Bráð krabbameinstengd vandamál Flashcards
Flokkun bráðra vandamála vegna krabbameina skiptist í þrennt, í hvað skiptist það?
- Þrýstingur æxlis á líffæri
- Efnaskiptaleg
- Skert ónæmiskerfi og blóðmeinafræðileg vandamál
Töf á greiningu og meðferð bráðra vandamála getur haft áhrif á horfur og útkomu hvað getur haft áhrif á þetta?
- Sjúkdómurinn, ástand sjúklings, meðferðarmarkmið og meðferðarstig hafa áhrif á eðli meðferðar og inngripa í bráðum vandamálum
- Á BMT þarf að ákveða fyrstu meðferð!! og í samráði við viðeigandi sérgrein (oncolog, hematolog, líknarlækni, annað)
Hvað þarf að vera á hreinu varðandi markmið meðferðar?
-Hvert er markmið meðferðar? Lækning, lífslenging, líkn
Er meðferðarstig skráð? (Snjókorn í SÖGU)
o Full meðferð (ef ekkert er skráð er sjúklingur á FM)
o Full meðferð að endurlífgun (FME)
o FME með öðrum takmörkunum? Hverjar? Eru skráð tímamörk fyrir ákveðnar íhlutanir?
Lífslokameðferð (LLM)
Þarf að ræða breyttar áherslur?
ATH: líknarmeðferð er ekki meðferðarstig- getur alls staðar átt við
Brátt vandamál getur merkt hvað?
Brátt vandamál getur verið fyrsta merki um krabbamein, verið afleiðing meðferðar og/eða vísbending um versnandi sjúkdóm og ófullnægjandi einkennameðferð
Hvað er mikilvægt að vita um sinn sjúkling til að bregðast við vandamálum eins og bráðum
-Þurfum að vita hvernig krabbamein einstaklingurinn er með og tegund, stigun sjúkdóms ásamt meðferð
- Meðferðaráætlun, meðferðarmarkmið og meðferðarstig, er eitthvað skráð?
- Einkennasaga, líkamsskoðun, lífsmörk, rannsóknir
- Lyfjanotkun (hefðbundin, óhefðbundin): Náttúrulyf geta haft milliverkun á krabbameinslyfin
- Aðrir sjúkdóma
Hvað er superior vena cava syndrome? (SVCS) og hver eru orsök þess?
Þetta er þegar það er þrýstingur á eða í megin bláæð líkamans: superior vena cava. Þetta kemur oftast vegna lungakrabbameins, en getur verið vegna allra krabbameina sem meinvarpast eða eru miðsvæðis og þrýsta á æðina
Hver eru einkenni superior vena cava syndrome?
Einkenni og merki eru háð staðsetningu æxlis og hversu mikil þrenging er en algengt er að sjá
- Bjúg í andliti og háls
- Útvíkkaðar hálsæðar
- Brjóstverkur, höfuðverkur
- Andþyngsli, hósti, mæði, hæsi
Hver er meðferðin við superior vena cava syndrome?
Beinist að einkennum/líðan, orsökum og alvarleika
en
- Hækka höfðalag og gefa súrefni
- Tryggja opin öndunarveg, er þörf á intubation eða stoðneti
- Einkennameðferð: verkjalyf, sterar og þvagræðsilyf tímabundið til að draga úr bjúg og andþyngslum, blóðþynning (ef tappi)
Krabbameinsmeðferð væri nú samt besta meðferðin á þessu
Hverjir eru matsþættir og rannsóknir til að greina superior vena cava syndrome?
Skoðun: sýnileg bólga/bjúgur í andliti, hálsi, efri búk og útvíkkaðar æðar
Hlusta: öndun,mæði,hósti,hæsi,öndunarerfiðleika
Metum: verki/höfuðverkur, sjóntruflandir, svimi, rugl, hjartabilunareinkenni, meðvitundarstig
Greinum: RTG/CT/MRI og vefjasýni til greiningar
dæmi hum hjúkrunargreiningar hjá fólki með superior vena cava syndrome?
- Ófullnægjandi öndun- mæði
- Minnkað útfall hjarta: vegna þrýstings
- Breyting á flæði til vefja: bþ hækkaður
- Kvíði: Vegna þess að þeir ná ekki andanum líður eins og þeir eru að kafna, Allt sem þrengir að eykur vanlíðan ,föt, lokuð hurð ofl.
- Verkir
- Magnleysi/þreyta
Hvernig er hjúkrun sjúklings með svcs?
Tryggja öryggi sjúklings mtt ástands, tryggja öndun og blóðrás: Meta einkenni/merki tengd frá lungum, hjarta og taugakerfi og svörun við meðferð (lífsmarkamælingar, líkamsskoðun)
Meta og bæta líðan með draga úr einkennum (mæði, verkir, kvíði)
o. ESAS einkennamat ( 9 einkenni)
o Súrefnismeðferð, loft, vifta… rúm við glugga/hurð
o 45°höfðalag, ADL aðstoð og útvega hjálpartæki
o Morfín og sterar (mæði, verkir), kvíðastillandi lyf, slökun, kaldur þvottapoki, forðast þrýsting á efri hluta líkama
o Vökvajafnvægi- mælingar, vigta
Fræðsla um ofangreint og stuðningur, aðstandendur
Hvað er spinal cord compression?
Æxlisþrýstingur á mænu eða mænutaugar, oftast meinvörp (þá í hrygginn) en getur líka verið beinn innvöxtur æxlis
Á hvaða svæðum gerist spinal cord compression oftast
Oftast á thorax svæði(60-70%), lumbosacral 20-30%, cervical 10%
Í kjölfar hvaða krabbameina er líklegt að þetta gerist?
Algengast í cama (brjósta), prostata (blöðruháls) , pulm, (lunga) og þegar meinvörp eru til beina
Hver eru einkenni SCC?
Einkenni fara eftir staðsetningu, magni og tímalengd ástands
o Algengast er staðbundinn bakverkur >90%, versnar oft við legu og minnkar við stöðu
o Skyntruflanir, máttleysi/kraftminnkun, lamanir, truflanir hægðum og þvaglátum