Kafli 15 Flashcards
Félagssálfræði má skipta í þrjú meginþemu
- Félagshugsun (Social Thinking): Þankagangur um hinn félagslega heim.
- Félagshrif (Social Influence): Hvernig annað fólk hefur áhrif á hegðun okkar.
- Félagstengsl (Social Relations): Samfélagsleg tengsl.
Félagsskilningur (Social Cognition)
Skilningur á okkur sjálfum og öðrum manneskjum.
Eignun (Attributions)
Mat á orsökum eigin hegðun eða annarra.
Hneigðaeignun (Personal (Internal) Attributions)
Eiginleikar fólks stýra hegðun.
Aðstæðnaeignun (Situational (External) Attributions)
Aðstæður stýra hegðun.
• ATH! Mikilvægt: Samkvæmt Kelly erum við líklegust til að gera aðstæðnaeignun þegar stöðugleiki, aðgreining og samhljóðan eru allar miklar.
Grundvallareignunarvillan (FAE)
Vanmetum áhrif aðstæðna og ofurmetum áhrif hneigða.
- Við höfum tilhneigingu til að vísa skýringu til hneigðar fólks í stað aðstæðna og það kallast grundvallareignunarvillan.
- Fólk var látið hlusta á fyrirlestra stúdenta um það hvort þeir væru með eða á móti Fiedel Castro, stúdentunum var úthlutað hvort þeir væru með eða á móti ásamt efninu en fólk taldi samt að þeir væru þeirrar skoðunar sem ræðan þeirra fjallaði um.
- Stúdentum var boðið í spurningarleik, tilviljun réði hver fékk að spurja um áhugamál og hver fékk að svara. Síðan var öðrum nemendum boðið að horfa á upptöku af þessu. Þessum áhorfendum var ljóst að það var tilviljun sem réði hver fékk að vera spyrjandi og hver var svarandi en samt var spyrjandi ávalt metinn gáfaðari en meðalnemandi af bæði svaranda og áhorfenda.
- Þegar við erum gerendur veitum við umhverfinu meiri athyglu en ef við erum áhorfendur þá veitum við hegðun meiri athygli. Sjónarhorn virðast skipta miklu máli.
Eiginhagsmunaskekkja
Skýrum velgengni með hneigðum og mistök með aðstæðum. Þegar eitthvað klikkar hjá okkur þá kennum við öðrum um. ATH! Menningarbundinn munur, vestrænir pæla meira í sjálfum sér (Kom í prófi og passa að kunna muninn á þessu og Grundvallareignunarvillunni!)
Upphafsáhrif (Primacy effect)
Áhrif fyrstu upplýsinga um manneskju skipta miklu máli.
o Dæmi: Tilraunir Asch. Tilraun þar sem 2 hópar fengu lista af kostum og ókostum manneskju, orðaraðirnar innihéldu sömu orðin en var raðað öðruvísi upp. Hópurinn sem fékk röðina þar sem intelligent var fyrst lýsti manneskjunni betur heldur en þeir sem fengur envious fyrst.
Hugsunarháttur (Mental Set)
Fastheldni í hugsun eða skynjun.
Skemu
Fastmótað skipulag á flokkun upplýsinga.
• Erum alltaf að bera nýja reynslu saman við fyrri þekkingu okkar út frá reynslu okkar; upplýsingar settar í flokka sem við erum búin að búa til
Staðalmynd
Almenn trú eða skilningur á eiginleikum fólks sem tilheyrir tilteknum hópi.
• Hefur áhrif á hvernig við túlkum hegðun fólks.
o Staðfestingarvilla (Confirmation Bias). Lítum aðeins á það sem staðfestir hugmyndina en lítum fram hjá öllu öðru.
• Hefur áhrif á hvernig við skynjum fólk, hluti, hvað við munum um það og hvaða ályktanir við drögum um það.
ATH! Þessu fylgir ofmat á mun á milli hópa og vanmat á fjölbreytni innan hópa, fordómar eru í raun neikvæð staðalmynd
Virk spá
Væntingar okkar hafa áhrif á hegðun okkar í garð annarrar manneskju, sem getur leitt til þess að hegðun hennar staðfestir væntingar okkar.
- Snyder (Kom einnig með kenninguna um sjálfsstjórn í 14.kafla) gerði rannsókn: lét karlmenn tala við konur í síma, þeir fengu annað hvort mynd af fallegri konu eða ófríðri (sem þeir héldu að þeir voru að tala við). Framkoma þeirra við konurnar voru öðruvísi og einnig viðbrögðin frá konunum.
- Ef maður heldur að einstaklingur sé leiðinlegur og fer að tala við hann á leiðinlegan hátt þá bregst hann við með hegðun sem flokkast sem leiðinleg.
Viðhorf (Attitude)
Jákvætt, hlutlaust eða neikvætt mat á áreiti, t.d. manneskju, hegðun, hlut eða hugtaki. Vinsælt flokkunarkerfi á umhverfið. Gefa til kynna hvað það er sem við sækjumst eftir. Menn voru lengi þeirrar skoðunar að ef við vitum viðhorf fólks að þá getum við spáð fyrir um hegðun þeirra. Viðhorf er oft á tíðum tilfinningabundið mat en þó ekki einungis.
• Viðhorf eru sett saman úr þrennu: Tilfinningum, hugsunum og hvernig við hegðum okkur.
Mælingar á viðhorfum
o Spurningalistar (attitude questionnaire), vandinn við þá er að það er ekki alltaf hægt að treysta á að fólk segi satt (sérstaklega um fordóma, fólk svarar eins og það telur samfélagslega samþykkt).
o Likert mælistikur; Mjög sammála, frekar sammála, hlutlaus, frekar ósammála, mjög ósammála.
• Spá viðhorf fyrir um hegðun? (Nei og já)
Rannsókn LaPiere
Hann fór með kínverja í BNA á 50 hotel og 200 veitingahús en hann var að kanna það hvort þeim yrði neitað um þjónustu þar sem að viðhorf við austurlandabúa voru neikvæð á þessum tíma. Hann sendi svo póst og spurði hvort kínverjar myndu fá þjónustu og það voru 92% sem sögðust ekki veita kínverjum þjónustu. Þetta sýndi mun á hegðun og það sem fólk segist ætla að gera. Þetta olli efasemdum á viðhorfsmælingum.
o Michell skrifaði einnig bók um að viðhorf væru í raun ekki til.
Áhrif aðstæðna (Situational Control)
Fer eftir aðstæðum hvort að viðhorf spái fyrir um hegðun.
Styrkleiki viðhorfa (Attitude strength)
Ef við tökum mjög sterka afstöðu (tilfinningaleg) til málefnis er líklegra að við hegðum okkur í samræmi.
Skilgreining og mæling viðhorfa
▪ Sértæk viðhorf > afmörkuð hegðun
▪ Þá erum við líklegri til að sjá samband milli viðhorfs og hegðunar. Skiptir miklu máli hvernig við orðum spurningar.
Hugræn vs. Tilfinningaleg viðhorf
▪ Tilfinningaleg viðhorf spá betur fyrir um hegðun.
▪ Ýmislegt bendir til að það borgi sig að horfa til tilfinningalegs þáttar viðhorfs. Værum t.d. að mæla viðhorf til reykinga þá ætti frekar en að skoða viðhorf til hugrænna þátta eins og skoðana þeirra gagnvart skaðsemi þeirra á lungu frekar þá á frekar að skoða tilfinningalegt viðhorf um hvað fólki finnst um reykingar.
Kenning um skipulagða hegðun (Theory of planned Behaviour - Ajzen)
Hún virðist hjálpa okkur að spá betur fyrir um ætlun til hegðunar þegar við mælum viðhorf.
• Jákvæð viðhorf til hegðunar
• Hvað aðrir sem eru okkur mikilvægir telja að við eigum að gera
• Teljum að við höfum stjórn á því sem við ætlum að gera
• Ef þessir þættir eru uppfylltir er líklegra að viðhorf endurspegli hegðun.
Hugrænt misræmi
Vanlíðan sem myndast þegar ósamrými er á milli tveggja hugareininga. Kemur þörf til þess að fá samræmi á ný. Okkur finnst óþægilegt að hafa ósamræmi á milli viðhorfa og hegðunar og við förum þá auðveldu leiðina og breytum viðhorfum í samræmi við hegðun því erfitt er að fara hina leiðina.
Misræmi í kjölfar hlýðni (induced Compliance)
Festinger og Carlsmith gerðu rannsókn þar sem hópar voru fengnir til að framkvæma leiðinleg verkefni. 1. Hópurinn fékk ekkert fyrir rannsóknina og þurfti ekki að segja næstu þáttt. að verkefnið væri skemmtilegt, seinni fékk dollara fyrir að ljúga að næstu þátt. Að verkefnoið væri skemmtilegt og síðasti fékk 20 dollara til að ljúga. Eftir verkefnið voru þeir settir í annað herbergi og þeir átti að meta verkefnið.
Niðurstöðurnar: Þeir sem fengu einn dollara rate-uðu verkefnið skemmtilegast, næst þeir sem fengu 20 dollara og þar á eftir þeir sem fengu ekkert borgað. þeir sem fengu 1 dollara voru jákvæðari í garð verkefnisins og þeir sem lugu ekki heldur en þeir sem fengu 20 dollara. Þeir sem fengu 20 dollara gátu réttlætt lygina, þeir sem fengu bara 1 dollara voru í vanda, þeir fengu lítið fyrir og leið illa yfir lyginni svo það auðveldasta fyrir þá var að breyta viðhorfi sínu á verkefninu.
o Hugrænt misræmi kemur aðeins upp þegar við teljum að hegðun okkar hafi verið af frjálsum vilja, ef okkur finnst hún slæm og ef hún ógnar sjálfsmynd okkar.
Sjálfsskynjunarkenning (Self perception Theory)
Kenning gegn hugrænu misræmi. Segir að við drögum ályktanir um viðhorf okkar með því að fylgjast með eigin hegðun. Daryl Bem
o Viðhorf verða því ekki til vegna hugræns misræmis.
• ATH! Báðar kenningar hafa eitthvað til síns máls:
o Kenning um hugrænt misræmi: Skýrir breytingar á viðhorfum þegar hegðun andstæð þeim ógnar sjálfsmynd eða er okkur mjög óþægileg. Það þarf að vera tilfinningaleg upplifun.
o Sjálfskynjunarkenning: Skýrir viðhorfsbreytingar í aðstæðum sem vekja ekki upp mikla örvun eða tilfinningar höfum ekki mjög sterka skoðun.
Fortölur
Snúast um það að reyna telja fólki hughvarf, menn veltu fyrir sér hvað þarf til þess að snúa hug fólks. Það eru til margar leiðir. Það er hægt að setja lög, bönnum hluti. Dæmi um lagasetningu sem hafði jákvæð áhrif á viðhorfi var lagasetnig þar sem bannað var að keyra án bílbeltis og viðurlög voru sett, það urðu heitar umræður um bílbeltu en með tímanum hefur þetta virkað dásamlega og viðhorf fólks til bílabelta eru mjög jákvæð og það breytti hegðun. Við höfum þá ekki alltaf völd við að breyta lögum en þá notum við fortölur, þrjú meginatriði fortalna:
• Trúverðugleiki boðberans o Hver ber boðin. o Sérfræðiþekking. o Traust. o Útlit og hversu viðfeldin manneskjan er metin.
• Skilaboðin
o Að skilaboðin innihaldi báðar hliðar máls.
o Hræðsluboð, virka helst ef sá sem tekur við skilaboðunum sér að hann getur breytt auðveldlega skoðun sinni til að draga úr áhættu.
• Áheyrendur