2.Kafli Flashcards
Segðu frá frumukenningu Schleiden og Schwann
- Allar lífverur eru gerðar úr frumu/frumum
- Fruman er minnsta lifandi eining lífveru
- Fruman fjölgar við skiptingu
- Allar frumur eru komnar af öðrum frumum
- Frumur innihalda upplýsingar um erfðir
Hver setti fram frumukenninguna?
Schleiden og Schwann
Hver var Robert Hooke?
Rýndi í kork og nefndi litlu hólfin sem hann sá “cells” eða frumur á íslensku.
Hver var Robert Brown?
Uppgjötvaði kjarna í frumum.
Hver var Leeuwenhoek?
Vann að endurbótum á smásjám og gerði margar mikilvægar uppgötvanir á sviði frumufræði.
Frumurannsóknum má skipta í þrennt. Í hvað og hvað er það?
Efnagreining: efnafræðilegar aðferðir til að finna efnasamsetningu fruma
Rafvirkni: sveiflusjá sem greinir rafstrauma (hreyfingu jóna) í frumum
Smásjár: ljós-og rafeindasmásjár
Smásjám má skipta í;
Ljóssmásjár: hafa tvö linsukerfi, hlutgler og augngler. Hægt að fá 1000-2000x stækkun.
Rafeindasmásjár: hafa rafeindageisla í stað linsa. Getur stækkað mörg hundruð þúsund sinnum. Greina má allt að stórar sameindir því þær hafa meiri stækkunargetu. Þó er ekki hægt að skoða lifandi frumur né sjá stækkuðu myndina í lit.
Lýstu ljóssmásjám.
Hafa tvö linsukerfi, hlutgler og augngler. Hægt að fá 1000-2000x stækkun.
Lýstu rafeindasmásjám.
Hafa rafeindageisla með mjög hárri tíðni í stað linsa. Getur stækkað mörg hundruð þúsund sinnum. Greina má allt að stórar sameindir því þær hafa meiri stækkunargetu. Þó er ekki hægt að skoða lifandi frumur né sjá stækkuðu myndina í lit.
Hver eru frumefnin í líkamanum?
Kolefni - vetni - súrefni - fosfór - kalíum - joð - nitur - brennisteinn - kalsíum - járn - magnesíum - natríum - klór
Hvað takmarkar smærð frumna?
Frumulíffærin verða að rúmast inn í frumunni
Hvað takmarkar stærð frumna?
Stór fruma á erfitt með upptöku súrefnis, næringaröflun, úrgangslosun og innri starfsemi.
Hvað eru lífræn efni?
Efni sem myndast aðeins í lifandi frumum. Uppistaðan í þeim er kolefni. Skiptast í: sykrur, fitur, prótín og kjarnsýrur
Hvað eru ólífræn efni?
Efni sem innihalda ekki fleiri en eitt kolefnisatóm og eru yfirleitt einföld að gerð.
Hvað eru gerviefni?
Efni sem finnast ekki í náttúrunni, t.d. plast og nælon.
Hvað eru lífræn gerviefni?
Efnasambönd sem menn hafa búið til, en eru samt búin til úr kolefniskeðjum.
Ólífræn efni skiptast í..
Vatn, steinefni (leyst og föst) og lofttegundir
Ólífræn efni: vatn (kostir)
Algengasta efnið í frumum, oftast um 75% af massa þeirra.
- Mörg efni leysast vel í vatni -> góður leysir
- Vatn hitnar hægt og kólnar hægt
- Vatn er fljótandi við algengasta umhverfishita jarðar
- Það þarf mikla orku til að breyta vatni í gufu
- Ís er léttari en vatn og flýtur því á vatni
Ólífræn efni: steinefni
- Leyst steinefni eru leyst á formi jóna í vökvum líkamans.
- Föst steinefni eru oft hluti af stoðkerfi lífverunnar.
Ólífræn efni: lofttegundir
Eru fyrst og fremst súrefni og koltvíoxíð.
Lífræn efni skiptast í..
Sykrur, fitur, prótín og kjarnsýrur.
Lífræn efni: sykrur
Eru gerðar úr kolefni, vetni og súrefni og nýtast sem orkugjafi og hráefni í önnur efni.
- Einsykrur: 3-6 kolefnisatóm. Ríbósi hefur 5 og gegnir mikilvægu hlutverki við ljóstillífun.
- Tvísykrur: 2 einsykrur.
- Fjölsykrur: sumar úr þúsundum einsykra. Beðmi sem myndar veggi plöntufruma eða mjölvi sem er næringarforði plöntufruma.
Hvað er glýkógen?
Fjölsykra, forðanæring dýrafrumna.
Lífræn efni: fita
Eru torleyst í vatni en leysast illa í ýmsum lífrænum leysum eins og alkóhóli og bensíni.
- Eiginleg fita: 3 fitusýrur og glýseról. (mettuð og ómettuð)
- Fosfólípíð: fitusýrur og glýseról, auk niturs. Ásamt prótínum eru þau uppistaðan í frumuhimnum.
- Sterar: innihalda ekki fitusýrur. 4 kolefnishringir.
- Vax: stórar lípíðsameindir með fitusýrum sem bindast ekki glýseróli. Myndar oft vatnsþétt hlífðarlag á plöntum g húð dýra (eyrnamergur).
Hvert er hlutverk fitu?
- Forðafita: næringar- og orkuforði. Einangrun gegn kulda.
2. Líffærafita: oftast fosfólípíð og finnst í öllum frumum, er uppistaða í frumuhimnum.
Hver er munurinn á ómettaðri fitu og mettaðri?
Mettuð fita hefur ekki tvítengi á milli kolefnisatóma og er í föstu formi, eins og smjör.
Ómettuð fita hefur a.m.k. 2 tvítengi á milli kolefnisatóma og er í fljótandi formi við stofuhita, eins og jurtaolía.
Lífræn efni: prótín
Mynduð úr mörgum amínósýrum sem tengdar eru saman með peptíðtengjum. Prótín hafa flókna þrívíða byggingu, haldið saman af veikjum efnatengjum, sem auðvelt er að raska. Þola því illa hitun, sýrustigsbreytingar og hvarfgjörn efni (eðlissvipting prótína).
Hvað er eðlissvipting prótína?
Þegar lögun prótína raskast og þau geta ekki framar gegnt hlutverki sínu. Prótín þola illa hitun, sýrustigsbreytingar og hvarfgjörn efni.