Frumuskemmdir, bólga, viðgerð og bjúgur/segamyndun Flashcards
Hyperplasia
Stækkun á líffæri/vef vegna aukinnar tíðni frumuskiptinga, oft undanfari æxlisvaxtar
Hypertrophia
Stækkun á líffæri/vef vefna stækkunar frumna (byggingarpróteinum og frumulíffærum fjölgar)
Atrophia
Líffæri minnkar vegna þess að frumurnar minnka, svar við minnkuðu álagi, blóðflæði eða næringu, frumur geta náð jafnvægi að nýju
Metaplasia
Ein frumugerð kemur í stað annarrar á takmörkuðu svæði í vef/líffæri (oftast þekju), oftast vegna áreitis, yfirleitt sjúklegt, getur gengið til baka ef áreiti hverfur, getur verið forstig krabbameins
Hver er munurinn á labilum, stabilum og permanent frumum ?
Labilar: eru í sífelldri skiptingu allt æviskeiðið, t.d. beinmergsfrumu og húð
Stabilar: langlífar frumur sem skipta sér eða fjölga sér ekki nema það komi boð um það (skemmd eða álag), t.d. kirtilfrumur og bandvefsfrumur
Permanent: frumur sem skipta sér ekki eftir að fósturlífi líkur, t.d. hjartavöðvafrumur og heilafrumur
Súrefnisskortur
Hypoxia: lækkuð súrefnisþéttni í blóði (anemia, mikil lungnabólga)
Ischemia: blóðflæðitruflun
Hvaða myndbreytingar eru einkennandi fyrir afturkræfan skaða ?
Frumutútnun (Na+ jónir safnast fyrir í umfrymi og vatn eltir) og fituumbreyting (fituvacuolur sem taka yfir alla frumuna)
Hvað eru myeline figures ?
Skemmdar frumuhimnur, geta kalkað
Hvaða breytingar sjást í ljóssmásjá í necrosu ?
Aukin eosinophilia, glassy, homogeny og blöðrótt umfrymi
Kjarni skreppur saman og dökknar (pyknosis), kjarni brotnar niður í smærri hluta (karyorrhexis), kjarni fölnar og leysist upp (karyolysis)
Fituumbreyting
Uppsöfnun tríglýceríða í umfrymi, aðallega í lifur vegna mikilla fituefnaskipta
Hverjar eru orsakir fituumbreytingar í lifur ?
Toxin, næringarskortur, sykursýki, offita
Bólgusvar - 5R
Recognition = þekkja orsakavald Recruitment = laða að og virkja bólgufrumur Removal = eyðing orsakavalds Regulation = stjórn bólgusvars Resolution = viðgerð, vefir í fyrra horf
Staðbundin bólgueinkenni
Roði, hiti, fyrirferð, sársauki, trufluð starfsemi
Almenn bólgueinkenni
Hækkaður líkamshiti, hraður hjartsláttur, höfuðverkur, vöðvaverkir, aukinn/minnkaður sviti, skjálfti og kölduköst, eitlastækkanir
Bráðar bólgufrumur
Neutrophilar
Margination/rolling
PMN fljóta út að æðaveggnum, viðloðunarsameindir (selectin) á endotheli og PMN tengjast veikt (histamine, IL-1 og TNF valda aukningu á selectinum á endotheli)
Adhesion
Integrin á PMN tengjast integrin viðtökum (ICAM-1) á endothelfrumum (TNF og IL-1 valda fjölgun viðtaka á endothelfrumum og chemokine virkja integrin á PMN)
Emigration/transmigration
PMN skríða út á milli endothelfruma með hjálpa PECAM-1 viðtaka, hvatt af efnamiðlum og chemotaxis, brjóta niður grunnhimnuna með kollagenasa