Kafli 15 Flashcards

1
Q

Félagssálfræði má skipta í þrjú meginþemu

A
  • Félagshugsun (Social Thinking): Þankagangur um hinn félagslega heim.
  • Félagshrif (Social Influence): Hvernig annað fólk hefur áhrif á hegðun okkar.
  • Félagstengsl (Social Relations): Samfélagsleg tengsl.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Félagsskilningur (Social Cognition)

A

Skilningur á okkur sjálfum og öðrum manneskjum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Eignun (Attributions)

A

Mat á orsökum eigin hegðun eða annarra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hneigðaeignun (Personal (Internal) Attributions)

A

Eiginleikar fólks stýra hegðun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Aðstæðnaeignun (Situational (External) Attributions)

A

Aðstæður stýra hegðun.

• ATH! Mikilvægt: Samkvæmt Kelly erum við líklegust til að gera aðstæðnaeignun þegar stöðugleiki, aðgreining og samhljóðan eru allar miklar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Grundvallareignunarvillan (FAE)

A

Vanmetum áhrif aðstæðna og ofurmetum áhrif hneigða.

  • Við höfum tilhneigingu til að vísa skýringu til hneigðar fólks í stað aðstæðna og það kallast grundvallareignunarvillan.
  • Fólk var látið hlusta á fyrirlestra stúdenta um það hvort þeir væru með eða á móti Fiedel Castro, stúdentunum var úthlutað hvort þeir væru með eða á móti ásamt efninu en fólk taldi samt að þeir væru þeirrar skoðunar sem ræðan þeirra fjallaði um.
  • Stúdentum var boðið í spurningarleik, tilviljun réði hver fékk að spurja um áhugamál og hver fékk að svara. Síðan var öðrum nemendum boðið að horfa á upptöku af þessu. Þessum áhorfendum var ljóst að það var tilviljun sem réði hver fékk að vera spyrjandi og hver var svarandi en samt var spyrjandi ávalt metinn gáfaðari en meðalnemandi af bæði svaranda og áhorfenda.
  • Þegar við erum gerendur veitum við umhverfinu meiri athyglu en ef við erum áhorfendur þá veitum við hegðun meiri athygli. Sjónarhorn virðast skipta miklu máli.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Eiginhagsmunaskekkja

A

Skýrum velgengni með hneigðum og mistök með aðstæðum. Þegar eitthvað klikkar hjá okkur þá kennum við öðrum um. ATH! Menningarbundinn munur, vestrænir pæla meira í sjálfum sér (Kom í prófi og passa að kunna muninn á þessu og Grundvallareignunarvillunni!)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Upphafsáhrif (Primacy effect)

A

Áhrif fyrstu upplýsinga um manneskju skipta miklu máli.

o Dæmi: Tilraunir Asch. Tilraun þar sem 2 hópar fengu lista af kostum og ókostum manneskju, orðaraðirnar innihéldu sömu orðin en var raðað öðruvísi upp. Hópurinn sem fékk röðina þar sem intelligent var fyrst lýsti manneskjunni betur heldur en þeir sem fengur envious fyrst.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hugsunarháttur (Mental Set)

A

Fastheldni í hugsun eða skynjun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Skemu

A

Fastmótað skipulag á flokkun upplýsinga.

• Erum alltaf að bera nýja reynslu saman við fyrri þekkingu okkar út frá reynslu okkar; upplýsingar settar í flokka sem við erum búin að búa til

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Staðalmynd

A

Almenn trú eða skilningur á eiginleikum fólks sem tilheyrir tilteknum hópi.

• Hefur áhrif á hvernig við túlkum hegðun fólks.
o Staðfestingarvilla (Confirmation Bias). Lítum aðeins á það sem staðfestir hugmyndina en lítum fram hjá öllu öðru.

• Hefur áhrif á hvernig við skynjum fólk, hluti, hvað við munum um það og hvaða ályktanir við drögum um það.

ATH! Þessu fylgir ofmat á mun á milli hópa og vanmat á fjölbreytni innan hópa, fordómar eru í raun neikvæð staðalmynd

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Virk spá

A

Væntingar okkar hafa áhrif á hegðun okkar í garð annarrar manneskju, sem getur leitt til þess að hegðun hennar staðfestir væntingar okkar.

  • Snyder (Kom einnig með kenninguna um sjálfsstjórn í 14.kafla) gerði rannsókn: lét karlmenn tala við konur í síma, þeir fengu annað hvort mynd af fallegri konu eða ófríðri (sem þeir héldu að þeir voru að tala við). Framkoma þeirra við konurnar voru öðruvísi og einnig viðbrögðin frá konunum.
  • Ef maður heldur að einstaklingur sé leiðinlegur og fer að tala við hann á leiðinlegan hátt þá bregst hann við með hegðun sem flokkast sem leiðinleg.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Viðhorf (Attitude)

A

Jákvætt, hlutlaust eða neikvætt mat á áreiti, t.d. manneskju, hegðun, hlut eða hugtaki. Vinsælt flokkunarkerfi á umhverfið. Gefa til kynna hvað það er sem við sækjumst eftir. Menn voru lengi þeirrar skoðunar að ef við vitum viðhorf fólks að þá getum við spáð fyrir um hegðun þeirra. Viðhorf er oft á tíðum tilfinningabundið mat en þó ekki einungis.

• Viðhorf eru sett saman úr þrennu: Tilfinningum, hugsunum og hvernig við hegðum okkur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Mælingar á viðhorfum

A

o Spurningalistar (attitude questionnaire), vandinn við þá er að það er ekki alltaf hægt að treysta á að fólk segi satt (sérstaklega um fordóma, fólk svarar eins og það telur samfélagslega samþykkt).

o Likert mælistikur; Mjög sammála, frekar sammála, hlutlaus, frekar ósammála, mjög ósammála.

• Spá viðhorf fyrir um hegðun? (Nei og já)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Rannsókn LaPiere

A

Hann fór með kínverja í BNA á 50 hotel og 200 veitingahús en hann var að kanna það hvort þeim yrði neitað um þjónustu þar sem að viðhorf við austurlandabúa voru neikvæð á þessum tíma. Hann sendi svo póst og spurði hvort kínverjar myndu fá þjónustu og það voru 92% sem sögðust ekki veita kínverjum þjónustu. Þetta sýndi mun á hegðun og það sem fólk segist ætla að gera. Þetta olli efasemdum á viðhorfsmælingum.

o Michell skrifaði einnig bók um að viðhorf væru í raun ekki til.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Áhrif aðstæðna (Situational Control)

A

Fer eftir aðstæðum hvort að viðhorf spái fyrir um hegðun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Styrkleiki viðhorfa (Attitude strength)

A

Ef við tökum mjög sterka afstöðu (tilfinningaleg) til málefnis er líklegra að við hegðum okkur í samræmi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Skilgreining og mæling viðhorfa

A

▪ Sértæk viðhorf > afmörkuð hegðun

▪ Þá erum við líklegri til að sjá samband milli viðhorfs og hegðunar. Skiptir miklu máli hvernig við orðum spurningar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hugræn vs. Tilfinningaleg viðhorf

A

▪ Tilfinningaleg viðhorf spá betur fyrir um hegðun.

▪ Ýmislegt bendir til að það borgi sig að horfa til tilfinningalegs þáttar viðhorfs. Værum t.d. að mæla viðhorf til reykinga þá ætti frekar en að skoða viðhorf til hugrænna þátta eins og skoðana þeirra gagnvart skaðsemi þeirra á lungu frekar þá á frekar að skoða tilfinningalegt viðhorf um hvað fólki finnst um reykingar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Kenning um skipulagða hegðun (Theory of planned Behaviour - Ajzen)

A

Hún virðist hjálpa okkur að spá betur fyrir um ætlun til hegðunar þegar við mælum viðhorf.
• Jákvæð viðhorf til hegðunar
• Hvað aðrir sem eru okkur mikilvægir telja að við eigum að gera
• Teljum að við höfum stjórn á því sem við ætlum að gera
• Ef þessir þættir eru uppfylltir er líklegra að viðhorf endurspegli hegðun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hugrænt misræmi

A

Vanlíðan sem myndast þegar ósamrými er á milli tveggja hugareininga. Kemur þörf til þess að fá samræmi á ný. Okkur finnst óþægilegt að hafa ósamræmi á milli viðhorfa og hegðunar og við förum þá auðveldu leiðina og breytum viðhorfum í samræmi við hegðun því erfitt er að fara hina leiðina.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Misræmi í kjölfar hlýðni (induced Compliance)

A

Festinger og Carlsmith gerðu rannsókn þar sem hópar voru fengnir til að framkvæma leiðinleg verkefni. 1. Hópurinn fékk ekkert fyrir rannsóknina og þurfti ekki að segja næstu þáttt. að verkefnið væri skemmtilegt, seinni fékk dollara fyrir að ljúga að næstu þátt. Að verkefnoið væri skemmtilegt og síðasti fékk 20 dollara til að ljúga. Eftir verkefnið voru þeir settir í annað herbergi og þeir átti að meta verkefnið.

Niðurstöðurnar: Þeir sem fengu einn dollara rate-uðu verkefnið skemmtilegast, næst þeir sem fengu 20 dollara og þar á eftir þeir sem fengu ekkert borgað. þeir sem fengu 1 dollara voru jákvæðari í garð verkefnisins og þeir sem lugu ekki heldur en þeir sem fengu 20 dollara. Þeir sem fengu 20 dollara gátu réttlætt lygina, þeir sem fengu bara 1 dollara voru í vanda, þeir fengu lítið fyrir og leið illa yfir lyginni svo það auðveldasta fyrir þá var að breyta viðhorfi sínu á verkefninu.

o Hugrænt misræmi kemur aðeins upp þegar við teljum að hegðun okkar hafi verið af frjálsum vilja, ef okkur finnst hún slæm og ef hún ógnar sjálfsmynd okkar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Sjálfsskynjunarkenning (Self perception Theory)

A

Kenning gegn hugrænu misræmi. Segir að við drögum ályktanir um viðhorf okkar með því að fylgjast með eigin hegðun. Daryl Bem
o Viðhorf verða því ekki til vegna hugræns misræmis.
• ATH! Báðar kenningar hafa eitthvað til síns máls:

o Kenning um hugrænt misræmi: Skýrir breytingar á viðhorfum þegar hegðun andstæð þeim ógnar sjálfsmynd eða er okkur mjög óþægileg. Það þarf að vera tilfinningaleg upplifun.

o Sjálfskynjunarkenning: Skýrir viðhorfsbreytingar í aðstæðum sem vekja ekki upp mikla örvun eða tilfinningar höfum ekki mjög sterka skoðun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Fortölur

A

Snúast um það að reyna telja fólki hughvarf, menn veltu fyrir sér hvað þarf til þess að snúa hug fólks. Það eru til margar leiðir. Það er hægt að setja lög, bönnum hluti. Dæmi um lagasetningu sem hafði jákvæð áhrif á viðhorfi var lagasetnig þar sem bannað var að keyra án bílbeltis og viðurlög voru sett, það urðu heitar umræður um bílbeltu en með tímanum hefur þetta virkað dásamlega og viðhorf fólks til bílabelta eru mjög jákvæð og það breytti hegðun. Við höfum þá ekki alltaf völd við að breyta lögum en þá notum við fortölur, þrjú meginatriði fortalna:

• Trúverðugleiki boðberans
o Hver ber boðin.
o Sérfræðiþekking.
o Traust.
o Útlit og hversu viðfeldin manneskjan er metin.

• Skilaboðin
o Að skilaboðin innihaldi báðar hliðar máls.
o Hræðsluboð, virka helst ef sá sem tekur við skilaboðunum sér að hann getur breytt auðveldlega skoðun sinni til að draga úr áhættu.

• Áheyrendur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Petty og Cacioppo

A

komu fram með kenninguna um kjarnaleið og jaðarleið. Sem sagt eiga þetta að vera þær 2 leiðir sem áheyrendur fara þegar viðhorfi þeirra er breytt.

▪ Kjarnaleið: Manneskjan veltur fyrir sér innihaldi boða. Ítarleg vitræn úrvinnsla á upplýsingarboðum. Við veltum fyrir okkur innihaldi boða, meiri líkur á að fólk skipti um skoðun. Þarna hefur fólk áhuga á málinu.

▪ Jaðarleið: Frekar tilfinningaleg viðbrögð og lítil vitræn úrvinnsla á upplýsingarboðum. Algengasta leiðin, innihald boða er ekki mikilvægt heldur hver er boðberinn, líkar okkur vel við hann, er hann sætur o.s.frv. Verið að reyna að búa til jákvæðar tilfinningar til vöru sem annars skipta ekki máli. Þetta er notað í auglýsingum, fáklæddar stúlkur í bílauglýsingum (klassísk skilyrðing).

26
Q

Félagsleg auðveldun

A

Áhrif þess að vinna verk fyrir augum annarra bætir frammistöðu.

• Tilraun Triplets: Lét börn framkvæma verkefni þar sem áhorfandi var eða að keppa á móti öðrum, niðurstöðurnar voru að börn stóðu sig betur ef þau voru með áhorfendur eða í samkeppni. Þarf í raun ekki að vera í samkeppni heldur er nóg að það sé verið að horfa á þig.

27
Q

Félagsleg hömlun

A

Áhrif þess að vinnna verk fyrir augum annarra hamlar frammistöðu.

• Menn komust þó að því að þetta væri ekki jafn einfalt og félagsleg auðveldun, þetta fer eftir eðli verkefnisins. Stundum leiðir þetta til verri og stundum betri niðurstöðu. T.d. þegar stúdentar voru fengnir til að leysa reiknisdæmi, þá leystu þeir reiknisdæmin einir frekar en með öðrum (of mikil pressa).

28
Q

Skýring Zajoncs

A

Mikil örvun leiðir til ráðandi viðbragðs.

• Í auðveldum verkefnum þá mun hækkað örvunarstig bæta frammistöðu þegar hreyfingar eru að mestu sjálfvirkar en í öðrum aðstæðum þegar ráðandi viðbragð er ekki rétta verkefnið þá veldur aukin örvun fleiri villum og verri frammistöðu.

ATH! Á aðeins við um auðveld verkeni, en þegar verkefnin eru erfið þá er erfiðara að framkvæma þau ef það eru áhorfendur.

29
Q

Undanlátssemi (Compliance)

A

Verið er að spila með þá staðreynd að flestum finnst óþægilegt að það sé ósamræmi í hegðun og viðhorfum. Það eru til ýmsar leiðir sem t.d. sölumenn nota til að hafa áhrif á hegðun annarra.

30
Q

Gagnkvæmnisregla

A

Greiði til greiða.

31
Q

Hurð í andlit tæknin

A

Beðin fyrst um stóran greiða (veit að maður fær nei) og síðan um minni greiða (þá fær maður já).

32
Q

Fótur í dyragættina

A

Fær þig til að samþykkja lítinn greiða og biður þig síðan um stóran greiða.

33
Q

Frasier og Tritman

A

Báðu íbúa í götu að setja lítinn miða á húsið sitt til að láta fólk keyra varlega. Allir sögðu já, svo spurðu þeir sama fólk um að setja riiiisa stórt skilti í garðinn; 70% fólks sagði já við skiltinu.

34
Q

Að henda lágum bolta

A

Fær þig til að samþykkja aðgerð en áður en þú gerir það þá eykur hann kostnaðinn við aðgerð.

35
Q

Hlýðni (Obedience)

A

Forsaga er meðal annars útrýmingarbúðir nasista, hryllingarnar í Cambodiu og fleira.

36
Q

Rannsókn Stanley Milgrams á hlýðni

A

o Velti því fyrir sér hvort að hægt væri að hafa aðstæður svo sterkar að það er hægt að láta fólk gera nánast hvað sem er.

o Hann lagði af stað til að kanna hlýðni. Það sem hann gerði var að hann auglýsti í blöðum eftir þátttakendum um minnistilraun. Athuga átti áhrif refsinga á minni. Fólk var mætt í pörum og það var svo dregið í það hver átti að vera kennari og hver ætti að vera nemandi en þetta var feikað því það var alltaf sami maðurinn sem lék nemendann. Það voru takkar og báðum var gefið vægt lost til að sanna. Síðan var samtal og nemandinn gaf í ljós að hann væri hjartaveikur en ætlaði samt að gera þetta. Það var sett á hann græja fyrir raflost og svo var kennaranum sýnt handrit með einföldum spurningum, með röngum og réttum svörum og ef nemandinn svaraði rangt átti að gefa raflost sem voru missterk og eftir því sem leið gaf nemandinn fram mismunandi skilaboð og öskur og svo í lokin heyrðist ekkert meira í manninum.

o Stalney Milgram tók viðtöl við þekkta geðlækna og nemendur sína og spurði er líklegt að fólk fari alla leið og þeir sem gerðu það væru bara fólk sem eitthvað væri verulega að en niðurstöðurnar sýndu að 65% þátttakandanna fóru alla leið. Auðvitað varð þetta þannig að kennarinn varð stressaður og spurði ráða og fékk alltaf þau skilaboð að halda áfram.

• Hann gerði margar útgáfur af þessu til að velta því fyrir sér hvort það væri eitthvað sem skýrði þetta.

o Fjarlægð frá nemenda
▪ Ef kennarinn var í sama herbergi þá dróg úr hlýðni og 40% fóru alla leið.
▪ Ef kennarinn þurfti að setja hönd nemenda á skautið þá fóru 30% alla leið.

o Nálægð og ábyrgð stjórnanda (rannsakanda)
▪ Ef fjarlægð á milli stjórnanda og kennara var breytt og hann var lengra í burtu þá var hlýðnin ekki nema um 20% og margir svindluðu og gáfu lægri stuð.

o Ábyrgð óljós

o Persónuleika eiginleikar
▪ Enginn munur á niðurstöðum eftir persónuleikum.

o Kynjamunur
▪ Enginn munur á milli kynja.

o Aðstæður þróast smám saman
▪ Sterkar aðstæður en það gerir mikið að láta þær þróast hægt og rólega.

o Hlýðni í stuttum skrefum
▪ Hröð atburðarrás, þú finnur fyrir félagslegum þrýstingi frá rannsakanda og aukningin er mjög lítil í hvert sinn sem getur hjálpað til að maður réttlæti fyrir sjálfum sér að halda áfram. Svo þegar maður er kominn langt, t.d. 300 volt, þá er erfitt að hætta og réttlæta það fyrir sjálfum sér að maður hafi gert rangt.

o Rannsóknin sýndi að aðstæður geta tekið yfir gildismat einstaklings.

37
Q

Félagsleg viðmið (Social Norms)

A

Sameiginlegar væntingar um hvernig fólk á að hugsa, um skoðanir þeirra og hvernig þau eiga að hegða sér.
o Það er félagslegt viðmið að snúa að hurðinni í lyftu.

38
Q

Félagslegt hlutverk (Social Role)

A

Ákveðin viðmið um hvernig við eigum að vera í tilteknum félagslegum aðstæðum.

39
Q

Hlutverka ágreiningur (Role Conflict)

A

Gerist þegar það verða árekstrar milli viðmiða ólíkra félagslegra aðstæðna.
▪ Þegar maður gefur sér ekki tíma fyrir fjölskylduna af því maður er alltaf að vinna eða þegar maður sinnir vinnunni ekki því maður er svo mikið með fjölskyldunni.

40
Q

Myndun viðmiða (Norm Formation)

A

o Rannsókn Sherif (1935) á sýndarhreyfingum (Autokinetic effect):
▪ Lét fólk horfa á punkt eða skjá eða mynd á tjaldu og ýmislegt sem bendir til þess að viðmið myndist sjálfkrafa, eiginlega strax. Sumum fannst punkturinn hreyfast þó hann væri kjurr, ýmist til hægri eða vinstri þegar það var eitt. Síðan þegar fólkið horfði á punktinn með öðrum urðu til viðmið sem voru sameiginleg og héldust þó fólkið væri svo eitt.
o Gefum eftir í hópþrýstingi.

41
Q

Fylgispekt

A

Aðlögun hegðunar, viðhorfa eða skoðana einstaklings í takt við hópviðmið.
o Tilraun þar sem fólki var sýnt margar myndir strikum, fólk átti að segja hvað af þessum 3 strikum væri jafn langt og viðmiðunarstrikið. Einn maður sagði strik nr. 2 (sem var rétt) en allir hinir í kring um hann sögðu nr.3 eða nr.1 og hann varð mjög ruglaður og fór að rýna í myndina til að sjá hvort að hann væri að segja eitthvað vitlaust, að meðaltali gaf fólk eftir í 37% skipta.

42
Q

Áhrif af upplýsingafræði (Informatonal Social Influence)

A

Að fylgja skoðunum eða hegðun annars fólks af því við trúum að þeir viti betur. Þegar fólk er ekki alveg visst í sinni sök þá lítum við til annarra til að fá upplýsingar.

43
Q

Þrá í velvild (Normative Social Influence)

A

Sýna fylgispekt til þess að vera samþykkt í hópinn og þannig forðast höfnun. T.d. youtube myndbandið.

44
Q

Áhrif ósamhljóða hópa (Unanimous Groups)

A

Í einni tilraun hafði þátttakandinn 1 félaga og það dugði til að hann svaraði rétt.

45
Q

Félagsleg leti (Social Loafing)

A

Tilhneiging til að leggja sig minna fram í hópi en einn. Fræg rannsókn um það er reipitogrannsóknin, skoðað hversu vel fólk togaði. Styrkur flestra var aðeins 51% af raungetu ef það var í hópi en meira þegar það var eitt. Því maður er með minni ábyrgð þegar maður er í hópi heldur en þegar maður er einn og það sést minna hvað maður leggji lítið á sig. Meira áberandi hjá körlum heldur en konum, en í blönduðum hópi lögðu karlar sig meira fram.

46
Q

Líkan um sameiginlega fyrirhöfn (Collective Effort Model)

A

Í samvinnu verkefnum leggur maður aðeins í verkið það sem talið er algerlega nauðsynlegt til að ná markmiðum.

47
Q

Hópskautun

A

Ef hópur fólks með svipaðar skoðanir ræða málefni virðast ákvarðanir hóps verða öfgakenndari. Ákvarðanir í hópum hafa tilhneigingu til að vera öfgakenndari en einstaklingsákvarðanir.

o Hliðrun á áhættu (risky shift): Fólk hefur tilhneigingu til að taka ýmist varkárari ákvörðun eða áhættusamari ákvörðun í hópi og fer það allt eftir samsetningu hópsins. Sem sagt varkárari skoðun þegar maður er einn en hópur hefur þau áhrif að skoðanir eru áhættusamari.

o Að vera ranglega samhljóða: Að telja sig alltaf vera í meirihluta, maður leitar ávallt eftir staðfestingum á sínum eigin skoðunum og hunsar þær sem eru á móti þeim. Maður heyrir sem sagt frekar þá sem eru sammála manni en hunsar allan mótburð.

48
Q

Hóphugsun (Groupthinking)

A

Tilhneiging hópmeðlima að hafna gagnrýni vegna áherslu hóps á sameiginlegar niðurstöður. Aðal áhersla er samstaða í hópnum.

o Líklegast að gerist ef: hópar eru undir miklu álagi og þurfa niðurstöðu, hópar eru einangraðir, undir stjórn sterkra leiðtoga og samsettur af fólki með svipaðar skoðanir.

o Þeir hópmeðlimir sem eru í vafa eru ólíklegri að standa með sínum skoðunum og að mótmæla ef samsetning hópsins er svona.

o Hugmyndir Janis voru samt fljótt gagnrýndar en samsetning hóps af fólki með svipaðar skoðanir hefir ekki áhrif.

49
Q

Hópgerving (Deindividuation)

A

Hópmeðlimir hætta að líta á sjálfan sig sem einstakling, getur leitt til hömlulausrar hegðunar.
o Ábyrgðarleysi eykst, þekkist ekki utan hóps.

o LeBon (1895)

o Fangatilraun í Stanford (Zimbado og félagar), fólki var gefið hlutverk sem ýmist fangaverðir eða fangar og tilraunin átti að standa í 14 daga. Þetta fór allt illa og fangarnir brotnuðu margir hverjir niður. Mistök þeirra voru m.e. að þeir preppuðu fangaverðina áður og sögðu þeim hvernig átti að haga sér en fangarnir voru sóttir fremur óvænt. Öll siðferðisleg viðmið voru brotin, fangaverðirnir voru farnir að brjóta á föngunum og neyta þeim um mat svo þessari tilraun var hætt eftir 6 daga.

o Svo var gerð eins tilraun í bretlandi en fangaverðir voru ekki preppaðir en þá urðu vinaleg samskipti.

o Menn hafa velt því fyrir sér hvort það sé nóg að setja fólk í búning til þess að hafa áhrif á hegðun þeirra.

o Fólk var klætt í KKK búninga og svo í venjuleg föt og það átti að gefa rafstuð, þeir sem voru í búning gáfu meiri stuð. Svo var fólk sett í hjúkkubúning og þá voru rafstuðin vægari, það eru greinilega einhver norm um það hvernig fólk eigi að haga sér og það hefur því áhrif á hegðun þess.

o Social Identidy er tilgáta um muninn á þessu, með því að klæðast búning þá stýra félagsleg norm hegðun í þeim aðstæðum.

50
Q

Fordómar

A

Neikvætt viðhorf til annarra byggt á hvaða hópi þeir tilheyra. Það byggir á þeirri afstöðu að allir meðlimir tiltekins hóps eru taldir búa yfir ákveðnum eiginleika. Við teljum fólk í okkar hópi búa yfir breytileika í hegðun en fólk í öðrum hópum séu sértækari í hegðun. Við höfum þá tilhneigingu að eigna fólki í okkar hópi jákvæða eiginleika og öðrum neikvæða.

51
Q

Hlutdrægni innan hópa

A

Tilhneiging til að eigna ,,okkur” fleiri jákvæða eiginleika en ,,þeim”.

52
Q

Hlutdrægni milli hópa

A

Tilhneiging til að eigna “þeim” fleiri neikvæða eiginleika en okkur.

53
Q

Fordómar þurfa ekki að

A

vera meðvitaðir, þegar eitthvað minnir okkur á viðfang fordóma þá virkjast skemu (ýfing) sem virkja ákveðna hegðun. Samblanda af skemu og staðalímyndum.

54
Q

Bargh, Chen og Burrows

A

fólk las orð á skjá, fólk sem fékk orð tengt elli löbbuðu hægar út, ýfing á hugmyndum þeirra um gamalt fólk.

55
Q

Leiðir ósjálfráð virkjun staðalmynda til mats?

A

Rannsóknin fólst í því að kanna hvort að hvítir eða svartir stúdentar væru fljótari að svara neikvæðum orðum eftir því hvort að birt var mynd af svörtum eða hvítum í stuttan tíma svo að engin meðvituð úrvinnsla sé möguleg. Í ljós kom að hvítir stúdentar voru fljótari að svara neikvæðum orðum en jákvæðum ef myndin var af svörtum og öfugt fyrir svarta. Þannig virðast staðalmyndir hafa áhrif á hversu fljót við erum að svara.

56
Q

Líkamleg aðlögun (Physical Attractiveness)

A

Fólk heillast mest að fólki sem er aðlagandi/fallegt. Skiptir mestu máli í makavali.

57
Q

Rosabaugsáhrif (Halo effect)

A

Tengjum aðra eiginleika við einn jákvæðan; ef manneskja er heillandi þá gerum við ráð fyrir því að hún sé skemmtileg eða hress o.s.frv. Við erum einnig hærra metin ef maki okkar er sætur.

58
Q

Nálægð

A

Virðist skipta miklu máli um hverjir ná saman. Því meiri nánd sem er á milli manneskja er líklegara að það verður hrifning. Fólk hefur tilhneigingu til að líka betur við þá sem maður er í nálægð við, það sem skýrir þetta er líklega kunnugleiki.

59
Q

Kunnugleiki

A

Því betur sem við þekkjum einhvern því betur líkar okkur við hann. Dæmi: því oftar sem fólki er sýnt áreiti því betur líkar fólki við þau. T.d. prófað með andlitsmyndir sem voru sýndar oftar.

60
Q

Svipmót (Similarity)

A

Þegar eitthvað minnir okkur á einhvern sem við þekkjum vel hefur það áhrif á hvernig við metum manneskjuna.

61
Q

Yfirfærsla (Transference)

A

• Ást og hjónaband:
o Af hverju verðum við ástfangin?
o Ein hugmynd er útvíkkun sjálfsins, í samlífi við ást aukum við möguleika okkar á þroska, við stækkum vinahóp okkar og bætir sjálfsmynd okkar.
o Tilraun gerð á 1. árs háskólanemum og eftir að fólk varð ástfangið var það farið að meta sig hærra. Það fylgja oft margar jákvæðar tilfinningar en það er ef ástin er gagnkvæm.
o Fáum aðra sýn, þroskumst, fáum betra álit á sjálfum okkur.
• Ást og útvíkkun sjálfsins

62
Q

Kenning Sternberg um þrískiptingu ástar (Kunna vel)

A

o Náin kynni: Tilfinningaleg hlið ástarinnar (væntumþykja)

o Ástríða: kynlíf og rómantík (hvatahlið ástarinnar)

o Skuldbinding: Hin hugræna hlið

• Síðan má flokka ástina í 8 flokka eftir þessum þremur en það eru þessi 2 meginstef sem við sjáum í þeim öllum.

o Rómantísk vs. Ástríðufull: Meiri losti í ástríðufullri ást.

o Félagsskapur (Companionate love): Nýtur félagsskapsins, góðir vinir.
▪ Spáir meira til um lengd sambandsins en ástríðan.