3.Kafli Flashcards
Útlit og eðli lífvera mótast af tvennu:
- Erfðum (gen sem bera upplýsingar á milli kynslóða)
2. Umhverfi (reynsla, þekking og þjálfun)
Um hvað fjallar erfðafræðin?
Hvernig einkenni lífvera erfast á milli kynslóða
Hver var Gregor Mendel?
Austurrískur munkur sem rannsakaðir erfðir hjá garðertum. Mendel komst að þeirri niðurstöðu að upplýsingar um mismunandi einkenni plantna hlytu að erfast með einhverjum einingum (gen) sem væru í plöntunum og að hver einstaklingur bæri í sér tvær einingar fyrir hvert einkenni, eina frá hvoru foreldra sinna.
Fyrsta lögmál Mendels?
Við myndun kynfruma aðskiljast genapör þannig að helmingur kynfruma ber í sér annað gen hvers genapars og helmingur hitt genið.
Kenningar Mendels
- Erfðaeindir eru í pörum (samsætum) og kemur önnur eindin frá pabba, hin frá móður.
- Sú erfðaeind sem greina má hjá afkvæminu telst vera ríkjandi.
- Eindin sem ekki kemur fram telst víkjandi.
- Í hverri kynfrumu er aðeins önnur eind hverrar samsætu.
Lýstu tilraun Mendels
Mendel tók eftir því að ef hann sáði fræjum frá lágvöxnum plöntum uxu aðeins upp lágvaxnar plöntur. =arfhreinar
En þegar Mendel sáði fræjum frá hávöxnum plöntum voru sumar sem gáfu af sér bæði hávaxnar og lágvaxnar plöntur, þótt þær hávöxnu væru mun fleiri. = arfblendnar
Arfhreinn (SS eða ss)
Fær samskonar gen frá báðum foreldrum
=> einstaklingur sem hefur eins gen fyrir tiltekið einkenni
SAMSÆT GEN ERU EINS.
Arfblendinn (Ss)
Fær mismunandi gen frá sitt hvoru foreldri
=> einstaklingur sem hefur ólík gen fyrir tiltekið einkenni
SAMSÆT GEN ERU EKKI EINS.
Hvað eru litningar?
Langar lífrænar sameindir, kjarnsýrur. Í hverjum litningi er að finna mörg gen en hvert gen geymir upplýsingar um eitthvert tiltekið einkenni.
Hvað hafa menn marga litninga?
46 litninga, 23 litningasamstæður. Líkamsfrumur eru tvílitna (hafa samstæða litninga) en kynfrumur einlitna (hafa aðeins einn litning af hverri gerð)
Arfgerð
Segir til um hvaða gen lífvera hefur í frumum sínum.
Svipgerð
Segir til um sjáanleg einkenni. Einkenni sem mótast af erfðum og umhverfi.
Hvað eru reitatöflur?
Sérstakar töflur sem sýna mögulegar útkomur úr kynblöndunartilraunum.
Samstæðir litningar (litningapar)
Annar frá föður, hinn frá móður. Geyma upplýsingar um sambærileg einkenni.
Einlitna fruma
Sem hefur aðeins einn litning af hverri gerð (úr hverri samstæðu). Kynfrumur.
Tvílitna fruma
Sem hefur samstæða litninga. Okfrumir og allar aðrar frumur.
Hvað eru samsæt gen (samsætur)?
Gen sem eiga heima í sama sæti litnings. Geyma venjulega upplýsingar um sama fyrirbærið en þurfa ekki að vera samhljóða.
Hvað er ríkjandi gen?
Ef samsæt gen eru ekki eins þá telst það gen ríkjandi sem kemur fram í svipgerð. (T.d. A blóðflokkur)
Hvað er víkjandi gen?
Komi eiginleikar gens ekki fram hjá arfblendnum einstaklingi telst gen vera víkjandi (T.d. O blóðflokkur)