2. kafli Flashcards

1
Q

Hvað er samneysla?

A

Samneysla er kaup opinbera aðila á vörum og þjónustu sem látin er þegnunum í té án tillits til kaupgetu þeirra.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hverjir eru framleiðsluþættirnir?

A
  1. VINNUAFLIÐ- Allir þeir kraftar sem búa í manninum og nota má í framleiðslunni.
  2. FJÁRMAGNIÐ- Allt það sem mennirnir hafa skapað í þeim tilgangi að auðvelda framleiðsluna, t.d. verksmiðjur, vélar, skip og vatnsveitur.
  3. NÁTTÚRUAUÐLINDIRNAR- Öll þau gæði sem náttúran hefur fært okkur, t.d. fiskimiðin, vatnsaflið og jarðhitinn.
  4. STJÓRNUN OG SKIPULAGNING- Það fer eftir þeirri hagkvæmni, tækni og alúð sem beitt er í rekstri fyrirtækja og stofnana hversu vel tekst að nýta fjármagnið, náttúruauðlindirnar og mannauðinn í leit að betri lífskjörum.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er atvinnuleysi?

A

Það hlutfall mannafla sem vill vinna en fær ekki vinnu og fer á atvinnuleysisskrá.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað er full atvinna?

A

Ekkert atvinnuleysi, allur mannafli er í vinnu. Gert er ráð fyrir þessu í framleiðslujaðri.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er hagvöxtur?

A

Aukning á framleiðslu þjóðfélagsins við fulla atvinnu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er fórnarkostnaður?

A

Verður til vegna þess að tekjur fólks og framleiðsluþættirnir eru takmarkaðir.
Dæmi: Ef byggingaverktaki kýs að nýta starfsmenn sína og vélar til að byggja blokk í Kópavogi getur hann ekki reist raðhúsalengju í Hafnarfirði á sama tíma. Hér eru raðhúsin í Hafnarfirði fórnarkostnaðurinn því þjálfað starfsfólk og vélar eru af skornum skammti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað er einkaneysla?

A

Einkaneysla er kaup neytenda á vörum og þjónustu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað er framleiðslujaðar?

A

Líkan sem sýnir framleiðslumöguleika hagkerfisins við fulla nýtingu framleiðsluþáttana.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað eru heildartekjur?

A

Þegar talað er um heildartekjur er átt við allar tekjur sem aflað er fyrir skatta og önnur gjöld sem atvinnurekendur eða fjármálastofnanir eiga lögum samkvæmt að halda eftir af tekjum okkar. Það sem eftir er kallast ráðstöfunartekjur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Í hvaða fjóra flokka er heildartekjum skipt?

A

Launatekjur, leigutekjur, vaxtatekjur og arðgreiðslur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað eru launatekjur?

A

Greiðslur fyrir launavinnu. Þessi laun notum við síðan til þess að greiða þann kostnað sem fylgir því að sjá sér og sínum farborða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað eru leigutekjur?

A

Þegar menn leigja öðrum afnot af eignum sínum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað eru vaxtatekjur?

A

Tekjur af peningaeignum, t.d. skuldabréfum eða innistæðum á bankareikningum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað eru arðgreiðslur?

A

Tekjur sem menn hafa af hlutabréfum sem þeir eiga í fyrirtækjum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Í hvaða þrjá flokka er framleiðslugreinum skipt?

A

Frumvinnslugreinar, úrvinnslugreinar og þjónustugreinar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað eru frumvinnslugreinar?

A

Þær greinar þar sem unnið er beint úr náttúrunni.

17
Q

Hvað eru úrvinnslugreinar?

A

Þær greinar sem vinna alls konar vörur úr hráefnum sem aflað hefur verið í frumvinnslunni, bæði hér á landi og erlendis. Fiskvinnsla, álbræðsla, byggingariðnaður, mjólkuriðnaður og rekstur veitna eru greinar sem teljast allar til úrvinnslugreina.

18
Q

Hvað eru þjónustugreinar?

A

Verlsun, veitinga- og hótelrekstur, samgöngur, opinber þjónusta og margs konar önnur þjónusta.

19
Q

Hvernig skiptist vinnuaflið á Íslandi?

A

5,9% frumvinnslugreinar
20,7% úrvinnslugreinar
73,3% þjónustugreinar