Aðferðafræði Vika.3 Flashcards
fyrirlestur
1.Gr Markmið
Markmið laga þessara er að stuðla að vönduðum vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og tryggja hagsmuni þáttakennda
- Gr Gildissvið og yfirstjórn
Lög þessi gilda um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
Þau taka til vísindarannsókna sem gerðar eru hér á landi að hluta til eða að öllu leyti
- Gr skilgreiningar
Vísindarannsókn á heilbrigðissviði
Rannsókn á mönnum, lífsýnum og heilbrigðisupplýsingum þar sem beitt er vísindalegum aðferðum til að auka þekkingu á heilbrigði og sjúkdómum.
- Gr skilgreiningar
Vísindarannsóknir á mönnum
Rannsókn þar sem einstaklingur tekur virkan þátt í vísindarannsókn, svo sem með því að gangast undir rannsókn, gefa sýni eða veita upplýsingar vegna rannsóknarinnar
- Gr skilgreiningar
Inngrip
Inngrip felur í sér líkamlega íhlutun eða íhlutun sem felur í sér áhættu fyrir andlega heilsu viðkomandi einstaklings.
- Gr skilgreiningar
Heilbrigðisupplýsingar
Sjúkraskrárupplýsingar, upplýsingar og gögn úr lífsýnasöfnum og söfnum heilbrigðisupplýsinga og aðrar upplýsingar um sjúkrasögu og heilsuhagi.
- Gr skilgreiningar
Lífssýni
Lífrænt efni úr mönnum, lifandi eða látnum,
sem veitt getur um þá líffræðilegar upplýsingar.
3.Gr skilgreiningar
Heilbrigðisgögn
Heilbrigðisupplýsingar og lífsýni
3.Gr skilgreiningar
Gagnarannóknir
Rannsókn þar sem notuð eru fyrirliggjandi heilbrigðisgögn. Einstaklingur sem upplýsingar eða
gögn stafa frá tekur ekki virkan þátt í rannsókn.
3.Gr skilgreiningar
Persónuleg heilbrigðisgögn
Heilbrigðisgögn
sem fela í sér upplýsingar sem rekja má beint eða óbeint til tiltekins einstaklings, látins eða lifandi.
3.Gr skilgreiningar
Dulkóðun
Umbreyting orða eða talna í óskiljanlega
runu af táknum.
3.Gr skilgreiningar
Ábyrgðarmaður rannsókna
Einstaklingur sem ber ábyrgð á framkvæmd rannsóknar samkvæmt rannsóknaráætlun sem samþykkt hefur verið af vísindasiðanefnd eða siðanefnd heilbrigðisrannsókna.
3.Gr Skilgreiningar
Safn heilbrigðisupplýsinga
Safn sem hefur fengið leyfi ráðherra til að varðveita heilbrigðisupplýsingar sem aflað er til vísindarannsókna eða verða til við framkvæmd þeirra.
4.Gr Grundvallarkröfur
Vísindarannsóknir á heilbrigðissviði skulu byggjast á virðingu fyrir mannhelgi þáttakennda
Vísindarannsóknir háttaðar að siðfræðileg og vísindaleg séu höfð í heiðri og persónverndar gætt
- Gr Varðveisla heilbrigðisgagna
Heimilt er að geyma gögn ef til þarf, annars á að eyða gögnum eftir að rannsókn líkur, nema ef heilbrigðissvið krefst þess að geyma þau til að meta rannsóknina, síðan er þeim eytt eða gerð ópersóngreinanleg
- Gr samþykki fyrir vísindarannsóknir á mönnum
Vísindasiðanefnd setur, að fenginni umsögn Persónuverndar, reglur um hvernig má nálgast fólk til þáttöku og hvaða fræðslu þeir þurfa áður en samþykki er fengið