4.Kafli Flashcards
Hvert er markmið allra lífvera?
Að lifa nógu lengi til þess að eignast afkvæmi og að koma þeim á legg.
Hvað er þróunarleg hæfni lífvera?
Hæfileiki lífveru til þess að eignast afkvæmi og koma genum sínum áfram til næstu kynslóðar.
Hver eru helstu einkenni æxlunar (5 þættir)?
- Fjölgun einstaklinga
- Forsenda fyrir viðhaldi tegunda
- Kynæxlun þýðir möguleiki til aðlögunar (nýjir eiginleikar)
- Misflókin þroskaferli
- Forsenda æxlunar er erfðaefnið DNA sem flytja upplýsingar á milli kynslóða
Hverjar eru tvær megingerðir æxlunar?
Kynlaus æxlun og kynæxlun.
Hver er munurinn á kynlausri æxlun og kynæxlun?
Frjógvun er ekki nauðsynleg eftir kynlausa æxlun þar sem hluti lífverunnar losnar einfaldlega frá móðurlífverunni og myndar nýjan einstakling. Eða ný lífvera myndast út frá einni frumu án kjarnasamruna.
Kynæxlun er þar sem okfruma verður til við samruna sáðfrumu og eggs og frjógvun verður að eiga sér stað. Getur verið sjálfsfrjógvun, tvíkynja, eða víxlfrjógvun, tvíkynja eða einkynja.
Hverjir nota kynlausa æxlun?
Frumverur (einfrumungar) og bakteríur.
Hvað er vaxtaræxlun?
Kynlaus æxlun sem vefplöntur nota til æxlunar.
Myndun nýrrar plöntu út frá einhverjum hluta foreldrisplöntunnar; rót, stöngli eða blaði.
Hvað er knappskot?
Kynlaus æxlun sem vefdýr nota stundum til æxlunar.
Ný hvelja vex út af einum einstaklingi.
Hvað er gróæxlun?
Kynlaus æxlun sem m.a. mosar, sveppir og burknar nota. Nýr einstaklingur vex upp af grói (svipað erfðaefni og í kynfrumum) sem er einlitna æxlunarfruma.
Hvað er okfruma?
Fyrsta fruma afkvæmis. Verður til við samruna sáðfrumu og eggs.
Hvað er meyfæðing?
Kynæxlun án frjógvunar.
Nýr einstaklingur þroskast út frá eggfrumu án þess að frjógvun hafi átt sér stað.
Hvað er tvíkynja form lífvera?
Lífvera sem hefur bæði egg-og sæðisfrumur, bæði karl- og kvenkyns. Nota sjálfsfrjógvun (kynæxlun)
Hvað er sjálfsfrjógvun?
Kynæxlun. Báðar kynfrumur frá sama einstaklingi. (t.d. ormar sem eru tvíkynja)
Hvað er víxlfrjógvun?
Kynæxlun. Sáðfruma ekki frá sama einstaklingi og eggfruma.
Hverjar eru tvær tegundir kynæxlunnar?
Sjálfsfrjógvun og víxlfrjógvun.
Hvað gerist við kynæxlun?
Tvær kynfrumur, ein frá hvoru foreldri, renna saman.
Hverjir eru kostir kynæxlunar?
- Meiri fjölbreytni í erfðaefni
- Meiri möguleikar á þróun/aðlögun
Hverjir eru gallar kynæxlunnr?
- Hægara og orkufrekara ferli
- Þarf tvo til að mynda einn
Hverjir eru kostir kynlausar æxlunar?
- Gerist hratt
- Ekkert vesen við makaleit o.þ.h.
- Einn getur myndað marga nýja hjálparlaust
Hverjir eru gallar kynlausar æxlunar?
- Engin fjölbreytni -> litlir þróunarmöguleikar
Hvað gerir meiósa?
Kemur í veg fyrir of mikla litningaframleiðslu (annars væri afkomandi með 92 litninga) með því að helminga litningafjöldann.
Hvað eru skraufrumur?
Þrjár óvirkar eggfrumur sem myndast við kynfrumumyndun (meiósa).
Hvað er frjógvun?
Felst í því að eggfruma og sæðisfruma sameinast og mynda eina frumu, okfrumu, sem er fyrsti vísirinn að nýjum einstaklingi.
Segðu frá þrískiptingu sáðfrumu.
-Haus: erfðaefni með 23 litninga, hjálmur sem inniheldur ensím og rýfur egghjúp
Miðhluti: hvatberar
Svipa: til hreyfingar