4. Úrtaksaðferðir Flashcards

Hlutapróf 3

1
Q

Hvað er þýði?

A

Þýði (population) er samansafn allra einstaklinga með tiltekna eiginleika.

Dæmi: allir Reykvíkingar, allir nemar við HÍ, eða allir nemar í land- og ferðamálafræði. Þýði geta verið misstór.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er úrtak?

A

Úrtak (sample) er safn einstaklinga sem eru valdir úr skilgreindu þýði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er mikilvægt atriði sem þarf að hafa í huga þegar valið er úrtak með tilviljun úr þýðinu?

A

Ef úrtak er valið með tilviljun úr þýðinu þá ætti eiginleikar þess að líkjast eiginleikum þýðisins. Og þá ættum við að geta ályktað eitthvað um þýðið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Til hvers er notað úrtak?

A

Það getur verið of tímafrekt og kostnaðarsamt að rannsaka allt þýðið, sérstaklega ef að þýðið er of stórt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Úrtök eru gjarnan flokkuð í tvennt. Hvað heita þessir tveir meginflokkar úrtaka?

A

Ekki-líkindaúrtök og Líkindaúrtök

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er Ekki-líkindaúrtök? Nefndu 4 einkenni þeirra.

A
  • Úrtök sem ekki eru valin með tilviljun úr þýðinu.
  • Líkur hvers einstaklings í þýðinu til að lenda í úrtakinu eru ekki þekktar.
  • Ekki hægt að reikna út skekkjumörk.
  • Ekki hægt að segja um alhæfingargildi.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er Líkindaúrtök? Nefndu 5 einkenni.

A
  • Úrtök sem valin eru með tilviljun.
  • Getum reiknað út líkurnar á því að hver einstaklingur í þýðinu lendi í úrtakið, (þ.e.a.s ef við vitum hvað þýðið er stórt og við ákveðum að velja úrtak af tiltekinni stærð, þá er auðvelt að reikna hve miklar líkur eru á því að hver einstaklingur úr þýðinu lendir í úrtaki.)
  • Hægt að reikna út skekkjumörk.
  • Grundvöllur ályktunartölfræði
  • Gott alhæfingargildi
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvers konar gerð úrtaka leyfir okkur að reikna út skekkjumörk? Hvað er átt við með skekkjumörk?

A

Líkindaúrtök.

gefur möguleikann á því að reikna út hvað eru mikil frávik milli einhverja niðurstöðu sem við fáum í úrtakinu og hinni raunverulegri þýðistölu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvers konar gerð úrtaka er grundvöllur ályktunartölfræði og hafa gott alhæfingargildi?

A

Líkindaúrtök.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað er alhæfingargildi? Hvað þýðir það fyrir rannsóknir?

A

Það að rannsókn hafi gott alhæfingargildi þýðir að hægt er að alhæfa niðurstöður úr úrtaki yfir á þýðið. Með öðrum orðum, að hægt sé að segja að munur á milli hópa sem sést í úrtaki sé einnig til staðar í þýðinu. Þetta er ekki hægt ef úrtakið er ‘ekki-líkindaúrtak’.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Nefndu 5 gerðir úrtaka sem ekki eru valin með tilviljun (Ekki-líkindaúrtök). Hvað heita þær?

A
  1. Hentugleika-/þægindaúrtök
  2. Kvótaúrtök
  3. Tilgangsúrtök
  4. Snjóboltaúrtök
  5. Sjálfvalið úrtak
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Útskýrðu hentugleika-/þægindaúrtök. Nefndu dæmi.

A

,,Lagt fyrir þá hópa sem eru aðgengilegir”.
Þá er rannsóknin lögð fyrir þá sem er hentugast eða þægilegast að ná til. Þetta gætu t.d verið fyrstu 100 manneskjurnar sem við mætum út á götu, eða ef við leggjum fram könnun fyrir á facebook.

Getum EKKI metið skekkjuna og höfum þar af leiðandi ekki hugmynd um hve langt mælingin okkar er frá hinni raunverulegri tölu í þýðinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Útskýrðu kvótaúrtök. Nefndu dæmi.

A

,,Ákveðnir hópar leitaðir upp án þess að tilviljun ráði”.
Ákveðnir eiginleikar fólks eru teknir með inn í reikninginn. Reynt að koma í veg fyrir að minnihlutahópar verði útundan með því að tryggja svör frá ákveðnum fjölda og hverjum hópi. Megintilgangur kvótaúrtaks er að velja úrtak sem verður eftirlíking á þýðinu sem á að alhæfa um.

Dæmi: Ef vitað er að kynjaskipting sé jöfn er gætt að því að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna í úrtakinu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Útskýrðu tilgangsúrtök. Nefndu dæmi.

A

,,Ákveðnir hópar valdir því við trúum því að þessi hópar gefi bestar upplýsingar um viðfangsefnið”
Við veljum úrtakið að því að það inniheldur fólk sem við teljum vera dæmigert fyrir þýðið. Þetta er hins vegar afar vafasamt.

Dæmi: ef ég myndi leggja könnun fyrir meðlimi samtakanna 78 að því að ég ætlaði að gera rannsókn á því hvernig er að vera hinsegin, þá gæti það verið varasamt því það er ekki víst að allt hinsegin fólk sé í samtökunum þannig að fólk í félaginu er ekkert endilega þverskurður af hinsegin fólki í landinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Útskýrðu snjóboltaúrtak. Nefndu dæmi.

A

Oft notað þegar rannsóknarspurning varðar þýði sem erfitt er að ná til. Rannsakandinn byrjar með lítið úrtak sem rúllar og stækkar eins og snjóbolti þar til safnast nægilega margir í heildarúrtakið.

Dæmi: Ef að ætti að rannsaka fólk sem að stundar óhefðbundnar lækningar þá væri upphaflega úrtakið mögulega 10 manns sem svöruðu auglýsingu rannsakandans, og þessir 10 eru síðan beðnir um að nefna aðra sem að þeir vita um sem stunda svokallaðar óhefðbundnar lækningar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Útskýrðu sjálfvalið úrtak. Nefndu dæmi.

A

Þegar fólk velur sjálft að vera hluti af úrtakinu. Könnun er þá ekki send á eitthvað tiltekið úrtak heldur er hún einhversstaðar aðgengileg og fólk sem vill taka þátt í henni verður þá að hluta af úrtakinu.

Dæmi: þeir sem fara á vísir.is og svara spurningum dagsins.

17
Q

Hvað heita 4 gerðir líkindaúrtaka?

A
  1. Einföld tilviljunarúrtök
  2. Lagskipt tilviljunarúrtök
  3. Kerfisbundið tilviljunarúrtak
  4. Klasaúrtök
18
Q

Útskýrðu einföld tilviljunarúrtök. Nefndu dæmi.

A

,,Allir hafa jafna möguleika á að komast í úrtakið”

Einfaldasta lýsingin á þessu væri ef ég myndi setja nöfn allra einstaklinga í þýðinu í hatt, og svo myndi ég velja með tilviljun t.d 100 nöfn upp úr hattinum sem væri þá úrtakið mitt. Í dag er bara best að notast við tölvur til að gera þetta, t.d excel eða eih annað.

19
Q

Útskýrðu lagskipt tilviljunarúrtök. Nefndu dæmi.

A

,,Skiptum þýðinu í lög til dæmis eftir kyni og búsetu”
Þegar við teljum betra skipta þýðinu upp í hópa og velja svo mismunandi hlutföll af þeim með tilviljun.

Dæmi: Ef ég væri að fara leggja könnun fyrir nemendur á verkfræði- og náttúruvísindasviði og vildi skoða mun á viðhorfum eftir kyni, þá gæti verið nauðsynlegt fyrir mig að taka lagskipt úrtak því að ég veit að það er t.d mun færri konur en karlar á sviðinu. Ég byrja á því að skipta þýðinu upp í tvö lög, þá lag karla og svo lag kvenna, og taka svo einfalt tilviljunarúrtak úr hvoru lagi.

20
Q

Útskýrðu kerfisbundin tilviljunarúrtök. Nefndu dæmi.

A

,,Kerfisbundin aðferð við að velja í úrtak”

Dæmi: Ég gæti t.d valið að annar hver einstaklingur í þýðinu lendir í úrtaki eða eih slíkt.

21
Q

Útskýrðu klasaúrtök. Nefndu dæmi.

A

,,Ákveðnir hópar valdir eftir tilviljun”
Á við þegar hluti þýðisins er t.d óaðgengilegur landfræðilega.

Dæmi: Ef ég tek einfalt tilviljunarúrtak úr þjóðskrá gæti ég lent í því að einn einstaklingur í úrtakinu byggi á kópaskeri, einn á Höfn í Hornafirði og svo framvegis. Þannig að í staðinn fyrir að hafa einfalt tilviljunarúrtak af landinu öllu væri landinu þá skipt upp í klasa eða svæði og svo eru valdnir nokkrir klasar með tilviljun. Líka algengt að nota þegar leggja á könnun fyrir í skólum þannig að í staðinn fyrir að þurfa að fara í alla skólanna og leggja könnun fyrir að þá myndi ég lista upp alla skóla á landinu og velja svo nokkra skóla með tilviljun til að leggja könnunina fyrir.

22
Q

Hvort skiptir stærð úrtaks eða stærð þýðis máli? Af hverju?

A

Stærð ÚRTAKS skiptir máli. Stærð ÞÝÐISINS skiptir ekki máli fyrir það hvað ég þarf að velja stórt úrtak.

Skiptir ekki máli hvað þýðið er stórt, eiginleikar úrtaksins munu líkjast eiginleikum þýðisins EF um er að ræða tilviljunarúrtak OG ef úrtakið er nægilega stórt.

23
Q

Hvað ræður vali á stærð úrtaks?

A
  • Mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknar séu mjög áreiðanlegar og réttmætar.
  • Breytileiki þess eiginleika sem mæla á í þýðinu.
  • Niðurbrot á gögnum.
  • Fjármagn.