Kafli 14 Flashcards
Persónuleiki
Tilteknir eiginleikar í hugsun, tilfinningum og hegðun sem eru stöðugir yfir tíma og aðstæður.
Sálaraflsnálgun
Sigmund Freud kom með fyrstu formlegu persónuleika kenninguna, sú kenning var byrjun Sálaraflsnálgunar.
Sálaraflskenningar
Kenningar sem gera ráð fyrir að í vitundinni takast á andstæð sálræn öfl (Kraftmikið samspil) sem hafa áhrif á athafnir okkar en séu að mestu dulvituð. Sálræna vanlíðan eða aðra sálræna erfiðleika má samkvæmt kenningunum rekja til ófullnægjandi úrlausnar á togstreitum innan vitundarinnar.
Sálkönnun Freuds (Psychoanalysis)
er þekktasta kenningin. Með tímanum varð hún:
▪ Kenning um persónuleika.
▪ Nálgun til að kynna sér hugann.
▪ Aðferð til að meðhöndla sálfræðilega kvilla.
Frumsjálf (Id), neðst
Aðsetur hvata, innsti kjarni persónuleikans, eina uppbyggingin sem er til staðar við fæðingu og uppspretta lífhvatar/orku kynhvatar (Libido)
o Hlýtur vellíðunarlögmálinu (Pleasure Principle): Það leitar tafarlaust fullnægingar eða lausnar, óháð skynsamlegum sjónarmiðum og umhverfislegum raunveruleika. ,,Ég vil strax”
Sjálf (Ego), miðja og efst
Hefur beint samband við veruleikann, starfar meðvitað. Aðsetur sjálfsins. Sjálfið verður að ná málamiðlun á milli frumsjálfsins, þvingana yfirsjálfsins og kröfum veruleikans; sjálfið er því kallað framkvæmdarstjóri veruleikans.
o Hlýtur veruleikalögmálinu (Reality Principle): að prófa raunveruleikann til að ákveða hvenær og við hvaða aðstæður frumsjálfið getur á öruggan hátt sent frá sér hvatir sínar og fullnægt þarfir þess. ,,Ef þá ok…”
Yfirsjálf (Superego), allur ísjakinn
allur ísjakinn: Vilji, reglur foreldra, samfélags, leggur mat á verk sjálfsins. Siðferðislega hlið persónuleikans. Þróast frá 4-5 ára aldri.
Dæmi: Frumsjálfið segir: ,,ég vil”, yfirsjálfið segir: ,,ekki voga þér!” og sjálfið bíður með hegðunina þar til hún er örugg og leyfileg.
Átök, kvíði og vörn
Þegar egóið stendur frammi fyrir hvötum sem hóta að komast úr böndunum eða standa frammi fyrir hættum frá umhverfinu myndast kvíði. Eins og líkamlegur sársauki, þjónar kvíði sem hættumerki og hvetur sjálfið til að takast á við vandamálið sem fyrir hendi er.
Varnarhættir (Defence Mechanisms)
Ómeðvitaðar hugrænar aðgerðir sem afneita raunveruleikanum eða brengla hann.
Bæling (Repression)
Virkt varnarferli sem ýtir hvötum sem valda kvíða (Anxiety-arousing impulses) eða minningum í meðvitundarlausa hugann.
▪ Dæmi: Manneskja sem beitt var ofbeldi í æsku man ekki eftir atburðunum.
▪ Myndir/skannar (Neuroimaging Study) af heilanum sýna atburðarásina og styðja kenninguna um bælingu.
Réttlæting (Rationalization)
Einstaklingur smíðar rangar en áleitnar skýringar eða afsökun fyrir hegðun sem veldur kvíða eða atburði sem þegar hefur átt sér stað.
▪ Dæmi: Stelpa svindlar í prófi og þegar það kemst upp um hana þá segir hún að kennarinn búi til svo ósanngjörn próf og allir séu að svindla.
Afneitun (Denial):
Einstaklingur neitar að viðurkenna kvíða sem vakinn er af umhverfinu. Afneitunin getur falið í sér annað hvort tilfinningar sem tengjast atburðinum eða bara atburðinum sjálfum.
▪ Dæmi: Maður greinist með krabbamein en vil ekki viðurkenna að hann gæti mögulega dáið.
Tilfærsla (Displacement)
Óásættanleg eða hættuleg hvatning er kúguð og henni síðan beint að öruggara varamarkmiði.
▪ Dæmi: Kona er áreitt af yfirmanni sínum, sýnir enga reiði á vinnustaðnum en kemur svo heim og beinir reiði sinni að manni og barni.
Einangrun / Skynseming (Isolation / Intellectualization)
Tilfinningar sem tengjast slæmri upplifun eru bældar niður og farið er með ástandið sem vitsmunalegan áhuga.
▪ Dæmi: Manneskja sem hefur fundið fyrir afneitun í ástarsambandi talar um (á skynsamlegan hátt) áhugaverðan breytileika ástar í samböndum.
Frávarp (Projection)
Óásættanlegur hvati er bældur niður en svo varpað yfir á annað fólk.
▪ Dæmi: Kona sem hefur sterka löngun til framhjáhalds er sífellt að ásaka manninn sinn um framhjáhald.
Andhverfing (Reaction Formation)
Kvíði sem er vakinn af hvötum er bældur niður og sálræna orka hvatans finnur útleið með ýktri tjáningu andstæðrar hegðunar.
▪ Dæmi: Móðir sem finnur fyrir gremju í garð barna sinna bregst við með því að ofvernda börnin.
Kynsálþróun persónuleikans (Psychosexual Stages)
Stigbundin þróun persónuleikans.
• Munnstig (Oral Stage, 0-1 árs): Tilhneiging barna að stinga hlutum upp í sig.
• Þermistig (Anal Stage, 2-3 ára): Fyrsta tilraun samfélagsins til að stjórna líffræðilegri hvöt.
• Reðurstig (Phallic Stage, 4-5 ára): Þegar börn fara að öðlast ánægju vegna kynfæra sinna.
• Lægðarstig (Latency Stege, 7-12 ára): Kynhneigð í dvala.
• Kynþroskastig (Genital Stage, unglingsárin): Þar sem erótískar hvatir fá útrás í kynferðislegum samskiptum.
Ödipusarduld (Oedipus Complex)
Tímabil þar sem sonur girnist móður sína og finnur fyrir hatri í garð föðurs vegna öfundar
Electruduld (Electra Complex)
Tímabil þar sem stelpan áttar sig á því að hún er ekki með lim, kennir móður sinni um og vil ganga með barn föðursins til þess að bæta upp fyrir kynfærið sem þeim vantar. Freud taldi lim vera kynfæri sem fólk þráði mest.
Tákn og Teikn (Um tilveru frumsjálfsins)
Merki sem skýra tilveru frumsjálfsins og birta réttu mynd hvatanna sem eru í frumsjálfinu.
Mismæli og minnisglöp
Til dæmis ef maður er trúlofaður konu sem heitir Anne en segir; ,,Ó elsku Linda” þá heldur Anne að hann elski Lindu en ekki hana.
Draumar
o Eru uppfylling óska.
o Undirliggjandi draumur; Meining draumsins. (Latent dream)
o Birtingarform draums; Atburðir draumsins. (Manifest dream)
o Yfirsjálfið er ekki virkt og frumsjálfið fær að vera ,,laust”.
o Túlkun drauma er tákngerving maður leitar tákna fyrir eitthvað sem er ekki raunverulega þar.
Goðsögur og ævintýri
Innsýn í ímyndunarafl, sem sýnir inn í frumsjálfið. Frumsjálfið hefur þannig áhrif á bókmenntir.
o Sameiginlegur arfur bældrar hugsunar, væntingar og þrár fyrri kynslóða.
o Áhrif á bókmenntir; enn er vinsælt að vísa í Freud og finna tákn í bókmenntum
Nýfreudismi (Neoanalytic Theories)
Fólk var ósammála ákveðnum kenningum Freud’s en kom fram með sínar eigin kenningar og ný sjónarhorn. Töldu að Freud hafði ekki sett nægilega áherslu á félagslega og menningarlega þætti sem koma að myndun persónuleika. Gagnrýndu einnig að Freud setti of mikla áherslu á barnæskuna sem þátt sem myndar persónuleika, en samþykktu þó að barnæskan væri mikilvægur þáttur.