Einstaklingar og fjölskyldur Flashcards
Grundvöllur félagsráðgjafar
Virðing fyrir manngildi og trú á getu einstaklinga til að nýta eigin hæfileika
Vinnuferli
- Rannsókn: Gagnaöflun og tengslamyndun
- Mat: Greining á þörfum og aðstæðum
- Íhlutun: Viðtöl, ráðgjöf og tenging við úrræði
- Lokun: Yfirfæsla ábyrgðar til einstaklings eða fjölskyldu
Félagsráðgjöf
Félagsráðgjöf er líklega eitt besta dæmi faglegrar nálgunar sem uppfyllir hlutverk sitt, en aðeins ef markmið og gldi hennar fylgjast að og er fylgt eftir
Grundvöllur félagsráðgjafar
Grundvöllur félagsráðgajfar er virðing fyrir manngildi og sérstöðu hvers einstaklings og trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Markmið félagsráðgjafar er að vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og sporna við félagslegu ranglæti.
Virðing fyrir gildum einstaklingsins sérstöðu hans, réttindum, reisn og félagslegu réttlæti ásamt sjálfsákvörðunarrétti eru leiðir að markmiðum félagsráðgjafar
Hlutverk félagsráðgjafa
Aðstoða einstaklinga og fjölskyldur til sjálfshjálpar.
Hvetja einstaklinga og fjölskyldur til valdeflingar.
Félagsráðgjafinn vinnur að því að byggja upp tengsl til þess að styðja einstaklinginn og fjölskyldu í því að finna lausn á sínum vanda
Tengja einstaklinga og fjölskyldur við stuðningskerfi sem veita viðeigandi þjónustu/bjargir.
Styðja við kerfin svo þau verði sem skilvirkust.
Taka þátt í að bæta og þróa félagsmálastefnu samfélagsins
Vinnuaðferðir félagsráðgjafa
Þrjú stig: micro, messo og macro.
Micro þjálfun
Ýmist vinna félagsráðgjafar með einstaklingi eða fjölskyldu eftir því hvað við á. Markmiðið er: hjálp til sjálfshjálpar og valdeflingu
Messo þjálfun
Tengja hópa- og samfélagsvinnu við einstaklings- eða fjölskylduvinnu
Macro þjálfun
Stefnumótun og samfélagsvinna
Vinnuferlið: Rannsókn
Mynda tengsl, hlustun, virðing, gagnaöflun
Vinnuferlið: mat
Skynja sérstöðu hvers og eins máls/vanda.
Skynja áhrifin, forðast stimplun, skynja þegar aðstæður breytast.
Leiðin er valin með einstaklingnum og samþykkt af honum
Vinnuferlið: Íhlutun
Íhlutun hefst strax og einstaklingur mætir í viðtal/vitjun, íhutun fellst í viðtali, úrlausnum, skrifum, tilvísunum til annarra sérfræðinga og stofnana.
Vinnuferlið: Lokun
Gerist mjög sjaldan
Greining: einstaklingar og fjölskyldur
Greining félagsráðgjafans er byggð á röð ályktana sem leiðir okkur til íhlutunar eða engrar íhlutunar gagnvart notandanum.
Greiningar okkar eru byggðar á ályktunum okkar.
Slíkar ályktanir eru grundvöllur faglegra aðgerða.
Við erum reiðubúin til að taka ábyrgð á þessum ályktunum
Meðferðavinna/klínisk vinna
Að bæta sálfélagslegur aðstæður einstaklingsins og/eða fjölskyldunnar.
Einkenni meðferðarvinnu er að beita viðurkenndum aðferðum til að bæta líðan og aðstæður notenda, sem geta verið sálfélagslega óvirkir, eiga við margbreytilegar hömlur að stríða, eru með fötlun eða geðfötlun.
Einstaklingar og fjölskyldur: Meðferðarvinna-klínisk vinna
Klínisk félagsráðgjöf snýst um að styðja fólk í að leysa vanda. Styðja einstaklinga við persónuleg vandamál, fjölskylduvanda og umhverfisvanda.
Félagsráðgjafinn vinnur að því að byggja upp tengsl til þess að styðja einstaklinginn í því að finna lausn á sínum vanda.
Viðtöl og mat eru aðal verkfærin.
Með því að nýta þau áhrif sem myndast í traustu sambandi einstakings og félagsráðgjafa er stefnt að því að breyta hegðun, hugsun og háttarlagi.
Einstaklingar með vímuefnaröskun
Heimilisleysi/vímuefnaröskun
Félagsráðgjafar koma að málum þar sem margskonar vandamál eru í gangi svo sem glæpsamlegt atferli, þjófnaðir, líkamlegt og andlegt ofbeldi, hungur ásamt margþættum persónulegum vandamálum sem stafa af vímuefnaneyslu og/eða geðröskun.
Valdefling
Húsnæðislaust fólk með vímuefnaröskun getur oft fundið til valdleysis og er oft útilokar frá ákvörðunum sem varða það sjálft og finnu fyrir útskúfun og fordómum.
Félagsráðgjafinn notar gjarnan hugmyndafræði valdeflingar til að ná árangri með einstaklinga og fjölskyldur í álíka aðstæðum
Valdefling frh.
Forsendur valdeflingar er þátttaka einstaklingsins og/eða fjölskyldunnar í að skoða valkosti á betra lífi, nota þessa valkosti til að öðlast réttindi, sjálfstæði og taka meiri ábyrgð á sjálfum sér. Valdefling er ferli til að ná stjórn á aðferðum að uppbygging á mismunandi þáttum í lífi einstaklingsins og fjölskyldu.