6. Kafli Flashcards
Hvernig var flokkunarkerfi Linné’s?
Ríki, fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl, tegund.
Hver eru 5 ríki lífvera og hver eru einkenni þeirra?
Gerlar- smáir einfrumungar, dreifkjarna, frum- eða ófrumbjarga, gerlar, blábakteríur, fornbakteríur.
Frumverur- stærri einfrumungar, heilkjarna, frum- eða ófrumbjarga, frumdýr og einfrumuþörungar.
Sveppir- þráðlaga fjölfrumungar, sveppafrumur, ófrumbjarga, utanfrumumelting, gersveppir, myglusveppir, hattsveppir.
Plöntur- fjölfrumungar án hreyfifærni, frumbjarga, þörungar, mosar, byrkningar, æðplöntur.
Dýr- fjölfrumungar með hreyfifærni, ófrumbjarga, innanfrumumelting, hryggleysingjar eða hryggdýr.
(Veirur)- ekki frumur, erfðaefni í próteinhjúp, nærast ekki.
Hvernig er nafnakerfi lífvera?
Hver lífvera hefur tvö nöfn fyrra nafnið sem nær yfir alla ættkvíslina og seinna nafnið sem nær yfir tegundina.
Hvað er tegund? Hvað er ófullkomið við hugtakið tegund?
Einstaklingar sem eignast geta saman frjó afkvæmi teljast til sömu tegundar. Skilgreiningin heldur ekki þegar um er að ræða lífverur sem nota kynlausa æxlun. Stundum koma fram frjóir blendingar. Við getum ekki vitað hvort blendingar útdauðra tegunda voru frjóir eða ekki.
Hvað er baktería?
Baktería er einfrumungur.
Hver er munurinn á lofháðum, loftfirrtum og loftóháðum bakteríum?
Loftháðar anda (frumuöndun), loftfirrtar nota gerjun og loftóháðar nota súrefni þegar það er í boði en geta komist af án þess.
Hver eru 3 samlífsform baktería?
Samhjálp: það gagnast báðum aðilum.
Gistilífi: þá hagnast bakterían en það skiptir þá lífveru sem hýsir hana engu máli.
Sníkjulífi: það er algengast, þá verður hýsill fyrir skaða en bakterían hagnast. Þetta er sjúkdómavaldandi.
Hversu margar tegundir baktería eru til?
Meira en 4000 tegundir.
Hvernig eru bakteríur greindar í sundur?
Þær eru greindar eftir lögun og efnaskiptum.
Hvað eru niturbindandi bakteríur?
Þær bakteríur binda nitur úr loftinu og ummynda það í nýtanlegt form fyrir plönturnar. T.d. Rhizobium.
Hvað eru purpurabakteríur?
Þær eru tegundaauðugsti hópur baktería. Þær geta t.d. valdið svartadauða, sýkingum í meltingarvegi og taugaveiki. Þær lifa t.d. í rótum belgjurta eins og lúpínu.
Hvað eru blábakteríur?
Þær stunda ljóstillífun og eru hluti yfirborðsörveru í sjó og vötnum, þar sem þær geta myndað grænleitt slím. Einnig er þá að finna í heitum hverum og jarðvegum.
Hvað eru gormlaga bakteríur?
Útlit þeirra minnir á tappatogara. Margar tegundir lifa í vatni en nokkrar eru sjúkdómavaldandi, valda t.d. sárasótt eða fransós sem er annað nafn yfir það.
Hvað er klamydía?
Þær þrífast aðeins inni í hýsilfrumum. Þetta er algengur sýkill sem getur sýkt bæði kynfæri og augu. Klamedía hefur aukist á Íslandi.
Hvað er mósa?
Það er fjölónæmt afbrigði af bakteríunni Staphylococcus aureus og er víða vaxandi vandamál, sérstaklega á spítölum.
Hvernig eru bakteríur/gerlar hagnýtir?
- Brjóta niður lífræn efni.
- mynda hráefni fyrir plöntur.
- eyða lífrænum efnum.
- framleiða matvæli, framleiða lyf.
- þeir hjálpa til við meltingu.
- binda köfnunarefni.
Hver er skaðsemi baktería/gerla?
- Ráðast á ýmsa vefi í dýrum og plöntum.
- Framleiða efni sem eru skaðleg.
- Raska eðlilegri gerlaflóru.
- Geta valdið blóðeitrun.
- Matareitrun.
Hvað eru fornbakteríur?
Líklega elsti hópur lífvera á jörðinni, komu fram fyrir a.m.k. 3,5 milljörðum ára. Frábrugðnar öðrum bakteríum t.d. að efnasamsetningu. Lifa oft við skilyrði sem talin er líkjast aðstæðum sem ríktu fyrir 4 milljörðum ára þegar lífið varð til. Margar eru frumbjarga.
Hvað er sameiginlegt með öllum frumverum?
Frumverur eru sundurleitur hópur lífvera sem sumar eru nánustu afkomendur fyrstu kjörnunganna og aðrar eru forverar plantna, dýra og sveppa. Þær lifa flestar í vatni eða sjó og sumar í rökum jarðvegi. Þær eru ýmist frumbjarga eða ófrumbjarga eða hvort tveggja. Þær teljast ekki til dýra, plantna eða sveppa og eru í lang flestum tilvikum einfrumungar.
Hverjar eru tvær megingerðir frumvera?
Frumþörungar og frumdýr.
Í hvaða 4 gerðir skiptast frumþörungar?
Skoruþörunga, kísilþörunga, kalfsvifþörunga og dílþörunga.
Hvað er þörungablómi?
Skoruþörungar fjölga sér með frumuskiptinguþ Þeir geta fjölgað sér hratt við góðar aðstæður og myndað þörungablóma, en með því er átt við mikla fjölgun svifþörunga í sjó og vötnum. Í þörungablóma getur verið svo mikið magn af þörungum að sjórinn litast.
Hvaða eitrun geta skoruþörungar valdið?
Saxitoxin, er banvætt, getur valdið lömun og niðurgangi.
Hvað er maurildi?
Til eru skoruþörungar sem gefa frá sér ljós og lýsa upp sjóinn á stóru svæði. Það er maurildi.
Hvar finnast kísilþörungar?
Þeir eru algengir í heimshöfum og í ferskvatni.
Hvernig fjölga kísilþörungar sér?
Oftast með frumuskiptingu. Þörungarnir eru umluktir kísilskel og er skelin samsett úr tveimur helmingum sem eru misstórir þannig að önnur fellur yfir hinn. Skeljarnar skiptast á milli dótturfrumnanna, önnur fær minni skelina og verður minni.
Hvað er kísilgúr?
Skeljar dauðra þörunga geta myndað þykk setlög sem kallast kísilgúr, hann er nýttur til dæmis við síur og slípiefni, (notaður í bjór og matarólíur).
Hvernig eiga kalksvifþörungar þátt í því að binda koldíoxíð í hafinu?
Þeir eru þaktir fíngerðum kalkplötum og eiga mikinn þátt í bindingu koldíoxíðs í hafinu með kalkmynduninni.
Hvað er merkilegt við dílþörunga/augnglennur?
Þeir eru stórir og flestir án frumuveggjar.
Hvernig er frumdýrum skipt í hópa?
Þeir eru flokkaðir eftir hreyfifærum eða hreyfimáta.
Svipudýr, bifhærð frumdýr, slímdýr og gródýr.
Hvað er skinfótur?
Skinfætur eru totur eða útskot sem slímdýr nota til að hreyfa sig og til að afla fæðu.
Hvernig berst malaría á milli manna?
Gródýrið sem veldur malaríu berst á milli fólks með stungu moskítóflugna. Þegar það hefur borist inn í blóðrás manneskju flyst það inn í rauðu blóðkornin og eyðileggur þau.
Hvað eru sýklar?
Örverur sem valda smitsjúkdómum.
Hvernig hreyfifæri hafa frumdýr?
Svipudýr= svipu
Slímdýr= skinfótur
Bifhærð frumdýr/brádýr= bifhár
Gródýr= engin hreyfifæri