1. Breytur og mælistig breyta Flashcards

Hlutapróf 3

1
Q

Hvað er breyta? Nefndu dæmi.

A

Breyta stendur fyrir einhverja stærð eða eiginleika sem er breytilegur frá einu fyrirbæri til annars.

t.d aldur einstaklinga, hæð, þyngd, eða í raun og veru hvað sem er sem er breytilegt frá einum einstaklingi til annars.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er aðgerðarbinding?

A

Sum hugtök er ekki hægt að mæla beint. Við þurfum að setja hugtök þannig fram að við getum mælt þau og þá erum við að aðgerðarbinda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er hugtakabreyta? nefndu dæmi um þannig breytu.

A

Hugtakið eða hugsmíðin sem á að mæla. Hugtakabreyting breytist í aðgerðarbundna breytu þegar búið er að aðgerðarbinda hana.

Rafbílanotkun er t.d hugtakabreyta því við erum ekki búin að setja hana þannig fram að hægt sé að mæla hana (en um leið og við erum búin að gera tölulegar mælingar á hugtakinu, þá erum við búin að aðgerðarbinda breytuna).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er aðgerðarbundin breyta?

A

Tölulegar mælingar á hugtaki.

Um leið og við erum búin að gera tölulegar mælingar á hugtakinu, þá erum við búin að aðgerðarbinda breytuna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er frumbreyta (óháð breyta)?

A

Sú breyta sem í tengslum tveggja breyta hefur áhrif á hina.

Frumbreyta hefur áhrif á fylgibreytu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er fylgibreyta (háð breyta)?

A

Sú breyta sem verður fyrir áhrifum einnar eða fleiri frumbreyta.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Ef ég væri t.d að skoða tengsl kyns og launa í rannsókn, hvor þeirra væri hvaða breyta?

A

Þá væri kyn frumbreytan og laun fylgibreytan.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Mælistig breyta. Breytum er nefnilega skipt í fernt, eftir því hvers konar tölfræðilega merkingu gildi þeirra hafa. Útskýrðu nafnbreytur og nefndu dæmi.

A

Nafnbreytur eru breytur sem byggja einungis á nöfnum eða flokkum.
- Ganga út á að flokka upplýsingar. Gildin þeirra hafa enga tölfræðilega merkingu. Ekki hægt að segja að gildi breytunnar sé eih hærra eða minna en annað, getum ekki reiknað meðaltöl og fleira fyrir nafnbreytur. Ekki hægt að raða.

Dæmi: kyn, stjórnmálaflokkur, búseta.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Mælistig breyta. Breytum er nefnilega skipt í fernt, eftir því hvers konar tölfræðilega merkingu gildi þeirra hafa. Útskýrðu raðbreytur og nefndu dæmi.

A

Raðbreytur eru breytur sem gildum er raðað frá lægsta til hæsta gildis eða öfugt. Bil milli gilda er óþekkt.
- flokka upplýsingar í minna en eða meira en.

Dæmi: menntun, sæti í keppni, röðun atriða eftir mikilvægi, viðhorfskvarðar. Ef ég tek menntun sem dæmi þá getum við raðað menntun upp í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Mælistig breyta. Breytum er nefnilega skipt í fernt, eftir því hvers konar tölfræðilega merkingu gildi þeirra hafa. Útskýrðu jafnbilabreytur og nefndu dæmi.

A

Jafnbilabreytur eru breytur þar sem jafnt bil er á milli gilda. Bil milli gilda er þekkt en hafa engan núllpunkt.
- þannig að bilið á milli gildanna 1 og 2 er það sama og bilið á milli gildanna 2 og 3. Í þessu tilviki er hægt að segja að eitthvað gildi sé ákveðnum einingum hærra eða lægra en annað gildi á breytunni. Jafnbilabreytur hafa þó engan núllpunkt, t.d gráður á Celsius, þær geta verið mínus og hafa því engan núllpunkt.

Dæmi: gráður á Celsius, greindarvísitala.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Mælistig breyta. Breytum er nefnilega skipt í fernt, eftir því hvers konar tölfræðilega merkingu gildi þeirra hafa. Útskýrðu hlutfallsbreytur og nefndu dæmi.

A

Hlutfallsbreytur eru eins og jafnbilabreytur nema að hlutfallsbreytur hafa ákveðinn núllpunkt.
- Þar sem að þær hafa núlllpunkt þá megum við reikna hlutföll eða prósentur á þeim.

Dæmi: aldur í árum, hæð í sentimetrum, þyngd í kílóum, laun/tekjur, barnafjöldi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Á hvers konar breytur er hægt að reikna út meðaltöl og hverjum ekki?

A

Það er hægt að reikna út meðaltöl á jafnbilabreytur og hlutfallsbreytur en ekki á nafnbreytur eða raðbreytur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly