Kafli 16 Flashcards
Heilsusálfræði
- Líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan
* Snýst um að viðhalda góðri heilsu, fjallar um þætti sem valda sjúkdómum, lifa með sjúkdómum og að bæta heilsu.
Líkan um líffræðilega, sálfræðilega og félagslega þætti (Þættir sem hafa áhrif á heilsu)
- Lífstíll: Mataræði manneskjunnar, hreyfing, hvort að hún reyki eða drekki.
- Þættir sem hafa áhrif á líkamlega heilsu: Til dæmis streita o.fl.
- Heilsusamleg hegðun: Það að leita til læknis ef eitthvað bjátar á, menningarleg norm og social relationships.
- Líffræðilegir þættir: Aldur, kynþáttur, kyn og gen.
Sjúkdómar hafa breyst með tímanum
- Breyttist með tilkomu pensilíns.
- Lífstíll (t.d. Reykingar), streita, kynlífshegðun hafa áhrif á sjúkdóma nútímans.
- Um 1900 þá var Influenza algengasti sjúkdómurinn en í dag er það krabbamein, hjartasjúkdómar og lungnasjúkdómar (t.d. astmi).
Þrjár skilgreiningar á streitu
- Streita sem áreiti (Elliot og Eisdorfer)
• Hlutlæg skilgreining á streitu sem vísar til atburða eða fyrirbæra í umhverfinu.
o ,,Það er svo mikið að gera hjá mér, það eru 5 próf í vikunni, bíllinn minn bilaði og kærasti minn hætti með mér”. - Streita sem viðbragð (Hans Selye)
• Vísar til líkamlegra og sálrænna (hegðun, hugsun, og tilfinningar) viðbragða við álagi.
o ,,Ég er svo tense, næ ekki að einbeita mér og er öll á iði”. - Streita sem samvirkni áreitis og viðbragðs (Lazarus)
• Gerir ráð fyrir samvirkni einstaklings við umhverfið eða með öðrum orðum skoðar tengsl áreitis og viðbragða.
o Frá þessu sjónarhorni er streita mynstur af hugrænu mati, líffræðilegum viðbrögðum og tileinkaðari hegðun sem verða vegna ójafnvægisins á milli aðstæðna sem koma upp og þess sem þarf til að takast á við þær.
Streituvaldar (Stressor Characteristics)
- Hversu ákafir
- Hversu lengi þeir vara
- Forspá
- Hvort við höfum stjórn
- Hvort þeir séu krónískir
Streituvaldarnir krefjast úrlausnar á aðstæðum (Situation)
Hugrænt mat (Cognitive Appraisal):
- Mat á kröfum streituvaldans
- Mat á úrræðum
- Mat á afleiðingum
- Mat á hvað afleiðingarnar fela svo í sér
ATH! Hugrænt mat og líffræðileg viðbrögð hafa áhrif á hvort annað
Áhrif hugræna matsins (Effects)
- Áhyggjur
- Hraðar hugsanir
- Lítið sjálfstraust
- Búist er við því versta
- Vonleysistilfinning
Líffræðileg viðbrögð (Physiological Responses)
- Örvun sympatíska kerfisins (ósjálfráða taugakerfið, virkjar fight or flight mode)
- Streituhormón
Áhrif líffræðilegra viðbragða (Effects)
- Vöðvaspenna
- Hraðari hjartsláttur
- Grunnur andadráttur
- Eykur næmni fyrir veikindum
Bjargráð (Hegðun manneskjunnar)
- Hegðun sem tengist ekki áreitinu
- Hegðun sem er “út um allt”
- Sjálf-skaðandi hegðun, til dæmis neysla á efnum eða áfengi.
Minniháttar streituvaldar (Microstressors)
Daglegt amstur og vesen. Umferðarteppur, biðraðir og hlutapróf o.s.frv.
Meiriháttar neikvæðir atburðir (Major Negative Events)
Skilnaðir, fráfall ástvina, alvarleg veikindi og fórnalömb líkamsárása.
Hörmungar (Catastrophic Events)
Jarðskjálftar, snjóflóð o.s.frv.
Eiginleikar streituvalda
o Stjórn; því minni stjórn á atburði því meiri streita.
o Forspá; ef þú veist að atburðurinn er í vændum veitir hann minni streitu þegar hann gerist.
Lífsatburðarmælingar
- Listinn inniheldur bæði neikvæða og jákvæða atburði.
- Mat atburðar, hversu streituvaldandi hann er þá segir fólk hvort hann hafi verið mjög neikvæður, neikvæður, mjög jákvæður eða jákvæður og hversu mikil áhrif atburðurinn hefur á líf einstaklingsins.
- Self reports: Fólk gefur streitunni einkunn á skalanum 1-100.