Hópvinna innan velferðarþjónustu Flashcards
Hvert var helsta framlag Kurt Lewin til hópvinnu?
a)að greina áhrif hópa á andlegar breytingar einstaklinga
b)að þróa hugtakið “hópvirkni” og áhrif hópa á krafta einstaklinga
c)að skilgreina tegundir stuðningshópa innan velferðarþjónustu
d)að koma á námskeiðum um hópvinnu í Bandaríkjunum
b)að þróa hugtakið “hópvirkni”og áhrif hópa á krafta einstaklinga
Hvaða fagstétt notar hópvinnu mest samkvæmt rannsókninni?
a)félagsráðgjafar
b)iðjuþjálfar
c)sálfræðingar
d)sjúkraþjálfarar
b)iðjuþjálfar
Hvað einkennir ráðgjafar- og stuðnigshópa?
a)þeir einblína á einstaklingsmeðferð
b)þeir styðja við endurskoðun lífs og þróun nýrrar hæfni
c)þeir einblína á miðla fræðslu til barna og ungmenna
d)þeir eru eingöngu ætlaðir til geðmeðferðar
b)þeir styðja við endurskoðun lífs og þróun nýrrar hæfni
Hversu margir félagsráðgjafar nota hópvinnu reglulega samkvæmt rannsókninni?
a)13%
b)16%
c)25%
d)50%
b)16%
Hver var talin helsta takmörkun rannsóknarinnar?
a)að netfangalisti þátttakenda var ekki uppfærður reglulega
b)að flestir þátttakendur störfuðu sjálfstætt
c)að aðeins sálfræðingar voru með í rannsókninni
d)að gagnaúrvinnsla var ekki marktæk
a)að netfangalisti þátttakenda var ekki uppfærður reglulega
Hver var gagnrýnin á menntun í hópvinnu samkvæmt niðurstöðum?
a)að hópvinna hafi ekki verið kennd í sálfræðinámi
b)að menntun og þjálfun í hópvinnu sé of takmörkuð í fagmenntun
c)að iðjuþjálfar fengu of mörg námskeið í hópvinnu
d)að kennarar í hópvinnu væru óhæfir til að þjálfa nemendur
b)að menntun og þjálfun í hópvinnu sé of takmörkuð í fagmenntun
Hvað telja félagsráðgjafar sig helst nota hópvinnu til?
a)vinnu með unglingum í vímuefnavanda og fólki í fjárhagsvanda
b)að þróa nýjar rannsóknaraðferðir í félagsráðgjöf
c)að bæta samfélagsleg tengsl skjólstæðinga
d)að meðhöndla líkamlega kvilla skjólstæðinga
a)vinnu með unglingum í vímuefnavanda og fólki í fjárhagsvanda
Hvaða stig hópvinnu nýta iðjuþjálfar helst í starfi?
a)Minningar- og virknivinnu til að efla félagsfærni
b)einstaklingsmeðferð með áherslu á geðrækt
c)teymismeðferð fyrir börn
d)stuðning við sjálfstæða starfsemi skjólstæðinga
a)minningar- og vikrnivinnu til að efla félagsfærni
Hvað var helsta niðurstaða varðandi sjálfstætt starfandi fagmenn?
a)þeir nota hópvinnu í mun ríkari mæli en aðrir hópar
b)þeir nota hópvinnu minna vegna tímaskorts
c)þeir einbeita sér að einstaklingsmeðferð
d)þeir nota hópvinnu aðeins við sérstakar aðstæður
a)þeir nota hópvinnu í mun ríkari mæli en aðrir hópar
Hvers vegna minnkaði notkun hópvinnu á níunda áratugnum?
a)vegna áherslu á einstaklingshyggju og einsleit vinnubrögð
b)vegna minni fræðslu innan háskóla um hópvinnu
c)vegna aukinnar áherslu á rannsóknir
d)vegna minnkandi fjölda fagfólks í velferðarþjónustu
a)vegna áherslu á einstaklingshyggju og einsleit vinnubrögð
Hver er helsta gagnsemi hópvinnu fyrir einstaklinga sem glíma við félagslega einangrun?
a)hún eykur félagsfærni og veitir stuðning frá jafningjum
b)hún veitir tækifæri til sjálfstæðrar vinnu
c)hún miðar að líkamlegri þjálfun í hópi
d)hún tryggir fjárhagslega aðstoð frá öðrum hópmeðlimum
a)hún eykur félagsfærni og veitir stuðning frá jafningjum
Hver var ástæða fyrir því að hópavinna varð vinsæl á sjöunda og áttunda áratugnum?
a)mikið var um tilraunir og þróun í hópavinnu
b)einstaklingsmeðferð var talin óhagkvæm á þeim tíma
c)háskólar á vesturlöndum lögðu áherslu á rannsóknir í hópavinnu
d)hópar voru notaðir til að þróa nýjar félagsráðgjafaraðferðir
a)mikið um tilraunir og þróun í hópavinnu
Hvers vegna nota sjálfstætt starfandi fagmenn hópavinnu í meira mæli en aðrir?
a)þeir fá fleiri tilvísanir frá skjólstæðingum í hópavinnu
b)þeir hafa meira svigrúm til að velja vinnuaðferðir
c)þeir einbeita sér að einstaklingsmeðferð en styðja hópa
d)þeir vinna með eldri skjólstæðinga sem kjósa hópastarf
b)þeir hafa meira svigrúm til að velja vinnuaðferðir
Hvaða skortur hefur verið gagnrýndur í menntun fagfólks varðandi hópavinnu?
a)of mikil áhersla á einstaklingsmeðferð í stað hópavinnu
b)of fáir nemendur í hópmeðferðarnámskeiðum
c)skortur á endurgjöf frá jafningjum í námi
d)of lítil áhersla á vísindalegar rannsóknir
a)of mikil áhersla á einstaklingsmeðferð í stað hópavinnu
Hver er tilgangur stuðnings- og ráðgjafarhópa í hópavinnu?
a)að þróa og miðla þekkingu um samfélagslegar breytingar
b)að styðja einstaklinga við að endurskoða líf sitt og þróa nýja hæfni
c)að veita almenna fræðslu fyrir fagfólk innan velferðarþjónustu
d)að bæta samskipti milli faghópa
b)að styðja einstaklinga við að endurskoða líf sitt og þróa nýja hæfni
Hvað kom í ljós um námskeið í hópavinnu samkvæmt kennsluskrám háskóla?
a)félagsráðgjöf býður aðeins eitt námskeið í hópavinnu
b)sálfræðideildir bjóða mörg námskeið í hópavinnu
c)iðjuþjálfun hefur mesta áherslu á hópavinnu í námi
d)hópavinna er algengt viðfangsefni í öllum greinum
a)félagsráðgjöf býður aðeins eitt námskeið í hópavinnu
Hvers vegna skortir oft þjálfun í hópavinnu innan háskólanáms?
a)kennsluskrár leggja áherslu á aðra þætti en hópavinnu
b)nemendur forðast að taka þátt í hópavinnuverkefnum
c)hópavinnuþjálfun er aðeins veitt í framhaldsnámi
d)stéttarfélög gera ekki kröfur um þjálfun í hópavinnu
a)kennsluskrár leggja áherslu á aðra þætti en hópavinnu
Hvað er einkennandi fyrir notkun hópavinnu meðal iðjuþjálfa?
a)hún beinist að virknivinnu og félagsfærni
b)hún miðar að því að bæta fjáhagsstöðu skjólstæðinga
c) hún er eingöngu notuð fyrir ungt fólk í vanda
d)hún er alltaf hluti af einstaklingsmeðferð
a)hún beinist að virknivinnu og félagsfærni
Hver var meginniðurstaðan um notkun hópavinnu hjá opinberum starfsmönnum?
a)opinberir starfsmenn nota hopavinnu mjög sjaldan
b)ríflega helmingur opinberra starfsmanna nota hópavinnu í starfi
c)opinberir starfsmenn forðast að nota hópavinnu vegna skrifræðis
d)notkun hópavinnu er mjög breytileg milli stofnana
b)ríflega helmingur opinberra starfsmanna nota hópavinnu í starfi
Hvaða fagsétt er líklegust til að telja hópavinnu mjög eða frekar algenga?
a)félagsráðgjafar
b)iðjuþjálfar
c)sálfræðingar
d)sjúkraþjálfarar
b)iðjuþjálfar