3. Spurningagerð Flashcards

Hlutapróf 3

1
Q

Hver er munurinn á opnum og lokuðum spurningum?

A

Opnar spurningar einkennast af því að það eru engir fyrirframgefnir svarmöguleikar. Þá svara þátttakendur spurningunni einfaldlega með sínum eigin orðum til dæmis með því að skrifa svar á þar til gerða línu í spurningalistanum.

Í lokuðum spurningum eru svarkostir hins vegar fyrirfram ákveðnir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Nefndu kosti og galla á opnum spurningum.

A

Kostir:
- Hægt að nota ef rannsakandi veit ekki um viðeigandi svarmöguleika. (T.d Hvers konar rekstur eða fyrirtæki hefur þú áhuga á að stofna? Ekki hægt að telja upp öll fyrirtæki sem hægt væri að stofna.)
- Auðvelda svaranda að tjá sig út frá sjónarhorni sínu.

Gallar:
- Tímafrekt og erfitt í svörun
- Tímafrekt í úrvinnslu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Nefndu kosti og galla í lokuðum spurningum.

A

Kostir:
- Auðveldar svörun
- Auðveldar úrvinnslu og staðlaðan samanburð
- Svarmöguleikarnir hjálpa svaranda að skilja spurninguna

Gallar:
- Vantar e.t.v. svarmöguleika
- Einfaldar veruleikann
- Geta kallað fram skoðanir/svör sem ekki lýsa raunverulegri reynslu fólks.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað eru hálflokaðar spurningar?

A

Svarkostir fyrirfram ákvarðaðir auk tækifæris á að bæta við opnu svari.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Ef að spurt er um hegðun þá er einkum tvennt sem þarf að hafa í huga við gerð spurninganna. Hvað?

A

Annars vegar það að svarendur muna ef til vill ekki atburðinn eða hegðunina sem spurt er um, og hins vegar að svarendur gefa ef til vill ekki rétt svar í spurningunni ef hún er á einhvern hátt viðkvæm fyrir svarenda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Stundum getur spurning verið leiðandi að því að hún hefur formála. Segðu frá tilraun Gallup.

A

Gallup lagði könnun fyrir tvo hópa. Hópur A fékk spurningu um atvinnuleysi með formála. Formálinn var þessi: “Atvinnurekendur hafa spáð um 5% atvinnuleysi á næsta ári”. Svo var spurt: ,,hve mikið telur þú að það verði?” í ljós kom að svarendur töldu atvinnuleysið verða um 5% alveg eins og tilgreint var í formálanum. Hópur B fékk síðan spurninguna um atvinnuleysið án formálans og í þeim hópi töldu svarendur verða um 8%.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Ef fullyrðing er notuð í stað spurningar getur það verið leiðandi. Af hverju?

A

Útaf samþykkishneigð, fólk hneygist til að samþykkja fullyrðingar.

Dæmi um fullyrðingu væri: ,,Aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastól er gott á Þingvöllum” og svo væru svarmöguleikarnir frá mjög sammála yfir í mjög ósammála. Þarna væri betra að búa til spurningu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Af hverju geta já/nei spurningar verið leiðandi? Hvenær nota hins vegar nota já/nei spurningar og hvenær ekki?

A

Útaf samþykkishneigð. Forðast ætti já/nei spurningar sérstaklega þegar spurt er um skoðanir eða viðhorf. Spyrja frekar hvort svarendur séu fylgjandi eða andvígt einhverju. Má þó nota þegar spurt er um venjulega hegðun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvers vegna er mjög mikilvægt að hafa spurningar í jafnvægi? Komdu með dæmi ójafnvægi og jafnvægi í spurningu.

A

Því annars gætu þær verið leiðandi. Orða ætti spurningu þannig að hún feli bæði í sér neikvæðu afstöðuna og jákvæðu afstöðuna. Nota því báða enda svarkvarðans, ekki bara annan.

Dæmi um jafnvægi: „Hefur þú haft góða eða slæma stjórn á framkomu þinni síðastliðna viku?“

Dæmi um ójafnvægi: „Hefur þú haft góða stjórn á framkomu þinni síðastliðna viku?“

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er varasamt við dæmi í spurningu? Nefndu síðan dæmi.

A

Þær geta verið leiðandi.

T.d ef spurt er um nikótín neyslu og tekin eru dæmi um nikótín, sígarettur, munntóbak, neftóbak og tyggjó. Ef ég minnist ekki á rafrettur, plástra og önnur nikotín form þá er spurningin orðin leiðandi því ég er frekar að hvetja fólk til að nefna frekar sígarettur og munntóbak en rafrettur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Við gerð svarmöguleika við spurningum þurfa svarmöguleikar m.a að vera tæmandi. Hvað er átt við með því?

A

Það má s.s ekki vanta einhvern svarmöguleika.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Við gerð svarmöguleika við spurningum eiga svarmöguleikar m.a ekki að innihalda skörun/ vera tvítalin. Hvað er átt við með því?

A

Það er t.d algengt að sjá skörun þegar fólk er beðið um að staðsetja sig í aldursflokka. Þá er t.d algengt að sjá einn flokk vera 20-25 ára, og svo næsta flokk frá 25-30 ára. En hvernig svara þá fólk sem er 25 ára því það lendir þarna í tveimur flokkum?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly