Árangursrík samskipti og forysta - 13.ágúst Flashcards
Hvað eru samskipti / boðskipti ?
- Samskipti eru kraftmikið, víxlverkandi og flókið ferli sem á sér stöðugt stað milli einstaklinga til að ná fram sameiginlegum skilningi þeirra.
- Ferli þar sem einstklingar beita tjáningu (óyrtri og yrtri) til að skilja merkingu sem lögð er í aðstæður hverju sinni.
- Grundvallast á sameiginlegum skilningi
- Eru blóðið í æðum skipulagsheilda
- Getum notað margþættar aðferðir til samskipta
- Árangursrík samskipti byggja á trausti, virðingu og samkennd
Afhverju skipta samskipti máli ?
- Árangursrík samskipti eru grundvöllur góðrar heilbrigðisþjónustu og heilsueflingar
- Traust og góð samskipti einn átta lykilþátta fagmennsku; að réttar upplýsingar komist rétta leið er hluti öryggismenningar stofnunnar
- Góð og traust samskipti efla einstaklinga, auka vellíðan, tilfinningu um að tilheyra og vera viðurkenndur
- Lykill heilbrigðis starfsumhverfis felst í markvissum og uppbyggilegum samskiptum þar sem lítill tími er til samskipta, meðferð skjólstæðinga er flókin, ferlið gengur hratt fyrir sig og margar starfsstéttir koma að meðferð. Lykilatriðið er ábyrgð og framlag hvers einstaklings til samskiptanna.
Hvert er markmið samskipta?
- Að ná eins og best verður á kosið sameiginlegum skilningi á milli sendanda og móttakanda á skilaboðunum
- Að samþætta ólík sjónarmið
- Communication má rekja til latnesku sagnarinnar communicare sem merkir: að gera sameiginlegt
Hvað er það sem getur hindrað árangursrík samskipti og hvað hvetur til árangursríkra samskipta?
- Ef mikið regluveldi innan stofnana, stífni, allt í föstum skorðum (má engu breyta), formlegheit = hindrar árangursrík samskipti
- Ef opið og gegnsætt skipulag, þar sem hvatt er til skoðana skipta og lögð áhersla á heilbrigða lausn á vandamálum og togstreitu = hvetur árangursrík samskipti
TRAUST - VIRÐING - SAMKENND:
- Hlutirnir sagðir af heiðarleika við þann sem málið varðar
- Ekki baktal
- Ekki klíkumyndanir
- Jafnræði ríkir
- Virðing fyrir skoðunum allra
skilgreindu hugtakið ‘‘Samskipti milli einstaklinga (interpersonal communication)’’
- Milli tveggja eða fleiri einstaklinga, sem allir eru meðvitaðir hver um annan
- Allir senda út skilaboð og taka á móti skilaboðum
Skilgreindu hugtakið ‘‘Samskipti með orðum - yrt samskipti’’
Töluð og rituð orð
Skilgreindu hugtakið ‘‘Samskipti án orða - óyrt samskipti’’
Líkamstjáning, hegðun, raddbeiting
Skilgreindu hugtakið ‘‘sannfæring’’
Meðvitaður ásetningur um að hafa áhrif á hugsun eða hegðun annarra
Skilgreindu hugtakið ‘‘SamningaVIÐræður’’
Samningar um kaup og kjör, tilboð og móttilboð
skilgreindu hugtaðið ‘‘samningaUMræður’’
Samræður á milli tveggja eða fleiri hópa um að komast að samkomulagi
Hvernig er samskiptahringurinn ?
Sendandi –> (skilaboð tjáð) –> Skilaboð ,,Ég þarf hjálp’’ –> (skilaboð móttekin) –> Móttakandi –> (skilaboð túlkað) –> Endurgjöf / túlkun: ,,Þarftu hjálp? ég hjálpa þér’’ –> (endurgjöf móttekin) –> sendandi
Hvernig er samskiptaferlið ?
- Sendandi: deilir hugmyndum / upplýsingum
- Táknmál / encoding: merking sett í það sem er sent
- Boðlei: Velja árangursríka leið
- Túlkun: móttakandi túlkar skilaboðin
- Skynjun: Taka á móti og túlka upplýsingar
- Endurgjöf: með eða án orða, verður að vera til staðar til að ljúka ferlinu
- Truflun: getur verið hvað sem er sem hefur áhrif á skilning, getur haft áhrif hvar sem er á ferlið
Áhrifaþættir á samskipti, hvað eru innri og ytri aðstæður?
Innri aðstæður:
- gildi
- tilfinningar
- geðslag
- álag
Ytri ástæður:
- hitastig
- tímasetning
- menning
- völd
- staða
- hlutverk í samskiptum
Hverjir eru 3 megináhrifaþættir á ferli samskipta?
Þættir varðandi sendandann (source factors) :
- Staða í skipuriti
- Trúverðugleiki
- Samskiptaaðferð
- Hæfni til að tjá sig munnlega og skriflega
- Skilaboðin ekki send eða of sjaldan eða ekki til allra
- Skilaboðin óskýr
- Ósamræmi á milli orða og hegðunar
- Þekkingarleysi á mótttakanda
Þættir varðandi samskiptaleið:
- Ekki augnliti til augnlitis þegar við á
Þættir varðandi mótttakanda:
- Talar ekki sama tungumál
- Hefur ekki tæki og tólk til að skilja
- Líðan
Hver er munurinn á milli menningarhópa í samskiptum ?
- Samskipti milli mismunandi menningarhópa felur í sér að bera virðingu fyrir, sýna þolinmæði og fordæma ekki þá sem hafaa mismunandi skoðanir gildi og trú.
- Jafnframt að vera næmur á menninguna
- Þurfum að þekkja birtingarmyndir ólíkra menninga
- Ísland er fjölmenningarsamfélag, þurfum að ver ameðvituð um hugtakið inngildingu (inclusion)
Skilgreindu orðið ‘‘inngilding (inclusion)’’
Við upplifum okkur bæði tilheyra og erum hvött til að efla og draga úr framkomu okkar sérstöðu
Hvað vegur mest (%) í samskiptum ? - skipt í þrennt
50% - það sem við sjáum og finnum
- Andlitstjáning
- Klæðnðaður (útlit)
- Líkamstjáning
- Augnsamband
- Snerting
- Framkoma
40% - Það sem við heyrum
- Styrkur raddarinnar
- Raddblær
- Munnleg tjáning
10% - Orðin sem eru sögð
Ólíkar samskiptaleiðir eru og árangur af þeim, nefndu þær
- Almennir miðlar (minnstur árangur):
- Fréttabréf
- Upplýsingar á heimasóðu
- Pósta á asamfélagsmiðla - Gagnvirkir miðlar (meðal árangur)
- Tölvupóstur
- Sími
- Samskiptaforrit: messenger, sms, facetime, workplace, zoom, teams - Persónuleg miðlun (mestur árangur):
- samtal augnliti til augnlitis
- viðtöl
fundir
Hvernig eru samskipti án orða?
Tilfinningaleg áhrif samskipta: Andlitstjáning (55%), tónhæð (38%), orðanotkun (7%)
Tegundir boðskipta án orða:
- umhverfi
- fjarlægð
- stelling
- látbragð andlitstjáning
- tónhæð
- líkja eftir til að mynda tengsl
Hverjar eru algengar hindranir á samskiptum ?
- Skilaboð ekki send
- Skilaboð óskýr (skiljast ekki) - Skortur á skilningi og þekkingu á móttakendum
- Skortur á menningarlæsi
- Tungumálaörðugleikar
-Ferilshindrun (process barriers): hindranir í ferlinu sjálfu
- Líkamlegar hindranir (Physical barriers): eyrnahlíf, veik rödd ofl
- Merkingafræðilegar hindranir (semantic barriers): orð þýða mismunandi fyrir fólki
- Sálfélagslegar hindranir (psychosocial barriers): algengast t.d skilningur, bakgrunnur, reynsla
- Að sía úr (filtering)
- Að ritskoða (sensoring)
- Að ýkja (Exaggeration)
Hvað telst sem neikvæðar aðferðir í samskiptum ?
- Tvöföld skilaboð
- Að nota átyllu
- Svara fullum hálsi
- Að tala kringum efnið
- Að skipta um umræðuefni
- Að lesa hugsanir
- Nota stóryrði
- Tala of hratt / of hægt
- Nota orð sem móttakandi þekkir ekki
- Eyða of miklum tíma í smáatriði
Hvað greiðir fyrir góðum samskiptum ?
Að hver beri ábyrgð á sér fyrst:
- sjálfsþekking
- kannast við og viðurkenna eigin tilfinningar og líðan
- meðvitund um að vera fyrirmynd
- ábyrg og fagleg framkoma
Hvernig er hægt að bæta samskipti ?
Með virkri hlutstun:
- umbera þagnir
- nota opnar spurningar
- vera hvetjandi
- umorða
- sýna hluttekningu
- þekkja sína eigin fordóma
- varast ótímabærar ályktanir
- samantekt
Árangursríkum skrifum:
- nota einföld orð
- fórna ekki tjáskiptum fyrir málfræðireglur
- vera gagnorð
- vera nákvæm og skýr í skrifum
- svara á réttum tíma t.d tölvupósti
HVað getur staðið í vegi fyrir virki hlustun?
- Fyrirfram myndaðar skoðanir
- Skortur á sjálfstrausti
- Dvínandi orka
- Varnarþættir
- Vani