Inngangur - 12.ágúst Flashcards
Til að lifa af í heilbrigðisþjónustunni er hjúkrunarfræðingum m.a nauðsynlegt að…. ?
- Hafa þekkingu og innsýn í rekstur og fjármál
- þekkja stofnunina sem unnið er í
- Að læra að vinna með öðru starfsfólki til að ná árangri og vera skilvirkur
- Þekkja þau öfl (ytri og innri) sem hafa áhrif á starfið og hverig á að hafa áhrif á starfsfólk
- Vita hvað hvetur fólk, hvernig eigi að aðstoða við að skapa umhverfi sem styður við fólk og hvetur það í starfi
Hvaða breytingar í heilbrigðisþjónustunni kalla á breytta stjórnunarhætti?
- Fjölgun aldraðra > meiri heimahjúkrun og heimaþjónusta
- Fólksfjölgun > margbreytileiki > menning
- Einstaklingar taka ábyrgð á eigin heilsu > áhersla á heilbrigði
- Nýir sjúkdómar
- Nýir faraldrar > Covid
- Ný þjónusta
- Legutími styttist
- Dag- og göngudeildir
- Sjúkrahústengd heimaþjónusta
- Sjúklingar veikari > meiri hátækni
- Lög og reglugerðir
- Upplýsingatækni
Hjúkrunarstjórnun - Nýir tímar fela í sér.. ?
- Aðlögun að breyttu fjárhagsumhverfi
- Verja þá þjónustu sem fyrir er og/eða koma á nýrri þjónustu
- Aukna samkeppni
- Breytingu í samskiptum
- Aukna menntun og þekkingu (gagnreynd þekking - klínísk þekking)
- Mismunandi kynslóðir á vinnumarkaði
- Mælikvarði á árangri breytist
- Tækni og framfarir
- Vaxandi krafa um gæði þjónustu
- Viðhorf og þarfir starfsmanna hafa breyst
- Eðli fyrirtækja og stofnana hefur breyst
Hverjar eru áskoranir hjúkrunarstjórnenda?
- Stöðugar breytingar, bregðast við, stýra og hvetja til
- Að tryggja og bæta gæði þjónustunnar með takmörkuðum birgðum
- Aðstoða, koma á og stýra nýrri þjónustu
- Stýra og leiðbeina hópi starfsfólks frá ólíkum menningarsvæðum, mismunandi þjóðerni
- Stýra og leiðbenia mismunandi kynslóðum á vinnumarkaði
- Kenna starfsfólki að aðlagast og starfa í nýju vinnuumhverfi
- Hár meðalaldur stafandi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða skortur á næstu árum
Hvað er Stjórnun (management) ?
Að vinna með öðrum og í gegnum aðra til að ná markmiðum stofnunarinnar
Skilgreiningar í stjórnun eiga ákveðna grunnþætti sameiginlega
- Stjórnun hefur markmið að leiðarljósi
- Í stjórnun er unnið með og í gegnum fólk
- Stjórnun er ferli sem felur í sér notkun kenninga ogg ákveðna tækni
- Stjórnun á sér stað innan stofnana og skipulagsheilda
Stjórnun felur í sér 5 meginþætti, hverjir eru þeir?
- Vinna með og í gegnum aðra
- Ná settum markmiðum stofnunarinnar
- Hafa jafnvægi milli árangurs og skilvirkni
- Hámarksnýtingu aðfanga
- Breytingar í umhverfi
Hvernig er stjórnunarferlið ?
- Áætlanagerð og markmiðssetning
- Skipulagning
- Mönnun
- Stjórnun
- Mat
Hvað er Stjórnandi (manager) ?
- Sá aðili sem er ábyrgur fyrir stjórnunarferlinu
- Tekur ákvarðanir, skipuleggur, hefur forystu um og stýrir aðföngum
- Vinnur með/í gegnum aðra til að ná markmiðum starfsmanna, deilda og stofnunarinnar í heild sinni
Hver eru stig stjórnenda?
- Æðstu stjórnendur (Top managers): þeir eru ábyrgir fyrir allri hjúkrunarþjónustu stofnunarinnar. Þeir setja markmið, gera áætlarnir og eru fulltrúar stofnunarinnar út á við. T.d Framkvæmdarstjóri hjúkrunar
- Millistjórnendur (middle managers): Ábyrgir fyrir hjúkrun og rekstri eininga/deilda. Tengiliðir milli stjórnenda og almenna hjúkrunarfræðinga.
Hvert er hlutverk framkvæmdarstjóra hjúkrunar - Landspítala?
Framkvæmdarstjóri hjúkrunar heyrir beint undir forstjóra og ber ábyrgð gagnvart honum. Forstjóri er næsti yfirmaður hans. Framkvæmdarstjóri hjúkrunar situr í framkvæmdarstjórn. Hann ber ábyrgð á að móta sýn og markmið faglegra málefna er varða meðferð sjúklinga og faglega þróun heilbrigðisstarfsmanna.
Framkvæmdarstjóri hjúkrunar ber í þessu tilteknu faglegu málefnum ábyrgð á starfi hjúkrunar á LSH. Hanns tyður við faglega þróun og starfsþróun hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, sjúkraliða, presta, djákna en ber einnig að efla faglega þróun allra annarra heilbrigðisstétta í samvinnu við aðra framkvæmdarstjóra.
Hver er tilgangur og markmið hjúkrunardeildarstjóra - LSH ?
Hjúkrunardeildarstjóri starfar í samræmi við yfirlýsingu Landspítala um ábyrgðarsvið stjórnenda. Er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og ber ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Skipuleggur hjúkrun í samræmi við stefnu, gildi og markmið Landspítala. Hvetur til rannsókna og vísindastarfs í hjúkrun. Er ábyrgur fyrir skra´ningu á deildinni skv reglum spítalans, innleiðingu og aðlögun klíniskra leiðbeininga að starfsemi deildarinnar. þekkir aðferðir mannauðsstjórnunar og beitir þeim við daglega stjórnun.
Út á hvað snýst samskiptahlutverk samkv Mintzberg?
- Fyrirmynd - formlegur yfirmaður
- Leiðtogi
- Tengiliður
Út á hvað snýst upplýsingahlutverk samkv Mintzberg?
- Eftirlitshlutverk
- Upplýsingamiðlun
- Talsmaður
Út á hvað snýst ákvarðanahlutverk samkv Mintzberg?
- Frumkvöðull
- Sáttasemjari
- Úthlutar auðlindum
- Samningamaður
Stjórnskipulag - skipurit segir til um….?
- Hvar valdið liggur og hvar ákvarðanir eru teknar
- Hvaða einingu starfsfólk tilheyrir og hverjir eru yfirmenn
- Formlegar boðleiðir innan stofnunarinnar
Hvað er skipulagsheild (organization) ?
Skipulagsheild er félagsleg heild, varanlegur hópur fólks, sem hefur samkennd og keppir að sama markmiði til að ná æskilegri frammistöðu.
Hvað er Miðstýring (centralization)?
Miðstýring er stjórnskipulag þar sem all flestar ákvarðanir eru teknar á einum stað innan stofnunar t.d af æðsta stjóenda eða stjórnarnefnd
Hvað er Dreifistýring (decentralization) ?
Dreifistýring er stjórnskipulag þar sem ákvarðanir eru teknar víðsvegar (dreift) um skipulagsheildina
Hvað er vald (authority) ?
Vald er umboð til framkvæmda. Rétturinn til að stjórna öðrum tengt stöðu, ákvarðast af skipuriti. Tengist stöðu en ekki einstaklingi
HVað er ábyrgð (responsibility) ?
Ábyrgð er ákveðin skylda sem hjúkrunarfræðingi ber að svara fyrir hvort sem hann framkvæmir verkin sjálfur eða úthlutar þeim til annarra. Samkv siðareglum Félags ísl. hjúkrunarfræðinga vera íslenskir hjúkrunarfræðingar faglega og lagalega ábyrgð á hjúkrunarstörufm
Hvað er ábyrgðarskylda (accountability) ?
Ábyrgðarskylda er að svara fyrir gerðir sínar
Hvað er árangur (effectiveness) ?
Settu markmiði er náð
Hvað er Skilvirkni (efficiency) ?
Hlutfall þeirra bjarga sem notaðir eru og þess árangurs sem raunverulega er náð