Hjúkrun krabbameinssjúklinga Flashcards
Hvað er beinmergsbæling?
- Sú aukaverkun krabbameinsmeðferðar sem er hvað oftast skammtakmarkandi og getur því haft áhrif á árangur meðferðar: þetta er þegar hvítu blóðkornin eru lág og blóðflögur lágar þá getur það haft áhrif á skammta sem sjúklingur fær í lyfjameðferðinni
- Þetta er mest lífsógnangi aukaverkun krabbameinslyfjameðferðar
Hvað er leucopenia/neutropenia?
Fækkun á hvítum blóðkornum/nautrophilum ( sjúklingur er neutropenískur, í dauðkyrningafæð) og þá er hætta á sýkingum og sepsis
Hvað er anemia/erythrocytopenia?
Fækkun á rauðum blóðkornum (sjúklingur er anemískur): hætta á einkennum og afleiðingum blóðleysis
Hvað er Thrombocytopenia?
Fækkun á blóðflögum (sjúkingur er thrombocytopenískur): hætta á blæðingum
Hverjar eru helstu áhættur/orsakir
- Frumubælandi lyf
- Háskammtameðferð
- Geislameðferð
- Krabbameinið
- Annað : aldur og ýmislyf
Við nautripeniu (daudkyrningafæð) verður fækkun á neutrophilum, hvert er normal gildi nautrophila?
1,9-7,0 x 10 9/L
Hvenær gerist oft nautropenia?
Oft 7-14 dögum eftir krabbameinslyfjagjöf og varir í um 7-10 daga, stundum lengur hjá fólki sem er búið að fá mikla meðferð.
Hætta á sýkingu fer eftir alvarleika neutriopeniunnar hver er stigun/gráðan og hætta á sýkingum
- Stig 1: 2-1,5 engin/mjög lítil sýkingarhætta
- Stig 2: 1,5-1.0 vægt/lítið aukin hætta
- Stig 3: 1.0-0.5 mikil sýkingarhætta
- Stig 4: < 0,5 mjög mikil hætta á sýkingu
Eykst hætta á sýkingu með lend neutropheniu?
Já , Hætta á sýkingu eykst með lengd neutropeniu (> 7daga) og enn frekar samhliða hækkandi aldri, lélegu næringarástandi ofl.
Hver eru merki og einkenni nautropeniu?
- Fækkun neutrophila samkvæmt blóðstatus
- Hiti er oftast eina merkið um sýkingu (algengast), sýking þar til annað standast
- Almenn einkenni/merki um sýkingu samlhiða peniu geta verið til staðar án hita eins og Hrollur, vöðva-og liðverkir, ógleði, mæði, lágþrýstingur, hraður púls, minnkuð þvaglát, rugl/óráð
- Sýkingar geta síðan komið frá öndunarvegi, meltingar eða þvag og kynfærum en í raun hvaðan sem er og geta bæði verið sýkingar frá eigin flóru og aðferngar sýkingar
Hvað á að gera hjá sjúkling sem er í daufkyningafæð (neutropheniu) en hitinn er undir 38 og hann er ekki með hroll/vanlíðan?
- Mæla lífamörk og bregðast við samkvæmt NEWS
- Hafa eftirlit með líðan og einkennum sjúklings.
Hvað á að gera hjá sjúkling sem er í daufkyrningafæð ( nautropheniu) en hitinn er undir 38 en hann er með hroll/vanlíðan eða hitinn er 38 í 1 + klst eða hitinn er yfir 38.3° í stakri mælingu?
- Hefja uppvinnslu og meðferð strax!.
- Sýklalyf skulu gefin innan 1 klst bíðum ekki eftir niðurstöðum rannsókna
- fyrstu viðbrögð eru að kalla til lækni, og NEWSA
- Næst gerum við blóðrannsóknir tókum blóðsýni og blóðræktin
- Tökum þvagsýni og skoðum sjúkling mt.t. mögulegrar sýkinga
- Tökum sýni úr mögulegum sýkingsrstöðum eins. og strok úr húð, hrákasýni og hægðasýni
- Tökum röntgen af lungum
- MIKILVÆGT AÐ GEFA SÝKLALYF INNAN KLST; EKKI ER BEÐIÐ EFTIR NIÐURSTÖÐUM RANNSÓKNA
- næst er reglubundið eftirlit með líðan og NEWS
- Vökvagjöf og eftirlit með því og varnareinangrun
Hvernig er varnareinangrun á spítala hjá þeim með neutropheniu?
- Hreinlæti og handþvottur
- Einbýli með WC og sturtu
- Forðast sýkta og fjölmenni
- Allir nauðsynlegir hlutir á herbergi meðan á einangrun stendur (t.d. mælar)
- Daglega spritta snertifleti
- Takmarka heimsóknir
- Nota maska utan herbergis
- Engin blóðm/mold/staðið vatn
- Bakteriufilterar í blöndunartækjum
- örveruskert fæði
Hvað þarf að hafa í huga þegar einstaklingur með nautropheniu fer á örveruskert fæði?
- Panta örveruskert og orku og próteinbætt fæði
- Örveruskert fæði er almennt fæði en sleppt öllu
sem er hrátt (hrátt grænmeti, hýðislausa ávexti, hrá
egg (majo, ís), hrátt kjöt/fisk (sushi), hnetur, mjúkri
ostar/mygluostar, ís úr vél). - Bjóða næringardrykki og millibita
- Fylgja hreinlæti í umgengni við matvæli
- Handþvottur fyrir allar máltíðir
- Ef geyma þarf mat er það gert í ísskáp og matur
gegnhitaður í örbygjuofni - Forðast vatn úr almennum krönum spítlans – nota
átappað (drekka, munn og tannhreinsa)
Daglegt eftirlit og hjúkrunarmeðferð í varnareinangrun á legudeild
- Regluleg mæling og mat á lífsmörkum og bregðast strax við breytingum á NEWS
- Mæla blóðstatus daglega, fylgjast með
- Rækta (blóð, þvag, sár) við hroll/hita og fylgjast
með niðurstöðum - Áhersla á hreinlæti og handþvott
- Húð og slímhúð: obs viðkvæm svæði t.d. við
endaþarm ( spyrja t.d. hvort hann sé með harðar
hægðir, hvort það sé vont að kúka), skoða húð og meta einkenni um sýkingu, fyrirbyggja rof (þrýstisáravarnir, byltuvarnir, takmarka stungur, nota rafmagnsrakvél/ekki sköfu, halda hægðum mjúkum, forðast stíla, tannþráð og harða tannbursta).Reyna að halda allri húð og slímhúð heilli! - Góð munn- og tannhirða (oft á dag)
- Öndunaræfingar
- Tryggja hreyfingu/æfingar
- Næring skv ráðlögðu fæði og næringarmati (Örveruskert fæði), fylgjast vel með inntekt, meltingu og hægðun
- ESAS einkennamat (verkir, kvíði, depurð, lystarleysi, þreyta osfrv)
- Fræðsla
- Afþreying og sálfélagslegur stuðningur: oft mjög andlega erfitt tímabil
- Lyfjagjafir: sýklalyf (strax), vökvi, hvítkornaörvandi lyf…
- Næring um í æð þegar ekki gengur pos vegna slímhúðarbólgu
Hvað þurfum við að fræða sjúkling um ef hann er með nautropheniu og er heima hjá sér?
- Þurfum að útskýra fyrir sjúkling hvað þetta er, hvers vegna og hvernig á að fylgjast með þessu og hvern á þá að hafa samband við
- Kenna á viðmiðunargildin og blóðprufurnar
- Segja að það er mögulega er hætta á innlögn og varnareinangrun
- Fræða einstakling um einkennin: hiti, hósti, særindi, niðurgangur og hvort hann á hitamæli og kunni að nota hann
- Hvenær á að hafa samband deild/bmt… hvaða upplýsingar á að gefa þar (krabbamein… dagsetn lyfjameðferðar… með hita….)
- Leiðir til að draga úr hættu á sýkingum
- Persónulegt hreinlæti: handþvottur, heil húð og slímhúð, munnhirða og tannheilsa, æðaleggir, huga að umhverfi, margmenni, sýkingum, forðast úrgang gæludýra, forðast garðvinnu… allt sem eykur mögulega hættu á sýkingu þegar gildin eru lág
- Matarræði og hreinlæti matvæla
- Virkni og hreyfing
- Notkun hvítkornaörvandi lyfja og aukaverkanir
- Fara í influenzubólusetningar árlega
Hvað er hætta að gerist ef sjúklingur fær sýkingu og ekki er gefið sýklalyfjagjöf innan klst eða hvað er svona hætta að gerist?
að fólk fær sepsis og að lokum líffarabilanir
Hvert er noramalgildi blóðflagna og hvenær er maður komin í thrombocytopeniu?
normal gildi 150-400 x 10 9/l
Penia ef undir 150 - hætta á blæðingu mikil ef <20,000
Hverjar eru orsakir og áhættur thrombocytopeniu?
mörg krabbameinslyf, geislar, sjúkdómur í merg, bakteríusýkingar, storkusjúkdómar, lyf, skortur á B12 og fólati ofl
Hver er stigun og hætta á blæðingu
- Stig 1: <75
- Stig 2: 50-< 75
- Stig 3: 10- <50 -mikil hætta
- Stig 4: < 10 - mjög mikil hætta
- Stig 5: dauði af völdum blæðingar
Hvernig tryggjum við öryggi sjúklings og drögum úr blæðingarhættu?
- Með því að þekkja sögu og áhættu sjúklings
- Skoða status og meta einkenni (sýnileg og ósýnileg)
- Sjúklingafræðsla um helstu áhættur, einkenni og viðbörgð, að sjúklingur eigi að forðast ífarandi aðgerðir/beitta hluti og allt þannig til að halda húð ig slímhúð hreinni, forðast blóðþynningu og þannig lyf.
- Haffa fólk ó öruggu umhverfi því ef það rekur sig í eða dettur getur komið blæðing
- Hafa extra þrýsting a stundustað
- Blóðnasir: upprétt staða, þrýstingur, kæling
- Spongostan umbúðir/tróð
- Cyclocapron (töflur, fljótandi á stungustaði)
Hvað er anemía?
Þegar magn blóðrauða og fjöldi rauðra blóðkorna er undir noralgildi, þetta gerist oft seinna en hin tvö og þetta getur haft áhrif á árangur meðferðar.
Hvernig er stigun alvarleika anemíu)
o 1 Hb 100, væg anemia
o 2 Hb 80-99, miðlungs/töluverð
o 3 Hb 65-79 alvarleg/mjög mikil
o 4 Hb <65, lífshættuleg
Hverjar eru orsakir anemíu
áhrif krabbameinslyfja (platinum lyf), geislar, aðgerð, krabbameinið og meinvörp í bein, blæðing, skortur á B12, járni og fólinsýru, skortur á erythropoitini ofl