3. Kafli Flashcards
Hvað er litningur og hvar finnum við hann?
Langir, grannir þræðir í frumukjarna sem innihalda DNA-sameindir með erfðavísum lífverunnar ásamt próteina-sameindum.
Hvað eru gen og hvar er þau að finna?
Erfðaeindirnar kallast gen. Gen eru afmörkuð svæði á DNA- sameind í litningi sem flest bera í sér upplýsingarnar um gerð tiltekinna próteina.
Hvað þýðir hugtakið arfgerð?
Öll gen lífveru.
Hvað er svipgerð?
Öll einkenni sem eru greinanleg.
Hvað þýðir að vera einlitna?
Að hafa einn litning af hverri gerð í líkamsfrumum sínum.
Hvað þýðir að vera tvílitna?
Að hafa tvö eintök hverrar litningagerðar í frumukjörnum sínum.
Hvað eru samstæðir litningar?
Litningarpar, annar frá föður og hinn frá móður, geyma upplýsingar um sambærileg einkenni.
Hvað er sæti á litningi?
Staðsetning á litningi.
Hvað eru samsæt gen?
Gen sem eiga heima í sama sæti litnings.
Hvað er að vera arfhreinn?
Að fá samskonar gen frá báðum foreldrum.
Hvað er að vera arfblendinn?
Fá mismunandi gen frá sitt hvoru foreldri.
Hvað þýða hugtökin ríkjandi, víkjandi og jafnríkjandi?
Ríkjandi: Ef samsæt gen eru ekki eins þá telst það gen ríkjandi sem kemur fram í svipgerð.
Vikjandi: Það er genið sem kemur ekki fram.
Jafnríkjandi: Ef einkenni beggja gena koma fram eru þau jafnríkjandi.
Hvernig hljómar fyrsta lögmál Mendels?
Við myndun kynfruma aðskiljast genapör þannig að helmingur kynfruma ber í sér annað gen parsins og hinn helmingur kynfruma ber hitt gen parsins.
Segðum frá erfðum blóðflokka A,B og O.
A og B: mismunandi gerðir mótefnavaka í yfirborði rauðra blóðkorna.
AB: bæði A og B vakar til staðar.
O: engir sambærilegir mótefnavakar.
A og B eru ríkjandi yfir O. Ef A og B koma fram verður AB því þau eru jafnríkjandi.
Hvernig hljómar annað lögmál Mendels?
Hvert einkenni erfist óháð öðrum einkennum. Gildir ekki ef genin sem stýra einkennunum eru á sama litningi.