Kafli 14 Flashcards

1
Q

Persónuleiki

A

Tilteknir eiginleikar í hugsun, tilfinningum og hegðun sem eru stöðugir yfir tíma og aðstæður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Sálaraflsnálgun

A

Sigmund Freud kom með fyrstu formlegu persónuleika kenninguna, sú kenning var byrjun Sálaraflsnálgunar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Sálaraflskenningar

A

Kenningar sem gera ráð fyrir að í vitundinni takast á andstæð sálræn öfl (Kraftmikið samspil) sem hafa áhrif á athafnir okkar en séu að mestu dulvituð. Sálræna vanlíðan eða aðra sálræna erfiðleika má samkvæmt kenningunum rekja til ófullnægjandi úrlausnar á togstreitum innan vitundarinnar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Sálkönnun Freuds (Psychoanalysis)

A

er þekktasta kenningin. Með tímanum varð hún:
▪ Kenning um persónuleika.
▪ Nálgun til að kynna sér hugann.
▪ Aðferð til að meðhöndla sálfræðilega kvilla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Frumsjálf (Id), neðst

A

Aðsetur hvata, innsti kjarni persónuleikans, eina uppbyggingin sem er til staðar við fæðingu og uppspretta lífhvatar/orku kynhvatar (Libido)
o Hlýtur vellíðunarlögmálinu (Pleasure Principle): Það leitar tafarlaust fullnægingar eða lausnar, óháð skynsamlegum sjónarmiðum og umhverfislegum raunveruleika. ,,Ég vil strax”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Sjálf (Ego), miðja og efst

A

Hefur beint samband við veruleikann, starfar meðvitað. Aðsetur sjálfsins. Sjálfið verður að ná málamiðlun á milli frumsjálfsins, þvingana yfirsjálfsins og kröfum veruleikans; sjálfið er því kallað framkvæmdarstjóri veruleikans.
o Hlýtur veruleikalögmálinu (Reality Principle): að prófa raunveruleikann til að ákveða hvenær og við hvaða aðstæður frumsjálfið getur á öruggan hátt sent frá sér hvatir sínar og fullnægt þarfir þess. ,,Ef þá ok…”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Yfirsjálf (Superego), allur ísjakinn

A

allur ísjakinn: Vilji, reglur foreldra, samfélags, leggur mat á verk sjálfsins. Siðferðislega hlið persónuleikans. Þróast frá 4-5 ára aldri.

Dæmi: Frumsjálfið segir: ,,ég vil”, yfirsjálfið segir: ,,ekki voga þér!” og sjálfið bíður með hegðunina þar til hún er örugg og leyfileg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Átök, kvíði og vörn

A

Þegar egóið stendur frammi fyrir hvötum sem hóta að komast úr böndunum eða standa frammi fyrir hættum frá umhverfinu myndast kvíði. Eins og líkamlegur sársauki, þjónar kvíði sem hættumerki og hvetur sjálfið til að takast á við vandamálið sem fyrir hendi er.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Varnarhættir (Defence Mechanisms)

A

Ómeðvitaðar hugrænar aðgerðir sem afneita raunveruleikanum eða brengla hann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Bæling (Repression)

A

Virkt varnarferli sem ýtir hvötum sem valda kvíða (Anxiety-arousing impulses) eða minningum í meðvitundarlausa hugann.
▪ Dæmi: Manneskja sem beitt var ofbeldi í æsku man ekki eftir atburðunum.
▪ Myndir/skannar (Neuroimaging Study) af heilanum sýna atburðarásina og styðja kenninguna um bælingu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Réttlæting (Rationalization)

A

Einstaklingur smíðar rangar en áleitnar skýringar eða afsökun fyrir hegðun sem veldur kvíða eða atburði sem þegar hefur átt sér stað.
▪ Dæmi: Stelpa svindlar í prófi og þegar það kemst upp um hana þá segir hún að kennarinn búi til svo ósanngjörn próf og allir séu að svindla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Afneitun (Denial):

A

Einstaklingur neitar að viðurkenna kvíða sem vakinn er af umhverfinu. Afneitunin getur falið í sér annað hvort tilfinningar sem tengjast atburðinum eða bara atburðinum sjálfum.
▪ Dæmi: Maður greinist með krabbamein en vil ekki viðurkenna að hann gæti mögulega dáið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Tilfærsla (Displacement)

A

Óásættanleg eða hættuleg hvatning er kúguð og henni síðan beint að öruggara varamarkmiði.
▪ Dæmi: Kona er áreitt af yfirmanni sínum, sýnir enga reiði á vinnustaðnum en kemur svo heim og beinir reiði sinni að manni og barni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Einangrun / Skynseming (Isolation / Intellectualization)

A

Tilfinningar sem tengjast slæmri upplifun eru bældar niður og farið er með ástandið sem vitsmunalegan áhuga.
▪ Dæmi: Manneskja sem hefur fundið fyrir afneitun í ástarsambandi talar um (á skynsamlegan hátt) áhugaverðan breytileika ástar í samböndum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Frávarp (Projection)

A

Óásættanlegur hvati er bældur niður en svo varpað yfir á annað fólk.
▪ Dæmi: Kona sem hefur sterka löngun til framhjáhalds er sífellt að ásaka manninn sinn um framhjáhald.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Andhverfing (Reaction Formation)

A

Kvíði sem er vakinn af hvötum er bældur niður og sálræna orka hvatans finnur útleið með ýktri tjáningu andstæðrar hegðunar.
▪ Dæmi: Móðir sem finnur fyrir gremju í garð barna sinna bregst við með því að ofvernda börnin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Kynsálþróun persónuleikans (Psychosexual Stages)

A

Stigbundin þróun persónuleikans.
• Munnstig (Oral Stage, 0-1 árs): Tilhneiging barna að stinga hlutum upp í sig.
• Þermistig (Anal Stage, 2-3 ára): Fyrsta tilraun samfélagsins til að stjórna líffræðilegri hvöt.
• Reðurstig (Phallic Stage, 4-5 ára): Þegar börn fara að öðlast ánægju vegna kynfæra sinna.
• Lægðarstig (Latency Stege, 7-12 ára): Kynhneigð í dvala.
• Kynþroskastig (Genital Stage, unglingsárin): Þar sem erótískar hvatir fá útrás í kynferðislegum samskiptum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Ödipusarduld (Oedipus Complex)

A

Tímabil þar sem sonur girnist móður sína og finnur fyrir hatri í garð föðurs vegna öfundar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Electruduld (Electra Complex)

A

Tímabil þar sem stelpan áttar sig á því að hún er ekki með lim, kennir móður sinni um og vil ganga með barn föðursins til þess að bæta upp fyrir kynfærið sem þeim vantar. Freud taldi lim vera kynfæri sem fólk þráði mest.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Tákn og Teikn (Um tilveru frumsjálfsins)

A

Merki sem skýra tilveru frumsjálfsins og birta réttu mynd hvatanna sem eru í frumsjálfinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Mismæli og minnisglöp

A

Til dæmis ef maður er trúlofaður konu sem heitir Anne en segir; ,,Ó elsku Linda” þá heldur Anne að hann elski Lindu en ekki hana.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Draumar

A

o Eru uppfylling óska.
o Undirliggjandi draumur; Meining draumsins. (Latent dream)
o Birtingarform draums; Atburðir draumsins. (Manifest dream)
o Yfirsjálfið er ekki virkt og frumsjálfið fær að vera ,,laust”.
o Túlkun drauma er tákngerving maður leitar tákna fyrir eitthvað sem er ekki raunverulega þar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Goðsögur og ævintýri

A

Innsýn í ímyndunarafl, sem sýnir inn í frumsjálfið. Frumsjálfið hefur þannig áhrif á bókmenntir.
o Sameiginlegur arfur bældrar hugsunar, væntingar og þrár fyrri kynslóða.
o Áhrif á bókmenntir; enn er vinsælt að vísa í Freud og finna tákn í bókmenntum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Nýfreudismi (Neoanalytic Theories)

A

Fólk var ósammála ákveðnum kenningum Freud’s en kom fram með sínar eigin kenningar og ný sjónarhorn. Töldu að Freud hafði ekki sett nægilega áherslu á félagslega og menningarlega þætti sem koma að myndun persónuleika. Gagnrýndu einnig að Freud setti of mikla áherslu á barnæskuna sem þátt sem myndar persónuleika, en samþykktu þó að barnæskan væri mikilvægur þáttur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Carl Jung

A

Var ósammála undirliggjandi stjórn hegðunar af frumsjálfinu.
o Sameiginleg dulvitund (Collective Unconscious): Samanstendur af minningum sem hafa samnast saman í gegnum alla sögu mannkynsins. Þessar minningar eru táknaðar af erkitýpum.

o Erkitýpur (Archetypes): Erfð tilhneiging til að túlka reynslu á ákveðinn hátt. Erkitýpur finna tjáningu í merkjum/táknum, goðsögnum og viðhorfum sem fylgja ákveðnum menningum. Svo sem ímynd guðs, afl einhvers ills, hetjur, góð móðir og leitin af sjálfseiningu (self-unity) og heilleika.

o ATH! Hugmyndir Jung’s bera líkindi með nútíma þróunarsálfræði kenningum um meðfædda hugræna ferla.

26
Q

Alfred Adler

A

o Félagslegur áhugi (Social Interest): Adler hélt því fram að menn væru í eðli sínu félagsverur sem eru hvattar af félagslegum áhuga, lönguninni til að efla velferð annarra. Þeim er annt um aðra, vinna með þeim og setja almenna félagslega velferð annarra ofar eigingjörnum persónulegum hagsmunum. Aftur á móti leit Freud á mannfólk sem villidýr sem voru fangelsuð af samfélaginu.

o Vangetuduld (Inferiority): Adler sagði einnig frá almennri hvöt til að leitast við yfirburði sem knýr fólk til að bæta upp raunverulegan eða ímyndaðan galla í sjálfum sér (minnimáttarkenndin) og leitast við að vera sífellt hæfari í lífinu.

27
Q

Karen Horney

A

Gagnrýndi kenningar Freud’s sem byggðust mikið á karlkyns nálgun og kynjamisrétti (Penis envy) og kom fram með jafnréttissinnaðari kenningar.

28
Q

Erik Eriksson

A

Erikson taldi að persónuleikaþroski haldi áfram alla ævi þar sem einstaklingar glíma við áskoranir sem eru sértækar í tilteknum áföngum í lífi þeirra.

29
Q

Object Relations Theories

A

Þróað af Melanie Klein, Otto Kernberg, Margaret Mahler og Heinz Kohut. Einblítt á myndir eða andlegum framsetningum (Mental Representations) sem fólk myndar sjálfum sér og af öðru fólki vegna reynslu af ummönnunaraðilum. Dæmi: Barn sér pabba sinn sem “protective” og “ofbeldisfullan” og heldur að flestir pabbar séu þannig.
• Samfélagsleg samskipti þeirra stjóranst svo af þessum ,,linsum” (myndir/andlegar framsetningar), og þær hafa meðvitundarlaus áhrif einstaklingsins í gegnum lífið.

30
Q

Bowlby

A

Kenning Bowlby um myndun geðtengsla (í 13.kafla) byggðist svolítið á object relations theories. Fylgnirannsókn sýndi að manneskja sem átti góð geðtengsl við foreldri er líklegri að eiga betri samskipti/sambönd við fólk þegar hún er orðin eldri. Sem dæmi þá á fólk í lengra og betra ástarsambandi ef það áttu góð geðtengsl við foreldri.

• Mismunandi tengslamyndanir fullorðins fólks (fer eftir hvernig geðtengslin þeirra voru við foreldri)
o Örugg tengsl (Secure adult attachment style)
o Forðun við tengsl (Avoidant adult attachment style)
o Kvíðatengsl (Anxious-ambivalent adult attachment style)

31
Q

Gagnrýni á Sálaraflsnálgun

A
  • Kenningarnar eru ómælanlegar og engin reynslugögn styðja þær (Þó er reynslustuðningur á bak við ego, dulvitund/undirmeðvitund, varnaraðferðir (defence mechanisms))
  • Spáir ekki fyrir um hegðun.
  • Engin merki um kynhvöt í dulvitundinni sem hafa áhrif á persónuleika (Hugrænir sálfræðingar segja þó að hugsanir í undirmeðvitundinni hafa áhrif á hegðun ásamt ,,slips of the tounge”)
  • Kenningarnar gefa ekki nægilega góðar skýringar á hegðuninni sem undirliggjandi sálrænir ferlar eiga að orsaka.
  • Áhrif greinandans; Of mikil áhrif af Freud sjálfum á kenningarnar, sem sagt hvítur karlmaður. Sálaraflsnálgunin er samfélagslega skekkt og kynjaskekkt.
  • Kynsálfræðilega kenningin um persónuleika (Psychosexual Development); Gagnrýnt Munnstig og Þermistig ásamt Ödipus.
32
Q

Fyrirbærafræðilega- og Mannhyggjulega nálgunin (Phenomenological-Humanistic approach)

A

Það sem skiptir mestu máli er hvernig fólk horfir á sig (sjálfsmynd) og heiminn.

33
Q

Fyrirbærafræði (Phenomenology)

A

Áhersla á upplifun eða reynslu hér og nú. Athygli beint að nútíð í stað fortíðar.
• Kenning um persónulegar hugsmíðar: Meginmarkmið er persónulegur skilningur á heiminum (George Kelly).

34
Q

Mannhyggjufræðingar (Humanists)

A

Tóku jákvæða afstöðu til mannlegs eðlis (Humanity). Athygli beint að möguleikum einstaklings, sköpunarþörf og meðfæddum tilhneigingum til persónulegs þroska.
• Mótmæli gegn sálaraflsnálgun, mótmæla að manneskjan sé aðeins dýr sem fær þarfir sem þarf að uppfylla (matur, kynlíf, villimannaeðli); Mannhyggjan trúði á það góða í manneskjunni og að það væri stjórnstöð hegðunar.

35
Q

George Kelly

A

Hafði áhuga á að vita hvernig manneskja býr til raunveruleikann (constructs reality). Hann taldi að fólk geri það með því að nota smíðakerfi sem þau hafa tamið sér; flokkar atburði og fólk á sinn hátt. Kelly taldi smíðakerfi vera grundvöllur að mismunandi persónuleika fólks; Kenning um persónulegar hugsmíðar (Megin markmið er persónulegur skilningur á heiminum).

• The Rep Test: Metur smíðakerfi (construct systems) manneskjunnar ásamt því að greina hversu mörg smíðakerfi manneskjan hefur. Hún er spurð um fólk eða atburði í lífi þeirra sem skipta hana miklu máli. Einnig að flokka fólkið til dæmis í vin, elskhuga, faðir o.s.frv. og svo er borið flokkana saman til þess að sjá hvað þeir eiga sameiginlegt og hvað ekki.

36
Q

Carl Rogers

A

Taldi að það sem stjórnar hegðun okkar væru innræn öfl (forces within us) og þegar umhverfið lokar ekki fyrir þau þá er hægt að treysta þeim (annað en Freud hélt fram) fyrir því að leiða okkur að self-actualization.

37
Q

Sjálfsbirting (Self-actualization)

A

Hæsta framkvæmd af mannlegum möguleika (the highest realization of human potential). Hvatningaraflið í kjarna húmanískra kenninga.

38
Q

Sjálfið (self)

A

Lykilhugtak kenninga Rogers, taldi sjálfið vera skipulagðar og stöðugar skynjanir og viðhorf í garð sjálfs síns. Þegar sjálfið hefur myndast þá spilar það lykilhlutverk í skynjun okkar og því stjórna hegðun okkar. Sjálfið hefur 2 hliðar; hlutur skynjunar og innri eining sem stjórnar hegðun. Þegar sjálfið hefur myndast þá hefur manneskjan tilhneigingu til að viðhalda því og höfum því þarfir á:

o Self-consistency: Engir árekstrar sjálf-skynjunar (Self-Perception).

o Congruence: Samræmi á milli sjálf-skynjunar og reynslu.

39
Q

Gagnrýni

A

Mannhyggjan skilar ýmsu jákvæðu en byggir of mikið á frásögnum fólks á persónulegri reynslu. Sjálfbirtingarhugtakið er hringskýring, ásamt því að það er erfitt að rannsaka sjálfið vísindalega.

40
Q

Manngerðir (Types)

A

Hverja manngerð einkennir ákveðin hegðun; týpur.
• Kerfið hans Hippókratesar er langlíft flokkunarkerfi á manngerðum, flokkarnir voru:
o Bráðlyndi – gult gall
o Þunglyndi – Svart gall
o Jafnlyndi – hráki
o Léttlyndi – blóð.

41
Q

Greining persónuleikaþátta

A
  • Að greina týpur: Að flokka fólk í hópa eftir sameinginlegum persónuleikum.
  • Að greina persónuleikaþætti: Reynt að skilgreina persónuleika einstaklings með tilliti til þess að hversu miklu leyti þeir hafa ákveðna eiginleika (frekar en allt eða ekkert). Skoðað er hvar einstaklingur er staðsettur á eiginleikaskala persónuleika.
42
Q

Persónuleikaþættir (Personality Trait):

A

Tiltölulega stöðuleikir eiginleikar í hugsun, tilfinningum og hegðun sem einkenna einstakling og greinir þá frá öðrum. Notað yfir tiltekna eiginleika sem búa í fólki og stýra hegðun þess, erum raun að mæla það sem er sameiginlegt í fólki en mismikið. Vandamál; hvernig er hægt að aðgerðabinda og mæla eitthvað sem er innra með okkur.

43
Q

18.00 orð

A

Gordon Allport og nemandinn hans skoðuðu orðabók og fundu 18.000 orð sem gætu lýst persónuleikaþáttum. Töldu tungumál vera lykillinn að greiningu.

44
Q

Flokkunarkerfi (Taxonomy)

A

Orðasafnstilgátan.
• Raymond Cattell: Tók 4000 orð úr þessum 18.000, henti svo út sjaldgæfum orðum og endaði með 171 hugtak og lét fólk skoða hugtökin og segja hvaða hugtök ættu við um sig. Í lokin endaði hann með 16 hugtök; 16 þátta próf Cattells.

o Gagnrýni: Engir aðrir fengu 16 þætti, menn voru frekar að sjá 3-5 þætti (sem sagt voru hans þættir of líkir).

45
Q

Hans Eysenk

A

Taldi að 2 andstæðir þættir greindu persónueikaþætti prófs. Þættirnir voru úthverfa-innhverfa og svo tilfinnigalegur stöðuleiki-óstöðuleiki. Þættirnir eru óháðir. Flest okkar raðast í miðjuna (meðalljón). Manneskja getur verið innhverf en annað hvort stöðug eða óstöðug.

46
Q

Tveggjaþátta próf Eysenk

A

▪ Gagnrýni: Vantar harðlyndi inn (andfélagslegt, hvatvísi, hvasst).

o Líffræðilegar undirstöður: Hann setti fram líffræðilega kenningu, taldi að það væri líffræðileg orsök á því hvers vegna sumir voru innhverfir eða úthverfir. Taldi að örvunarstig í heilanum orsakaði. Lagði áherslu á dreif.
▪ Of mikil örvun í kerfi (dreif: reticular formation): Innhverfa en of lítil örvun í kerfi: úthverfa.
▪ Grunnörvunarstigið hjá úthverfum væri of lágt og þeir væru að sækjast eftir því að hækka þetta en þetta væri öfugt fyrir innhverfa því grunnörvunarstig þeirra væri svo hátt að lítið þyrfti til að gera það of hátt.
▪ Lítill stuðningur við mun á grunnvirkni í dreif en stuðningur við viðbragðshugmyndinni, að innhverfir bregðist sterkar við áreitum en úthverfir.

47
Q

5 þátta próf (NEO-PI-R)

A

Það persónuleikapróf sem er mest notað í dag. Þættirnir 5 eru taugaveiklun, úthverfa, víðsýni, samvinnuþýði og samviskusemi. Hver þáttur hefur 6 undirþætti (McCrae og Costa). ATH! Þetta eru stóru 5 í 3.kafla, þeir þættir sem hafa hæsta arfstuðulinn.

  • Taugaveiklun: Þunglyndi, hvatvísi, varnarleysi, sjálfsvitund, reiðisþrungin fjandsemi (pirraðir), kvíði. Þeir sem skora hátt á taugaveiklun eru óstöðugir, sífellt kvartandi, lágt sjálfsálit, takast illa á við verkefni og ekki sjálfsöruggir
  • Úthverfa: Hlýja, félagslyndi, sjálfsbirgingsháttur, virkni, spenna, jákvæðar tilfinningar.
  • Víðsýni / opinn (Opinn fyrir reynslu): hafa næmt fegðurarskyn, listrænir, fjörugt ímyndunarafl, sækjast eftir tilbreytni, hugmyndaríkir (sterkt ímyndunarafl), tilfinningaríkir og eru með óhefðbundin gildi í lífinu (lífsskoðanir).
  • Samvinnuþýði / viðkunnulegur (agreeableness): Hugulsemi, traust, hógværð, hjálpsemi, undanlátsemi og hreinskiptni. Umhyggja fyrir öðrum, samvinna, býst við hjálp frá öðrum, hjálpsamir, félagslyndir (fólk sem öllum líkar við), ekki góðir í að standa á sínu, ekki leiðtogaeiginleikar, traustir, hreinskiptir, hógværir og hugulsamir.
  • Samviskusemi (conscientiousness): Samkeppni, röð og regla, skyldurækni, afreksbarátta, sjálfsagi og ætlun. Stundvísi, áreiðanleiki, vinnusemi, vandvirkni og heiðarleiki (góður karakter; hægt að treysta á hann), ekki latur, stefnir að markmiðum sínum og með mikinn aga.
  • Gagnrýni: Skýrir ekki af hverju persónuleiki myndast.

ATH! Persónuleikaþættir breytast þó með tímanum og eftir aðstæðum. Langsniðsrannsóknir sýndu að með tímanum (frá unglingsárum til þrítugs) þá minnkar víðsýni, úthverfa og taugaveiklun en samviskusemi og samvinnuþýði hækkar.

48
Q

Markmið Persónuleikaþáttafræði

A

• Að lýsa flokkum hegðunar sem einkenna persónuleika.

• Að finna leiðir til að mæla
einstaklingamun í persónuleikaþáttum.

• Að nota þessi mælitæki til að skilja og spá fyrir um hegðun.

49
Q

Stöðugleiki yfir aðstæður

A

Kom út bók eftir Walter Mischel og hélt því fram að persónuleiki væri í raun ekki stöðugur (væri í raun ekki til). Gerði rannsókn; tekin í sumarbúðum og kom í ljós að barn sem var óheiðarlegt í ákveðinni aðstæðu var það ekki í einhverri annarri, taldi því að aðstæður stýra hegðun. Var verið að kanna heiðarleika; hvort að barn laug, svindlaði eða stal. Það var sem sagt aðstæðubundið, einn krakki laug í einni aðstæðu en ekki annarri. Gerði einnig rannsókn á háskólakrökkum, þar var einn nemandi hár í samviskusemi og mætti stundvíslega en skilaði ekki verkefni á tíma.

  • Fylgni á milli persónuleika og hegðunar er aðeins r = 0,3
  • Harsthorne og May (1928)
  • Aðstæðuhyggja: Hegðun stjórnað að mestu leiti af umhverfinu.
  • Samvirkni á milli umhverfis og aðstæðna; stundum aðstæður og stundum persónuleiki.
  • Gagnrýni: Ekki búið að skilgreina hvað aðstæður eru.
50
Q

Aðstæðuhyggja

A

Hegðun stjórnað að mestu leiti af umhverfinu.

51
Q

Stöðugleiki sem persónuleikaþáttur

A

Sjálfstjórn (Self monitoring), þeir sem hafa sjálfstjórn eru næmir fyrir umhverfi, hafa síbreytilegan persónuleika (lítinn stöðugleika) og leita upplýsinga úr umhverfinu um það hvernig á að haga sér í tilteknum aðstæðum/umhverfi. Þeir sem hafa ekki sjálfstjórn sýna þá hegðun sem þeim finnst sú réttasta en ekki hvað aðstæðurnar kalla á, eru stöðugir eftir aðstæðum.

• Mark Snyder kom fram með töflu 16.7

Gagnrýni:
• Hefur náð miklum árangri í að flokka, greina og mæla mismunandi persónuleikaþætti.
• Þarf að taka tillit til samvirkni persónuleikaþátta.
• Þetta er í raun lýsing en ekki skýring.

52
Q

Líffræðilegar kenningar um persónuleikaþætti

A
  • Erfðafræðilegir
  • Þróunarfræðilegir
  • Taugafræðilegir
53
Q

Erfðir eða umhverfi?

A

• Um 40-50% dreifingar í persónuleika má rekja til erfða.

• Það sem skýrir rest:
o Sameiginlegt umhverfi (Shared Environment): Fjölskylda, fjárhagur, trúarskoðanir, búseta o.fl. (Skýrir um 0-19% af persónuleika).
o Sérstakt umhverfi (Unique Environment): Systkini, vinir, kennarar, tónlist sem þú hlustar á, allt er öðruvísi en systkini þín fá. (skýrir um 0.36-0,57% af persónuleika).
o ATH! Menn halda því fram að sérstaka umhverfið skipti meira máli.

54
Q

Gagnkvæm löghyggja

A
  • Það er gagnverkun á milli persónu, hegðunar manns og umhverfis.
  • Styrkingar, t.d. maður segir brandara og fær styrkingu frá umhverfinu sínu (hlátur) og heldur hegðuninni áfram.
55
Q

Álit á eigin færni (Self-Efficacy)

A

• Albert Bandura taldi að væntingar fólks um hæfni sína eða kunnáttu til að leysa þau verkefni sem þarf til að ná markmiðum sínum.
o Þessar væntingar hafa mikil áhrif á hvað gerist.
o Þannig verður til kerfi gilda og siðferðir.
o T.d. væntingar okkar á góðu gengi í sálfræði byggir á fyrri færni okkar í svipuðum aðstæðum.

  • Hugmyndir Alberts eru að við séum virkir þátttakendur í aðstæðum og við myndum væntingar til niðurstöðunnar.
  • Fyrri gengni; Tökum tillit til hvernig okkur hefur gengið áður í svipuðum aðstæðum.
  • Lærum af öðrun; sjáum aðra sem við teljum lík okkur gera eitthvað.
  • Trú annarra á getu okkar; fáum hvatningu sem hefur áhrif.
  • Tilfinningaleg örvun; örvun sem getur verið túlkuð sem áhugi eða kvíði.
56
Q

Hugrænt módel um persónuleika (Cognitive Affective Personality System): Fimm þættir. (Mischel og Shoda)

A

• Túlkun á aðstæðum
o Hvaða persónulegu hugtök fólk notar til að túlka aðstæður. Þarna sækja þeir hugmyndir frá George Kelly um persónulegar hugsmíðar, hvaða persónulegu hugtök fólk notar til að túlka aðstæður

• Væntingar/skoðanir
o Hugmyndir hjá Albert Bandura og Rottels. Álit á eigin færni, hvernig mun mér ganga, tel ég orsakir fyrir velgengni séu mér að þakka eða aðstæðum.

• Tilfinningar
o Hvernig bregst fólk við tilfinningalegum aðstæðum.

• Markmið/gildismat
o Við höfum ólík viðhorf og gildi um hvað okkur finnst vera eftirsóknarvert.

• Geta/sjálfstjórn
o Fólk hefur mis mikla getu á ákveðnum sviðum og misjafnt eftir því hvað þeim finnst eftirsóknarvert.

57
Q

Stjórn á umhverfi

A

• Allir hafa einhverja þörf á að stjórna umhverfi sínu, t.d. sýna rannsóknir að smábörn brosa meira og lengur ef þau eru sjálf að hrista hringluna en ef hún er hrist fyrir framan þau.

• Rannsókn Langer og Rodin á elliheimili er gott dæmi um jákvæð áhrif stjórnunar.
o Voru að reyna að svara þeirri spurningu hvort sú staðreynd að minnkun á sjálfstæðni og virkni gamals fólks sem fer á elliheimili megi að hluta til rekja til skorts á stjórnun á umhverfi sínu eftir að þangað er komið.
o Sýndu fram á að eldra fólki líður betur ef það getur haft einhverja stjórn á umhverfi sínu.
o Fengu elliheimili í lið með sér, tóku sitthvora hæðina á elliheimilinu:
▪ Hæð 1: komið var í kring prógrammi sem gaf fólki ákveðna stjórn á tilveru sinni. Fékk blóm til að hugsa um, gat haft áhrif á hvernig húsgögnum var raðað og fékk tilboð um afþreyingu og gat valið sér.
▪ Hæð 2: Engin stjórn á aðstæðum. Fengu sömu tilboð um afþreyingu en gátu ekki valið.
o Niðurstöður:
▪ Þeir sem höfðu stjórn voru hamingjusamari og virkari í daglegu lífi en þeir sem enga stjórn fengu.
▪ Einu og hálfu ári síðar, var þessi munur enn til staðar en það sem meira er um vert er að dánartíðni var mun lægri hjá stjórnunarhópnum.

58
Q

Persónuleikamælingar

A
  • Persónuleikaskalar og sjáfspróf (manneskja metur sjálf).
  • Niðurstöður úr persónuleikaprófum.
  • Lífeðlisfræðilegar mælingar.
  • Skoðað hegðun í náttúrulegum aðstæðum.
  • Mat á hegðun.
  • Álit frá öðru fólki.
  • Viðtöl.
  • Horft á hvernig manneskjan lýsir sjálfri sér (oftast spurningarlistar) og svo hvernig nánir aðstandendur lýsa þeim, það er svo borið saman.
59
Q

Frávarpspróf (Projective Tests)

A

Eiga uppruna sinn í sálaraflskenningunni (til að átta sig á uppruna persónileika) og var notað fyrst í klíník til að átta sig á persónuleika fólks. Hugmyndin á bak við prófin felst í því að þessar bældu óskir og duldu þráir sálarlífsins kæmu fram í þessum tvíræðu prófum, þannig áttu þessi dýpri lög persónuleikans að koma í ljós.

60
Q

Rorschach

A

Speglaðar myndir sem fólk á að greina. Greining fólksins á að veita innsýn í sjálf þeirra. Spurt hvaða partar myndarinnar skipta mestu máli, túlkun fólksins er svo greind af sérfræðingum og skoðað hvað manneskjan sá (til dæmis, andlit, dýr, líkamspart). Túlkun er erfið og margra ára þjálfun er nauðsynleg.
▪ Öll blekklessan: bendir til gáfu
▪ Ef mikið er um smáatriði þá er það vísbending um áráttu
▪ Áhersla á hvíta blaðið þá er það vísbending um uppreinsnartilhneigingu manneskjunnar.
▪ Áhersla á liti bendir til tilfinningaríkrar manneskju.

61
Q

Tat (Thematic Apperception Test)

A

Fólk á að búa til sögur um myndir sem þeim er sýnt, hver saga á að vera tilgáta. Markmiðið er að gera prófíl af manneskju, hvötum hennar og hennar innri manneskju.

o Gagnrýni: Réttmæti frávarpsprófa er gagnrýnt. Menn hafa lagt TAT prófin fyrir fólk sem er heilbrigt og svo fólk sem er með geðraskanir og lítill sem enginn munur var á niðurstöðum. Prófin bæta ekki
upplýsingum við sjúkrasögu einstaklings.

o ATH! Mikilvægt: TAT og Rorschach; réttmæti þeirra beggja er takmarkað.