Félagsráðgjafar á heilbriðis- og barnaverndar-sviði Flashcards
Félagsráðgjafar á heilbrigðissviði
Meta sálfélagslegar og praktískar þarfir sjúklinga.
Starfa í þverfaglegum teymum með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðrum sérfræðingum
Sérþekking félagsráðgjafa á heilbrigðissviði
Þekking á líkamlegum, sálrænum og félagslegum þáttum sjúkdóma.
Aðferðir til að takast á við sjúklinga og fjölskyldur þeirra í erfiðum aðstæðum.
Barnaverndarlög nr. 80/2002
Vernda börn gegn ofbeldi og vanrækslu.
Sveitarfélgög bera ábyrgð á barnaverndarstarfi
Tilkynningarskylda
Skylt er að tilkynna grun um að barn sé í hættu, t.d. vegna vanrækslu, ofbeldis eða áhættuhegðunar
Almennt um sérfræðisvið
Hugmyndin að baki því að skapa sérsvið innan félagsráðgjafar (skólafélagsráðgjafar, réttarfélagsráðgjafar, félagsráðgjöf á heilbrigðissviði, félagsráðgjöf í félagsþjónustu, barnavernd og fleiri)
Er að skapa hlutverk fyrir sérfræðinga í þessum málaflokkum því sérfræðiþekking tryggir að fagleg þekking og færni sé beitt.
Félagsráðgjafar með sérfræðileyfi búa yfir sérhæfðri þekkingu.
Sérfræðiþekkingu er fyrst og fremst ætlað að tryggja skjólstæðingum vandaða og viðeigandi þjónustu.
Sérfræðiþekking
Byggir á rannsónum, kenningalegum grunni og reynslu.
Því þar eru gæðakröfur og eftirlit með allri meðferðarþjónustu.
Almennt um heilbrigðisþjónustu á íslandi
Heilbrigðisráðuneyti fer með heilbrigðisþjónustu - heilbrigðisráðherra.
Lög um heilbrigðisþjónustu
Kveðið á um grunnskipulag heilbrigðisþjónustunnar í landinu.
Markmið laganna er að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði í samræmi við þau lög, lög um almennatryggingar, lög um réttindi sjúklinga og önnur lög eftir því sem við á.
Almennt um hielbrigðisþjónustuna á íslandi
Landinu er skipt í heilbrigðisumdæmi.
Hvert umdæmi er með heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir sem veita almenna heilbrigðisþjónustu.
Landsmenn geta leitað hvert sem er hvar sem þeir eru staddir.
Heilsugæslur, sjúkrahús og deilir þess, einkareknar þjónustur, sérfræðiþjónusta lækna og sérfræðinga.
Í lögum um landlækni og lýðheilsu kemur fram að embætti landslæknis er til staðar með það að marmiði að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að heilbrigði landsmanna
Heilbrigðisþjónusta
Er einstaklingsmiðuð þjónusta.
Hér er haft er að leiðarljósi að skjólstæðingurinn sé með í ákvarðanatöku varðandi meðferð hans og að sérfræðingar myndi tengsl við skjólstæðinga.
Félagsráðgjöf er í raun einn af mörgum liðum í heilbrigðisþjónustu sem hefur að markmiði að skjólstæðingar fái sem bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Sérþekking félagsráðgjafa á heilbrigðissviði.
Grunnþekking á einstaklingnum sme líffræðilega og sálfræðilega þroska- og tilfinningaveru.
Þekking á heilbrigðiskerfinu og þjónustuúrræðum þ.e. “kerfinu” - hinu augljósa og viðurkennda, sem og óbeinum leiðum innan þess.
Grunnstofn starfsins: þjónusta og meðferð sjúklinga.
Vísindaleg áhersla - fræðsla, forvarnir, þróunarverkefni og rannsóknir, nýsköpun.
Handleiðsla - starfsþjálfun
Félagsráðgjöf á hielbrigðissviði
Fyrsti félagsráðgjafinn hóf störf 1967 og á geðsviði LSH.
Félagsráðgjafar sérhæfa sig einkum með tilliti til þeirra deildar sem þeir starfa á.
Í byrjun aðallega á geðsviði, síðan kvennasviði og núorðið á öllum deildum, þar með talið öldrunarsviði.
Menntunar og þekkingar kröfur félagsráðgjafa á heilbrigðissviði
Almenn menntun í félagsráðgjöf.
Verður að hafa yfirsýn yfir sjúkdóma og einkenni.
Þekkja samspil sjúkdóma, skerðinga, fötlunar við persónulega og félagslega líðan (þar með talið við líðan fjölskyldu)
Ýmis hlutverk félagsráðgjafa á heilbrigðissviði
- Meta sálfræðilegar þarfir skjólstæðings og styrkleika og veikleika í umhverfi hans.
- Ræða við kollega eins og lækna, hjúkrunarfræðinga, aðra sem koma að skjólstæðingi - þverfaglegt starf í að meta og greina þarfir.
- Aðstoða ættingja við að vera í samvinnu sem tengist meðferð skjólstæðings
- Tengja aðra kollega við mál skjólstæðings
- Tengiliður á milli skjólstæðings, ættingja og aðrar stofnanir, úrræði utan sjúkrahús
- Handleiða nýja félagsráðgjafa og starfsfólk
- Veita fræðslu
- Taka þátt í stefnumótun stofnunarinnar
- Taka þátt í rannsóknum og þróun þekkingar
Félagsráðgjöf á heilbrigðissviði
Félagsráðgjafar eiga að meta sálfræðilegar og praktískar þarfir skjólstæðinga
Félagsráðgjafar eru einskonar brú á milli félagslegra og líkamlegra vandamála hjá skjólstæðingum heilbrigðisþjónustu.
Samstarf við samstarfsfólk og skjólstæðinga.
Eru stuðningsaðilar og talsmenn skjólstæðinga sinna og fjölskylduna þeirra.
Stuðla að innsýn annarra starfstétta í félagsleg vandamál skjólstæðingum heilbrigðisþjónustu.
Samstarf við samstarfsfólk og skjólstæðing
Eru stuðningsaðilar og talsmenn skjólstæðinga sinna og fjölskyldna þeirra.
Stuðla að innsýn annarra starfstétta í félagsleg vandamál skjólstæðinga - kennsla og handleiðsla.
Mat og greining: skoða skjúklinginn út frá samspili hans við umhverfi sitt og þeim aðstæðum sem hann býr við.
Sálfélagslegur stuðningur við skjólstæðinga og fjölskyldur
Þverfaglegt samstarf
Rikt samstarf innan starfsvettvangs en einnig utan.
Félagsráðgjafar vísa til og starfa með fagfólki í öðrum stofnunum.
Margir telja ekki nógu mikið samstarf vera á milli heilbrigðisþjónustu og velferðarþjónustu.
Margar áskoranir í gegnum árin sem snúa að innlögnum og útskriftum - hvað eigi að gera við skjólstæðinga sem eru t.d. með geðsjúkdóma - er það ábyrgð félagsþjónustu eða heilbrigðist.
Hver var upprunalega áherslan
Upprunalega var áherslan einsgöngu á starf með þeim sem voru veikir, slasaðir, með sjúkdóma.
En félagsráðgjafar starfa einnig að forvörnum og veita fræðslu, t.d.
Að lifa með sjúkdóm, skerðingu, að fræða til að koma í veg fyrir sjúkdóma.
Sjúkdómar, skerðingar, fötlun - þekkja sálrænu, félagslegu menningarlegu áhrif á einstaklinga, fjölskyldu, líðan í samfélagi
Hvað er barnavernd?
Er hugtak sem lýtur að vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu.
Réttur til verndar.
Í barnasáttmála SÞ er kveðið á um að þjóðríki skuli gera viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, félags og menntunarmála til að vernda börn gegn: Líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingum, misnotkun, vanrækslu, skeytingarleysi, illri meðferð.
Börn eru skilgreind eftir aldri en misjafnt eftir ríkjum hvar mörkin eru sett (18 ára hérlendis en 16 ára víða annars staðar)
Helstu lög á íslandi um vernd barna
Barnalögin nr. 76/2003. Fjalla um inntak forsjár, skyldur foreldra, forsjármanna.
“foreldrum ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju og virðingu og gegna forsjár- og uppeldisskyldum sínum svo sem best hentar hag barns og þörfum. Forsjá barns felur í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn andlegu og líkamlegu ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi”
Barnaverndarlögin nr. 80/2002
Fjalla um inntak verndar, hlutverk og skyldur stofnana í könnun máls og málsmeðferð, skipulag á starfseminni, um skyldur starfsfólks stofnana og almennings til að tilkynna grun um misbrest í uppeldi barns.
Markmið barnaverndarlaga 80/2002
Tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.
Leitast skal við að ná markmiðum laganna með því að stykja fjölskyldur í uppeldishlutverki vínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.
Í lögunum er kveðið á rétt barna til verndar og umönnunar.
Barn skilgreint sem einstaklingur yngri en 18 ára.
Foremdrar skilgreindir sem einstaklinga sem faraa með forsjá barns
Mennta- og barnamálaráðherra eða mennta- og barnamálaráðuneyti fer með barnaverndarlögin.
Barnaverndaryfirvöld - hér vísað til ráðuneytisins, Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála, barna og fjölskyldustofu, barnaverndarþjónustu sveitarfélagana.
Gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála
Gæða- og eftirlitsstofnun hefur það hlutverk að sjá um verkefni á sviði stjórnsýslu og hafa eftirlit með gæðum velferðarþjónustu sem veitt er
Hlutverk fjölskyldu og barnaverndarstofu
Er undir stjórn ráðuneytisins.
Samhæfir og eflir barnaverndarstarf í landinu, veitir leiðbeiningar og ráðgjöf til sveitafélaganna og annarra sem veita barnaverndarþjónustu.
Fer með leiðbeiningar um túlkun og framkvæmd barnaverndarlaganna.
Leyfisveitingar til fósturforeldra, tekur ákvarðanir og veitir barnaverndarnefndum liðsinni í fósturmálum.
Yfirstjórn heimila og stofnanna sem ríkinu ber að sjá til að séu tiltæk og hlutast til um að slík heimili og stofnanir verði sett á fót.
Yfirumsjón með vistun barna á þessum heimilum og stofnunum.
Gr 10 Barnaverndarþjónusta
Sveitarfélög bera ábyrgð á barnavernd.
Sveitarfélög skulu starfrækja barnaverndarþjónustu.
Barnaverndarþjónusta skal hafa yfir að ráða nægri fagþekkingu til að hún geti sinnt verkefnum sínum.
Hlutverk barnaverndarþjónustu
Að hafa eftirlit með aðstæðum og aðbúnaði barna.
Að sjá til þess að hafa þjónustuúrræði, að beita úrræðum sem bregðast við þörfum barna, sem vernda börn.
Að vetia foreldrum stuðning til að stykja þá í foreldrahlutverkinu í því markmiði að stuðla að vernd barna.
Það er starfsfólk á vegum nefndanna sem hefur svo það hlutverk að kanna mál barna, sinni meðferð mála.
Félagsráðgjafar eru eina fagstéttin á íslandi sem búa að háskólamenntun í barnaverndarstarfi.
Tilkynningarskylda 16 gr.
Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn:
a. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður
b. verði fyrir ofbeldi eða annari vanvirðandi háttsemi eða
c. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hætta.
Skylt að gera barnaverndarþjónustu viðvart ef ástæða er til að ætla að heilsu, þroska eða lífi ófædds barns sé stefnt í hættu.
17.gr Tilkynningarskylda þeirra sem afskipti hafa af börnum
Hverjum þeim sem stöðu sinnar og strafa vegna hefur afskipti af málum barna.
Starfsfólk sem hefur hlutverk í umönnun, kennslu, ráðgjöf eða á annan hátt kemur að þjónustu/umönnun barna eða á annan hátt umgengst börn í starfi.
Hvað á að tilkynna
Oft er það ekki eitthvað eitt tilvik sem vekur áhyggjur starfsmanns/almennings. Um getur verið að ræða fleiri þætti eða ástand og tilfinningu fyrir líðan barns sem vekur áhyggjur starfsmanns.
- gr. Samstarf við barnaverndaryfirvöld
Öllum þeim sem stöðu sinnar og starfa vegna hafa afskipti af málefnum barna er skylt að hafa samstarf við barnaverndaryfirvöld. Barnaverndaryfirvöld skuæu einnig leitast við að eiga gott samstarf við þessa sömu aðila.
Barnaverndarþjónusta styðst við ákveðna flokka skilgreininga á hvað telst misbrestur í uppeldi (SOS flokkakerfið)
Barn sem þolandi
Barn sem gerandi
1. Vanræksla = líkamleg, í umsjón og eftirliti, í námi, tilfinningaleg.
2. Ofbeldi = tilfinningalegt, líkamlegt, kynferðislegt.
3. Heilsa/líf ófætts barns í hættu = ofneysla áfengis, vímuefna, læknalyfja, ofbeldi maka, annarra gegnvart móður og móðir tekur ekki stuðningi, móðir sinni ekki læknismeðferð á meðgöngu.
Barn sem gerandi; t.d. áhættuhegðun á borð við neyslu, ofbeldi gagnvart öðrum börnum, afbrot, fer ekki eftir reglum foreldris s.s. eins og skólasókn
21.gr. Málsmeðferð vegna tilkynninga
Þegar barnaverndarþjónusta fær tilkynningu eða berast upplýsingar með öðrum hættu um að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin vegna o.s.frv:
Skal hún taka afstöðu eigi síðar en innan sjö daga um hvort ástæða sé til að hefja könnun á aðstæðum/aðbúnaði barns.
Tilkynna foreldrum innan viku að tilkynning hafi borist.
Staðfesta við tilkynnanda að tilkynning hafi borist og gefa almennar upplýsingar um málsmeðferð.
Nefndin hefur 3 mánuði (hámark 4) til að kanna málið og komast að niðurstöðu
Rannsóknarheimildir 43 gr.
Leitast skal við að könnun fari fram í samráði og samvinnu við foreldra.
Foreldrum eða þeim sem barnið dvelst hjá er skylt að veita liðsinni sitt til þess að könnun máls geti gengið greiðlega.
Við könnun er heimilt að taka skýrslur af foreldrum eða öðrum þeim er um kunna að bera.
Aðeins heimilt að fara inn á heimili barns, til könnunar á högum þess, að fyrir liggi samþykki foreldris eða á grundvelli dómsúrskurðar.
Heimilt að fara á annan stað en heimili barns, svo sem í dagvistun, leikskóla, skóla, félagsmiðstöð með neyðarathvarf, til að tala við barn í einrúmi ef þörf er á, fylgjast með hegðun þess eða til athugunar á barni.
Samráð við foreldra ef tala á við barn yngra en 12 ára eða gera athuganir á því.
Upplýsingaskylda gagnvart barnaverndarþjónustu 44 gr.
Öllum heilbrigðis- og sjúkrastofnunum er skylt eftir að barnaverndarþjónusta hefur tekið ákvörðun um könnun máls að láta þjónustunni endurgjaldslaust í té upplýsingar og afrit af nauðsynlegum gögnum um heilsu barns, foreldra þess og annarra heimilismanna, þar á meðal upplýsingar um ástand viðkomandi og batahorfur, auk annarra upplýsinga sem þjónustan telur að skipt geti máli fyrir úrlausn málsins.
Mað sama hætti er öllum stofnunum þar sem barn hefur dvalist eða kemur raglulegaskylt að láta nefndinni í té upplýsingar sem hún telur að skipt geti máli fyrir úrlausn málsins.
Þá skulu lögregla og sakaskrá ríkisins með sama hætti láta nefndinni í té upplýsingar og afrit nauðsynlegra gagna.
Helstu verkefni sem ber að sinna í barnaverndarþjónustu?
Taka á móti tilkynningum og könnun á málefnum barna og meta stuðningsþörf.
Öflun úrræða og eftirfylgni með stuðningi og velferð barna.
Vinnsla við fóstur- og vistunarmál.
Almenn ráðgjöf og sérhæfður stuðningur við foreldra og börn.
Markvisst samstarf og teymisvinna, samstarf við stofnanir
Menntun og hæfniskröfur í barnaverndarþjónustu
Starfsréttindanámi í félagsráðgjöf - yfirleitt!!
Reynslu á sviði barnaverndarþjónustu/félagsþjónustu.
Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi.
Hæfni í samskiptum, áhugi á þverfaglegri teymisvinnu.
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Hvað gera félagsráðgjafar?
Starfa skvæmt barnaverndarlögunum og gildandi reglugerðum.
Nota heildarsýn í mati og greiningu.
Taka ákvarðanir um reglugerðir sem eru alltaf rökstuddar, ígrundaðar og gerðar í samráði við teymi.
Eru fyrst og fremst málsvarar barna í þeim málum sem þeir koma að.
Starfa við virðingu og samviskusemi að því að stykja fjölskyldur í umönnunarhlutverki barna og til að tryggja að börn búi við vernd.
Hvað gera félagsráðgjafar í barnaverndarstarfi?
Tilkynningar koma aðallega frá lögreglu og skólum, leikskólum.
Þeir gera könnun í kjölfar tilkynninga.
Þeir ræða upplýsinga sem aflað er í kjölfar könnunar og kynna á fundi.
Þeir gera áætlun í málinu ef ástæða er til að mál fari í málsmeðferð.
Þeir meta þörf á stuðningi og þjónustuúrræðum.
Þeir veita ráðgjöf til foreldra- félags-, sálfræði-, fjölskylduráðgjöf.
Þeir gætu sinnt hópastarfi - forvarnarvinnu.
Þeir taka greiningar-, meðferðar- og sérfræði-viðtöl.
Gætu stuðst við vísað í úrræði eins og MST, stuðlar, meðferðarvistun, Bugl, fósturráðstöfun.
En umfram allt - mannlegir - nákvæmir - samviskusamir - frjóir - skapandi og tilbúnir til að fara í leiðangur með barninu og foreldrum þess.
Félagsráðgjafar eru að hitta:
Foreldra sem hafa vanrækt börnin sín
Börn sem hafa verið vanrækt af öðrum umönnunaraðilum.
Foreldra sem hafa beitt börnin sín ofbeldi eða aðrir ættingjar.
Börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi: líkamlegu-, andlegu- og kynferðislegu ofbeldi.
Börn sem brjóta af sér: dópa, skemma, stela, skrópa, meiða sig, meiða aðra, vilja ekki lifa, vilja lifa - bara ekki svona osfrv.