7.Kafli Flashcards
Hvað er vefur?
Samsafn frumna sem vinna saman að ákveðnu verkefni í líffæri.
Hvað er líffæri?
Líkamshluti með tiltekna lögun og útlit, er úr tveimur eða fleiri vefjum og hefur ákveðið hlutverk.
Hvað er líffærakerfi?
Hópur líffæra sem vinna saman að ákveðnu verkefni
Hverjir eru helstu vefjaflokkar líkamans?
Þekjuvefir: klæða líkamshol og rásir að innan, líffæri og líkama að utan. Húð og slímhúð.
Stoðvefir: mynda stoðgrind líkamans. Í þessum vefjum er tengiefni á milli frumna áberandi. Próteinvefir og fituvefir.
Vöðvavefir: þverrákóttir vöðvar, sléttir vöðvar og hjartavöðvi.
Taugavefur: í honum eru taugungar sem m.a. flytja boð frá miðtaugakerfi til vöðva og frá skynfærum til miðtaugakerfis. Taugatróð
Hvað er taugatróð?
í taugavefnum og vernda og næra taugafrumur.
Hver eru helstu líffærakerfi mannsins? (10)
Meltingarkerfi Taugakerfi Þvagkerfi Þekjukerfi (húðin) Öndunarkerfi Beina-og vöðvakerfi (stoðkerfi) Hjartað og blóðrásarkerfi Vessa- og ónæmiskerfi Innkirtlakerfi Æxlunarkerfi
Segðu frá meltingarkerfinu
Hlutverk meltingarfæranna er að brjóta fæðuna niður í einingar sem líkaminn getur nýtt sem orkugjafi. 7 meltingarfæri sjá um starfið.
- Munnur
- Vélinda
- Magi
- Skeifugörn
- Smáþarmar
- Ristill
- Endaþarmur
Hvað er melting?
Að brjóta fæðu niður í grunneiningar sínar
Hvað er frásog?
Að flytja næringarefni úr meltingarvegi í blóð
Hvað gerir munnurinn?
Sér um mölun með tönnum og efnameltingu þar sem fæðan er blönduð með munnvatni með ensímum sem melta mjölva.
Hvað gerir vélindað?
Flytur fæðu frá munni í maga með öflugum lang- og hringvöðvum.
Hvað gerir maginn?
Malar fæðuna og bætir súrum magasafa með ensímum í fæðumauk
Hvað gerir skeifugörn?
Fær fæðu frá maga og klýfur stórsameindir fæðunnar með ensímum
- Gall: frá gallblöðru sundrar fitu
- Basískur brissafi: með fjölda meltingarensíma frá brisi
Hvað gera smáþarmar?
Annast frekari meltingu og bæta við ensímum úr garnakirtlum
Hvað gerir ristillinn?
Tekur upp vatn, steinefni og vítamín.
Hvað gerir endaþarmurinn?
Sér um losa afgangsefni út
Segðu frá taugakerfinu
Hlutverk taugakerfisins er að greina áreiti, að meta mikilvægi áreita, að senda boð inn í miðstöð, að samhæfa upplýsingarnar og senda boð um viðbragð. Taugakerfið greinist í miðtaugakerfi og úttaugakerfi.
Hvað eru taugungar og taugatróð?
Frumur í taugakerfinu sem vernda og næra taugafrumurnar.
Hvað eru griplur?
Taugaþræðir sem flytja taugaboð til bolsins greinast til endanna í fíngerða þræði - griplur!
Hvað er sími?
Þræðir sem flytja boð frá bolnum. Símaendar losa taugaboðefni, sem koma af stað boði í næstu taugafrumu.
Hvað er mýli?
Einangrar frumuhimnuna og eykur hraða taugaboða.
Hvað eru taugaboð?
Rafboð sem byrja í griplu, berst eftir frumubol til símaenda.
Segðu frá úttaugakerfinu
Úttaugakerfið er myndað af taugum.
- Skyntaugungar: (aðlægar taugar) bera boð frá skynfærum inn í MTK
- Hreyfitaugungar: (frálægar taugar) bera boð frá MTK til vöðva og kirtla
- Millitaugungar: bera boð innan MTK
Úttaugakerfið skiptist í viljastýrða taugakerfið og sjálvirka taugakerfið.
Hvað eru taugar?
Knippi taugaþráða og yfirleitt nær hver taugungur eftir langri tauginni.
Segðu frá miðtaugakerfinu
Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu
- Mænan er inní hryggnum og er varin af hryggjarliðum
- Heilinn er varinn af höfuðkúpunni
Taugaboð berast um mænu til heila (skynboð) og frá heila (hreyfiboð).
Hvað er sjálfvirka taugakerfið?
Það hefur áhrif á innyflavöðva og kirtla.
- Drifkerfi: virkt þegar þarf að grípa til snöggra viðbragða
- Sefkerfi: virkt í hvíld
Hvað er hvelaheili?
Hvelaheili: stöðvar sem stjórna jafnvægi, heyrn, sjón, lykt, hugsun…heilabörkur er ysti hlutinn þar sem heilastöðvar eru og stjórna skynjun, meðvitund, námi og tali.
Hvað er milliheili?
Samanstendur af stúku og undirstúku sem tengjast heiladingli og köngli.
Hvað er heiladingull?
Stýrir innkirtlakerfinu (hormónum).
Hvað er litli heili?
Samhæfir hreyfingar, líkamsstöðu og jafnvægi. Geymir upplýsingar um lærðar hreyfingar.
Hvað er heilastofn?
Ofan við mænuna. Nær yfir mænukylfu, brú og miðheila. Stýrir sjálvirkum líkamsstörfum, öndun, meltingu og hjartslætti.