/aðrir ekki.

88
Q

Raskanir í barnæsku

orsakir

A

Bæði einhverfa og ADHD eru taldar meðfæddar raskanir.

Erfðaþáttur er sterkur í báðum kvillum.

Einnig frávik í heilaþroska.
Í ADHD virðist framheili þroskast hægar, færri frumur og færri tengingar.
Í einhverfu virðist heilavöxtur vera hraðari (á ákveðnum aldri), heili barna með einhverfu er stærri en hjá meðalbarni.

Einnig frávik í virkni ýmissa heilastöðva.