6.Kafli Flashcards
Í hvaða fimm ríki er lífheiminum skipt í?
Dreifkjörnunga, frumverur, sveppi, dýr og plöntur
Í hvaða þrjú fylki er lífverum jarðar skipt í?
Bakteríur (dreifkjörnungar)
Fornbakteríur (dreifkjörnungar)
Kjörnungar (frumverur, sveppir, dýr, plöntur)
Tvínafnakerfið
Karl Linné er upphafsmaður tvínafnakerfisins.
Hver tegund ber tvínefni: ættkvíslarheiti + viðurnefni fyrir tegundina. Tvínefnið á að vera undirstrikað eða skáletrað, og ættkvíslarheitið með hástaf. Homo (ættkvísl) sapiens (tegund)
Hvað er tegund?
Einstaklingar sem geta eignast saman frjó afkvæmi teljast til sömu tegundar.
Flokkun lífvera
Ríki - fylking - flokkur - ættbálkur - ætt - ættkvísl - tegund
Lýstu bakteríum.
Bakteríur eru einfrumungar og ýmist frumbjarga eða ófrumbjarga. Þær hafa engan kjarna og bakteríuvegg.
Hver er munurinn á loftháðum, loftfirrtum og loftóháðum bakteríum?
Loftháðar: þurfa súrefni, nota frumuöndun
Loftfirrtar: drepast ef þær snerta súrefni, nota gerjun
Loftóháðar: nota súrefni þegar það er í boði en geta komist af án þess
Hvernig fá frumbjarga bakteríur næringu?
Þær framleiða lífræn efni úr koldíoxíði og sumar fá orku frá sólinni.
- Ljóstillífunarbakteríur
- Efnatillífunarbakteríur
Hvernig fá ófrumbjarga bakteríur næringu?
Þær verða að fá lífræn efni úr umhverfinu og nýta þau bæði sem orku-og kolefnisgjafa.
- Rotverur
- Samlífsbakteríur
Hvað eru rotverur?
Ófrumbjarga bakteríur sem sundra lífrænum efnum í líkamsleifum dauðra lífvera.
Hvað eru samlífsbakteríur?
Ófrumbjarga bakteríur sem lifa á eða í lifandi verum.
- Samhjálp
- Gistilífi
- Sníkjulífi
Hvað er efnatillífun?
Orka frá ýmsum ólífrænum efnum, í stað sólarljóss, er notuð til að mynda lífræna næringu.
Lýstu mismunandi samlífsbakteríum (þrjár gerðir)
Samhjálp: báðir njóta góðs af (t.d. húðflóra)
Gistilífi: bakterían nýtur góðs af en hýsillinn verður ekki fyrir skaða. (húð)
Sníkjulífi: bakterían nýtur góðs af en hýsillinn hlýtur skaða af. (sjúkdómsvaldandi)
Bakteríum má greina í sundur út frá lögun og formi þeirra.
Nefndu þessi þrjú form.
Staflaga bakteríur: I oft að finna í þörmum, sumir hafa festiþræði
Kúlulaga bakteríur: O t.d. hálsbólga eða lungnabólga
Gormlaga bakteríur: ) t.d. sýfilis
Hvað eru niturbindandi bakteríur?
Bakteríur sem binda nitur úr loftinu og ummynda það í nýtanlegt form fyrir plönturnar.
Hvernig fjölga bakteríur sér?
Með frumuskiptingu. Geta fjölgað sér mjög hratt.
Nefndu nytsamar bakteríur
Rotverur: sjá um að brjóta niður lífræn efni og mynda hráefni fyrir plöntur
Skólphreinsun: gera eru notaðir til að eyða lífrænum efnum
Framleiðsla matvæla: ostar, súrmjólk..
Framleiðsla lyfja: sumir gerlar framleiða efni sem drepa aðra gerla
Samlífi: gerlar sem hjálpa til við meltingu
Nefndu skaðsemar bakteríur
Gerlar geta ráðist á ýmsa vefi í dýrum og plöntum, geta framleitt efni sem eru skaðleg þeim, geta raskað eðlilegri gerlaflóru, geta valdið blóðeitrun og matareitrun.
Hvað er dauðhreinsun?
Brottnám allra örvera úr umhverfi ásamt dvalargróum. Hvernig á að losna við skaðlega gerla.
Hvernig er best að losna við skaðlega gerla?
- Notkun hita
- Síunaðferðir: filter notaður til að fjarlægja örverur úr hitanæmum vökvum
- Sótthreinsandi efni
- Rotvarnarefni: sölt, sýrur…
Hverjir eru 5 hópar baktería? Lýstu þeim.
Purpurabakteríur: t.d salmonellubakteríur
Blábakteríur: stunda ljóstillífun í vatni og í fléttum.
Spirochaete: gormlaga bakteríur sem margar lifa í vatni.
Klamydía: þrífast aðeins inn í hýsilfrumum.
Firmicutes: t.d. MÓSA
Hvað er mósa?
Fjölónæmt afbrigði af Staphylococcus aureus sem er sjúkdómsvaldandi ef hún kemst í opin sár.
Lýstu fornbakteríum.
Fyrstu lífverur jarðarinnar. Lifa oft við þannig aðstæður að það er erfitt að halda þeim lifandi og rækta á stofum (jökulkuldi, sjóðandi heitt vatn..). Fá næringu með efnatillífun, flestar loftfirrtar, sumar loftóháðar.
Hverjar eru megingerðir fornbaktería?
- Metanmyndandi: lifa í súrefnissnauðu umhverfi t.d. botni sjávar og vatna, hverum, vömb jórturdýra..
- Hitakærar: lifa við rosalegan hita.
- Saltkærar
Hvað er sýkill?
Örvera sem veldur smitsjúkdómum. (oftast úr flokkir gerla eða veira)
- Valda vefjaskemmdum
- Mynda eiturefni í líkamanum
- Valda stökkbreytingum í erfðaefni líkamsfruma
- Trufla starfsemi líkamans
Hvernig er best að verjast sýklum?
Hreinlæti, sýklalyf, bólusetningar og holl og góð næring ásamt góðum svefn.
Hvað eru veirur?
Lífrænar einingar úr kjarnsýru og prótínhjúp. Eru ekki sjálfstæðar; geta ekki fjölgað sér sjálfar, taka ekki til sín næringu, losa sig ekki við úrgangsefni, efnaskipti fara ekki fram í þeim. En hafa sitt eigið erfðaefni!
Nýta allar gerðir lífvera sem hýsla og eru flestar veirur sjúkdómsvaldandi.
Hvernig fjölga veirur sér?
Þær láta hýsilfrumuna framleiða nýjar veirur.
- Veiran virkjar efnaskiptakerfi frumunnar til að framleiða veiruprótein og veirukjarnsýru.
- Kjarnsýra og prótínhjúpur raðast saman í nýjar veirur.
- Sem brjótast út úr frumunni….hýsilfruman drepst
Hvað eru frumverur?
Heilkjarna einfrumungar. Flestar lifa í vatni, sjó eða rökum jarðvegi. Þær teljast ekki til dýra, plantna eða sveppa og eru í langflestum tilvikum einfrumungar. Þær eru allar háðar vatni í umhverfi.
Í hvað greinast frumverur?
Frumþörunga og frumdýr.
Í hvað skiptast frumþörungar?
Skoruþörungar, kísilþörungar, kalksvifþörungar og dísilþörungar.
Frumverur: frumþörungar
Frumframleiðendur í sjó og vötnum. Flestir frumbjarga. Skiptast í: skoruþörunga, kísilþörunga, kalksvifþörunga og dísilþörunga.
Frumverur: frumþörungar: skoruþörungar
Lifa flestir í sjó, hafa frumuvegg úr beðmi og fjölga sér með frumuskiptingu. Geta valdið eitruninni saxitoxin. Sumir gefa frá sér ljós og kallast maurildi.
Frumverur: frumþörungar: kísilþörungar
Finnast í höfum og ferskvatni. Eru umluktir kísilskel, samsett úr tveimur misstórum helmingum þannig að önnur fellur yfir hina. Skeljar dauðra þörunga mynda þykk setlög, kísilgúr, notaður í síur og sleipiefni.
Hvað er sérstakt við fjölgun kísilþörunga?
Misstórar skeljarnar skiptast á milli dótturfrumnanna, önnur fær minni skelina og verður minni.
Frumverur: frumþörungar: kalksvifþörungar
Einfrumuþörungar, þaktir fíngerðum kalkplöntum. Eiga mikinn þátt í bindingu koldíoxíðs í hafinu með kalkmynduninni.
Frumverur: frumþörungar: dísilþörungar
(Augnglennur) Stórir einfrumungar og á framendanum eru 1-3 svpiur. Flestir án frumuveggjar. Kjarninn er stór og grænukornin áberandi. Eru mitt á milli marka dýra- og plönturíkisins.
Í hvað skiptast frumdýr?
Svipudýr, bifhærð frumdýr, slímdýr og gródýr. Flokkað í þessa hópa út frá hreyfiærum og hreyfigetu.
Frumverur: frumdýr
Einfrumungur og hafa flest hreyfigetu. Finnast í sjó, ferskvatni, jarðvegi og einnig í lífverum (sníkjudýr). Nota oftast frumuskiptingu.
Frumverur: frumdýr: svipudýr
Lifa í ferskvatni eða í líkömum annarra dýra. T.d. svefnsýkissýkill. Hafa svipur sem hreyfifæri.
Frumverur: frumdýr: bifhærð frumdýr
Nota bifhár sem hreyfifæri og til að afla sér fæðu. Hafa flest varanlegt op til fæðuinntöku og einnig raufarop þar sem þau losa sig við úrgang. Hafa tvenns konar kjarna; stórkjarna (efnaskipti) og smákjarni (æxlun. Fjölga sér með kynlausri æxlun eða skiptast á erfðaefni.
Frumverur: frumdýr: slímdýr
Hafa ekki fasta líkamslögun. Amöbur breyta sífellt um lögun og nota skinfætur (totur eða útskot) til hreyfingar og fæðuöflunar.
Hvað er skinfótur?
Totur eða útskot sem slímdýr nota til hreyfingar og fæðuöflunar.
Frumverur: frumdýr: gródýr
Sníklar og geta ekki þrifist utan hýsla sinna. Hafa enga hreyfigetu. Mörg valda alvarlegum sjúkdómum - malaría.
Hvernig lýsir malaría sér?
Gródýr bera hana milli fólks með moskítóflugum. Þegar það kemst inn í blóðrásina flyst það í rauðu blóðkornin og eyðileggur þau.
Hvað eru slímsveppir? (frumdýr)
Eru á mörkum tveggja lífsforma; einfrumungs og fjölfrumungs.
Einfrumungar: ferðast um og éta gerla, lifa í raka og fjölga sér með frumuskiptingu. Ef matarskortur vofir yfir senda þeir frá sér boðefni CAMP sem laðar að aðra slímsveppi, mynda saman snigillaga slímklessu sem leggur upp í fæðuleit. Ef klessan finnur æti myndast stilkur, á enda hans myndast gró sem verður aftur að einfrumungum.
Hvernig fá slímsveppir næringu?
Þeir senda frá sér boðefnið CAMP sem laðar að aðra slímsveppi. Mynda saman slímklessu sem leitar að fæðu. Ef klessan finnur mat myndast stilkur, á enda hans myndast gró sem verða aftur að einfrumungum!
Hvað eru sveppir?
Ófrumbjarga einfrumungar eða fjölfrumungar. Hafa sérstakan sveppafrumuvegg og fjölga sér með gróum sem myndast í sérstökum gróhirslum. Skiptast í:
- Kólfsveppi
- Asksveppi
- Kytrusveppi
- Oksveppi
Sveppir: kólfsveppir
Hattsveppir og gorkúlur. Flestir ætisveppir eru hattsveppir. Hatturinn er æxlunarfæri sveppsins og á neðra borði hans myndast gróin.
Sveppir: asksveppir
Gersveppir og penicillinsveppurinn.
Sveppir: kytrusveppir
Einfrumusveppir í vatni eða jarðvegi.
Sveppir: oksveppir
Ákveðnar gerðir myglusveppa.
Lýstu meltingarstarfsemi sveppa.
Sveppir eru eiginlega með meltingarfærin utan á sér. Sveppþræðirnir gefa frá sér meltiensím, melta fæðuna utan líkamans og taka síðan næringuna til sín.
- Samlífi
- Sníkjulífi
Hvað er furusveppur?
Dæmi um ætisvepp. Býr oftast í samlífi með furutrjám með svokallaða svepparót.
Hvað eru fléttur?
Sambýli sveppa og blábaktería eða grænþörunga. Grænþörungarnir útvega fæðuna með ljóstillífun en stundum sjá ljóstillífandi bakteríur um það. Önnur nöfn:
- Skófir: einkum hrúður- eða blaðkenndar fléttur sem vaxa á steinum.
- Mosar: t.d. hreindýramosi og litunarmosi.
Hvaða gagn gera sveppir?
Fæða
Gersveppur nothæfur í brauð og víngerð
Rotverur
Penicillin sem er vörn gegn gerlum
Hvaða skaða geta sveppir gert?
Fótsveppir
Sveppir sem valda vímuáhrifum
Þrusk í munni
Myglusveppir á matvælum
Hvað eru fjölfrumungar?
Sambýli einfrumunga. Þróuðust út frá kjarnafrumum sem tóku smám saman að lifa í sambýli og mynda nýlendur. Með tímanum urðu þessi sambýli margbrotnari og verkaskipting myndaðist.