2. Rannsóknarsnið í megindlegri aðferðafræði Flashcards

Hlutapróf 3

1
Q

Kennarinn hefur skipt megindlegum rannsóknarsniðum upp í þrjá meginflokka til umfjöllunar, hverjir eru þeir?

A

Tilraunasnið, þversniðsrannsóknir og langtímarannsóknir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvaða tvennt einkennir tilraunasnið? Útskýrðu bæði einkennin.

A
  1. Slembival í hópa
    Þátttakendum er þá skipt með tilviljun í tvo hópa, tilraunahóp og samanburðarhóp. Tryggt að hóparnir séu eins að öðru leyti.
  2. Að mælingar á fylgibreytunni fara fram fyrir og eftir inngrip.
    Gerðar eru mælingar á fylgibreytunni í upphafi rannsóknarinnar, síðan fær tilraunahópurinn inngrip en samanburðarhópurinn ekki, síðan í lokin fara aftur fram mælingar á fylgibreytunni til að sjá hvort sé munur.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Rannsókn þar sem kannað er áhrif tiltekins lyfs á blóðþrýsting. Hvers konar rannsóknarsnið væri best að beita hér?

A

Tilraunasnið.
Skipt þá þátttakendum í tvo hópa þar sem annar þeirra fær lyfið og hinn ekki. Frumbreytan væri lyfið og fylgibreytan blóðþrýstingur.
Tilraunir eru besta leiðin til að negla niður orsakasamband.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Segðu frá eitt frægasta dæmi um hið klassíska tilraunasnið notað í félagsvísindum.

A

Bobo doll experiment. Kannað var hvort börn sem verða vitni af ofbeldi séu líkleg til að beita sjálf ofbeldi. Börnunum var skipt með slembivali í tilraunahóp og samanburðarhóp þar sem annar þeirra fékk inngrip, vitnisburður af ofbeldi á dúkku. Börn í tilraunahópi sýndu síðan frekar ofbeldisfulla hegðun gagnvart dúkkunni í framhaldinu heldur en börn í samanburðarhópinum, s.s tilgátan stóðst.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvaða gagnrýni hlaut Bobo doll experiment sem gildir líka almennt um tilraunir (galli)?

A

Einn helsti galli tilrauna er sá að þær eru oft gerðar við tilbúnar aðstæður og þess vegna er oft spurning hvort það sé hægt að heimfæra niðurstöður tilraunar út fyrir rannsóknina. Þær hafa gjarnan lágt ytra rannsóknarréttmæti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Útskýrðu þversniðsrannsóknir.

A

Gjarnan talað um sem kannanir og stundum sem könnunarsnið. Eru gjarnan lagðar fyrir ákveðið úrtak sem valið er úr ákveðnu þýði. Slíkar rannsóknir henta vel þegar skoðað er hegðun, viðhorf, ákveðin félagsleg einkenni, og fleira meðal stórs hóps af fólki. Aflað með könnun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er eitt mikilvægt einkenni við þversniðsrannsóknir (kannanir)?

A

Gagna er aflað á einum tímapunkti, ólíkt því sem gerist t.d í tilraunum þar sem gert er mælingar bæði fyrir og eftir inngrip.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Til eru nokkur megindleg rannsóknarsnið sem eru þversniðsrannsóknir. Nefndu þrjár þeirra.

A

Lýsandi rannsóknir
(lýsandi) Samanburðarrannsóknir
Sambandsrannsóknir / fylgnirannsóknir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Útskýrðu lýsandi rannsóknir og nefndu dæmi.

A

Týpa af þversniðsrannsókn.
Verið er að lýsa ástandi, einkennum einhvers hóps. Notar einfaldatölfræði, t.d.meðaltöl, tíðni og prósentur. Oft eru margar breytur mældar í einni og sömu rannsókninni en ekki er könnuð tengsl á milli þeirra.

Dæmi: Hversu mörg prósent styðja ríkisstjórnina?Rannsóknir á fylgni stjórnmálaflokka sem eru gerðar skömmu fyrir kosningar. Þær eru dæmi um lýsandi rannsóknir þar sem markmiðið er þá að lýsa kosningahegðun til að vita hversu mörg prósent kjósa tiltekinn flokk.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Útskýrðu (lýsandi) samanburðarransóknir og nefndu dæmi.

A

Týpa af þversniðsrannsókn.
Kannar hvort munur sé á milli hópa. Oft verið að bera saman lönd, hverfi, skóla, karla og konur. Gagna aflað með sama hætti á fleiri en einum vettvangi.

Dæmi: Rannsóknir á launamun milli kynja, þá er verið að bera saman launamun milli karla og kvenna. Annað dæmi væri: er munur á viðhorfum nemenda í HÍ og HR til rafbílavæðingar?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Útskýrðu fylgnirannsóknir / sambandsrannsóknir og nefndu dæmi.

A

Týpa af þversnsiðsrannsókn.
Skoðað er tengsl á milli breyta. Yfirleitt margar breytur í einni rannsókn og oft notuð marghliða greining.

Dæmi: Eru tengsl milli vinnuálags og starfsánægju starfsfólks í ferðaþjónustu? eða: Eru tengsl milli stéttarstöðu og þátttöku í íþróttar og tómstundarstarfi?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Þrátt fyrir að eitt aðaleinkenni þversniðsrannsókna er að aflað er gagna á einum tímapunkti er hins vegar hægt að endurtaka þær. Hvað má ekki rugla endurteknum þversniðsrannsóknir við? Af hverju? Nefndu dæmi.

A

Það má ekki rugla endurteknum þversniðsrannsóknum saman við langtímarannsóknir því sami hópurinn er ekki að svara könnuninni aftur þegar hún er endurtekin heldur er rannsóknin lögð fyrir nýtt úrtak.

Dæmi: Reglulegar kannanir á kosningahegðun landsmanna. Slíkar rannsóknir eru þó ekki langtímarannsóknir því sama hópnum er ekki fylgt eftir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað eru langtímarannsóknir / ferilrannsóknir?

A

Rannsóknir þar sem kannanir eru endurteknar meðal sama hópsins. Gagna er aflað á tveimur tímapunktum eða fleiri yfir lengri tíma meðal sama hóps.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Í langtímarannsóknum/ferilrannsóknum getur verið um að ræða tvenns konar gerðir rannsókna. Segðu hvað þær heita og útskýrðu þær hvor fyrir sig.

A

Panelrannsóknir, þar sem könnun er lögð fyrir sama hópinn með reglulegu millibili en þessi hópur á ekki endilega neitt sameiginlegt og yfirleitt er um að ræða tilviljunarúrtak úr þjóðskrá þannig að í úrtakinu er fólk af öllum aldri.

,,Cohort” rannsóknir, þar sem könnun er lögð með reglulegu millibili fyrir hóp sem hefur einhverja sameiginlega eiginleika. T.d þegar tilteknum árgangi er fylgt eftir, hópur fólks fætt á sama árinu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Í hvers konar rannsóknum er betur hægt að greina orsakatengsl en í öðrum? AF hverju?

A

Það er betur hægt að greina orsakatengsl í langtímarannsóknum en þversniðsrannsóknum því það er hægt að greina tímaröð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað er meint með innra réttmæti í rannsóknarsniðum? Nefndu dæmi.

A

Innra rannsóknarréttmæti vísar til þess að hvaða marki rannsókn leyfir ályktun um orsakasamband. Það er hvort að frumbreyta hafi í raun áhrif á fylgibreytuna.

Hve örugglega getum við ályktað um orsakasamband milli frum- og fylgibreytu? Að hve miklu leyti hefur áhrifum ytri breyta verið stjórnað? Er auðvelt að hafa stjórn á ytri breytum í rannsóknum á sviði
félags-, hug- og menntavísinda?

Dæmi: Við vitum t.d að það eru tengsl á milli skóstærðar og lestrarkunnáttu, því stærri skó sem börn nota því betri kunna þau að lesa. Getum við þá sagt að skóstærð orsakir lestrarkunnáttu? Nei, í þessu tilviki hefur ytri breyta greinilega áhrif á þessi tengsl. Þessi ytri breyta er aldur því það er jú þannig að því eldri sem börn eru, því mun stærri skó noti þau og þeim betur er lestrarkunnátta þeirra.

17
Q

Hvað er meint með ytra réttmæti í rannsóknarsniðum? Nefndu dæmi.

A

Ytra réttmæti vísar til þess að hvaða marki er hægt að alhæfa niðurstöður rannsóknarinnar yfir á stærri hóp eða aðrar aðstæður.

Alhæfing frá úrtaki yfir á þýði. Að hve miklu leyti gilda niðurstöður byggðar á úrtaki fyrir þýðið? Að hve miklu leyti má alhæfa niðurstöðurnar yfir á aðra einstaklinga og aðstæður en þær sem skoðaðar voru?

Dæmi: Ef ég tek t.d þúsund manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá og legg könnunina fyrir úrtakið, að hvaða marki get.

18
Q

Fylltu í eyðurnar:

5: ,,Því betra sem að úrtakið er, því mun betur get ég alhæft og þeim mun hærra er ____ rannsóknarréttmætið.”

3: ,,Því betri stjórn sem við höfum á ytri breytu því betur getum við ályktað um orsakasamband og því hærra er ____ rannsóknarréttmætið.”

A

Setning 5 á við ytra réttmæti.
Setning 3 á við innra réttmæti.

19
Q

Í tilraunum er innra réttmæti gjarnan ____ en ytra réttmæti gjarnan ______. Af hverju?

A

Í tilraunum er innra réttmæti gjarnan hátt vegna þess að hægt er að álykta um orsakasamband. Ytra réttmæti er gjarnan lágt vegna þess að erfitt er að heimfæra niðurstöður tilraunar út fyrir tilraunastofuna eins og í Bobo Doll experimentinu.

  1. hátt. 2. lágt.
20
Q

Í fylgnirannsóknum er innra réttmæti gjarnan ____ en ytra réttmæti gjarnan _____. Af hverju?

A

Þar sem við höfum oft litla stjórn á breytum þá er innra réttmæti gjarnan lágt, það er s.s ekki hægt að álykta um orsakasamband. Aftur á móti er ytra réttmæti gjarnan hátt því rannsóknin er framkvæmd í eðlilegum aðstæðum og mjög gjarnan er notast við tilviljunarúrtak úr skilgreindu þýði.

  1. lágt. 2. hátt.