2. Kafli Flashcards

0
Q

Hver er munurinn á eðli ljóssmásjár og rafeindasmásjár?

A

Í ljóssmásjám eru tvær stækkunarlinsur sem nefnast augngler og hlutgler. Í rafeindasmásjám er notaður rafeindageisli í stað ljósgeisla og rafseglar í stað linsa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

Hver var Robert Hooke og fyrir hvað er hann þekktur?

A

Hann var Englendingur og er upphaf samsettu smásjáarinnar rakið til hans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvernig er frumukenningin?

A

4 hlutir

  1. Allar lífverur eru gerðar úr frumum.
  2. Allar frumur eru komnar af öðrum frumum.
  3. Fruman er minnsta eining sem gædd er eiginleikum lífs
  4. Frumur fjölga sér með skiptingu
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hverjir voru höfundar frumukenningarinnar?

A

Það voru Schleiden og Schawann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað takmarkar stærð fruma?

A

Fruman má ekki vera of lítil þannig að frumulíffærin komast ekki inn í hana ásamt öðrum mikilvægum hlutum en fruman verður líka að geta átt eðlileg samskipti við umhverfi sitt og getað tekið til sín nægilegt magn af næringarefnum og losnað við úrgang.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvaða fimm steinefni eru nauðsynleg fyrir menn?

Af hverju?

A

Joð, Flúor, Natríum, Kalsínum og Járn.
Joð er nauðsynlegt til að skjaldkirtillinn myndi hormónið þýroxín sem örvar efnaskipti líkamans.
Flúor er nauðsynlegt fyrir tannglerunginn.
Natríum á þátt í flutningi taugaboða og vöðvasamdrætti.
Kalsíum er nauðsynlegt fyrir þroska tanna og beina.
Járn er hluti blóðrauða sem flytur súrefni um líkamann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað eru lífræn efni?

A

Lífræn efni eru meginhluti þurrefnis frumunnar. Þau greinast í smásameindir- eru mjög fjölbreytilegar í hverri frumu- og stórsameindir- gerðar úr fáum gerðum eininga og geta verið mjög stórar og flóknar-
Stórsameindir skiptast í 4 flokka.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Í hvaða 4 flokka skiptast stórsameindir lífrænna efna?

A

Sykrur, Lípið (fita), Prótín og Kjarnasýrur.
Sykrur skiptast í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur.
Lípið (fita) eru öll efni sem leysast ekki/illa í vatni en leysast í efnum eins og bensíni eða alkóhóli.
Prótín eru mynduð úr amínósýrum og tengdar með peptíðtengjum,
Kjarnasýrur er sú gerð sameinda sem er undirstaða lífsins. Tvær gerðir kjarnasýra eru DNA og RNA.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað eru einsykrur?

A

Fá kolefnisatóm, venjulega hringtengd, út frá hverju kolefnisatómi standa vetnisatóm og hýdroxýlhópur. Hlutfall vetnis- og súrefnisatóma er venjulega það sama og í vatni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað eru tvísykrur?

A

Tvær samtengdar einsykrur, t.d. venjulegur borðsykur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað eru fjölsykrur?

A

Einsykrur sem tengjast saman í lengri keðjur, t.d. pappír og baðmull.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hver er munurinn á mjölva og glýkógeni?

A

Mjölvi er löng keðja og er næringarforði plöntufrumna. Glýkógen er greinótt og er næringarforði dýrafruma. Bæði er myndað úr glúkósa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hver eru hlutverk sykra í lífverum?

A

Að vera næringarforði frumna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað er fita? (Lípíð)

A

Öll efni sem leysast illa eða ekki í vatni en leysast í besíni eða alkóhóli.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hverjir eru 4 flokkar fituefna?

A

Eiginleg fita, vax, sterar og fosfólípið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hver er munurinn á mettaðri og ómettaðri fitu?

A

Ómettuð fita hefur mikið af tvítengjum og er fljótandi við stofuhita, talin hollari og kemur í veg fyrir hjartasjúkdóma.
Mettuð fita er ekki með tvítengi á milli kolefnisatóma, fast efni við stofuhita, t.d. smjör, hún er talin óholl.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er fosfólípíð?

A

Fituefni sem er ásamt prótínum uppistaða í frumuhimnum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hver eru hlutverk fituefna í lífverum?

A

Að vera orkugeymsla og hitaeinangrun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað eru prótein?

A

Eru mynduð úr amínósýrum, þær eru tengdar með peptíðtengjum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hver eru 8 hlutverk próteina í lífverum?

A
  1. Byggingarefni frumunnar.
  2. Næring.
  3. Flytja efni gegnum himnur.
  4. Burðarefni.
  5. Hormón.
  6. Mótefni.
  7. Hreyfifæri.
  8. Ensím (öll ensím eru prótein en ekki öll prótein eru ensím).
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvað er kollagen?

A

Það er ein tegund próteins. Það tengir og styður vefi líkamans, svo sem húð, beinum, sinum, vöðvum og brjóski. Það styður einnig innri líffæri og er jafnvel til staðar í tönnum. 25-35% af heildarmagni prótína í líkamanum er kollagen.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hvað er ensím og hvernig virka þau?

A

Ensím eru lífrænir hvatar sem flýta fyrir efnahvörfum með því að minnka þá orku sem þarf til að framkvæma efnahvörfin. Þau eru sérhæfð, hvert ensím hvatar eina gerð efnahvarfa. Þau þola illa hitun, sýrustigsbreytingar og hvarfgjörn efni. Án þeirra gætu efnahvörf fruma ekki farið fram. Öll ensím eru prótein.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvað gerist ef ensím eru gölluð?

A

Þá eiga nauðsynleg efnahvörf sér ekki stað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað er eðlissvipting próteina?

A

Prótein starfa innan þröngra salt, sýru og hitamarka. Þau eru viðkvæm fyrir breytingum. Ef þessi mörk breytast verður eðlissvipting þar sem lögun próteina raskast og þau geta ekki lengur gegnt sínu hlutverki.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvað eru kjarnsýrur?

A

Það eru fjölliður úr kirnum/ núkleótíðum. Tvær gerðir eru DNA og RNA.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Úr hverjur er erfðavísir lífvera myndaður?

A

DNA kjarnasýrum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Hvert er byggingarprótein kjarnsýra?

A

Núkleótíð.

27
Q

Hver eru hlutverk kjarnasýra?

A

DNA geymir upplýsingar um röð amínósýra í próteinum og þar með um gerð allra próteina. RNA sér um að koma erfðaupplýsingum yfir í prótein.

28
Q

Hvað er frumuöndun?

A

Orkuvinnsla þar sem brotin eru niður fæðuefni. Orka losnar sem myndi tapast ef ekki væri hægt að binda hana á einhvern hátt.

29
Q

Hvað er vítamín?

A

Vítamín er ómissandi og lífrænt fæðuefni sem frumur okkar geta ekki myndað. Við þurfum vítamín úr fæðunni. T.d. C- vítamín skortur getur valdið skyrbjúg. Vítamín taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans.

30
Q

Hvaða vítamín getur líkaminn geymt forða af?

A

A, D, E og K

því þau eru fituleysanleg.

31
Q

Hvaða vítamín þurfum við daglega úr fæðunni?

A

C og B því þau eru vatnleysanleg efni og skolast út með vatni.

32
Q

Hvað er hörgulsjúkdómur?

A

Skortur sem stafar af skorti á vítamínum í mönnum.

33
Q

Hvað eru efnaskipti?

A

Efnahvörf í lifandi frumum kallast efnaskipti. Nýmyndun lífrænna efnasambanda og isundrun. Efnaskipti tengjast: næringarnámi, öndun, gerjun, nýmyndunar og þveiti.

34
Q

Hvað er ATP?

A

Það er orkumiðill frumunnar og fer fram í hvatberum. ATP er myndað úr adenín-niturbasa, sykru og þremur fosfötum.

35
Q

Hvað eru frumbjarga lífverur?

A

Lífverur sem framleiða lífræn efni úr ólífrænni næringu við ferli sem kallast ljóstillífun.

36
Q

Hvar fer frumuöndun fram?

A

Í hvatberum.

37
Q

Hvað er gerjun?

A

Það er sundrun orkuefna án súrefnis. Við gerjun losnar minni orka en við öndun.

38
Q

Hvað er nýmyndun?

A

Plöntur mynda sykrur við ljóstillífun og nota sykrurnar til að búa til öll önnur lífræn efni sem þær þarfnast.
Ófrumbjarga lífverur éta það sem plöntur búa til. Þær nota næringu sína til að búa til alls kyns efnasambönd sem þær þarfnast til vaxtar og viðhalds.

39
Q

Hvernig er miðlun orku?

A

ATP er orkuríkt en skammlíft efnasamband. Þegar fruman þarf orku sundrar hún ATP í ADP eða AMP. ATP er orkumiðill frumunnar ekki forðabúr. Orkan er geymd í forðanæringu, mjölva hjá plöntum, glýkógeni hjá dýrum eða fitu.

40
Q

Í hvaða flokka skiptast frumur og hvernig eru þeir?

A

Kjarnafrumur sem hafa afmarkaðann kjarna og kallast kjörnungar eða heilkjörnungar.
Dreifkjarnafrumur sem hafa ekki afmarkaðan kjarna og kallast því dreifkjörnungar, t.d. bakteríur.

41
Q

Hver eru einkenni kjarnafruma?

A

Þær hafa frumuhimnu, kjarna, kjarnahimnu, umfrymi og frumulíffæri. Frumukjarninn er einskonar stjórnstöð frumunnar. Hann geymir allar upplýsingar um gerð og starfsemi frumunnar.

42
Q

Hvernig er frumukjarninn byggður?

A

Hann er umlukinn kjarnahimnu, inniheldur kjarnakorn, inniheldur litni.

43
Q

Hvert er hlutverk frumuhimnu?

A

Hún aðskilur innir hluta frumurnnar frá umhverfinu. Hún stjórnar flutningi efna inn í og út úr frumunni með miklum afköstum og nákvæmni. Þessi flutningur er ýmist virkur eða óvirkur.

44
Q

Lýstu uppbyggingu frumuhimnu.

A

Allar frumur eru umlyktar frumuhimnu. Hún er að mestu gerð út próteinum og fituefnum.

45
Q

Hverjir eru eiginleikar hálfgegndræpar himnu?

A

Þegar vatn flæðir yfir hálfgegndræpa himnu jafnar það styrk sinn, t.d. þynnir sykurlausn. Frumuhimnan hefur göt og hleypir litlum sameindum t.d. vatni í gegn, stærri sameindir t.d. sykur komast ekki.

46
Q

Hvað er flæði?

A

Það er flutningur uppleystra sameinda eða jóna í vökva- eða gaslausn frá svæði með háan styrk uppleystra efna til svæðis með lægri styrk þar til uppleystu agnirnar eru jafnt dreifðar um leysinn.

47
Q

Hvað er osmósa?

A

Ef munur er á styrk uppleystra efna sitt hvorum megin við himnuna flyst leysirinn í gegn og jafnar styrkinn. Þessi flutningur leysist í gegnum hálfgegndræpa himnu frá svæði með lægri styrk yfir á svæði með hærri styrk.

48
Q

Hvað er virkur flutningur?

A

Þegar efni flyst yfir himnu úr minni styrk efnis yfir í meiri styrk efnis með hjálp himnupróteina. Þetta krefsa orku.

49
Q

Hvað er óvirkur flutningur/greitt flæði?

A

Efni flyst yfir himnu úr meiri styrk í minni styrk, með hjálp himnupróteina. Þarf ekki orku.

50
Q

Hvað er innhverfing?

A

Þegar teygjudýr rekst á fæðuögn hvolfist hluti frumuhimnunnar utan um hana og myndar sekk sem losnar síðan úr tengslum við frumuhimnuna og berst inn í umfrymi frumunnar. Þetta er frymisát eða frymisdrykkja eftir því hvort fruman fær mat eða vökva.

51
Q

Hvað er úthverfing?

A

Inni í frumunni eru ýmis konar agnir, umluktar himnu, sem meðal annars innihalda úrgangsefni og frumuafurðir. Agnir þessar berast út að frumuhimnunni þar sem himnan utan um agnirnar sameinast henni og innihaldið losnar út í umhverfið.

52
Q

Hvert er hlutverk netkorna?

A

Próteinsmiðjur frumunnar, þar er amínósýrum raðað saman í prótein.

53
Q

Hvert er hlutverk frymisnets?

A

Þar verður til og ummyndast fjöldi efna og efni berast eftir því um frumuna.

54
Q

Hvert er hlutverk frymisfléttu?

A

Er vinnslu- og pökkunarstöð fyrir prótein og fitu. Pakkar í litlar blöðrur (seytibólur) til útflutnings.

55
Q

Hvert er hlutverk hvatbera?

A

Frumuöndun (bruni) fer fram í hvatberum. Frumuöndun er sundrun fæðuefna við bruna.

56
Q

Hvert er hlutverk leysibólu?

A

Melta ýmsar fæðusameindir, leysa upp veirur, eyða ónýtum frumulíffærum.

57
Q

Hvert er hlutverk plastíða?

A

Hvítplastíð- geyma forðanæringu. Litplastíð- geyma litarefni sem tengjast ljóstillífun beint eða óbeint t.d. grænukorn.

58
Q

Hvert er hlutverk deilikorns?

A

Eru nálægt kjarnanum í dýrafrumu og taka þátt í skiptingu hans.

59
Q

Hvert er hlutverk kjarna?

A

Þar fer fram stjórnun á efnaskiptum frumunnar. Í kjarna eru kjarnakorn sem koma að myndun netkorna.

60
Q

Hvernig eru lífshættir dreifkjörnunga?

A

Þeir hafa fjölbreytta lífshætti.

  1. Sækja lífræna fæðu í umhverfið líkt og dýr.
  2. Ljóstillífa eins og plöntur.
  3. Geta bundið nitur úr gufuhvolfinu og breytt því í sölt, engar aðrar lífverur geta það.
  4. Geta tekið til sín ólífræn efni og breytt, myndað lífræn efni og fengið úr orku efnunum án sólarljóss og fl.
61
Q

Hvað er helsta einkenni dreifkjörnunga?

A

Þeir hafa engann einn kjarna. Hafa ekki kjarnahimnu. Hafa samt frumuhimnu. Hafa oft frumuvegg. Erfðaefnið er oftast allt í einum litningi. Hafa ekkert frymisnet. Hafa stundum blaðgrænu en ekkert grænukorn.

62
Q

Hvað er blaðgræna?

A

Blaðgræna er græna litarefnið sem er inni í grænukornum. Blaðgrænan fær orku úr sólarljósi. Ferlið kallast ljóstillífun.

63
Q

Sýndu muninn á ljóstillífun og frumuöndun?

A

Ljóstillífun: Orka+koltvísýringur+vatn=sykur+súrefni

Frumuöndun: Sykur+súrefni=koltvísýringur+vatn+orka.

Ljóstillífun felst í beislun sólarorku og nýmyndun lífrænna efnasambanda úr ólífrænum. Við frumuöndun skilar þessi orka sér til lífvera sem ekki geta numið beint orku sólarinnar (ófrumbjarga) Við frumuöndun er súrefni notað til að losa orku með sundrun lífrænna efna úr fæðu.

64
Q

Hvað hefur áhrif á hraða efnaskipta?

A

Efnaskiptahraði í frumum líkamans er mismunandi eftir virkni og ástandi líkamans og ákvarðar grunnefnaskipti líkamans, en það er sú orka sem líkaminn þarfnast án hreyfingar og til þess eins að halda lífi. Grunnefnaskipti eru m.a. breytileg eftir aldri fólks, fitulausum massa líkamans og kyni. Lækkun grunnefnaskipta með aldri stafar m.a. af rýrnandi vöðvamassa vegna lítillar hreyfingar. Vöðvavefur krefst meiri orku en fituvefur. Karlmenn hafa almennt hraðari grunnefnaskipti en konur.