2. Kafli Flashcards
Hver er munurinn á eðli ljóssmásjár og rafeindasmásjár?
Í ljóssmásjám eru tvær stækkunarlinsur sem nefnast augngler og hlutgler. Í rafeindasmásjám er notaður rafeindageisli í stað ljósgeisla og rafseglar í stað linsa.
Hver var Robert Hooke og fyrir hvað er hann þekktur?
Hann var Englendingur og er upphaf samsettu smásjáarinnar rakið til hans.
Hvernig er frumukenningin?
4 hlutir
- Allar lífverur eru gerðar úr frumum.
- Allar frumur eru komnar af öðrum frumum.
- Fruman er minnsta eining sem gædd er eiginleikum lífs
- Frumur fjölga sér með skiptingu
Hverjir voru höfundar frumukenningarinnar?
Það voru Schleiden og Schawann.
Hvað takmarkar stærð fruma?
Fruman má ekki vera of lítil þannig að frumulíffærin komast ekki inn í hana ásamt öðrum mikilvægum hlutum en fruman verður líka að geta átt eðlileg samskipti við umhverfi sitt og getað tekið til sín nægilegt magn af næringarefnum og losnað við úrgang.
Hvaða fimm steinefni eru nauðsynleg fyrir menn?
Af hverju?
Joð, Flúor, Natríum, Kalsínum og Járn.
Joð er nauðsynlegt til að skjaldkirtillinn myndi hormónið þýroxín sem örvar efnaskipti líkamans.
Flúor er nauðsynlegt fyrir tannglerunginn.
Natríum á þátt í flutningi taugaboða og vöðvasamdrætti.
Kalsíum er nauðsynlegt fyrir þroska tanna og beina.
Járn er hluti blóðrauða sem flytur súrefni um líkamann.
Hvað eru lífræn efni?
Lífræn efni eru meginhluti þurrefnis frumunnar. Þau greinast í smásameindir- eru mjög fjölbreytilegar í hverri frumu- og stórsameindir- gerðar úr fáum gerðum eininga og geta verið mjög stórar og flóknar-
Stórsameindir skiptast í 4 flokka.
Í hvaða 4 flokka skiptast stórsameindir lífrænna efna?
Sykrur, Lípið (fita), Prótín og Kjarnasýrur.
Sykrur skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur.
Lípið (fita) eru öll efni sem leysast ekki/illa í vatni en leysast í efnum eins og bensíni eða alkóhóli.
Prótín eru mynduð úr amínósýrum og tengdar með peptíðtengjum,
Kjarnasýrur er sú gerð sameinda sem er undirstaða lífsins. Tvær gerðir kjarnasýra eru DNA og RNA.
Hvað eru einsykrur?
Fá kolefnisatóm, venjulega hringtengd, út frá hverju kolefnisatómi standa vetnisatóm og hýdroxýlhópur. Hlutfall vetnis- og súrefnisatóma er venjulega það sama og í vatni.
Hvað eru tvísykrur?
Tvær samtengdar einsykrur, t.d. venjulegur borðsykur.
Hvað eru fjölsykrur?
Einsykrur sem tengjast saman í lengri keðjur, t.d. pappír og baðmull.
Hver er munurinn á mjölva og glýkógeni?
Mjölvi er löng keðja og er næringarforði plöntufrumna. Glýkógen er greinótt og er næringarforði dýrafruma. Bæði er myndað úr glúkósa.
Hver eru hlutverk sykra í lífverum?
Að vera næringarforði frumna.
Hvað er fita? (Lípíð)
Öll efni sem leysast illa eða ekki í vatni en leysast í besíni eða alkóhóli.
Hverjir eru 4 flokkar fituefna?
Eiginleg fita, vax, sterar og fosfólípið.
Hver er munurinn á mettaðri og ómettaðri fitu?
Ómettuð fita hefur mikið af tvítengjum og er fljótandi við stofuhita, talin hollari og kemur í veg fyrir hjartasjúkdóma.
Mettuð fita er ekki með tvítengi á milli kolefnisatóma, fast efni við stofuhita, t.d. smjör, hún er talin óholl.
Hvað er fosfólípíð?
Fituefni sem er ásamt prótínum uppistaða í frumuhimnum.
Hver eru hlutverk fituefna í lífverum?
Að vera orkugeymsla og hitaeinangrun.
Hvað eru prótein?
Eru mynduð úr amínósýrum, þær eru tengdar með peptíðtengjum.
Hver eru 8 hlutverk próteina í lífverum?
- Byggingarefni frumunnar.
- Næring.
- Flytja efni gegnum himnur.
- Burðarefni.
- Hormón.
- Mótefni.
- Hreyfifæri.
- Ensím (öll ensím eru prótein en ekki öll prótein eru ensím).
Hvað er kollagen?
Það er ein tegund próteins. Það tengir og styður vefi líkamans, svo sem húð, beinum, sinum, vöðvum og brjóski. Það styður einnig innri líffæri og er jafnvel til staðar í tönnum. 25-35% af heildarmagni prótína í líkamanum er kollagen.
Hvað er ensím og hvernig virka þau?
Ensím eru lífrænir hvatar sem flýta fyrir efnahvörfum með því að minnka þá orku sem þarf til að framkvæma efnahvörfin. Þau eru sérhæfð, hvert ensím hvatar eina gerð efnahvarfa. Þau þola illa hitun, sýrustigsbreytingar og hvarfgjörn efni. Án þeirra gætu efnahvörf fruma ekki farið fram. Öll ensím eru prótein.
Hvað gerist ef ensím eru gölluð?
Þá eiga nauðsynleg efnahvörf sér ekki stað.
Hvað er eðlissvipting próteina?
Prótein starfa innan þröngra salt, sýru og hitamarka. Þau eru viðkvæm fyrir breytingum. Ef þessi mörk breytast verður eðlissvipting þar sem lögun próteina raskast og þau geta ekki lengur gegnt sínu hlutverki.
Hvað eru kjarnsýrur?
Það eru fjölliður úr kirnum/ núkleótíðum. Tvær gerðir eru DNA og RNA.
Úr hverjur er erfðavísir lífvera myndaður?
DNA kjarnasýrum.