Kafli 17 Flashcards
Illir andar
Á fornöld var talið að fólk með geðraskanir væri með illa anda innra með sér. Aðgerðir sem áttu að leysa andana út úr líkamanum voru hauskúpuboranir (Trephine) og blóðtöppun.
,,Vitlausraspítalar”
Til dæmis gamlir holdveikisspítalar sem engin not voru lengur fyrir. Fólk sem var talið vera ,,skrýtið”/passaði ekki í samfékagið var troðið þar inn. Fólkið þjáðist meðal annars af andlegum sjúkdómum og þroskahömlun. Farið var illa með fólkið, það var hlekkjað, fékk ekki að fara út og fleira. Það var talin vera afþreying fyrir fólk í París að fara og skoða fólkið á spítalanum og árið 1814 komu um 90.000 manns sem borguðu sig inn.
Philippe Pinel (1745-1826)
Var franskur læknir og átti stóran þátt í þróun á sálfræðilegri og mannúðlegri nálgun á ummönnun fólks með geðraskanir. Hann var einn af þeim sem heimsóttu spítalann en hann fann til með fólkinu og áttaði sig á því að fólkið væri í raun veikt og þyrfti almennilega ummönnun. Hann krafðist þess að fólkið fengi að fara út, fá ferskt loft og njóta útiverunnar, losnaði við hlekkina og fengi heilt yfir betri ummönnun.
Hugmyndir um líkamlegar orsakir
Fólk fór að átta sig á því að þetta væru sjúkdómar sem urðu vegna líkamlega kvilla.
Hippokrates
hélt því fram að geðraskanir ættu vefræn upptök, hann taldi að geðraskanir væru sjúkdómar rétt eins og aðrir líkamlegir kvillar og að þær ættu upptök sín í heilanum. (um 500 f.kr.).
Um aldarmótin 1800
öfðu vestrænar lækningar snúið aftur að því að skoða geðraskanir sem líffræðilega byggðar og reyndu að útvíkka læknisfræðilegar greiningar til þeirra.
Breyting á sjónarhorni lækna varð vegna uppgötvunar á orsökum sjúkdómsins General Paresis sem lýsti sér í undarlegri hegðun og mikilli hnignun á eðlilegum gjörðum. Sjúkdómurinn byrjar sem kynsjúkdómurinn Sárasótt (Syphilis) sem veldur ruglun í heila þegar sjúkdómurinn er langt kominn (manneskjan búin að hafa hann lengi).
Fyrsta dæmið um það að geðröskun átti sér stað vegna undirliggjandi líkamlegra kvilla og var þetta bylting.
Veikleika-streitu líkanið (Vulnerability Stress Model / Diathesis Stress Model)
Dæmi um eina af mörgum nútíma kenningum um það hvernig geðröskun myndast og þróast.
Veikleikar (Vulnerability/Diathesis)
Veikleikar (Vulnerability/Diathesis): Kenningin gefur í skyn að við séum öll með undirliggjandi og mismunandi veikleika sem geta verið vegna mismunandi ástæðna. Ástæðurnar geta verið:
Erfðafræðilegar
Líffræðilegar
Sálfræðilegar: lítið sjálfsálit eða mikil svartsýni.
Nám okkar um aðlögunarfærni
Lítill andlegur stuðningur
Umhverfisþættir eins og til dæmis mikil fátækt. Ákveðnir menningarþættir geta einnig skapað viðkvæmni fyrir ákveðnum tegundum kvilla.
Streituvaldar (Stressors)
Atburðir sem valda streitu hjá einstaklingi.
Þeir geta verið:
Fjárhagslegir erfiðleikar
Áfall
Missir ástvins
Álag eða erfiðleikar vegna starfs
Þegar veikleikarnir trufla getuna til að takast á við streituna þá geta einkenni komið fram.
Kenningin segir einnig að því meiri veikleikar eða sterkari tilhneiging (predispositio), sem einstaklingur hefur, því minni streituvalda þarf til þess að röskun komi fram. Og því minni veikleika sem manneskja hefur, því meiri streituvalda þarf til þess að röskun komi fram.
Three Citeria
Þrír þættir sem virðast stjórna ákvörðunum einstaklinga um það hvort hegðun/atburður/hlutur sé óeðlilegt/afbrigðilegur. Einn eða fleiri þessara þátta er hægt að tengja við það sem talið er vera afbrigðilegt (abnormal).
Veldur vanlíðan (Distress) hjá fólki, sjálfum sér eða öðrum.
Vanstarfsemi (Dysfunctional) fyrir einstakling eða samfélag.
Frávik (Deviant); Brýtur í bága við samfélagsreglur.
Afbrigðileg hegðun (Abnormal Behavior)
Hegðun sem veldur manneskjunni vanlíðan (distressing), manneskjan upplifir vanstarfsemi (Dysfunction) og hegðun sem er ekki talin samfélagslega samþykkt (deviant). Hegðun er talin vera óeðlileg af einstaklingum ef hegðunin er óhóflega áköf eða varir mjög lengi miðað við ástandið.
Þegar einstaklingur hegðar sér ekki í samræmi við aldur/þroska eða menningarbundnar venjur.
Hegðun einstaklinga getur verið mis afbrigðileg.
Geðröskun (Psychological Disorder)
Safn einkenna sem eru það alvarleg í tíðni og/eða styrkleika að dagleg virkni einstaklings truflast (Impaired Daily Functioning). Röskun er þegar hömlun verður á daglegu lífi einstaklings vegna einkenna.
Einkennin vísa oft til frávika í hegðun eða afbrigðilegrar hegðunar.
Einkennin fela oft í sér skerta aðlögunarfærni (Maladaptive Behaviors) og þjáningu (Distress).
Flokkun Geðraskana
Fagfólk í geðheilbrigðisgreinum notast við greiningarkerfi (Diagnostic Classification) til að samræma skilgreiningar á geðröskunum. Kerfin þurfa að hafa:
Áreiðanleiki (Reliability)
Réttmæti (Validity)
Greiningarkerfi (Classification Systems)
Flokkun Geðraskana:
Áreiðanleiki (Reliability)
Samræmi mælinga. Þeir sem greina sjúkdóminn þurfa að vera sammála um greiningu en ekki aðeins einn; geðlæknar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og læknar.
Samræmi milli matsmanna sem nota kerfið.
Flokkun Geðraskana:
Réttmæti (Validity)
Hversu vel próf (eða eitthvað annað mælitæki) mælir það sem það á að mæla. þýðir að greiningarflokkarnir ættu að fanga nákvæmlega nauðsynleg einkenni hinna ýmsu kvilla. Þannig að ef rannsóknir og klínískar athuganir sýna að tiltekinn röskun hefur fjögur atferliseinkenni, ætti greiningarflokkurinn fyrir þá röskun einnig að hafa þessa fjóra eiginleika. Í viðbót við þetta ættu greiningarflokkarnir að gera okkur kleift að aðgreina einn sálfræðilegan/andlegan kvilla frá öðrum.
Flokkunarkerfið á að skilgreina nákvæmlega lykileinkenni hverrar röskunar fyrir sig.
Greiningarkerfi (Classification Systems)
Það eru 2 heimsþekkt meginkerfi notuð til þess að greina andlega sjúkdóma, þau eru:
The World Health Organization International Classifacation of Diseases – 10th Edition (ICD-10)
The Diagnosic and Statistical Manual of Mental Disorders – fifth Edition (DSM-5)
Bæði kerfin innihalda flokkun og númer allra geðrænna kvilla og skilgreina greiningarskilmerki/greiningarflokka (diagnostic criteria).
Greiningarkerfi (Classification Systems):
The World Health Organization International Classifacation of Diseases – 10th Edition (ICD-10)
Nær yfir andleg veikindi ásamt öðrum veikindum og er því fullkomnara kerfi heldur en DSM-5. Greiningarflokkar kerfisins eru 11 talsins.
Greiningarkerfi :(Classification Systems)
The Diagnosic and Statistical Manual of Mental Disorders – fifth Edition (DSM-5)
Fjallar aðeins um andleg veikindi og er mikið notað víðs vegar um heiminn. Ameríska kerfið, kom út 2013. Þróun af eldra greiningarkerfi. Greining er gerð með því hvernig ólíkir sjúkdómar tengjast hver öðrum og handbókin hefur verið endurskipulögð til að gera greiningu einfaldari og nákvæmari og til að koma DSM í takt við hitt áberandi greiningarkerfið, ICD. Greiningarflokkar (diagnostic criteria) kerfisins eru 19 talsins, dæmi:
Taugaþroskaraskanir (Neurodevelopmental disorders): Til dæmis þroskahömlun, ADHD, einhverfa.
Lyndisraskanir (Mood Disorders): Til dæmis Þunglyndi.
Kvíðaraskanir (Anxiety Disorders): Til dæmis felmturröskun.
Átraskanir (Feeding and Eating Disorders): Til dæmis lystarstol, loturgræðgi.
Geðrofsraskanir (Psychotic Disorders): Til dæmis geðklofi.
Persónuleikaraskanir (Personality disorder): Til dæmis Andfélagsleg persónuleikaröskun.
Vímuefnatengdar/fíkniraskanir (Substance-related and addictive disorders): Til dæmis áfengissýki eða spilafíkn.
Geðrof (Psychosis)
Önnur orð yfir hugtakið eru geðveiki eða geðtruflun. Geðrof er á hinn bóginn lýst sem ástandi þar sem viðkomandi hefur misst tengsl við raunveruleikann, hversdagslífi þeirra er orðið ómögulegt að stjórna og vel má vera að hann sé fluttur á sjúkrahús til meðferðar og vandlega athugunar.
Lagaleg hugtök
Hæfni (Competency): Geta ákærðs einstaklings til að sitja réttarhöld
Insanity: Vísar til þess þegar einstaklingar eru taldir ósakhæfir sökum geðröskunar.
Orsakakenningar
Kenningar um orsakir geðraskana.
Lækna-líkanið (Medical Model)
Sálkönnun (Psychoanalysis)
Atferlisfræði (Behavioral Theories)
Hugrænar kenningar (Cognitive Theories)
Menningar- og félagskenningar (Cultural-Sociological Theories)
Veikleika/streitu líkanið (Vulnerability-Stress model)
ATH! Kenningarnar fléttast saman.
Lækna-líkanið (Medical Model)
Sjá geðröskun sem afleiðingu truflunar í boðefnum heilans. Vitum að boðefnavirkni hefur áhrif á sjúkdóma, nálgun einstaklinga breytist við boðefni, Serotonin bætir skap einstaklinga, þegar truflun þess boðefnis á sér stað þá breytist skapið, líðanin.
Sálkönnun (Psychoanalysis)
Sjá geðröskun sem afleiðingu af innri togstreitu: ómeðvituðum hvötum og varnarháttum til að stjórna hvötunum (lítill vísindalegur stuðningur).
Atferlisfræði (Behavioral Theories)
Sjá geðröskun sem afleiðingu styrkinga og að hegðunarfrávik séu lærð hegðunarmynstur.
Hugrænar kenningar (Cognitive Theories)
Sjá geðröskun sem afleiðingu neikvæðra hugsana. Það hvernig við túlkum aðstæður hafi áhrif á hegðun og tilfinningar.
Menningar- og félagskenningar (Cultural-Sociological Theories)
Sjá geðröskun sem afleiðingu félagslegra þátta, t.d. fátæktar.
Veikleika/streitu líkanið (Vulnerability-Stress model)
Sjá geðröskun sem meðfædda tilhneigingu/veikleika (Predisposition) sem komi fram við streitu og álag. (glósað ofar).
Kvíði (Anxiety)
Ástand spennu og ótta sem er náttúrulegt svar við skynjaðri ógn. Eðlilegt viðbragð við streituvaldandi eða hættulegum aðstæðum.
Líkaminn er að undirbúa sig undir átök; fight or flight (slást eða hlaupa). Blóðflæðið fer hratt í vöðvana, svitnum, t.d. í lófunum (tilgátur um að ná að sleppa úr átökunum eða til að vera stamur í lófunum til að ná betra taki á hlutum fyrir átök), verðum pirruð í skapinu, mikil orka í líkamanum (erum í ástandi sem er að búa okkur undir átök).
Kvíðaviðbrögð/einkenni:
Huglægur-tilfinningalegur hluti (asubjective-emotionalcomponent): Finnum fyrir spennu og ótta. Maður er að búast við einhverju slæmu
Vitsmunalegur hluti (acognitivecomponent): Áhyggjufullar hugsanir og tilfinning um vanhæfni til að takast á við atburðinn. Maður heldur að maður ráði ekki við þetta og að það sé eitthvað hræðilegt að fara gerast. Lífeðlisfræðileg viðbrögð
(physiologicalresponses): Hjartað slær hraðar, blóðþrýstingur hækkar, vöðvaspenna, hraður andadráttur, ógleði, þurr í munni, niðurgangur, sviti og sífelld þörf til þess að pissa = (Autonomic Arousal Symptoms).
Hegðunar viðbrögð
(behaviouralresponses): Maður forðast ákveðnar aðstæður og maður ræður ekki eins vel við aðstæður (Impaired task performance). Maður sem sagt forðast það sem veldur manni kvíða/áreitið og gerir eitthvað annað í staðinn eða ræður illa við aðstæðurnar vegna kvíðans. Eða að maður höndli aðstæður betur vegna kvíðans.
ATH! Þegar við upplifum kvíða í litlu/eðlilegu magni þá hjálpa þessir þætttir okkur, einbeiting skerpist til dæmis en hjá fólki með kvíðaraskanir koma viðbrögðin/einkennin fram í aðstæðum sem eru ekki taldar kvíðavaldandi eða þá að fólk er að búast við að eitthvað gerist/hrætt við að eitthvað gerist. (Reykskynjarinn fer af stað þegar verið er að sjóða pasta, en það er enginn reykur og engin þörf er fyrir reykskynjarann að fara í gang).
Kvíðaröskun (Anxiety Disorders)
Tíðni og styrkleiki kvíðaviðbragða er ekki í réttu hlutfalli við aðstæður sem kveikja þær og kvíði truflar daglegt líf. Truflun á eðlilegu kvíðaviðbragði. Í kvíðaröskunum upplifir einstaklingur kvíða í aðstæðum sem flestir ráða vel við og eru ekki hættulegar.
Einkenni kvíðaraskana eru líkamleg, hugræn, tilfinningaleg og koma fram í hegðun.
Helstu kvíðaraskanir skv. DSM-5 og ICD-10.
Einföld fælni (Simple Phobia)
Ótti við tiltekið áreiti, hlut, dýr eða aðstæður.
Dæmi: Köngulær, myrkur, þrumuveður, slöngur.
Félagsfælni (Social Phobia)
Ótti við að verða sér til skammar við félagslegar aðstæður.
Almenn kvíðaröskun (Generalized Anxiety Disorder)
Felur í sér langvarandi kvíða og áhyggjur sem beinast að mörgum ólíkum þáttum en ekki einu áreiti eða sérstökum aðstæðum. Einkenni: Einbeitingarerfiðleikar, erfitt að taka ákvarðanir, vanlíðan, vöðvaspenna, þreyta, eirðarleysi. Tíðnin er um 3%. Hefst oft í barnæsku.
Felmturöskun (Panic Disorder)
Felur í sér endurtekin ofsakvíðaköst (Panic Attack) sem er ástand þar sem viðkomandi upplifir skyndilegan ofsakvíða, mikil líkamleg einkenni og finnst gjarnan hann vera að deyja.
Víðáttufælni (Agoraphobia)
Þróast hjá um 20% sjúklinga með felmturöskun og felur í sér mikinn flótta frá öllum aðstæðum þar sem ofsakvíðakast gæti átt sér stað. Fólk verður oft algerlega einangrað. Mikill ótti við að fá kvíðaköst á almannafæri orsakar víðáttufælni.