Bólga Flashcards
Hlutverk bólgu (4)
Er varnarviðbragð til að:
- Draga úr áhrifum meinvalds,
- Takmarka vefjaskemmdir,
- Hreinsa burt úrgang
- Koma af stað græðslu
Dæmi um þætti sem geta komið af stað bólguviðbragði (5)
- Sýkingar,
- Kemísk efni
- Frumu- og vefjadrep.
- Fýsískir áverkar (hiti/kuldi, geislun)
- Ofnæmi
Akút bólga
- Fyrsta svörunin við áreiti.
- Einkennist af :
- breytingum á æðavídd.
- breytingum á æðavegg með útflæði plastmapróteina.
- Íferð bráðabólgufrumna (leucocyta) úr háræðaneti út í bólgusvægðið.
Krónísk bólga.
-Verður ef bráðabólgan dugir ekki til.
-Er hægfara og langvinn (vikur / mánuðir)
-Veldur oft miklum vefjaskemmdum og skilur eftir sig varanleg ummerki.
Einkennist af:
-Íferð krónískra bólgufrumna (eitilfrumur, plastmafrumur og átfrumur)
-Vefjaskemmdir fyrst og fremst af völdum bólgufrumna.
-Viðgerð með háræðafjölgun og bandvefsauka.
Tegundir bóglufrumna
Bráðabólgufrumur = Neutrophilar/granulocytar.
Krónískarbólgufrumur = Lympocítar (eitilfrumur), Plasma frumur, macrophagar (átfrumur).
Einkenni bólgu (5)
- Roði (rubor)
- Fyrirferð (Tumor) t..d bjúgur.
- Verkur (dolor)
- Hiti (Calor)
- Trufluð starfsemi (funcito) t.d. bólginn útlimur sem maður getur ekki notað.
Gröftur er í rauninni?
Bjúgur með mikið af dauðum bólgufrumum. (neutrofilum)
Hvað er hnúðabólga (granulomatous inflammation) ?
- Hnúðabólga er sérstök tegund krónískrar bólgu.
- Getur myndast vegna aðskotahluta t.d. sílíkon eða saumar eða sjálfsofnæmi (crohn’s t.d.)
- Bóguhnúðar sem eru samsettir úr stórum átfrumum, eitilfrumum, plastmafrumum og stakra margkjarna risafrumna.
Dæmi um orsakir hnúðabólgu (6)
- Berklar, syphilis, sveppasýkingar, crohn’s.
- Saumar og sílíkon.
Hvaða frumur framleiða histamín?
Mastfrumur
Hvað eru miðilefni?
- Þau miðla, stýra og viðhalda bólgusvari, koma af stað æðabreytingum.
- Þessi efni eru ýmist virkjuð eða framleidd og losuð þegar bólgusvarið er að hefjast. Bindast viðtökum á yfirborði frumna og koma af stað breytingum á efnaskiptum og starfsemi þeirra.
Dæmi um miðilefni og helstu hlutverk þeirra?
T.d. Interleukin, prostaglandin, leukotrien, thrombin og vaxtarþættir. Miðilefni frá plasma eru td. storkukerfið, kompliment kerfið, sereotonin og histamín.
Helstu hlutverk = æðavíkkun, aukið gegndræði æða, virkjun bólgufrumna, efnasækni, vefjaskemmdir, frumufjölgun, sársaukamyndun, hitahækkun. CA3: virkir bólgumiðlar.
Hvað er TNF?
Mjög virkur bólgumiðill, myndar prótein í lifur.
-Hefur áhrif á hita og vanlíðan við bólgu.
*Komin lyf á markað sem blokka TNF (liðagigt og ristilbólgusjúkdómar)