7. Kafli Flashcards
Hvað er líffæri?
Afmarkaður líkamshluti með tiltekna lögun, er úr tveimur eða fleiri vefjum og hefur ákveðið hlutverk.
Hvað er vefur?
Safn fruma af einni eða fáum gerðum sem starfa saman í líffæri.
Hvað er líffærakerfi?
Nokkur líffæri sem starfa að tilteknu heildarstarfi.
Nefndu 4 mikilvægar vefjagerðir.
Þekjuvefir, Stoðvefir, Vöðvavefir, Taugavefur.
Þekjuvefir: Klæða líkamshol að innan, líffæri að utan, rásir sem liggja út að yfirborði líkamans og líkamann sjálfann.
Stoðvefir: Mynda stoðgrind líkamans t.d. brjósk og bein, fituvefur, trefjabandvefur og hlaupvefur, blóð.
Vöðvavefir: Þverrákóttir vöðvar sem lúta stjórn viljans, sléttir vöðvar sem eru sjálfvirkir og hjartavöðvi.
Taugavefir: Taugungar sem flytja boð frá miðtaugakerfi til vöðva og frá skynfærum til miðtaugakerfis, og taugatróð sem vernda og næra taugafrumur.
Hver eru meginhlutverk meltingarvegar
Melting- að brjóta fæðu niður í grunneiningar sínar, skiptist í mölun (tennur) og efnameltingu (ensím).
Frásog- að flytja næringarefni úr meltingarvegi í blóð.
Hver eru meginhlutverk taugakerfis?
Að greina áreiti, að senda boð inn í miðstöð (heila eða mænu), að samhæfa upplýsingarnar fyrir vitneskju, að senda boð um viðbragð, að meta mikilvægi áreita (minni og reynsla).
Hvað er taugaboð?
Það er rafboð, byrjar í griplu, berst eftir frumubol og síma.
Hvað er taugaboðefni?
Efni sem koma af stað boði í næstu taugafrumu.
Hver er munurinn á miðtaugakerfi og úttaugakerfi?
Miðtaugakerfið samanstendur af heila og mænu, þessir hlutar taugakerfisins geyma stjórnstöðvar sem senda frá sér boð, ýmist ósjálfráð eða meðvituð. Heili og mæna eru mynduð úr mjúkum, hlaupkenndum vefjum og eru varin með beinhylki, heila- og mænuvökva, og öflugum himnum.
Úttaugakerfið er myndað af taugum. Aðlægar taugar eru skyntaugar og bera boð um áreiti (liggja til MTK). Frálægar taugar eru hreyfitaugar (liggja f´ra MTK). Þrjár gerðir taugunga: skyntaugungar- bera boð frá skynfærum inn í MTK, hreyfitaugarnar- bera boð frá MTK til vöðva og kirtla, millitaugarnar- bera boð innan MTK. Úttaugakerfið skiptist í viljastýrða og sjálfvirka.
Hver eru helstu hlutverk húðarinnar?
Hún losar vatn og sölt með svita, verndar okkur fyrir sýklum og útfjólubláumgeislum, vernda okkur fyrir skaðlegum efnasamböndum, skynja hita, kulda, snertingar, þrýsting, sársauka, hitastjórn fer þar fram.
Hver eru helstu hlutverk þveitikerfis?
?
Segðu frá myndun þvags.
Í nýrnahylkinu fer fram síun þannig að blóðvökvi þrýstist úr í æðhnoðranum og berast burt með blóðinu. Vökvinn sem er kominn í hylkið kallast frumþvag. Það flyst nipur í pípluna þar sem enduruppsog og velli verður. Í enduruppsogi berast úr frumþvaginu í píplunum öll næringarefni, hluti steinsalta og mikill hluti vatnsins aftur yfir í blóðið í háræðaneti. Við velli berast viss efni úr blóði inn í pípluna. Þegar þessum tveimur ferlum er lokið hefur frumþvagið breyst í þvag.
Hver eru helstu hlutverk lungna?
Þau afla súrefni til vefja líkamans og losa vefina við koldíoxíð.
Nefndu helstu hlutverk blóðrásarkerfisins.
Flytur næringarefni og súrefni til fruma, flytur koltvísýring og önnur úrgangsefni frá frumum, flytur mótefni, hormón og þessháttar um líkamann, sér um að gera við leka í kerfinu.
Hvað er litla hringrás og stóra hringrás?
Litla hringrás: Lungnastofnæðar flytja súrefnissnautt blóð frá hægra hvolfi til lungna, lungnabláæðar flytja súrefnisríkt blóð frá lungum til vinstri gáttar.
Stóra hringrás: Ósæð flytur súrefnisríkt blóð frá vinstra hvolfi líkama, holæðar flytja súrefnissnautt blóð frá líkama í hægri gátt.