Ígrundun í starfi hjúkrunarfræðinga - 16.ágúst Flashcards
Í hverju felst að jafnaði starf stjórnanda í hjúkrun
Starf stjórnanda í hjúkrun er krefjandi, ábyrgðarmikið, umfangsmikið, ófyrirsjáanlegt
Hver eru einkennandi atriði sem grundvalla traust á milli leiðtoga og fylgjenda?
- Heilindi
- Hæfni / færni
- Trúverðugleiki
- Hollusta
- Umhyggja fyrir velferð fylgjenda
- Aðgengileiki
- Opin fyrir hugsunum fylgjenda
- Virk hlustun
Hvernig er starf stjórnenda í hjúkrun ?
- Kröfur um yfirgripsmikla færni og ábyrgð, öryggi og gæði þjónustu
- atgervisflótta fagfólks
- ófyrirsjáanleiki
- umfang starfsins óendanlegt
- Eðli starfsins
- skortur á sjálfstæði
- lítið ákvörðunarhald
- takmarkaður stuðningur
- ófullnægjandi stjórnun
- árekstrar milli vinnu og einkalífs
Hvernig getur stjórnandi í hjúkrun tekist á við starfið sitt, náð árangri og liðið vel?
Stjórnandi í hjúkrun nær árangri og líður vel í starfi ef hann hlúir að sér, eflir þekkingu, býr yfir innri styrk, upplifir stuðning og skýran tilgang með starfinu
Hver eru bjargráð stjórnenda í hjúkrun ?
- Starfi hefur tilgang
- Hafa ástríðu fyrir starfinu
- Stuðningur
- Efling þekkingar
- Innri styrkur (draga sig í hlé með ígrundun eða handleiðslu)
- hlúa að sér
- draga mörk
- efla þekkingu sína
- tala opinskátt í trúnaði
Hverjar eru 6 stoðir heilbrigðs starfsumhverfis?
- Góð samskipti = felast í að efla samskiptafærni samhliða klínískri færni
- Samvinna = felst í að efla og stuðla að góðri samvinnu og teymisvinnu
- Árangursrík ákvarðanataka = birtist í því að stjórnendur starfa saman til heilla fyrir skipulagsheildina
- Viðeigandi mönnun = felur í sér að viðurkenna og varpa ljósi á það sem hver starfsmaður leggur til skipulagsheildarinnar
- Merkingarbær viðurkenning = felur í sér að viðurkenna og varpa ljósi á það sem hver starfsmaður leggur til skipulagsheildarinnar
- Sönn forysta = felur í sér að leggja áherslu á að stuðla að heilbrigðu starfsumhverfi, stjórnandi gengur þar fram með góðu fordæmi og sér til þess að önnur eigi kost á að gera slíkt hið saman
Hvað er sagt um ígrundun í grein Sherwood ?
- Ígrundun stuðlar að heilbrigðu starfsumhverfi, m.a með því að stuðla að stoð nr 6 (sönn forysta)
- Ígrundun er árangursrík leið til að koma auga á og viðurkenna ‘‘innri verðlaun’’ fyrir vel unnin störf sem geta t.d falist í því að vera við hlið skjólstæðinga á viðkvæmum tímum
- ígrundun er einstaklingsbundið ferli sem eykur sjálfsvitund og sjálfsþekkingu
- ígrundun stuðlar að því að starfsfólk bæði viðurkennir og tali saman um starfið sitt og sjái sameiginlegan árangur
- ígrundun stuðlar að auknum skilningi og þekkingu á starfinu og leiðir til þess að hjfr finna tilgang með starfinu
Nefndu nokkur dæmi hvernig þú sjálf getur ígrundað
- Halda dagbók
- Leiddir viðrunarfundir
- Vinnuhópar
- Skipulagðir umræðufundir um ákv efni eða aðstæður
- Núvitund: afh er ég hér? Hverju vil ég ná fram ? Hvað get ég gert í dag?
Hvernig má efla klíníska leiðtogafærni hjúkrunarfræðinga samkvæmt grein Duprez ?
- Learn by doing
- Auka þekkingu
- Fylgjast með
- Ígrundun um eigin klíníska leiðtogafærni, styður við:
> færist frá því að vera ómeðvitaður ófær, meðvitaður ófær og meðvitaður fær yfir í að vera ómeðvitaður fær
> Fer frá því að vera nýgræðingur í að takast á við aðstæður með djúpa þekkingu og skilning á þeim sem eru orðnar sjálfbærar - Bjóða hjúkrunarfræðingum mentor
Hvað er ígrundun í starfi (reflection) ?
Ígrundun er líkt og gluggi inn í sjálfan sig, eykur sjálfsþekkingu og hæfni til að skilja og finna merkingu í æskilegri vinnutilhögun
- ígrundun er hugsanaferli / lærdómsferli, þar sem reynt er að útskýra ákv atvik úr vinnu
- Ígrundun er meðvituð athöfn þar sem unnið er með hugarástand, viðhorf og nálgun
- Ígrundun er kerfisbundin aðferð til að læra af reynslunni með því að rýna í afmarkað atvik
- Ígrundun samtvinnar vitsmunalega og tilfinningalega þætti
- Forsendur ígrundunar er að vera heiðarleg, auðmjúk, hafa ákv sjálfstraust og vera tilbúinn að læra af reynslunni, þroskast og þróast
- Ígrundun í starfi er leið til að sjá samhengi hlutanna og ná dýpri skilningi á starfinu en eingöngu að líta á það sem verk eða tæknileg framkvæmd
- Ígrundun tengist faglegri áhugahvöt hjúkrunarfræðinga til að halda áfram go gera betur innan fagsins í þeim tilgangi að læra af reynslunni og skoða sjálfa sig á uppbyggilegan og gagnrýnin hátt.
- það er ekki reynslan sjálf sem eflir lærdóm eða færni, heldur ígrundunin um atburðinn
- ígrundun er forsenda þess að þróa innsæi sem er undistaða þess að hjúkrunarfræðingar verði góðir fagmenn
- ígrundun er ein af grunnstoðum starfsþróunar
Hverjar eru áskoranir ígrundunar?
- Takmarkað fjármagn til heilbrigðiskerfis
- Verkefnaálag
- Skortur á tíma
- Skortur á stuðningi og skilningi yfirmanna / stjórnar
- Áhersla á gagnreynda þekkingu og klínískar rannsóknir
Afhverju ættu hjúkrunarfræðingar og hjúkrunarstjórnendur að iðka ígrundun ?
- Talin ein besta leiðin til að þroskast og þróast í starfi
- einföld og ódýr í framkvæmd
- nýtist öllum hjfr, sama hvaða stöðu þeir gegna eða hvernig verkefnum þeir sinna
- með ígrundun í starfi gefst tækifæri til að tvinna saman og nýta mismunandi þekkingu
Benner telur ígrundun…..
….forsendu þess að þróa með sér innsæi í hjúkrun sem er undistaða fagmennsku
Fólk sem vinnur með fólki.
Hver er munurinn á meðferðarsambandi og vináttusambandi?
Meðferðarsamband
- meðferðaraðilinn ber ábyrgð
- Ákv tilgangur með sambandinu, sett heilsutengd markmið
- Þarfir skjólstðings í forgrunni
- Sambandinu var ,,úthlutað’’
- Sjálfsafhjúpun ójöfn
- Sambandinu lýkur þegar skilgreindum markmiðum hefur verið náð
Vináttusamband
- Jafngild ábyrgð beggja aðila
- Sambandið hefur eða hefur ekki skilgreind markmið
- Þarfir beggja aðila fá jafnmikla athygli
- Hegðun er óundirbúin, fygir ekki ákv skilmálum
- Sjálfshjúpun beggja aðila
- Sambandið heldur áfram eins lengi og vináttan varir
Hverjar eru forsendur árangursríks meðferðarsambands?
- 7 grunnþekkingarforesendur
- 4 persónulegir eiginleikar
7 grunnþekkingarforsendur skapa árangursríkt meðferðarsamband:
- bakgrunnsþekking
- þekking á samskipum og kenningum um þróun
- þekking á fjölbreytni og því sem hefur áhrif á hana
- þekking á einstakling
- þekking á heilbrigði og vanheilsu
- þekking á áhrifaþáttum heilbrigðis og stefnu í heilbrigðismálum
- þekking á kerfum
4 persónulegir eiginleikar þurfa að vera til staðar:
- sjálfsvitund
- sjálfsþekking
- samkennd
- vitund um mörk og takmörk faghlutverksins
Hvernig fer ígrundun fram ?
Ígrundun á sér stað með því að skrifa um ákveðna reynslu, í tveggja manneskja tali, með umræðum í hóp, með félaga, með sjálfum þér, í hópi, skriflega, munnlega…
Hverjar eru aðferðir ígrundunar samkvæmt líkani Johns ?
hver í fokkanum er John, idk
- Með því að nota blað og penna –> skrá ígrundunina
- Með því að ræða saman, tvö og tvö saman
- Með því að taka þátt í umræðu hópi
Byrja á að skrifa ‘‘morning pages’’ til að styðja við aðferðina að skrifa: hefja hvern morgunn á því að skrifa hvaðeina sem kemur í hugann í 15mín
1.
Hverjar geta verið aðferðir ígrundunar í litlum hópum ?
- Samræður um viðfangsefni hjúkrunarfræðinga
- Speglun út frá hugmyndafræði eflingar
- Uppbyggjandi nálgun, lausnaleit
- Traust, trúnaður og virðing lögð til grundvallar
- Hópur er samtaka um að ræða leiðir til árangurs
Hver eru 4 skref ígrundunar?
- Kyrra hugann / beina athyglinni eingöngu að viðfangsefninu
- Lýsa atviki sem læra má af - hvað gerði ég / gerðum við sem hefði mátt betur fara / sem tókst sérlega vel
- Ígrundun - atvik greint á gagnrýninn hátt (hver var hlutur minn ?, hver var hlutur annarra?, hver hafði áhrif?, hvaða tilfinningar vakti þetta hjá mér?)
- Lærdómur dreginn af reynslunni, hvað ætla ég að gera næst í sambærilegum aðstæðum? Hvernig ætla ég að nota þessa reynslu og þann lædróm sem ég dreg að henni