6. Áreiðanleiki og réttmæti Flashcards

Hlutapróf 3

1
Q

Hver er sameiginlegur megintilgangur hugtakanna áreiðanleiki og réttmæti?

A

Þau meta gæði mælitækisins. Í okkar tilfelli í rannsóknarverkefninu er mælitækið spurningalisti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
1
Q

Útskýrðu áreiðanleika í rannsóknum.

A

Þegar við tölum um áreiðanleika þá eigum við við hversu mikill stöðugleiki er í niðurstöðunum, þ.e hversu laust mælitækið (spurningalisti) er við tilviljunarkenndar skekkjur

Gott að spyrja sig, ef við mælum aftur með sama mælitæki fáum við þá sömu niðurstöðu?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Útskýrðu áreiðanleika með dæminu um úr sem gengur ekki rétt.

A

Úr sem gengur ekki rétt er t.d óáreiðanlegt því tilviljun ræðir því hvað úrið sýnir. Ef ég er hins vegar með úr sem er alltaf korteri of seint er það laust við tilviljunarkennda villu, villan er aftur á móti kerfisbundin og ef ég veit hver skekkjan er þá get ég reiknað út hvað klukkan er í raun og veru. Þannig að þetta úr væri þá áreiðanlegt þó það sýni ekki réttan tíma.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvernig metum við áreiðanleika?

A

Ein leið er að skoða hvort að mælitækið sé stöðugt frá einum tíma til annars. Stöðugleiki mælinga felst í því að ef sama mælitæki væri notað á sama fólkið við sömu aðstæður en á öðrum tíma, að hve miklu leyti gæfi mælitækið sömu niðurstöðu?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er átt við með innri áreiðanleika?

A

Innri áreiðanleiki felst í hvort samræmi sé í því hvernig fólk svarar spurningum sem eiga að mæla svipað hugtak.

Til dæmis gæti ég mælt heilsu með því að spyrja um snerpu, liðleika og þol, og ef það er mikið um tilviljunarkennda villu væri lítil fylgni á milli þesara spurninga. Ef fylgni (tengsl) er á milli spurninganna þá er mælingin áreiðanleg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er algengast notað við að mæla innri áreiðanleika?

A

Cronbach‘s alfa, stuðull sem metur innbyrðis fylgni milli spurninga. Stuðullinn tekur gildi frá 0 til 1, og því nær 1 því meiri er innri áreiðanleiki milli spurninga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Er áreiðanleiki nægjanleg forsenda réttmætis?

A

Nei. Áreiðanleiki segir ekkert til um það hve skynsamlegur eða sanngjarn eða öllu heldur réttmætur mælikvarðinn er. Áreiðanleiki er því nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda réttmætis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Um hvað snýst réttmæti í mælingum?

A

Snýst um það hvort mælingin sé í raun og veru að mæla það sem henni er ætlað að mæla.
Mikilvægt er að átta sig á því að áreiðanleikinn einn og sér segir ekkert til um réttmætið. Þó við fáum áreiðanleika á mælitæki þá þýðir það ekki endilega að mælitækið sé réttmætt. Við þurfum að vita að mælitækið sé í raun og veru að mæla það hugtak sem ætlað er að mæla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Til eru nokkrar leiðir til að mæla réttmæti mælitækis. Hvað heita 5 gerðir réttmæti í rannsóknum?

A
  1. Yfirborðsréttmæti
  2. Samtímaréttmæti
  3. Forspárréttmæti
  4. Hugtakaréttmæti
  5. Samleitniréttmæti
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Yfirborðsréttmæti

A

,,Byggir á mati rannsakanda. Virðast spurningarnar eða atriðin vera að mæla það sem þeim er ætlað að mæla?”

Þá eru spurningar eða atriði spurningalista eða kvarða lesin með gagnrýnu hugarfari og rannsakandi spyr sig spurninga eins og: er þetta langa orðadæmi virkilega að mæla reiknigetu þeirra nemenda sem prófin munu vera lagt fyrir? Yfirborðsréttmæti metur með úrskurði sem ekki felur í sér tölugildi heldur lýsingar á því hvort um sé að ræða lélegt eða gott yfirborðsréttmæti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Samtímaréttmæti

A

,,Tengsl við aðrar mælingar frá sama tíma”

Ég gæti kannað samtímaréttmæti með því að athuga hvort að mælingin hafi tengsl við aðrar mælingar frá sama tíma. Ef ég er til dæmis að kanna réttmæti greindarprófs þá gæti ég reiknað hvort greindarprófið hafi tengsl við námsárangur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Forspárréttmæti

A

,,Tengsl við mælingar sem eru gerðar síðar”

Forspárréttmæti felur í sér að mælingin eigi að hafa tengsl við mælingar sem eru gerðar síðar. Getur greindarpróf til dæmis spáð fyrir um námsárangur á seinni skólastigum?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hugtakaréttmæti

A

,,Er fylgni milli mælinga í samræmi við kenningu?”

Hugtakaréttmæti felur í sér hvort mælingar séu í samræmi við kenningu. Ef kenning tilgreinir að það sé ekki kynjamunur í greind en greindarmæling sýnir mun milli karla og kvenna, þá sýnir þessi munur að hugtakaréttmæti er skert.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Samleitniréttmæti

A

,,Hefur mælingin tengsl við mælingar á svipuðum hugtökum?”

Samleitniréttmæti felst í því hvort mælingin hafi tengsl við mælingar á svipuðum hugtökum. Niðurstöður á greindarprófi ættu því að hafa mikil tengsl við annars konar próf sem mæla greind.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly