6.Kafli Flashcards
Í hvaða fimm ríki er lífheiminum skipt í?
Dreifkjörnunga, frumverur, sveppi, dýr og plöntur
Í hvaða þrjú fylki er lífverum jarðar skipt í?
Bakteríur (dreifkjörnungar)
Fornbakteríur (dreifkjörnungar)
Kjörnungar (frumverur, sveppir, dýr, plöntur)
Tvínafnakerfið
Karl Linné er upphafsmaður tvínafnakerfisins.
Hver tegund ber tvínefni: ættkvíslarheiti + viðurnefni fyrir tegundina. Tvínefnið á að vera undirstrikað eða skáletrað, og ættkvíslarheitið með hástaf. Homo (ættkvísl) sapiens (tegund)
Hvað er tegund?
Einstaklingar sem geta eignast saman frjó afkvæmi teljast til sömu tegundar.
Flokkun lífvera
Ríki - fylking - flokkur - ættbálkur - ætt - ættkvísl - tegund
Lýstu bakteríum.
Bakteríur eru einfrumungar og ýmist frumbjarga eða ófrumbjarga. Þær hafa engan kjarna og bakteríuvegg.
Hver er munurinn á loftháðum, loftfirrtum og loftóháðum bakteríum?
Loftháðar: þurfa súrefni, nota frumuöndun
Loftfirrtar: drepast ef þær snerta súrefni, nota gerjun
Loftóháðar: nota súrefni þegar það er í boði en geta komist af án þess
Hvernig fá frumbjarga bakteríur næringu?
Þær framleiða lífræn efni úr koldíoxíði og sumar fá orku frá sólinni.
- Ljóstillífunarbakteríur
- Efnatillífunarbakteríur
Hvernig fá ófrumbjarga bakteríur næringu?
Þær verða að fá lífræn efni úr umhverfinu og nýta þau bæði sem orku-og kolefnisgjafa.
- Rotverur
- Samlífsbakteríur
Hvað eru rotverur?
Ófrumbjarga bakteríur sem sundra lífrænum efnum í líkamsleifum dauðra lífvera.
Hvað eru samlífsbakteríur?
Ófrumbjarga bakteríur sem lifa á eða í lifandi verum.
- Samhjálp
- Gistilífi
- Sníkjulífi
Hvað er efnatillífun?
Orka frá ýmsum ólífrænum efnum, í stað sólarljóss, er notuð til að mynda lífræna næringu.
Lýstu mismunandi samlífsbakteríum (þrjár gerðir)
Samhjálp: báðir njóta góðs af (t.d. húðflóra)
Gistilífi: bakterían nýtur góðs af en hýsillinn verður ekki fyrir skaða. (húð)
Sníkjulífi: bakterían nýtur góðs af en hýsillinn hlýtur skaða af. (sjúkdómsvaldandi)
Bakteríum má greina í sundur út frá lögun og formi þeirra.
Nefndu þessi þrjú form.
Staflaga bakteríur: I oft að finna í þörmum, sumir hafa festiþræði
Kúlulaga bakteríur: O t.d. hálsbólga eða lungnabólga
Gormlaga bakteríur: ) t.d. sýfilis
Hvað eru niturbindandi bakteríur?
Bakteríur sem binda nitur úr loftinu og ummynda það í nýtanlegt form fyrir plönturnar.
Hvernig fjölga bakteríur sér?
Með frumuskiptingu. Geta fjölgað sér mjög hratt.
Nefndu nytsamar bakteríur
Rotverur: sjá um að brjóta niður lífræn efni og mynda hráefni fyrir plöntur
Skólphreinsun: gera eru notaðir til að eyða lífrænum efnum
Framleiðsla matvæla: ostar, súrmjólk..
Framleiðsla lyfja: sumir gerlar framleiða efni sem drepa aðra gerla
Samlífi: gerlar sem hjálpa til við meltingu
Nefndu skaðsemar bakteríur
Gerlar geta ráðist á ýmsa vefi í dýrum og plöntum, geta framleitt efni sem eru skaðleg þeim, geta raskað eðlilegri gerlaflóru, geta valdið blóðeitrun og matareitrun.
Hvað er dauðhreinsun?
Brottnám allra örvera úr umhverfi ásamt dvalargróum. Hvernig á að losna við skaðlega gerla.
Hvernig er best að losna við skaðlega gerla?
- Notkun hita
- Síunaðferðir: filter notaður til að fjarlægja örverur úr hitanæmum vökvum
- Sótthreinsandi efni
- Rotvarnarefni: sölt, sýrur…
Hverjir eru 5 hópar baktería? Lýstu þeim.
Purpurabakteríur: t.d salmonellubakteríur
Blábakteríur: stunda ljóstillífun í vatni og í fléttum.
Spirochaete: gormlaga bakteríur sem margar lifa í vatni.
Klamydía: þrífast aðeins inn í hýsilfrumum.
Firmicutes: t.d. MÓSA
Hvað er mósa?
Fjölónæmt afbrigði af Staphylococcus aureus sem er sjúkdómsvaldandi ef hún kemst í opin sár.
Lýstu fornbakteríum.
Fyrstu lífverur jarðarinnar. Lifa oft við þannig aðstæður að það er erfitt að halda þeim lifandi og rækta á stofum (jökulkuldi, sjóðandi heitt vatn..). Fá næringu með efnatillífun, flestar loftfirrtar, sumar loftóháðar.
Hverjar eru megingerðir fornbaktería?
- Metanmyndandi: lifa í súrefnissnauðu umhverfi t.d. botni sjávar og vatna, hverum, vömb jórturdýra..
- Hitakærar: lifa við rosalegan hita.
- Saltkærar