Bráð krabbameinstengd vandamál Flashcards
Flokkun bráðra vandamála vegna krabbameina skiptist í þrennt, í hvað skiptist það?
- Þrýstingur æxlis á líffæri
- Efnaskiptaleg
- Skert ónæmiskerfi og blóðmeinafræðileg vandamál
Töf á greiningu og meðferð bráðra vandamála getur haft áhrif á horfur og útkomu hvað getur haft áhrif á þetta?
- Sjúkdómurinn, ástand sjúklings, meðferðarmarkmið og meðferðarstig hafa áhrif á eðli meðferðar og inngripa í bráðum vandamálum
- Á BMT þarf að ákveða fyrstu meðferð!! og í samráði við viðeigandi sérgrein (oncolog, hematolog, líknarlækni, annað)
Hvað þarf að vera á hreinu varðandi markmið meðferðar?
-Hvert er markmið meðferðar? Lækning, lífslenging, líkn
Er meðferðarstig skráð? (Snjókorn í SÖGU)
o Full meðferð (ef ekkert er skráð er sjúklingur á FM)
o Full meðferð að endurlífgun (FME)
o FME með öðrum takmörkunum? Hverjar? Eru skráð tímamörk fyrir ákveðnar íhlutanir?
Lífslokameðferð (LLM)
Þarf að ræða breyttar áherslur?
ATH: líknarmeðferð er ekki meðferðarstig- getur alls staðar átt við
Brátt vandamál getur merkt hvað?
Brátt vandamál getur verið fyrsta merki um krabbamein, verið afleiðing meðferðar og/eða vísbending um versnandi sjúkdóm og ófullnægjandi einkennameðferð
Hvað er mikilvægt að vita um sinn sjúkling til að bregðast við vandamálum eins og bráðum
-Þurfum að vita hvernig krabbamein einstaklingurinn er með og tegund, stigun sjúkdóms ásamt meðferð
- Meðferðaráætlun, meðferðarmarkmið og meðferðarstig, er eitthvað skráð?
- Einkennasaga, líkamsskoðun, lífsmörk, rannsóknir
- Lyfjanotkun (hefðbundin, óhefðbundin): Náttúrulyf geta haft milliverkun á krabbameinslyfin
- Aðrir sjúkdóma
Hvað er superior vena cava syndrome? (SVCS) og hver eru orsök þess?
Þetta er þegar það er þrýstingur á eða í megin bláæð líkamans: superior vena cava. Þetta kemur oftast vegna lungakrabbameins, en getur verið vegna allra krabbameina sem meinvarpast eða eru miðsvæðis og þrýsta á æðina
Hver eru einkenni superior vena cava syndrome?
Einkenni og merki eru háð staðsetningu æxlis og hversu mikil þrenging er en algengt er að sjá
- Bjúg í andliti og háls
- Útvíkkaðar hálsæðar
- Brjóstverkur, höfuðverkur
- Andþyngsli, hósti, mæði, hæsi
Hver er meðferðin við superior vena cava syndrome?
Beinist að einkennum/líðan, orsökum og alvarleika
en
- Hækka höfðalag og gefa súrefni
- Tryggja opin öndunarveg, er þörf á intubation eða stoðneti
- Einkennameðferð: verkjalyf, sterar og þvagræðsilyf tímabundið til að draga úr bjúg og andþyngslum, blóðþynning (ef tappi)
Krabbameinsmeðferð væri nú samt besta meðferðin á þessu
Hverjir eru matsþættir og rannsóknir til að greina superior vena cava syndrome?
Skoðun: sýnileg bólga/bjúgur í andliti, hálsi, efri búk og útvíkkaðar æðar
Hlusta: öndun,mæði,hósti,hæsi,öndunarerfiðleika
Metum: verki/höfuðverkur, sjóntruflandir, svimi, rugl, hjartabilunareinkenni, meðvitundarstig
Greinum: RTG/CT/MRI og vefjasýni til greiningar
dæmi hum hjúkrunargreiningar hjá fólki með superior vena cava syndrome?
- Ófullnægjandi öndun- mæði
- Minnkað útfall hjarta: vegna þrýstings
- Breyting á flæði til vefja: bþ hækkaður
- Kvíði: Vegna þess að þeir ná ekki andanum líður eins og þeir eru að kafna, Allt sem þrengir að eykur vanlíðan ,föt, lokuð hurð ofl.
- Verkir
- Magnleysi/þreyta
Hvernig er hjúkrun sjúklings með svcs?
Tryggja öryggi sjúklings mtt ástands, tryggja öndun og blóðrás: Meta einkenni/merki tengd frá lungum, hjarta og taugakerfi og svörun við meðferð (lífsmarkamælingar, líkamsskoðun)
Meta og bæta líðan með draga úr einkennum (mæði, verkir, kvíði)
o. ESAS einkennamat ( 9 einkenni)
o Súrefnismeðferð, loft, vifta… rúm við glugga/hurð
o 45°höfðalag, ADL aðstoð og útvega hjálpartæki
o Morfín og sterar (mæði, verkir), kvíðastillandi lyf, slökun, kaldur þvottapoki, forðast þrýsting á efri hluta líkama
o Vökvajafnvægi- mælingar, vigta
Fræðsla um ofangreint og stuðningur, aðstandendur
Hvað er spinal cord compression?
Æxlisþrýstingur á mænu eða mænutaugar, oftast meinvörp (þá í hrygginn) en getur líka verið beinn innvöxtur æxlis
Á hvaða svæðum gerist spinal cord compression oftast
Oftast á thorax svæði(60-70%), lumbosacral 20-30%, cervical 10%
Í kjölfar hvaða krabbameina er líklegt að þetta gerist?
Algengast í cama (brjósta), prostata (blöðruháls) , pulm, (lunga) og þegar meinvörp eru til beina
Hver eru einkenni SCC?
Einkenni fara eftir staðsetningu, magni og tímalengd ástands
o Algengast er staðbundinn bakverkur >90%, versnar oft við legu og minnkar við stöðu
o Skyntruflanir, máttleysi/kraftminnkun, lamanir, truflanir hægðum og þvaglátum
Prófspurning: hvaða einkenni er algegnasta einkennið í scc?
Bakverkur
Hvernig er greining og meðferð SCC
Greining: MRI-segulómun ( getur sést í RTG, CT)
Markmið meðferðar: minnka æxli, minnka verki, viðhalda hreyfigetu
Meðferð:
- Fyrsta meðferð með dexametasone og verkjalyfjum
- Sjúkdómsmeðferð: geislar, aðgerð, krabbameinslyf
- Mælt með að geislameðferð hefjist innan sólarhrings
- DVT profylaxi, rúmlega sjaldnast nauðsynleg
Hvað erum við að meta hjá sjúklingi með scc
- Verkir og verkjasaga: Bakverkur- meta og útiloka aðrar orsakir (slit, beinþynning….)
- Máttur og styrkur í útlimum og hreyfigetu (motor)
- Breytingar á skyni og reflexar (sensory)
- Meta þvag- og hægðalosun (autonom)
Mögulegar hjúkrunargreiningar t. SCC
- Verkir
- Skert hreyfigeta
- Breyting á skynjun
- Breyting hægðum/þvaglátum
- Kvíði
Hvernig er hjúkrunin við scc
- Tryggja öryggi: aðstoð við hreyfingu og legu, útvega og aðstoða með hjálpartæki, legusáravarnir, byltuvarnir…
- Meta áhrif sjúkdómsmeðferðar: verkir, hreyfigeta/virkni, reflexar, skyn, hægðir, þvag- eru einkennin og vandamálin að ganga til baka, hversu mikið og hvert er framhaldið?
- Meta almenn einkenni (ESAS) og sinna einkennameðferð (verkjalyf, sterar, kvíðastillandi, önnur stuðningsmeðferð eftir aðstæðum)
- Fræðsla og stuðningur, aðstandendur
- Sjúkra- og iðjuþjálfun eftir aðstæðum, mat á hjálpartækjaþörf heima, þörf fyrir heimahjúkrun…
Hvað er maglignant hypercalcemi (MAH) - illkynja kalkbæði
Þegar það er hækkun á S-calcium (> 2.5 mmol/L)- og jóniserað >1,29 mmol/L
Hverjar eru orsakir/áhætta á að fá MAH og hver eru einkennin?
Orsakir og áhætta : oftast tengt meinvörpum í beinum (ca. ma., prostata (blöðruháls), NSCLC (lungna)) og mergfrumuæxli
Einkenni fara eftir hækkun og tengjast áhrifum kalks á mörg kerfi: tauga, vöðva/bein, hjarta, meltingu, nýru
Hver er meðferð MAH
Meðferðin fer er eftir hversu mikil hækkunin er og einkennum sjúklings
- Gefum NaCl iv (3-7 l/sól) og mögulega þvagræsilyf til að reyna að skola þetta út
- Gefum Bisphosphonöt (pamidronat,zoledronat): Þetta eru lyf sem halda kalkinu inni
- Gefum Denosumab (sc) (ef svarar ekki bisphoslyfjum)
- Calcitonin sc/im og sterar
- Hætta lyfjum sem innihalda kalk
- Dialysa við nýrnabilun
- Mjög mikil vökva gjöf til að skola út kalkið
Hverjar eru mögulegar hjúkrunargreiningar fyrir MAH
- Breyting á vökva- og elektrólýtabúskap
- Verkir
- Skert sjálfsumönnun
- Hægðatregða
- Ógleði
- Breytt hugsanaferli
- Hætta á skaða
- Breyting á næringu: ógleði, lystarleysi
Hvernig er hjúkrun sjúklinga með MAH?
- Tryggja öryggi sjúklings mv ástand: byltu- og þrýstisáravarnir, hjálpartæki, ADL aðstoð….
- Vökva- og lyfjagjöf, eftirlit með útskilnaði og vökvajafnvægi (oft gefnir 3-7l á 2-3 dögum, fer eftir alvarleika hversu mikið): Eykst hætta hjá elda fólki með lélegri nýru og fólki með hjartabilun
- Líkamsmat (hjarta, melting, taugakerfi…) og fylgjast með blóðprufum
- Einkennamat- verkir, ógleði, óráð, hægðatregða..
- Einkennameðferð: tryggja stillingu á verkjum, ógleði og hægðatregðu….
- Fræðsla (vökvainntekt, hreyfingu, lyf…taka út möguleg lyf sem hækka kalk.), stuðningur, aðstandendur
Hvað er tumor lysis syndrome (TLS, æxlislýsuheilkenni)?
Þegar það er of hratt niðurbrot æxlisfrumna og losnun innanfrumuefna út í blóð: hækkun á þvagsýru,fosfötum og kalium og mögulega lækkun á calsium í kjölfarið. Í stuttumáli þá verðu líka of mikil þvagsýra sem getur valdið nýrnabilun